Morgunblaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 42
42 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Þ að er enginn málstaður svo heilagur að honum megi ekki vinna tjón með því að fara fram í nafni hans með rök- leysu. Vondur málflutningur er verri en enginn, því að hann gref- ur undan málstaðnum, rétt eins og góður málflutningur rennir stoðum undir hann. Kjarninn í vondum málflutningi er að hann virðist ekki hafa annað markmið en sjálfan sig, það er að segja, honum er ekki miðað á mark heldur er fyrst og fremst hugsað um að ná að skjóta. Ég held að ýmsir fylgjendur femínisma hafi að undanförnu verið dálítið duglegir við að skjóta sinn eigin málstað í fótinn með ýmsum rökleysum. Áður en lengra er haldið vil ég endilega koma því að, að ég hef talið mig femínista, ekki síst eftir að ég eignaðist dóttur, sem nú er fimm ára, og mér fór að verða framtíð hennar hugleikin. Það er svo ótalmargt sem fem- ínisminn miðar að sem ég held að kæmi dóttur minni og öðrum stelpum til góða er þær vaxa úr grasi. Það sem ég tel sjálfur skipta mestu máli er að vinna gegn kynbundnu ofbeldi. Einnig er mikilvægt að berjast gegn kyn- bundnum launamun, vegna þess að launin sem maður fær segja svo margt um það hversu mikils samfélagið metur framlag manns miðað við framlag annarra (hversu mjög sem ég sjálfur og aðrir lopapeysuintellektúalar and- mæla því). En undanfarnar vikur hefur ýmis málflutningur í nafni fem- ínismans gert að verkum að ég veit ekki alveg hvort ég má segj- ast femínisti, eða hvort ég kæri mig yfirleitt um það. Má þar til taka að ég er karl- kyns og kominn ískyggilega nærri miðjum aldri, og ég sá ekki betur í einhverju bloggi um daginn en að andmæli fólks af minni sort (miðaldra karlmanna) við mál- flutningi femínista undanfarið sé einmitt til marks um að hans sé mikil þörf. Þetta minnir óneitanlega á kenningu Freuds um afneitun. Ef maður hreyfir mótbárum við henni má líta á það sem svo að maður sé einmitt orðinn dæmi um það sem kenningin kveður á um. Ef maður afneitar því að maður sé í afneitun þá er það nátt- úrulega bara staðfesting á því að maður sé í afneitun. Þessi kenn- ing er í hópi svonefndra „teflon- kenninga“ – það bítur ekkert á henni og því er ekki hægt að af- sanna hana. En er hún þar með rétt? Upplifun mín á þessum svoköll- uðu rökum var á þá leið að um- ræddur málflytjandi virtist líta svo á að ég sé sekur uns sakleysi mitt er sannað. Þarna er gengið þvert á eitt megingildi réttlæt- isins, það er, að maður sé saklaus uns sekt er sönnuð. Grunsemd- irnar einar virðast látnar duga til að fella megi dóm. Við þetta bætist svo að þessi „rök“ eru ad hominem, það er að segja, þau beinast gegn okkur miðaldra körlum á þeim for- sendum að við erum miðaldra karlar, ekki vegna þess sem við gerum eða segjum. Þetta tvennt sem hér hefur ver- ið nefnt, umsnúin sönnunarbyrði og rök ad hominem, eru meðal þess sem í gegnum tíðina hefur greitt götu hvers kyns ofsókna. Nú er ég alls ekki að saka nokk- urn mann um að kynda undir of- sóknum. Ég er einungis að reyna að útskýra upplifun mína á mál- flutningi sem heyrst hefur und- anfarið í nafni femínisma, og átta mig á því hvers vegna mér hefur á stundum verið beinlínis brugðið þegar ég hef heyrt hann. Ekki bætti svo úr skák frétt um að Öryggisráð Femínista- félags Íslands hefði kært for- stjóra og stjórn Valitor – Visa Ís- land fyrir meinta aðild þeirra að dreifingu kláms með því að Val- itor sér um innheimtu þegar að- gangur að erlendum klámvefjum er keyptur með Visa-korti. Einhver benti á að þetta væri álíka gáfulegt og að kæra banka fyrir að láta manni í hendur pen- inga sem hann notar til að kaupa eitthvað vafasamt. Jæja, það má eflaust margt að þessum málflutningi mínum finna. Í fyrsta lagi mætti ef til vill benda mér á að taka mátulega mikið mark á því sem skrifað er á blogg – og kannski sérstaklega af fólki sem virðist vinna við að blogga. Í öðru lagi mætti benda mér á að láta athuga hvort ég sé nokkuð vænisjúkur (eins og mér hefur reyndar þegar verið bent á). Þetta tvennt ætla ég að taka fyllilega til greina. Hætta að taka nema mátulega mikið mark á bloggskrifum – enda virðast þau oft skrifuð á einhverskonar sjálf- stýringu, líkt og skrifarinn íhugi lítið eða ekki það sem hann skrif- ar – og láta athuga þetta með hugsanlega vænisýki. Ég ætla líka að taka mark á þeim hugsanlegu andmælum að mótbárur mínar séu sjálfkrafa dauðar og ómerkar vegna þess að ég er karlmaður á miðjum aldri. Þess vegna geri ég ekki ráð fyrir að fá neinar athugasemdir við þennan pistil. Svo getur það auðvitað verið að krafan um sönnun sektar sé á ein- hvern hátt karllægt fyrirbæri, og einmitt til marks um að mig skorti grundvallarskilning til þátttöku í þessari umræðu. Ef út í það er farið er af- skaplega þægilegt að vera útilok- aður svona frá þátttöku í um- ræðunni, og settur í hlutverk óvirks áhorfanda. Það þýðir að ég get í rauninni sagt hvaða bull sem er, því að ég veit fyrirfram að það verður ekki hlustað á mig. Ég er með öðrum orðum fullkomlega frjáls. Ég get látið vaða á súðum – bara passa mig á að brjóta ekki meiðyrðalöggjöfina, þá er mér óhætt. Ég segi bara eins og konan: Það er ekki ég sem hef yfirgefið umræðuna, umræðan hefur yf- irgefið mig. Þrátt fyrir þetta held ég auðvit- að áfram að telja mig femínista, einfaldlega vegna þess að mér dettur ekki í hug að taka mark á fólki sem gefur í skyn að ég sé ekki til þess bær að taka afstöðu til mála er varða framtíð dóttur minnar. Vindhögg »Ef út í það er farið er afskaplega þægilegt aðvera útilokaður svona frá þátttöku í um- ræðunni, og settur í hlutverk óvirks áhorfanda. Það þýðir að ég get sagt hvað sem er, því að ég veit fyrirfram að það verður ekki hlustað á mig. BLOGG: kga.blog.is VIÐHORF Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is „LEYNIMAKK á ekki heima í opinberum rekstri“ skrifar Guð- ríður Arnardóttir, oddviti Samfylk- ingarinnar í Kópavogi, eins og það geti afsak- að opinber grein- arskrif hennar í Morg- unblaðinu um starfslokasamninga sem trúnaður á að ríkja um. Almennt er ætlast til að störf sveit- arstjórna fari sem mest fram fyrir opn- um tjöldum. Í störfum sveitarstjórnarmanna geta hinsvegar komið fyrir málefni sem leynt eiga að fara. Dæmi um það eru samningar um starfslok ein- stakra starfsmanna. Þótt það bindi ekki hendur Guð- ríðar kemur virðing fyrir lögunum og virðing fyrir fyrrverandi starfs- mönnum Kópavogsbæjar í veg fyrir að ég geti rökrætt starfslokasamn- ingana við hana í blöðunum. Tugthúsrefsing liggur við broti á þagnarskylduákvæði 32. greinar sveitarstjórnarlaga. Þar segir að sveitarstjórnarmenn skulu gæta þagnarskyldu um það sem þeir verða áskynja í starfi sínu og leynt á að fara samkvæmt lögum eða eðli máls. Sveitarstjórn- armenn hafa almennt óhindraðan aðgang að gögnum í sínu sveitar- félagi. Á hinn bóginn er þeim óheimilt að nýta sér trúnaðar- upplýsingar í öðrum tilgangi en þeim að fylgjast sjálfir með starfsemi sveitarfé- lagsins. Guðríður segir að fjórir af sex starfs- lokasamningum á til- teknu tímabili eigi sér eðlilega skýringu. Það er rangt. Þeir eiga sér allir eðlilega skýr- ingu. Nánar get ég ekki farið út í þá sálma á þessum vettvangi eða svarað þeirri ósmekklegu aðdróttun að þessari aðferð hafi verið beitt til að segja upp fólki í opinberum stöðum og kaupa það til þag- mælsku. Guðríður ber sér á brjóst í Morg- unblaðinu og segir að bæjarráð hafi samþykkt tillögu sína um „að allir starfslokasamningar gerðir á veg- um Kópavogsbæjar þurfi að hljóta sérstaka staðfestingu bæjarráðs“. Þetta er sömuleiðis rangt. Bókunin er svohljóðandi í fundargerð: „Starfslokasamningar sem gerðir eru af hálfu Kópavogsbæjar við starfsmenn skulu lagðir fram í bæj- arráði.“ Starfslokasamninga, þá sjaldan þeirra gerist þörf, er bæði rétt og skylt að kynna í bæjarráði. Það samþykkti bæjarráð Kópavogs samhljóða enda var gengið út frá því að hægt væri að treysta kjörn- um fulltrúum til að virða nauðsyn- legan trúnað. Sitt hvort er trúnaður eða leynimakk Gunnar I. Birgisson svarar grein Guðríðar Arnardóttur um starfslokasamninga » Virðing fyrir lög-unum og fyrrver- andi starfsmönnum Kópavogsbæjar kemur í veg fyrir að ég geti rök- rætt starfslokasamn- inga í blöðunum. Gunnar I. Birgisson Höfundur er bæjarstjóri í Kópavogi. VIÐSKIPTARÁÐUNEYTIÐ hefur látið semja drög að frum- varpi til breytinga á samruna- ákvæðum samkeppnislaga. Mark- mið samkeppnislaga er fyrst og fremst að efla virka samkeppni í þjóðfélag- inu. Til þess að lögin nái þessu markmiði sínu er grundvall- aratriði að fyrirtæki fái skjóta úrlausn mála sinna hjá Sam- keppniseftirlitinu. Meðan skjót úrlausn mála fæst ekki ná lög- in ekki markmiðum sínum nema að mjög takmörkuðu leyti. Mikill málafjöldi hefur verið akkillesarhæll samkeppnisyfirvalda um árabil. Það vekur því strax at- hygli í drögunum, að þar skuli ekki vera hækkuð viðmiðunarveltumörk þegar kemur að tilkynning- arskyldum samruna. Í drögunum er gert ráð fyrir því að þau verði óbreytt, þ.e. að tilkynningarskyldan miðist við samruna fyrirtækja þar sem heildarvelta fyrirtækjanna sem að samrunanum standa sé einn milljarður og að minnsta kosti tvö af þeim fyrirtækjum sem að sam- runanum standa hafi a.m.k. 50 milljóna ársveltu hvert um sig. Þessar fjárhæðir hafa verið óbreyttar í nær 15 ár. Hefði ekki verið eðlilegt að hækka þessi mörk að minnsta kosti miðað við vísitölu- hækkanir, úr því að verið er að leggja til breytingar á samruna- ákvæðum samkeppnislaga? Þá gæti Samkeppniseftirlitið einbeitt sér að mikilvægari málum en að eyða dýr- mætum tíma í að fjalla um litla samruna, sem engin áhrif hafa á samkeppni. Það verður einnig að hafa í huga að það að senda inn samrunatilkynningu til Samkeppn- iseftirlitsins er ekkert smámál. Það kostar mikla vinnu fyrir fyrirtækin, upplýsingaöflun, skilgreiningu á mörkuðum o.s.frv. Það er því já- kvætt við drögin að í þeim er gert ráð fyrir því að fyrirtæki geti sent inn „léttari“ tilkynningu í ákveðnum tilfellum. Í drögunum er einnig lögð til sú breyting á samkeppnislögunum að samruni komi ekki til framkvæmda á meðan Samkeppniseftirlitið fjallar um hann. Rökin fyrir þessari breyt- ingu samkvæmt drögunum er með- al annars sú að hagsmunir fyr- irtækjanna krefjist þessa. Hvar hafa fyrirtækin sett fram slíka kröfu? Í dag er það svo að fyr- irtæki sem sameinast taka áhættuna af því að fara að starfa sem sameinuð áður en Samkeppniseftirlitið er búið að samþykkja samrunann. Fari það svo að eftirlitið ógildi samruna í dag, eða setji honum skilyrði þá er það fyrirtækjanna að bregðast við því og gera viðeigandi ráð- stafanir. Ábyrgðin og áhættan er hjá fyrirtækjunum. Löggjafinn á ekki að vera með þá forsjárhyggju að gæta fyrirtækj- anna með þessum hætti. Það er fyrirtækjanna að sýna þá fyr- irhyggju að gera ráð fyrir því að samruna verði hafnað af hálfu sam- keppnisyfirvalda. Fyrirtæki sem standa að samruna gera sér ávallt grein fyrir því að þau eru að taka ákveðna áhættu meðan ekki liggur fyrir afstaða Samkeppniseftirlitsins. Sú áhætta á að vera áfram hjá fyr- irtækjunum. Samkvæmt drögunum getur eftirlitið tekið allt að 120 daga í að skoða samrunann. Það er mjög langur tími í viðskiptum og ef eftirlitið hafnar samrunanum getur það tekið jafnvel 1-2 ár fyrir fyr- irtæki að fá endanlega niðurstöðu í málið meðan leitað er til áfrýj- unarnefndar samkeppnismála og dómstólanna. Frumvarpsdrögin gera ráð fyrir því að fyrirtækin setji allt í bið á meðan. Þetta getur hamlað eðlilegum vexti og fram- förum í viðskiptalífinu. Nei, áhætt- an á að vera áfram hjá fyrirtækj- unum eins og verið hefur. Ein röksemdin sem færð er fram fyrir þessari breytingu vekur þær grun- semdir að höfundar draganna þekki ekki mikið til þess hvernig kaupin gerast á eyrinni í viðskiptalífinu. Í drögunum segir að ef fyrirtækj- unum er heimilað að láta samrun- ann ganga strax í gegn og síðan verði honum hafnað geti fyrirtækin verið búin að fá upplýsingar um viðskiptaleyndarmál hvor annars. Í dag er það svo að engin fyrirtækja- kaup eða samrunar, af þeirri stærð- argráðu sem tilkynningarskyldur er, gerast nema aðilar láti fara fram áreiðanleikakönnun áður. Við slíkar kannanir eru bækur fyr- irtækjanna opnaðar og aðilar geta komist að viðskiptaleyndarmálum hver annars. Samhliða er auðvitað skrifað undir trúnaðarsamning. Það að verið sé að vernda viðskipta- leyndarmál með því að heimila samruna ekki að ganga í gegn með- an samþykki Samkeppniseftirlitsins liggur ekki fyrir er því ekki hald- bær rök. Þá gera frumvarpsdrögin ráð fyrir því að ef áfrýjunarnefnd sam- keppnismála eða dómstólarnir ógilda samruna vegna formgalla þá geti Samkeppniseftirlitið byrjað aftur á málinu. Ef málsmeðferð eft- irlitsins misferst þá fær það annað tækifæri og reyndar ótakmörkuð vegna þess að í frumvarpsdrög- unum er ekkert ákvæði um hversu oft eftirlitið má taka upp mál sem ógilt hafa verið vegna formgalla. Svona ákvæði hvetja ekki til vand- aðra vinnubragða hjá stofnuninni. Viðskiptalífið í landinu á ekki að þurfa að búa við það að ef eftirlitið gerir mistök þá fái það aftur tæki- færi til að laga til hjá sér. Og á meðan, ef ákvæði frumvarpsdrag- anna verða óbreytt að lögum, mega fyrirtækin ekki láta samrunann taka gildi. Ég vona að ef frumvarpsdrög þessi verða lögð óbreytt fyrir Al- þingi þá muni þingmenn allra flokka leggja til nauðsynlegar breytingar á frumvarpinu. Við- skiptalífið í landinu á það skilið. Forsjárhyggja eða fyrirhyggja? Þórunn Guðmundsdóttir skrif- ar um frumvarp til breytinga á samkeppnislögum » Frumvarp til breyt-inga á samruna- ákvæðum samkeppn- islaga vekur ýmsar spurningar Þórunn Guðmundsdóttir Höfundur er hæstaréttarlögmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.