Morgunblaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 342. TBL. 95. ÁRG. LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 LANDSPRENT EHF. mbl.is Leikhúsin í landinu Staður fyrir stefnumót? >> 71 Sendu jólakort á www.jolamjolk.is PORTRETTKÚNST MYNDIR KRISTINS ERU Á STUNDUM MYRKAR EN HIÐ LISTILEGA ÁHERSLUATRIÐI DYLST ENGUM >> 24 FRÉTTASKÝRING Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is ENN eitt áhlaupið í linnulitlum þunga af fáheyrðum óveðursbálki reyndist landsmönnum allþungt í skauti í gær og fóru samgöngur meira eða minna úr skorðum ásamt skólahaldi að ógleymdu eignatjóni og nokkrum meiðslum. Viðbragðsaðilar voru við öllu búnir þegar stormurinn skall á suð- urströnd landsins með miklum krafti og þá var ekki að sökum að spyrja; fyrstu hjálparbeiðnirnar fóru að streyma inn um klukkan fimm í gærmorgun. Mörg hundruð björgunarsveitarmenn voru í start- holunum og sinntu yfir þrjú hundr- uð útköllum fram að kvöldmat. Lausamunir fuku, bátar voru á hreyfingu í höfnum og þurfti mann- skap til að sinna þessu ásamt fleiru. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra var ánægður með frammi- stöðu björgunaraðila og sagði við Morgunblaðið að nú þegar þriðja millilandaflug og hafði fárviðrið áhrif á ferðaáætlanir þúsunda far- þega. Ljóst er að dálítinn tíma mun taka að vinda ofan af ástandinu sem illviðrið skapaði. Þá var áætlunar- ferðum með rútum frá höfuðborg- inni og út á landsbyggðina ýmist af- lýst eða þeim frestað og siglingar Herjólfs lágu niðri. Hvað grunnskólahald áhrærir voru dæmi um að innan við 10% nemenda skiluðu sér í skólann. Skilaboð til foreldra um að halda börnum heima vegna veðurofsans á höfuðborgarsvæðinu í gærmorgun náðu ekki til fjölmargra nýbúa, enda tilkynningin eingöngu send út á íslensku í gegnum miðla sem gera má ráð fyrir að fáir þeirra noti. Nær allir nýbúar sem stunda nám í Austurbæjarskóla mættu t.d. í skólann í gær eins og ekkert hefði í skorist. „Þetta var þörf áminning sem við fengum,“ segir Einar Skúlason, forstöðumaður Alþjóðahúss um þennan vanda sem varð ljós í gær. Hann segir foreldrafélög þurfa að vera í gegnum farsíma með texta- skilaboðum. Hann segir Alþjóðahús tilbúið að koma að því að þýða slík skilaboð á erlend tungumál. taka þátt í að koma skilaboðum sem þessum áleiðis. Það geti ekki ein- göngu verið á ábyrgð skólanna. Einar telur bestu leiðina til þess óveðurshrinan í þessari viku væri að ganga yfir hefði í öllum tilvikum mátt treysta á virka þátttöku og vaska framgöngu björgunarsveita við hlið lögreglu og slökkviliðs. „Án sjálfboðastarfs björgunarsveitar- fólks gætum við, sem berum ábyrgð á öryggi almennings, ekki skapað jafngóð, skjót og alhliða við- brögð og raunin sýnir. Hið vel þjálfaða og áhugasama fólk, sem fylkir sér undir merki sveitanna, er boðið og búið hundruðum saman að leggja samborgunum sínum lið. Þeim ber heiður og þakkir,“ sagði Björn. Feikilegar rigningardembur Óveðrinu fylgdu feikilegar rign- ingardembur og hjá stórverslun Ikea í Garðabæ fóru menn ekki var- hluta af vatnsaganum. Frárennsl- isrör fylltust í veðurofsanum sem olli þrýstingi með þeim afleiðingum að rör á annarri hæð hússins gaf sig á endanum. Flæddi myndarlegur foss úr rörinu. Innanlandsflug lá niðri sem og Morgunblaðið/RAX Veður válynd Þrátt fyrir að um hafi hægst í gærkvöldi eru viðbragðsaðilar enn á varðbergi gagnvart fjórðu óveðurshrinunni sem spáð er á morgun, sunnudag. Mörg hundruð útköll í gær  Viðbragðsaðilar höfðu í nógu að snúast í óveðri í gær  Samgöngur úr skorðum í lofti, á láði og legi  Dómsmálaráðherra ber lof á sjálfboðaliða og björgunarfólk fyrir vasklega framgöngu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.