Morgunblaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 55
✝ Hlífar Erlings-son fæddist á
Þorgrímsstöðum í
Breiðdal 28. júlí
1927. Hann lést 7.
desember síðastlið-
inn. Foreldrar Hlíf-
ars voru Erlingur
Jónsson, bóndi á
Þorgrímsstöðum, f.
22.10. 1895, d. 12.4.
1944, og Þórhildur
Hjartardóttir, hús-
freyja á Þorgríms-
stöðum, f. 4.10.
1897, d. 12.7. 1992.
Systkini Hlífars eru: 1) Þor-
steinn, f. 4.5. 1919, d. 10.6. 1988;
2) Málfríður, f. 6.7. 1922, d. 26.8.
2000; 3) Guðrún Björg, f. 10.9.
1923; 4) Gunnar, f. 2.5. 1925, d.
6.6. 2003; 5) Herdís, f. 4.4. 1926; 6)
Sigrún, f. 2.7. 1928, d. 30.10. 1983;
og 7) Björg, f. 9.3. 1930.
Um tvítugt tók
Hlífar við búi á Þor-
grímsstöðum ásamt
Gunnari bróður sín-
um. Þar bjó hann og
starfaði stærstan
hluta ævinnar, að
frátöldum nokkrum
árum þegar hann
starfaði við ýmis-
konar verkamanna-
vinnu á Reykjavík-
ursvæðinu og víðar.
Hlífar stóð fyrir bú-
skap á Þorgríms-
stöðum, ásamt
Gunnari bróður sínum og Guð-
rúnu systir sinni, allt þar til Gunn-
ar lést í júní 2003. Þá um haustið
brugðu Hlífar og Guðrún búi og
fluttust til Breiðdalsvíkur.
Útför Hlífars fer fram frá Hey-
dalakirkju í Breiðdal í dag og
hefst athöfnin klukkan 14.
Föstudaginn 7. desember sl. lést
Hlífar Erlingsson, frændi minn og
vinur.
Hlífar tók ungur við búskapnum
á Þorgrímsstöðum, ásamt Gunnari
bróður sínum, eftir fráfall föður
þeirra. Lífsbaráttan var oft hörð
og Hlífar vandist því snemma að
þurfa að bjarga sér sjálfur með
flesta hluti. Hann óx því upp sem
sjálfstæður maður sem vildi vera
sjálfum sér nægur og ekki upp á
aðra kominn.
Hlífar hefur verið hluti af mínu
lífi frá því að ég man eftir mér og
samvera okkar tíð. Hlífar var ein-
stakur maður og átti virðingu og
væntumþykju samferðmanna
sinna. Hann heillaði fólk með létt-
leika sínum og jákvæðu lífsvið-
horfi. Ég hef fáum kynnst sem eru
jafn ljúfir og þægilegir í umgengni
og Hlífar. Hjá honum var jafnan
stutt í spaugið og margar sögur
hafði hann á hraðbergi.
Hlífar var einstaklega greiða-
samur og átti hann þakklæti
margra samferðamanna sinna
vegna þess. Hann var vinnusamur
og ósérhlífinn og þurfti á stundum
að hafa hemil á honum eftir að
hann tók að reskjast því hugurinn
fór á tíðum lengra en líkaminn réð
við með góðu. Þó að Hlífar brygði
búi eftir fráfall Gunnars, bróður
síns, fór því fjarri að hann hætti
afskiptum af búskap. Hann var sí-
fellt boðinn og búinn að aðstoða
vini sína og sveitunga og nutu
margir góðs af hjálpfúsum höndum
hans.
Mér eru minnisstæðar margar
samverustundir okkar Hlífars,
bæði heima á Gilsá og á Þorgríms-
stöðum. Jafnan snerist samvera
okkar um búskap, oft störf við
sauðfé. Féð laðaðist að Hlífari rétt
eins og fólkið, en engan mann hef
ég vitað eiga jafn auðvelt með að
gera kindur gæfar. Ég mun ávallt
búa að því að hafa sem unglingur
fengið að dvelja nokkrum sinnum
um tíma á Þorgrímsstöðum hjá
þeim systkinunum. Fyrir mig var
þetta einstaklega lærdómsríkur og
skemmtilegur tími.
Hlífar naut þess að vera heilsu-
hraustur nær alla ævina og sjaldan
þurfti hann á læknishjálp að halda.
En aldurinn sagði til sín hjá hon-
um líkt og öðrum og fyrir skömmu
þurfti hann að leita læknishjálpar.
Hlífar staldraði þó stutt við á
sjúkrahúsinu enda treysti hann á
forsjón Guðs umfram annað og
lagði líf sitt í hans hendur. Eftir
sjúkrahúsdvöl sína lét Hlífar svo
ummælt að hann óskaði sér þess
að þegar hans tími kæmi fengi
hann að fara snögglega eins og
Gunnar, bróðir hans, sem varð
bráðkvaddur 6. júní 2003.
Hlífar fékkst nokkuð við að
semja vísur sem oftar en ekki voru
gamansamar og hnyttnar og föng-
uðu hugsunina í fáum orðum.
Margar þeirra urðu til í erli dags-
ins og fjölluðu um daglegt líf, bæði
hans sjálfs sem og samferðamanna
hans. En þó að gamansemin væri
helsta lundareinkenni Hlífars gat
hann líka verið alvarlegur, bæði í
lausu máli og bundnu. Daginn áður
en Hlífar lést samdi hann vísu sem
líklega var sú síðasta sem hann
samdi. Af orðum hennar má sjá að
Hlífari var ljóst að ævi hans væri
senn á enda runnin.
Ég kveð Hlífar, frænda minn,
með söknuði og þökk fyrir að hafa
fengið að vera samferðamaður
hans. Hann hefur nú fengið hvíld-
ina. Hún kom til hans með þeim
hætti sem hann hafði sjálfur óskað.
Hrafnkell Lárusson.
„Nei, Jón, þetta var guðleg for-
sjón,“ sagði Hlífar oftar en einu
sinn við mig þegar ég hrósaði
happi yfir að hafa sloppið áfalla-
laust frá einhverri tvísýnunni eftir
að við hjónin höfðum gerst bænd-
ur. Hlífar var trúaður maður þótt
hann talaði ekki um það berum
orðum. Um góða hirðinn, Hlífar,
má lesa í frásögn Unnar Jökul-
sdóttur í bókinni Íslendingar.
Hlífar var bóndi á Þorgrímsstöð-
um, innsta bæ í Breiðdal, þar til
fyrir réttum fjórum árum. Gunnar
bóndi, bróðir hans, hafði orðið
bráðkvaddur þá um vorið. Hlífar
og systir hans Guðrún, sem annast
hafði heimilishald á bænum í um
þrjátíu ár, ákváðu eftir lát Gunn-
ars að bregða búi og flytja til
Breiðdalsvíkur.
Okkur hjónin, borgarbörnin,
langaði til að eignast fallega jörð
ekki of langt frá höfuðborginni.
Við vorum hvött til þess að skoða
samt Þorgrímsstaði, því bæði væri
jörðin mjög falleg og snyrti-
mennskan þar einstök. Okkur var
tekið af mikilli gestrisni þegar við
fórum að skoða jörðina og fundum
strax að þar var gott að vera.
Áður en við vissum af urðum við
bændur. Á Þorgrímsstöðum var
fjárbú og desembermánuður ekki
heppilegur tími til niðurskurðar.
Því var ákveðið að hleypa til og
ungur bóndi í sveitinni, Rúnar Ás-
geirsson, tók að sér gegningar
fram að sauðburði. Hlífar sagði
okkur til verka um sauðburðinn,
vann með okkur og var hjá okkur
allan maímánuð. Þá var ákveðið að
bera á tún sem þýddi búskaparár í
viðbót og enn er haldið áfram á
sömu braut. Hlífar var okkur
ávallt innan handar með hvaðeina
sem sneri að búskapnum svo sem
heyskap, smölun, hvaða lömb
skyldu sett á og hvaða kindum
skyldi farga. Í sextíu ár hafði hann
ásamt Gunnari bróður sínum verið
bóndi á Þorgrímsstöðum og hafði
af miklu að miðla. Ekki síður um
náttúruna því hann var barn henn-
ar. Iðulega settist hann niður með
okkur, fræddi okkur um örnefni í
nágrenninu, gamlar sögur úr sveit-
inni, tófuveiðar og svaðilfarir í
óblíðum vetrarveðrum. Hlífar
fylgdist vel með okkur en var ekki
afskiptasamur. Við fundum að
hann var ánægður með að við
skyldum halda áfram búskap á
jörðinni. Hann var mikill aufúsu-
gestur, fróður, glettinn og
skemmtilegur og munum við sakna
heimsókna hans.
Hlífar var vinnusamur og þurfti
að hafa eitthvað fyrir stafni alla
daga. Hann vann við smíðar hjá
sveitungum sínum fram til hinsta
dags. Hann skimaði eftir tófum
fyrir unga veiðimenn í sveitinni og
gekk á gömul greni. Að loknum
göngum á haustin hélt hann áfram
að koma inn í dal að leita eft-
irlegukinda og unni sér ekki hvíld-
ar fyrr en allar kindur voru komn-
ar í hús.
Fyrir mánuði síðan var hann í
þrjá daga á sjúkrahúsi, en fáum
dögum síðar var hann aftur kom-
inn inn í dal að leita kinda. Þrjár
þær síðustu sá hann hátt til fjalla
upp af gamla bænum sínum þann
15. nóvember síðastliðinn. Hann
gladdist yfir því að eftir þeim var
samstundis farið og að þær náðust
heim, aðkomufé utan af Beru-
fjarðaströnd og ofan úr Skriðdal.
Við hjónin erum forsjóninni
þakklát fyrir að hafa kynnst Hlíf-
ari og dalnum hans unnum við.
Guðrún Sveinsdóttir,
Jón B. Stefánsson.
Hlífar Erlingsson
✝ SigurbergurÞorbjörnsson
(Kúddi) fæddist á
Hafnarbraut 24 á
Höfn 6. mars 1946.
Hann lést á Hjúkr-
unarheimilinu á
Höfn 5. desember
síðastliðinn. For-
eldrar hans eru
Ágústa Margrét
Vignisdóttir, f. 4.
ágúst 1923 og Þor-
björn Sigurðsson, f.
7. febrúar 1918, d.
16. apríl 1988.
Sigurbergur var elstur 6
bræðra, hinir eru: Vignir, f. 25.
júní 1947, maki Sigríður Ragna
Eymundsdóttir. Þau eiga 2 börn
og 7 barnabörn. Ólafur Björn, f.
14. september 1948, maki Sig-
urbjörg Karlsdóttir. Þau eiga 5
börn og 7 barnabörn. Örn Þór, f.
21. júní 1951, maki Unnur Garð-
arsdóttir. Þau eiga 4 börn og 2
barnabörn Ágúst Hilmar, f. 17.
oktober 1952, maki
Halldóra Bergljót
Jónsdóttir. Þau
eiga 4 börn og 2
barnabörn. Guðjón
Hermann, f. 13.
ágúst 1962, maki
Christine Ann Sav-
ard. Þau eiga 2
dætur.
Sigurbergur var
búsettur á Höfn
alla tíð og vann al-
menn verkamanna-
störf, framan af hjá
Frystihúsi KASK. Í
16 ár vann hann hjá Varnarlið-
inu á Stokksnesi og síðar hjá
Skinney og síðast hjá Skinney-
Þinganesi. Árið 2003 lét hann af
störfum vegna veikinda. Sigur-
bergur dvaldist á Hjúkrunar-
heimilinu á Höfn af og til síðustu
ár vegna veikinda.
Útför Sigurbergs fer fram frá
Hafnarkirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 11.
Sigurbergur mágur okkar, eða
Kúddi eins og hann var ávallt kall-
aður, er dáinn aðeins 61 árs að
aldri. Þrátt fyrir að aldurinn væri
ekki hár hefur hann líklega verið
hvíldinni feginn eftir löng og erfið
veikindi.
Kúddi ólst upp á fjölmennu
heimili þar sem ávallt var ys og
þys. En afi hans, svo faðir og nú
bróðir hafa séð um flugafgreiðslu á
Hornafirði frá því að áætlunarflug
hófst til Hafnar. En flugið var um
áratuga skeið helsta samgönguleið
Hornfirðinga. Oft hefur verið sagt
að flugið hafi gert Reykjavík var
næsta þéttbýliskjarna við Höfn.
Það er ekki fyrr en 1974 sem
Skeiðará er brúuð og vegsamband
kemst á. Heimilið og fjölskyldan
tók nafn af þessum umsvifum og
alltaf talað um Þorbjörn og Ágústu,
eða Tobba og Gústu á Flugfélaginu.
Og strákarnir voru kallaðir Tobbal-
ingarnir á Flugfélaginu. Í marga
áratugi var afgreiðsla Flugfélags
Íslands í sama húsi og fjölskyldan
bjó og allir heimilismenn af lífi og
sál í þjónustu við flugið og það sam-
tvinnað lífi fjölskyldunnar eins og
frekast gat verið. Flugið gekk fyrir
öllu. En þessu fylgdi líf og fjör og
mikið um gesti og gangandi. Jafn-
vel nú er útfarardagurinn valinn
með tilliti til flugáætlunar.
Við þessar aðstæður ólst Kúddi
upp. Elstur af sex bræðrum. Hann
fór ungur að aldri að hjálpa til við
flugið. En á þeim árum var flug-
völlurinn úti á Melum. Stundum
þurfti hann að fara ásamt bræðrum
sínum og slétta brautina, eða tína
af henni steina, eftir slæm veður
áður en áætlunarvélin kom og þá
varð skólinn að bíða aðeins. Þor-
björn faðir hans var einnig vita-
vörður og þar þurftu Kúddi og
bræður hans einnig að rétta hjálpa-
hönd strax á unga aldri. Stundum
þurfti að fara með stór gashylki
torfæra leið að vita. Fljótlega eftir
að skólagöngu lauk fór Kúddi að
aðstoða Vigni afa sinn við múrverk.
Þaðan lá leiðin í frystihús KASK.
Síðan vann hann í Radarstöðinni á
Stokksnesi í 16 ár. Eftir það fór
hann í fiskvinnslu til Skinneyjar,
síðar Skinneyjar Þinganess, og
vann þar meðan starfskraftar ent-
ust. Ávallt var hann trúr sínum at-
vinnurekendum og vann sín störf af
mikilli samviskusemi. Kúddi giftist
aldrei en í frítíma sínum las hann
mikið og einnig hafði hann gaman
af að sýsla í gróðri. Hann hafði
gaman af að vera hjá frændum sín-
um í Árnanesi og síðast hjá Gutta
og Svönu meðan þau bjuggu þar.
Ferðirnar þangað voru ófáar og
myndaðist góður vinskapur sem
hélt alla tíð.
Kúddi var ákaflega barngóður og
hafði alltaf haft gaman af litlum
börnum. Allt til hins síðasta mátti
sjá hvernig lifnaði yfir honum þeg-
ar hann fékk lítil frændsystkin sín í
heimsókn.
Þegar heilsan fór að bila og naut
hann frábærs stuðnings og umönn-
unar frá Þjónustu fatlaðra hér á
Höfn og frá Heilbrigðisstofnuninni
og viljum við fyrir hönd aðstand-
enda færa öllu því góða fólki bestu
þakkir fyrir allt.
Þeim sem vilja minnast hans er
bent á Gjafa- og minningarsjóð
Skjólgarðs.
Blessuð sé minning Sigurbergs.
Halldóra og Sigurbjörg
(Begga og Bugga).
Sumarið 1958 fór ég til sumar-
dvalar hjá Dúa, Palla og Siggu í
Árnanesi Hornafirði. Á flugvellin-
um úti á Fjörum, eins og það var
kallað, tóku Þorbjörn og strákarnir
hans ásamt Árna Vignissyni á móti
flugvélinni. Þetta var skrautleg og
glaðleg hlaðdeild, Þorbjörn var
ekkert að draga úr því þegar hann
ræddi við litla manninn sem var að
fara í fyrsta skiptið að heiman. Með
bát yfir á Ósland og síðan keyrt
heim á skrifstofu í stóra græna
bílnum. Innan við horngluggann á
neðstu hæð glitti í Sigga Ólafs, föð-
ur Þorbjarnar, sem bar titilinn um-
boðsmaður Flugfélags Íslands.
Siggi barði í gluggann með stafnum
og heimtaði að ég kæmi inn og
heilsaði upp á hann. Á loftinu
stjórnaði Ágústa af myndarskap
þessu stóra heimili.
Upp úr 1960 verða miklar breyt-
ingar í Hornafirði, stóru jökulfljót-
in brúuð og flugvöllurinn fluttur frá
Fjörunum inn í Árnanes. Þorbjörn
og hans vaska sveit birtist allt í
einu á Völlunum fyrir ofan Árnanes
og nú leið varla sú vika að menn
hittust ekki við flugstöðina og
ræddu málin. Fyrir utan hefðbund-
ar innkaupaferðir, fórum við Árna-
nesmenn í póstferðir í hverri viku.
Ég var oft látinn bíða annaðhvort
hjá Ágústu eða Steinku á meðan
Dúi eða Palli ráku sín erindi. Sig-
urbergur, eða Kúddi eins og hann
var alltaf kallaður, var elsti Tobba-
lingurinn eins og það var kallað,
hann lét ekki hæst en hann var allt-
af til staðar. Kúddi var nokkrum
árum eldri en ég en smám saman
varð til vinátta sem hefur staðið
fram á daginn í dag. Ég kynntist
hægt og bítandi miklu ljúfmenni
sem vildi öllum allt gott, alltaf með
bros á vör.
Í rúmlega 50 ár hafa leiðir okkar
Kúdda legið saman og tengjast
órjúfanlegum böndum fólkinu í
Árnanesi. Þegar ég fór að venja
komur mínar yfir sumarið í Árna-
nes var Kúddi alltaf fastur punkt-
ur. Afi hans Vignir var fæddur í
Árnanesi og þar átti Kúddi sínar
rætur, þar leið honum best. Það
var síðan eftir að ég hætti að vera í
sveit og fór að koma sem gestur að
ég fór að kynnast honum betur.
Þegar maður átti leið um Horna-
fjörð keyrði maður alltaf niður á
Völlur til að upplifa gamlar minn-
ingar. Oftar en ekki rakst maður á
Kúdda í einhverju stússi.
Minningabrotin tengjast daglegu
lífi í Árnanesi og ýmiss konar af-
þreyingu eins og fyrirdrætti fyrir
sjóbirting í Fljótunum eða úti á
Fjörum. Það byrjaði alltaf með því
að Gísli Jóns birtist og var hann þá
búinn að setja upp fyrirdráttarnet.
Nokkrum dögum síðar komu Gísli,
Kúddi og Árni Vignis, því það átti
að draga á. Maður hafði oft heyrt
sögur um mikla veiði en í öll þau
skipti sem ég tók þátt í þessu var
veiðin lítil en ánægjan og gleðin
mikil. Nú hefur Kúddi sagt skilið
við okkur í bili og hefur vonandi
hitt Sigga Ólafs, Þorbjörn, Dúa,
Palla og Árna Vignis á betri stað.
Ég veit að þar eru menn byrjaðir
að skipuleggja fyrirdrátt og annan
fíflagang og örugglega leiðist þeim
ekki. Ég þakka Kúdda fyrir sam-
fylgdina í Árnanesi og á Hornafirði.
Ég og fjölskyldan mín sendum inn-
legar samúðarkveðjur til Gústu,
bræðranna og annarra ættingja.
Úlfar Antonsson.
Elsku Kúddi frændi.
Hann Kúddi frændi minn (eða
Sigurbergur) var góður maður og
þótti okkur bræðrabörnum hans
alltaf mjög vænt um hann. Frá því
ég man eftir mér, bjó hann hjá
ömmu á Hafnarbrautinni, og átti
hann alltaf m&m kúlur handa
manni, þær voru sjaldséðar því þær
fengust ekki í íslenskum verslunum
þá, en þar sem Kúddi var að vinna
á Stokksnesinu hjá kananum átti
hann útlenskt nammi. Svo var farið
í búðarleik með nammið og var
hann látinn kaupa sitt eigið nammi.
Hann átti líka ótrúlega mikið safn
af slidesmyndum og hafði hann
gaman af því að sýna slideshow –
fallegar myndir af landslagi og um-
hverfi Hornafjarðar.
Kúddi giftist aldrei og átti engin
börn en hann hafði mjög gaman af
litlum krökkum og það lifnaði yfir
honum þegar krakkarnir heimsóttu
hann og fannst honum gaman að
hlusta á þau tala saman og metast
um hvaða pabbi væri sterkastur –
þá hló hann og hann var svo
ánægður með hvað þau voru alltaf
hreinskilin. Hann fékk myndir af
yngstu „tobbalingunum“ og fóru
þær beint upp á vegg hjá honum
svo hann gæti horft á börnin og
sagði okkur sögur af þeim þegar
maður kom. Síðastliðin ár fór
heilsu hans mjög hrakandi og var
hann búin að eiga erfitt og vona ég
að honum líði betur núna þar sem
hann er og kannski hittir hann fyr-
ir Tobba afa, Sigga Óla langafa og
Ingó. Elsku Kúddi frændi, hér með
kveð ég þig kæri frændi minn sem
átt alltaf sérstakan stað í hjarta
okkar.
Þín bróðurdóttir,
Bylgja Ólafsdóttir.
Sigurbergur
Þorbjörnsson