Morgunblaðið - 15.12.2007, Side 22

Morgunblaðið - 15.12.2007, Side 22
22 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is ÁKVEÐIÐ hefur verið í borgarráði að hækka þá upphæð sem Listasafn Reykjavíkur hefur til listaverka- kaupa um þrjár milljónir króna á ári. Að sögn Hafþórs Yngvasonar safn- stjóra hefur safnið haft tæpar 15 milljónir króna til kaupa á ári upp á síðskastið og hefur sú upphæð staðið í stað. Á næsta ári mun safnið því hafa tæpar 18 milljónir króna til ráð- stöfunar. „Það er áhugi og skilningur hjá borginni á því að upphæðin þurfti að hækka og vonandi verður hún tengd verðlagsþróun og hækkar í samræmi við aðrar hækkanir,“ segir Hafþór. Varla hefur verið vanþörf á því að hækka upphæðina, ef mið er tekið af því að verk margra íslenskra lista- manna hafa hækkað verulega í verði. „Verk sumra eldri listamanna hafa hækkað umtalsvert, til dæmis þegar þau koma á uppboðin. Maður finnur hinsvegar ekki svo mikla breytingu milli ára á verkum yngri listamanna. En verð hér eru alls ekki lágt, í samanburði við verð á verkum ungra listamanna erlendis. Mark- aðurinn hér er auðvitað minni og fólk selur ekki eins mörg verk, en verðið er, sem betur fer, alveg eðlilegt.“ – Svo sjáum við verð á verkum ákveðinna listamanna af millikyn- slóðinni rjúka upp. Er ekki erfitt fyr- ir ykkur að keppa við það? „Verk eftir Eggert Pétursson eru vissulega orðin mjög dýr, rétt eins og verk Georgs Guðna, og við fylgj- umst með velgengni fleiri, eins og Steingríms Eyfjörð. Verk hans hafa margfaldast í verði og hann er nú hjá einu af betri galleríum í New York og er settur í flokk með öðrum lista- mönnum sem eru búnir að sanna sig. Nú geta allir nagað sig í hand- arbökin sem keyptu ekki eftir hann verk í fyrra,“ segir Hafþór og brosir. „Við eigum nokkur eldri verk eftir hann og svo keyptum við aðalverkið á sýningunni í Feneyjum, fjárrétt- ina, og erum mjög ánægð með það. Steingrímur er og verður mik- ilvægur listamaður.“ Getum ekki keppt um verk Umhverfi myndlistarinnar hefur tekið talsverðum breytingum síð- ustu misserin og ein birting- armyndin er sú að söfnurum virðist vera að fjölga. Ákveðinn hópur er reiðubúinn að eyða meiri peningum í myndlist en áður. Í nálægum löndum er samspil safnara og safna mjög mikilvægt, og oft er sagt að það þjóni öllum. Safnari kaupir lykilverk lista- manns, ákveður að gefa það safni og fær við það skattaafslátt, og allir græða á vissan hátt; listamaður sel- ur, safnið eignast mikilvægt verk sem almenningur nýtur, og kaup- andinn fær hluta kaupverðsins til baka. Finnst Hafþóri þörf á að hvetja safnara til að gefa verk, og löggjafann þá til að auka skattaíviln- anir, í ljósi þess að sífellt verður erf- iðara fyrir söfnin að keppa við efn- aða einstaklinga um mikilvæg listaverk? „Það er engin spurning. Segja má að hugsunarháttur hjá borg og ríki sé sá að fá einkageirann í auknum mæli til að styðja menninguna, eins og er svo víða erlendis. En það er ekki nóg að segja að það eigi að vera þannig, það verður að útbúa aðstæð- urnar svo það geti gerst – og þá græða allir. Fyrirtæki hafa í dag ein- hvern fjárhagslegan ávinning af því að styðja menninguna en engan veg- inn að sama skapi og víða erlendis. Fyrirtæki á borð við Landsbank- ann og Kaupþing eiga mjög góð listasöfn og við getum ekki keppt við þau um verk sem þau hafa áhuga á. Við erum í annarri aðstöðu en Lista- safn Íslands, sem þarf meira að sinna frumkvöðlunum, við vinnum meira úr samtímalistinni. Við erum ekki að keppa við stórfyrirtæki um gömlu meistarana en við fylgjumst vel með í núinu. Við förum á vinnu- stofur listamanna, fylgjumst með sýningum og því sem er að gerast. Við getum keypt þá list sem verður verðmæt í framtíðinni. Þar er okkar styrkur. “ Fyllt í göt í safneigninni – Er ákveðin stefna hvað varðar kaupin? „Það er stefna okkar að fylla upp í göt í safneigninni, átta okkur á því hvar eru veikleikar og kaupa inn í eyður. Rætt er jafnt og þétt hvernig á að fylla upp í heildarmyndina og þá skoðum við stundum ákveðna lista- menn og kaupum þá af þeim bæði ný og eldri verk. Sem dæmi keyptum við nýtt og gott verk eftir Huldu Stef- ánsdóttur í fyrra og um leið eldra lyk- ilverk eftir hana. Á þessu ári höfum við keypt verk eftir einn látinn lista- mann, Jón Gunnar Árnason, verk sem okkur fannst vanta í safnið en annars eru þetta allt verk eftir starf- andi listamenn. Annað dæmi er að við áttum ekki lykilverk eftir Olgu Berg- mann en hún er búin að sýna að hún er listamaður sem á eftir að halda áfram að vera mikilvæg. Ég fylgdist með einu verki verða til hjá henni í meira en eitt ár, og síðan keyptum við það.“ – Innan ykkar vébanda eru söfn merkra listamanna, Jóhannesar Kjarvals, Ásmundar Sveinssonar og Errós. Ber ykkur skylda til að styrkja þau söfn frekar? „Við eigum allt sem er til eftir Ás- mund og okkur ber að viðhalda því og gera eftirmyndir verka til að setja upp. Varðandi Erró og Kjarval ber okkur ekki skylda til að bæta við verkum en það er gert ráð fyrir því, og vissulega stöndum við þar illa að vígi. Eins og kom í ljós með Hvíta- sunnudag Kjarvals. Okkur er boðið töluvert af verkum eftir Kjarval en eins og allir vita þá málaði hann gríðarlega mikið. Við kaupum einungis lykilverk, það hefur ekkert upp á sig að fjárfesta í minni verkum sem líkjast öðrum sem við eigum.“ List sem verður verðmæt Listasafn Reykjavíkur hefur nú tæpar 18 milljónir króna til kaupa á myndlist Morgunblaðið/Einar Falur Eru í núinu „Við erum ekki að keppa við stórfyrirtæki um gömlu meistarana en við fylgjumst vel með í núinu. Við förum á vinnustofur listamanna, fylgjumst með sýningum og því sem er að gerast,“ segir Hafþór Yngvason. Í HNOTSKURN » Upphæð safnsins til lista-verkakaupa hækkar um þrjár milljónir. » Hafþór segir mikilvægt aðauka fjárhagslegan ávinning fyrirtækja af því að styrkja menninguna. » Það er stefna ListasafnsReykjavíkur að fylla upp í eyður í safneigninni, kaupa eldri lykilverk samtímalistamanna um leið og ný verk. » Safnið stendur illa að vígi ísamkeppni um eldri verk. Anna Jóelsdóttir Birgir Snæbjörn Birgisson Gjörningaklúbburinn Harpa Árnadóttir Hrafnhildur Arnardóttir Joan Backas Jón Gunnar Árnason Katrín Elvarsdóttir Olga Bergmann Ragnar Kjartansson Sigga Björg Sigurðardóttir Sigurður Guðmundsson Steingrímur Eyfjörð Listamenn sem Listasafn Reykjavíkur hefur eign- ast verk eftir á árinu Fjárrétt Meðal verka sem Listasafn Reykjavíkur hefur keypt á árinu er fjárréttin sem Steingrímur Eyfjörð sýndi í Feneyjum. mbl.is smáauglýsingar Fréttir á SMS Útsendingin stendur frá hádegi til miðnættis og þar hljóma jólalög frá Portúgal, Finnlandi, Eistlandi, Belgíu, Búlgaríu, Svíðþjóð, Danmörku, Þýskalandi og Íslandi. Það er stúlknakórinn Graduale Nobili undir stjórn Jóns Stefánssonar sem færir útvarps- hlustendum víða um heim jólakveðju Ríkisútvarpsins með tónleikum í Langholtskirkju kl. 20:00. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir velkomnir. JÓLATÓNLEIKADAGUR EVRÓPSKRA ÚTVARPSSTÖÐVA sunnudaginn 16. desember

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.