Morgunblaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Veit ekki hvað ég ætti að segja, allt sem við gerðum saman var bara gaman, þannig að ég segi bara: Þakka þér fyrir að vera besti afi í heimi og alla tím- anna sem við áttum saman. Guð geymi þig. Jósep Marinó Jónsson. HINSTA KVEÐJA ✝ Sigurjón JósepFriðriksson fæddist á Felli við Finnafjörð 28. des- ember 1936. Hann lést á Þórshöfn 6. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Helga Sigurð- ardóttir f. 5.11. 1894, d. 2.12. 1938 og Friðrik Jóhann Oddsson f. 11.1. 1894, d. 11.8. 1973. Systkini Sigurjóns Jóseps eru Guðríður f. 6.10. 1923; Kristín Gunnlaug f. 17.10. 1924; Sigurður Skúli f. 6.12. 1925, d. 20.3. 1996; Gunn- hildur Vilhelmína f. 15.12. 1926; Oddur f. 15.12. 1926, d. 18.10. 1927; Oddný Sigríður f. 3.5. 1928, d. 29.9. 1981; Gunnþórunn f. 28.9. 1929; Helga Guðrún f. 6.4. 1932.d. 26.10. 1945; Júlía f. 6.10. 1934. Bróðursonur Helgu, Sigurður Sigurðsson f. 17.10. 1914, d. 3.9. 1983, var einnig alinn upp á Felli. Sigurjón Jósep kvæntist 27.7. 1967 Vilborgu Reimarsdóttur frá Víðinesi í Fossárdal f. 10.8. 1942. Þau slitu samvistir 1992. Börn Sigurjóns Jóseps og Vilborgar eru: 1) Helga Guðrún, f. 12.9. 1965, börn hennar og Sigurðar Helgasonar eru Helgi og Sigrún, 2) Stefanía, f. 7.5. 1967, maki Jón Ey- þór Steinþórsson f. 3.5. 1965, börn þeirra eru Jósep Marinó, Sara Ósk og Stefán Páll, 3) Reimar Sigurjóns- son f. 2. 2. 1972, maki Dagrún Þór- isdóttir f. 5.2. 1980, börn þeirra eru Stefanía Margrét, Unnur Vilborg og Helga Björg . Dóttir Reimars og Önnu Maríu Hjálmarsdóttur er Aníta Dröfn, 4) Friðbjörg Jó- hanna Sigurjónsdóttir f. 7.7. 1973, sonur hennar og Jóns Baldvins Árnasonar er Friðrik Jóhann. Vil- borg átti fyrir einn son, Elvar Ey- fjörð Erlingsson f. 16.5. 1960, d. 18.10. 2007, börn hans og Guð- rúnar Soffíu Þorleifsdóttur, eru Vilborg Anna, Helga Sóley, Þor- leifur Elís. Sonur hans og Hrafn- hildar Jónsdóttur er Óskar Ey- fjörð. Sigurjón Jósep gekk honum í föðurstað. Langafabörn Sigur- jóns Jóseps eru orðin þrjú. Útför Sigurjóns Jóseps verður gerð frá Skeggjastaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Drottinn, í lífi mínu er engan sigur að sjá. Mig langar til að vera heill en ekki hálfur, sterkur en ekki veikur. Þessi orð eru hluti af bæn sem pabbi minn las kvöldið áður en hann dó, og ég veit að þau eiga vel við það hvernig honum leið. Ég veit líka að lífið heldur áfram, en ég veit bara ekki hvernig ég á að fara að án pabba míns, sem var ekki bara pabbi minn heldur líka besti og traustasti vinur minn. Hvernig get ég verið sátt við að þú hafir fengið að fara; ég veit að þú beiðst eftir kallinu fyrst svona var komið, en get samt ekki hugsað mér lífið framund- an án þín. Ég veit þú verður alltaf hjá mér, og ég get alltaf talað við þig um það sem mér liggur á hjarta, hér eftir sem hingað til. Komdu með spaðann, sagðir þú alltaf við mig þegar ég var lítil og leiddir mig fram í fjárhús með þér, ég trítlaði við hlið- ina á þér, símasandi og alltaf jafn glöð yfir að fá að vera með þér og að taka þátt í störfunum og þannig var það svo alltaf, þó að ég óneitanlega stækkaði. Ég var að lesa bréf sem þú skrifaðir mér þegar ég bjó í Nor- egi og þar skrifaðir þú: ,,Ég vona að guð haldi ætíð í höndina á litlu stúlk- unni minni og stubbnum hennar.“ Ég vona líka að hann haldi nú í þína jafnt og okkar og veit að hjá honum líður þér vel. Nú heldur þú ekki lengur í spaðann á mér, pabbi minn, en minning mín um þig mun ávallt lifa björt og falleg í hjarta mínu. Ég er stolt af því að vera dóttir þín, ég er þakklát fyrir að hafa átt þig sem föður. Þakka þér fyrir að halda í höndina á mér. Þú hefur alltaf verið besti afi í heimi, þú hefur kennt mér svo mikið og verið svo góður við mig, ég sakna þín mikið. Ég man þegar þú kenndir mér að smala. Fyrst var ég klaufi svo æfði ég mig og þá gat ég það og svo hrósaðirðu mér. Elsku besta litla ljós lífsgæfu þú hljótir Þú átt skilið frá mér hrós þú hamingjunnar njótir (til Diddu frá pabba) Guð geymi þig, pabbi minn og afi. Þín Friðbjörg Jóhanna og Friðrik Jóhann. Elsku pabbi minn, mikið óskap- lega er erfitt að þurfa að kveðja þig. Þú varst mér svo mikill styrkur og ég vissi alltaf að ég gæti leitað til þín, laumað hendinni minni í þína og fengið smá „kreist“, þá yrði allt gott. Það var oft svo gott að koma til þín í sveitina og við áttum svo marg- ar góðar stundir þar saman, sér- staklega í fjárhúsunum. Það verður sárt að fara í sveitina núna og hafa þig ekki hjá sér. Ég kveð þig núna með sömu orð- um og þú kvaddir mig svo oft með. Guð geymi þig, pabbi minn. Þín dóttir Stefanía. Nú horfinn er ástvinur himnanna til, heill þar nú situr við gullbryddað hlið, í Guðs faðmi gistir hann nú. Samfylgd er þökkuð með söknuð í hjarta, sefandi virkar þó minningin bjarta. Ég kveð þig með kærleik og trú. (Hafþór Jónsson) Elsku Jósep. Það er erfitt að hugsa til þess að þú takir ekki leng- ur á móti okkur þegar við komum heim í sveitina. En þegar ég kom þangað fyrst aðeins 19 ára gömul þá varðst þú strax hluti af mínu lífi, svo margt sem þú kenndir mér, ef ég bara spurði þá reyndir þú alltaf að gefa góð svör, man ég þá helst eftir því þegar þú kenndir mér að gera ís- lenska kjötsúpu og tókst það nú bara vel. Ég held meira að segja að þér hafi þótt hún góð. Þú varðst alltaf hluti af þessari heild, fjölskyldunni og Felli og það verður þú alltaf. Fátt þótti mér þó skemmtilegra en að bjóða þér í mat yfir til okkar, að gefa þér mat að borða, sem ég vissi að þér líkaði, gladdi mitt hjarta. Var það þá helst lambakjöt og steiktur fiskur. Það var bara orð- in hefð fyrir því hjá mér að bjóða þér í mat ef þetta var í matinn. Takk fyrir allar þær stundir sem ég náði að eiga með þér, Jósep minn, ég veit að þér líður vel núna og með þá hugsun í hjarta líður mér vel. Þín verður ávallt saknað. Þín tengdadóttir, Dagrún. Elsku Jósep afi. Þar kom að því að kallið kom. Við viljum þakka þér allar stundirnar, hlýhug og ást. Við vonum að þér líði vel. Við biðjum góðan guð að styrkja börnin þín og aðra ástvini. Góður engill Guðs oss leiðir gegnum jarðneskt böl og stríð, léttir byrðar, angist eyðir, engill sá er vonin blíð. Mitt á hryggðar dimmum degi dýrðlegt oss hún kveikir ljós, mitt í neyð á vorum vegi vaxa lætur gleðirós. Þó að lokist aumum aftur allar dyr á jörðu þrátt, helgrar vonar himinkraftur hjálparlausum eykur mátt. Þá er hjartabenjar blæða, bregzt hver jarðnesk stoð og hlíf, megnar sollin sár að græða signuð von um eilíft líf. Þá er jarðnesk bresta böndin, blítt við hjörtu sorgum þjáð vonin segir: Heilög höndin hnýtir aftur slitinn þráð Blessuð von í brjósti mínu bú þú meðan hér ég dvel, lát mig sjá í ljósi þínu ljómann dýrðar bak við hel. (Helgi Hálfdánarson.) Minning þín lifir. Bestu kveðjur, Anna og Valur. Elsku afi minn, ég trúi ekki að þú sért farinn. Mér finnst alltaf að ég sé að fara að sjá þig aftur í sveitinni og við að fara saman út í fjárhús að gefa kindunum fóðurbæti og hey. Mér var sama hvað við gerðum, hvort sem það var að fara í bíltúr til Þórshafnar að kaupa ís eða moka hestaskít í hjólbörur, ég átti samt góðar stundir með þér og það var það sem skiptir máli. Mér fannst rosalega gaman að sitja hjá þér og skoða gamlar bækur um forfeður okkar eða um gömul stríð. Yndislegt fannst mér líka að fara með þér og labba yfir túnið og kíkja hvað jarðarberin þín uxu fallega. Svo þegar við komum inn kíktum við í nammiskápinn þinn þar sem ýmsar molategundir og súkkulaðirúsínurn- ar þínar voru geymdar. Svo fengum við okkur 4-5 rúsínur og mola og horfðum á fréttirnar. Það er ólýsanlegt hversu mikið mér þykir vænt um þig. Hjartanlegar þakkir fyrir allar yndislegu samverustundirnar okk- ar. Afi minn, mundu nú eitt, að þó þú til himins farir, þá úr hjarta mínu þú aldrei ferð, Þótt að skýin klofni aðeins fyrir þig, þá mun ég aldrei gleyma þér. Ég sakna þín strax, þó að ekki sé langt um liðið. Og ást þín er eitt af því sem þú hefur mér gefið. Ég elska þig. Gerðu það, ekki gleyma mér. Það er ekki létt að gleyma, en erfiðara er að muna. Þú verður ávallt í huga mínum, elsku afi minn. Og bíddu bara afi, við munum hittast aftur, eitthvert sinn. Sara Ósk Jónsdóttir Elsku vinur, nú hefur þú kvatt okkur í hinsta sinn, sem var nú örlít- ið fyrr en við reiknuðum með. En þú ert nú kominn á góðan stað og von- andi laus við þínar kvalir. Þú varst nú ekki þessi manngerð sem lagði það í vana sinn að vera að kvarta, heldur þvert á móti þá varstu harð- ur af þér og kallaðir ekki allt ömmu þína. Ég var svo heppin að fá að vera í sveit hjá ykkur Vilborgu og þar lærði ég margt sem hefur nýst mér á lífsleiðinni. Ég man að fyrst um sinn bar ég svona óttablandna virðingu fyrir þér, þú varst svo strangur á svipinn og ef þú settir í brýnnar eða hækkaðir róminn þá varð maður nú hálfhræddur, en þeg- ar ég hafði kynnst þér betur þá átt- aði ég mig á því að þessi hræðsla var alveg óþörf því undir hrjúfu yfir- borðinu var svo hlýr og stríðinn maður, svo virðingin sem ég bar fyr- ir þér hætti að vera óttablandin. Samskipi okkar síðustu ár voru nú ekki mikil, en það er nú bara eins og það er fólk fer sitt í hvora áttina og allir eru svo uppteknir í þessu daglega amstri, en ég er þó þakklát fyrir þá stuttu stund sem við áttum uppi á sjúkrahúsi um daginn þegar að ég átti þar leið um og ákvað að kíkja á þig í leiðinni. Ég ætlaði nú ekki að láta það vera í síðasta sinn sem við myndum hittast en það er því miður þannig að við fáum ekki öllu ráðið. Mig langar að þakka þér fyrir allar þær góðu stundir sem ég átti í sveitinni hjá þér og ég vil að þú vitir að þú átt alltaf þinn stað í hjarta mér. Hinsta kveðja, Hildur Salína. Með Jósep á Felli er genginn einn af máttarstólpum bændasamfélags- ins hér við Bakkaflóa. Þó að leið hans hafi legið á aðrar slóðir um nokkurt skeið kom hann aftur heim á ættaróðalið þegar tækifæri gafst. Þar var hans staður og þar undi hann sér best við bústörfin og allt sem þeim fylgir. Hann var fæddur bóndi og það sást vel á öllu sem hann tók sér fyrir hendur og að bú- skap laut. Hann hafði ákveðnar skoðanir á mönnum og málefnum og meðal annars varð fámenni og staða bú- skapar í sveitinni oft umræðuefni okkar á milli. Ég kveð með þessum fáu orðum og þakka samstarfið í gegnum árin. Ég votta aðstandend- um mína dýpstu samúð Indriði. Kæri Jósep. Þá ert þú farinn allt of fljótt. Það er mikið skarð í okkar fámennu sveit. Þú ert leystur þraut- um frá. Ég sá hvað þú varst veikur 2 vikum fyrir andlát þitt þó þú bærir þig vel. Þú varst alltaf að dytta að og laga eitthvað í kringum þig fram á síðusta dag á þínu notalega heimili í gamla húsinu á Felli. Það var gott að vera hjá þér í heimilishjálp. Þú varst svo þakklát- ur og gestrisinn í minn garð. Ég þakka samfylgdina gegnum árin og votta aðstandendum mína innileg- ustu samúð. Með kveðju, Unnur. Sigurjón Jósep Friðriksson Elsku pabbi. Mig langar að skrifa hér nokkur orð um þig. Nú ertu far- inn, og saddur þinna lífdaga. Þú kvaddir okkur ansi skjótt, varðst skyndilega veikur og þá var nokkuð ljóst hvað í stefndi. Ég syrgi þig mjög pabbi minn og sakna þín mikið. Ég minnist þín hlýlega í æsku. Þú Runólfur Marteins Jónsson ✝ Runólfur Mar-teins Jónsson fæddist á Kambi í Deildardal í Skaga- firði 15. desember 1919. Hann lést á Dvalarheimili aldr- aðra á Sauðárkróki 4. nóvember síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Hofs- kirkju á Höfða- strönd 10. nóvem- ber. varst alltaf til staðar fyrir okkur systkinin 9, þrátt fyrir mikla vinnu. Bændamennsk- an var strit og streð að ég tali nú ekki um að ala upp 9 börn í leið- inni. Kímnigáfa og glettni var aðalsmerki þitt. Þú skaust fram ýmsu og komst mikið á óvart í þinni kímni. Eitt sinn voru Geiri bróðir og Dagný dótt- ir mín að rífast um hver ætti að fá síðasta munnbitann af sviðahaus. Eftir mikið þvaður tókstu málin í þínar hendur og hreifst bitann og ást hann. Hlóst svo heil ósköp og þar með var málið út- kljáð. Þú varst mikil félagsvera, pabbi minn. Varst hrókur alls fagnaður á mannamótum og þér leið vel innan um fólk. Þú varst barngóður mjög og öll þín barnabörn elskuðu þig út af lífinu. Þótt þú hafir hótað að hengja þau öll upp í fánastöng ef þau yrðu óþekk, dáðust þau samt að þér og nutu þess að vera í kringum þig. Þú varst ekki mikið að sýna til- finningar þínar, pabbi minn, en þú varst mjúkur maður innst inni og maður skynjaði vel að þér var ekki sama um hag fjölskyldunnar. Sýndir mikinn áhuga á framvindu barna þinna og barnabarna. Vildir vita hvað við værum að gera og hvernig gengi hjá börnum okkar systkina. Þú varst mikill sögumaður og fólk hafði almennt gaman af frásögnum þínum um gamla tíð, hvernig hlutum var háttað í gamla daga. Þú last líka mikið af bókum fyrir okkur í æsku og ég man hvað þú varst fær upples- ari. Þú settir svo mikla innlifun í sögurnar að manni fannst þær í raun lifna við. Ég man líka vel eftir þér, pabbi, hvað þú hafðir gaman af að baka. Þá gekkstu um kátur og glaður, gustaði af þér með eggin í annarri og písk- inn í hinni. Þú söngst hástöfum með, tókst Hamraborgina yfirleitt og þau lög sem voru spiluð í gufunni hverju sinni. Ég man hvað þú varst góður söngvari, pabbi. En þó þú hafir verið góður söngvari þá fékk enginn nema við fjölskyldan að njóta þess. Eini staðurinn sem þú söngst var í eld- húsinu. Þú prjónaðir líka mikið. Það þótti sérstakt að karlmaður prjónaði eins mikið og þú gerðir. Sjómennirnir í Hofsósi nutu góðs af því og fengu í sinn hlut fingravettlinga og ullar- sokka. Þú prjónaðir svo að sjálf- sögðu mikið á okkur, ég man vel eft- ir hvítu hnéháu ullarsokkunum sem þú prjónaðir fyrir okkur allar stelp- urnar. Vorum án efa flottustu heimasæturnar í sveitinni. Þessar stundir lifa alltaf í minn- ingunni. Þegar ég horfi til baka á æviskeið þitt pabbi minn, finn ég ekkert nema hlýju, væntumþykju og þakklæti í þinn garð. Þú hefur mótað mig og systkini mín gífurlega og ég syrgi þig afar mikið og sakna. Þú varst mjög góður faðir okkar allra og frá- bær eiginmaður móður okkar. Guð blessi þig og varðveiti. Þín dóttir, Björg Línberg Runólfsdóttir. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minningar- grein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virðingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.