Morgunblaðið - 15.12.2007, Side 38

Morgunblaðið - 15.12.2007, Side 38
Útstandandi Stór eyru, stuttir leggir, og síðir handleggir geta varla talist heppileg samsetning. Ertu sköllóttur, með stuttaleggi, smáfættur, meðlanga fingur o.s.frv.?Samkvæmt vísinda- mönnum víðsvegar úr heiminum koma ýmis líkamseinkenni þín upp um hvort þú eigir á hættu sjúk- dóma á borð við blöðruhálskirtils- krabbamein, hjartasjúkdóma eða þunglyndi. Þetta kemur fram á vef- síðu danska viðskiptablaðsins Er- hverv sem birtir samantekt Daily Mail á rannsóknarniðurstöðum hvað þetta varðar. Skalli Heilsufarshætta: blöðruhálskirt- ilskrabbamein, hjartasjúkdómar. Karlmenn sem hafa tilhneigingu til að missa hárið á hvirflinum eru í tvisvar sinnum meiri hættu á að fá krabbamein í blöðruhálskirtil en aðrir. Bandarískir vísindamenn telja þetta tengjast magni karl- hormónsins testosteróns á kyn- þroskaskeiðinu. Hormónið hefur áhrif á hvort viðkomandi verði sköllóttur og sömuleiðis á blöðru- hálskirtilskrabbamein. Þá bendir rannsókn frá Harvard-háskóla til að skalli tengist aukinni hættu á hjartasjúkdómum, einnig vegna hormónatenginga. Langir fingur Heilsufarshætta: þunglyndi. Karlmenn með langa fingur eru í aukinni hættu með að verða þung- lyndir samkvæmt rannsókn vís- indamanna við Háskólann í Liver- stuttra leggja og hjartasjúkdóma. Rannsóknin tók til 2.500 karlmanna og vísindamennirnir fundu ein- kenni sykursýki hjá þeim 25% þátt- takenda sem höfðu stystu leggina í samanburði við líkamshæð sína. Karlarnir sem höfðu stystu leggina höfðu líka tilhneigingu til að hafa meira fitumagn í blóði sínu sem og aukið glóbúlínhvítuefni, en hvoru- tveggja eykur hættuna á hjarta- sjúkdómum. Breitt og kringlótt andlit Heilbrigðishætta: kæfisvefn. Vísindamenn við Case Western- háskólann í Ohio hafa komist að því að einstaklingar með breitt og kringluleitt andlit hafi styttri önd- unarvegi sem geta lokast auðveld- lega, sem aftur eykur hættuna á kæfisvefni. Fólk sem þjáist af kæfi- svefni á erfitt með að anda eðlilega á næturnar. Stundum lokast önd- unarvegirnir alveg með þeim af- leiðingum að viðkomandi vaknar upp eftir stutta stund. Kæfisvefn leiðir af sér háværar hrotur, svefn- vandamál og getur leitt til krans- æðasjúkdóma. Stórir eyrnasneplar Heilsufarshætta: hjartasjúkdómar. Rannsóknir í Japan og Banda- ríkjunum sýna að stórir eyrna- sneplar tengjast aukinni hættu á hjartasjúkdómum. Talið er að stór- ir eyrnasneplar séu afleiðing van- næringar í móðurkviði. Æðarnar í eyrunum hafi þess vegna lokast og stækkað og hið sama geti gilt um æðar annars staðar í líkamanum, s.s. í hjartanu. Blá, græn og grá augu Heilsufarshætta: krabbamein. Einstaklingar með blá, græn eða grá augu eiga frekar á hættu að fá sortuæxli í augað en fólk með brún augu. Venjulega þróast sortuæxli út frá fæðingarblettum en þau er einnig að finna í augum, í frumum sem framleiða litarefnið melanin. Ósamhverfar hendur Heilsufarshætta: slök sæðisgæði. Karlmenn með samhverfar hend- ur og langa baugfingur eiga betri möguleika á að verða feður en karl- menn með ósamstæðar hendur, sé að marka rannsókn frá Háskól- anum í Liverpool. Vísindamenn- irnir skoðuðu hendurnar á 60 körl- um og 40 konum og létu rannsaka þau á frjósemisstofu. Niðurstöð- urnar voru sláandi. Tólf þeirra karla sem höfðu ósamstæðar hend- ur framleiddu nánast engar sæðis- frumur. Vísindamennirnir hafa einnig gert rannsókn á músum og útskýra samhengið með geni sem kallast Hox og kemur við sögu þeg- ar fingur, eistu og eggjastokkar myndast. Há líkamsbygging Heilsufarshætta: brjóstakrabba- mein. Samkvæmt hollenskri rannsókn eiga hávaxnar konur frekar á hættu að fá brjóstakrabbamein en aðrar. Skoðaðar voru 340 þúsund sjúkraskrár og niðurstöður bentu til að hættan á brjóstakrabba eykst um sjö prósentustig fyrir hverja fimm sentímetra sem konan er hærri. Vísindamennirnir telja að þetta megi skýra með því að há- vaxnar konur komist yfirleitt fyrr á kynþroskaskeið en aðrar. Þannig hafi þær orðið fyrir áhrifum krabbameinstengdra hormóna lengur en kynsystur þeirra. Reuters Einkenni Karl Bretaprins þykir geta státað af óvenju veglegum eyrum. Hjartgóður Skallinn á Bruce Willis virðist ekki valda honum miklu hugarangri. Sést sjúkdómurinn á þér? pool. Ástæðuna ku vera hægt að rekja til móðurkviðar þar sem testosterón á áttundu viku með- göngu gegnir lykilhlutverki við þróun kynfæra, fingra og mið- taugakerfis. Í rannsókninni mældu vísindamennirnir lengd fingra á fjölda þunglyndissjúklinga og fundu ótvíræðar vísbendingar um að samhengi var á milli lengdar fingranna miðað við hæð sjúklings- ins, og hversu alvarlegt þunglyndi þeirra var. Þetta átti þó aðeins við um karlmenn. Litlir fætur Heilsufarshætta: erfiðar fæðingar. Smáfættar konur geta átt erfiðar fæðingar í vændum enda hafa þær líka tilhneigingu til að hafa þrönga mjaðmagrind. Rannsókn frá sjúkrahúsinu í Birmingham sýnir að mjaðmabreidd hefur ekkert með það að gera hversu mikið pláss er í fæðingarveginum. Hins vegar skiptir stærð og lögun mjaða- grindarinnar meginmáli. Niður- staðan er að konur, sem vógu minna en 2.389 grömm við eigin fæðingu eiga frekar á hættu erfið- leika í fæðingu. Sænsk rannsókn sem tók til 6.000 kvenna sýnir að auki að konur sem sjálfar fæddust fyrir tímann eiga meðgöngueitrun frekar á hættu en aðrar. Stuttir leggir Heilsufarshætta: hjartasjúkdómar. Samkvæmt rannsókn frá Háskól- anum í Bristol er samhengi milli Teikning/Andrés Andrésson daglegt líf 38 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Fullt verð er 29,000 kr. Nuddpúðinn Fæst í Kringlunni (1. hæð) á sérstöku jólatilboði, aðeins 24,900 kr. Erum við Vínbúðina í Kringlunni, einnig á landsbyggðinni: Heilsuhorninu Glerártorgi, Akureyri og Nuddstofunni Borgarbraut 61 Borgarnesi. Logy ehf. Sími: 661 2580 og 588 2580 Heimasíða: www.logy.is Tölvupóstur: logy@logy.is G E R M A N Y sem var uppseldur er kominn aftur Umsagnir ánægðra notenda: Nuddpúðinn Lítill og þægilegur, mjög meðfæri- legur og auðveldur í notkun. Þægilegur og afslappandi > > háls > > bak > > hendur > > fætur 2 hraðastillingar og 4 kúlur sem nudda í báðar áttir. Einnig fyrir 12 Volta straum, góður í ferðalagið. Algjör Snilld. Tæki sem gott er að grípa í og er meðfærilegur. Kemur sér vel þegar þreyta í öxlum eftir myndavélaburð segir til sín. Árni Sæberg ljósmyndari Morgunblaðinu Wellamed hefur hjálpað mér vegna slæmra höfuðverkja. Eftir vinnudaginn þar sem ég sit mikið við tölvu er gott að koma heim og grípa í púðann sem losar um stífleika í hálsinum. Atvinnurekendur ættu að fjárfesta í góðri heilsu, sleppa koníakinu og konfektinu í ár og gefa góðu starfsfólki nuddpúða. Gjöf sem borgar sig. Svala Hilmisdóttir Thorarensen viðskiptafræðingur Losar djúpt um í vöðva í hálsi. Sterkur púði sem endist. Það besta sem ég hef prófað. Lítið tæki sem virkar á allan kroppinn. Þóra María Erlingsdóttir sjúkranuddari til 20 ára Snilldartæki sem ég nota á mjóbakið og kálfana eftir erfiðar vaktir. Ótrúlegt! En hefur reynst mér sérstaklega vel við gigtinni. Þetta er enginn víbringur, þetta er alvöru. Ekki dæma, fyrst þarftu að prófa. Kemur öllum á óvart. Nanna Arthúrsdóttir hjúkrunarfræðingur Hjálpar til með blóðflæði í fótum og mýkir upp eftir göngur. Lítið tæki sem líkir eftir þumalputtanuddi. Við vinnum saman, alltaf til taks, góður á bólgur í kálfum. Margrét Ástrós Helgadóttir nuddmeistari og stafagönguþjálfari Nuddpúðinn er góður ferðafélagi í bílinn á leið í bústaðinn eftir vinnuvikuna. Mýkir upp og tekur á líkt og maður í alvöru nuddi. Mæli með honum fyrir kyrrsetufólk eða bara alla. Eykur blóð- flæðið í líkamanum. Fer lítið fyrir honum og er fyrirtaks jólagjöf fyrir unga sem aldna. Arndís Guðnadóttir sjúkraliði Snilldartæki sem framkallar bros á alla fjölskylduna. Tækið á heima á kaffistofum allra landsmanna. Tvímælalaust jólagjöfin í ár. Linda Björk Hávarðardóttir tæknihönnuður Ég vinn við tölvu allan daginn, finn gjarnan fyrir músabólgunni og þá hefur Wellamed nuddpúðinn hjálpað mér. Mæli eindregið með nuddpúðanum og hægt er að ferðast með hann hvert sem er. Ásta Marta Róbertsdóttir veftæknir og ferðaráðgjafi Er að byggja. Bjargaði gjörsamlega bakinu eftir erfiðan dag. Tækið ætti að vera staðalbúnaður á hverju skipi. Kim Aage Petersen skipstjóri PAPPÍR HF BÝÐUR TIL HINNAR ÁRLEGU LAGERSÖLU Á PAPPÍRSBURÐARPOKUM VERÐ FRÁ 50-250 KR. OPIÐ LAUGARDADAGINN 15. DES. FRÁ KL. 12:00 - 18:00 JÓLA- OG GJAFAPOKAR Í MIKLU ÚRVALI Kaplahrauni 13 • 220 Hfj.• S: 565 2217 • pappir@pappir.is • www.pappir.is A R T- A D .IS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.