Morgunblaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 46
46 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Afsláttur á eða af eða kannski frá einhverju? Nafnorðið afsláttur er m.a. not- að í merkingunni (1) ‘undanláts- semi; það að slá af e-u’ og (2) ‘verðlækkun’. Ég hef vanist því að nota með því forsetninguna af, t.d.: afsláttur af fatnaði; gefa e-m afslátt af skuld; enginn afsláttur verður gefinn af íslensku (7.10.07) og En íslenskan er það tungumál sem á að vera númer eitt alls staðar og af því verður enginn af- sláttur gefinn (7.10.07). Hins veg- ar hef ég rekist á traust dæmi frá 19. öld þar sem notuð er forsetn- ingin á, t.d.: fara fram á afslátt á bókum og þrefa um bók sem hann vildi fá afslátt á. Hliðstæð dæmi eru auðfundin í nútímamáli: Við munum ekki gefa neinn afslátt á íslenskunni (7.10.07) og Hvít- Rússar hafa fengið afslátt á gasi frá Rússlandi (29.12.06). Vel má vera að einhver merk- ingarmunur sé á orðasambönd- unum afsláttur á einhverju og af- sláttur af einhverju en hvort tveggja hlýtur að teljast rétt. Hins vegar er engin hefð fyrir myndinni afsláttur frá einhverju: En það er einnig mikilvægt að slá því föstu að enginn afsláttur verði gefinn frá grunngildum íslensks samfélags (8.2.07). Hér kann að gæta áhrifa frá samböndunum víkja ekki frá e-u og hvika hvergi frá einhverju eða öðrum hlið- stæðum samböndum. Spara ekkert til Orðasambandið kosta e-u/ miklu/litlu/öllu til (e-s) vísar til þess er menn kosta fé/peningum til e-s og er það allgamalt í mál- inu. Orðasambandið spara ekki/ ekkert til (e-s) er eldfornt, jafn- gamalt elstu heimildum. Í Ís- lensku hómilíubókinni stendur: vísar oss til þess fagnaðar er vér skyldum ekki til spara að vér næðum. Í nútímamáli gætir þess nokkuð að þessu tvennu sé ruglað saman svo að úr verður spara engu til, t.d.: Tyrknesk yfirvöld ætla engu til að spara í þeim ásetningi sínum (11.10.07); Engu er til sparað [til að gera tón- leikana sem best úr garði] (16.8.07) og verður engu til sparað til að hafa upp á hinum seku (8.7.05). Ókey, hæ og bæ Jóhann Örn Sigurjónsson skrif- ar (19.10. 2007): ,,Fyrir nokkru ákvað ónefnd út- varpsstöð að halda dag íslenskrar tungu. Stjórnand- inn talaði fjálglega um gildi slíks dags og gekk nú allt vel í bili, allt þar til hlustandi hringdi og spurði: ,,Á þetta ekki að vera dagur íslenskrar tungu?“ ,,Vissulega,“ svaraði stjórnandinn. ,,En af hverju segir þú þá alltaf ókey?“ Það kom smá hik á stjórn- andann en síðan kom þetta merki- lega svar: ,,Ókey er orðið hluti af íslensku máli.“ – Ef það er raunin er illa komið. Önnur ensk smáorð sem smogið hafa inn í málið okkar eru kveðj- urnar hæ og bæ. Hér áður fyrr þegar barnungir synir mínir fóru skyndilega að kveðja og heilsa á þann hátt var mér brugðið. Vörn mín var sú að í hvert skipti sem ég var kvaddur með bæ spurði ég alltaf sömu spurningarinnar: ,,Ertu að fara niður í bæ?“ ,,Nei,“ var svarið ,,af hverju heldurðu það?“ ,,Af því að þú talaðir um bæ.“ ,,Nei, bæ þýðir bara bless.“ ,,Nú, af hverju sagðirðu þá ekki bara bless?“ spurði ég á móti. Eftir nokkur slík orðaskipti gáf- ust synirnir upp á þessum skiln- ingssljóa föður, fóru að kveðja mig á íslensku og hafa gert síð- an.“ Umsjónarmaður þakkar Jó- hanni kærlega fyrir skemmtileg skrif. Orðfræði Í Biblíunni (Matt 27, 24) segir frá því er Pílatus hugðist geta firrt sig allri ábyrgð á dauða Jesú, hann þvoði hendur sínar. Oftast er orðatiltækið notað án forsetn- ingarliðar en ef hann er notaður er sagt þvo hendur sínar af ein- hverju. Eftirfarandi dæmi á sér enga hliðstæðu og er ótækt: Frakkinn Noel Forgeard reynir vafalítið að þvo hendur sínar frá þeim átökum sem dynja á hon- um … um meint innherjasvik (11.10.07). Úr handraðanum Orðið bitlingur hefur beinu merkinguna ‘lítill biti’ en í óbeinni merkingu vísar það til þess er mönnum er hyglað með einhverju, t.d. með fjárstyrkjum eða störfum án verðleika eða sporslum, sbr.: Það hefur einungis verið gert samkomulag um völd og bitlinga (12.10.07). Segja má að bitlingar séu ‘tímalausir’ í íslensku þótt þeir séu ugglaust misjafnir á ólík- um tíma. Málshátturinn Víða koma Hallgerði bitlingar er býsna gamall í málinu og vísar hann augljóslega beint til Njáls sögu en þar segir frá því er Hallgerður langbrók sendi þrælinn Melkólf í Kirkjubæ til að stela þar mat. Víða koma Hallgerði bitlingar jonf@rhi.hi.is ÍSLENSKT MÁL Jón G. Friðjónsson 117. þáttur NÚ er jólaösin á fullu skriði í verslunum landsins og fólk keppist við að kaupa inn til jólanna gjafir, mat og annað sem það telur sig þurfa til að halda jólin hátíðleg. Í verslununum er bætt við starfsfólki á þess- um annatíma og oft er þar um að ræða náms- fólk. Sú breyting hefur einnig orðið í versl- unar- og þjónustufyr- irtækjum á síðustu misserum að mikill fjöldi útlendinga hefur hafið þar störf og með því gert viðkomandi fyrirtækjum mögulegt að halda uppi þjónustu og rekstri viðkomandi sölustaða. Markmið góðra fyrirtækja er að sinna þörfum viðskiptavina með þeim ágætum að þeir komi aftur næst þegar þeir þurfa einhvers með sem viðkomandi verslun eða þjónustustaður hefur upp á að bjóða. Að reka góða starfs- mannastefnu sem felst í því að búa starfsmönnum sem besta vinnuað- stöðu og aðbúnað þannig að auk þess að þeir geti framkvæmt störf sín fljótt og vel þá ríki starfsánægja á vinnustöðunum. Og síðast en ekki síst að reka starfsemina með arði þannig að eigendur fái sanngjarnan arð af sínu fé sem bundið er í rekstrinum og að hægt sé að byggja upp reksturinn. Allt þarf þetta að fara saman svo vel sé og hægt sé að tala um vel rekin fyrirtæki. Sem betur fer eru mörg slík á Íslandi og verða það vonandi um langa tíð. Þegar miklir álagstímar eru í verslun og þjónustu eins og um jól er sérstaklega mikilvægt að allir sýni þolinmæði og kappkosti að láta allt ganga sem best þannig að ekki skapist núningur eða óánægja í samskiptum fólks. Það er eðlilegt að kvarta yfir lélegri þjónustu þeg- ar ástæða er til en því miður ber nokkuð á óþolinmæði og jafnvel dónaskap gagnvart starfsfólki sem er að þjóna. Það ber meira á dónalegu og illa siðuðu fólki á þessum árstíma en öðrum. Starfsfólk verslana og þjónustu- fyrirtækja á ekki skilið slíka framkomu og þegar í hlut á útlent starfsfólk sem leggur sig fram um að vinna störf sín sem best, en hefur enn ekki vald á íslensku, er slík framkoma óafsak- anleg. Þetta er fólk sem hefur tekið sig upp í heimahögunum og flutt hingað til lands í von um betra líf fyrir sig og sína og hærri tekjur til að standa undir því. Slíkt gera ekki nema þeir sem hafa dug og kjark til að leita grænni haga og þetta fólk þurfum við að reyna að halda í og gera sem fyrst að Íslendingum því okkur vantar hreinlega fólk til verslunar- og þjónustustarfa. Ritstjóri bandaríska tímaritsins Stores fjallaði nýlega í leiðara um dónalega hegðun neytenda í og við verslunarmiðstöðvar. Þetta hófst á bílastæðunum þar sem ökumenn keyrðu ógætilega og beygðu jafnvel fyrirvaralaust án þess að kveikja stefnuljós er þeir voru að finna bíla- stæði. Og voru allan tímann með farsíma eins og límdan við eyrað. Síðan halda símtölin áfram á milli rekkana í verslunum og það er eins og fólk geti ekki gert innkaup án þess að vera í stöðugu síma- sambandi við einhverja. Ef starfs- fólk verslana truflar slík samtöl með því að yrða á viðkomandi fær það kuldalegt augnaráð frá við- skiptavininum. Ritstjórinn gerir líka að umtalsefni ólíðandi um- gengni um mátunarklefa fataversl- ana og hún spyr: „Hvar er það skráð að ef eitthvað passar þér ekki þá skiljir þú það eftir í hrúgu á gólf- inu? Er fólk virkilega svona sóða- legt. Líta svefnherbergi þess virki- lega svona út?“ Það er ekki að undra að starfsfólkið gretti sig þeg- ar lokað er því það veit að það mun ekki losna fyrr en búið er að ganga frá mátunarklefunum og hengja upp allan fatnað og það getur tekið töluverðan tíma. Ágætu neytendur! Reynum sam- eiginlega að gera jólaverslunina sem ánægjulegasta fyrir okkur öll og sýnum hvert öðru skilning og þolinmæði. Með því móti getum við öll notið aðventunnar og átt gleðileg jól. Neytendur þurfa að hegða sér vel Sigurður Jónsson hvetur fólk til að sýna þolinmæði í jólaösinni » Það er eðlilegt aðkvarta yfir lélegri þjónustu þegar ástæða er til en því miður ber nokkuð á óþolinmæði og jafnvel dónaskap gagn- vart starfsfólki. Sigurður Jónsson Höfundur er framkvæmdastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu. ÞRJÁR máttugustu stoðir mannlífsins á Íslandi eru heimilin, skólinn og kirkjan. Heimilin voru allt í hinu gamla Íslandi, þar bjó stórfjöl- skyldan, þar var tím- inn endalaus. Nú er önnur öld uppi, leik- skóli og grunnskóli hafa tekið við og eru í samstarfi við for- eldrana um uppeldi barnsins. Það má alveg velta því fyrir sér hvort leikskólar eigi í fram- tíðinni alveg eða að hluta til að tilheyra grunnskólanum og vera gjaldfrjálsir. Þar byrjar fræðsla og uppeldi sem áður fór fram inni á heim- ilunum, nú eru í langflestum tilfellum foreldrar útivinnandi fólk, svona hefur lífið breyst á stuttum tíma. Grunnskólinn hefur miklu fræðslu- og menningarhlut- verki að gegna, það góða fólk sem þar vinnur er í hlutverki uppfræðara en ræður líka miklu um þau gildi lífsins sem barnið mótast af. Sú þjóð á framtíðina bjarta sem á bestu skólana og auðvitað verða launakjör og starfsaðstaða kennara að vera góð. Kristileg fræðsla Trúðu á tvennt í heimi tign sem æðsta ber Guð í alheimsgeimi Guð í sjálfum þér. Síðustu daga hefur farið fram barátta um grundvallaratriði ís- lensks samfélags – kristilega fræðslu í skólum landsins. Flestir menn munu harma þá afstöðu menntamálaráðherra að ætla að hopa og fjarlægja þessi grunngildi úr lögum. „Hlutverk grunnskólans, í sam- vinnu við heimilin, er að búa nem- endur undir líf og starf í lýðræðis- þjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Starfshættir skólans skulu því mótast af umburðarlyndi, kristi- legu siðgæði og lýðræðislegu sam- starfi. Skólinn skal temja nem- endum víðsýni og efla skilning þeirra á kjörum fólks og umhverfi, á íslensku þjóðfélagi, sögu þess og sérkennum og á skyldum ein- staklingsins við samfélagið.“ Í nýju frumvarpi menntamála- ráðherra er hins vegar búið að fella á brott þessi mikilvægu orð um að skólastarf mótist af kristi- legu siðgæði. Nú er það svo að kristin trú hefur verið samferða íslensku þjóðinni í yfir þúsund ár og er samofin menningu hennar og sögu eins og svo víða má sjá merki um. Hvað er kristilegt siðgæði? Það snýst um það besta sem mann- inum var kennt fyrir tvö þúsund árum. Tillitssemi og kærleika gagnvart öllum mönnum og um- burðarlyndi. Heimurinn er betri og auðmýkri vegna kenninga Jesú Krists. Íslenskt samfélag er reist á kristnum gildum og er órjúfan- legur hluti alls okkar andlega og menningarlega umhverfis. Allir kannast við frásögn Bibl- íunnar, þegar Kristur velti borðum víxl- aranna og rak þá út úr helgidómnum. Nú skal kennslu- borðum kristninnar velt og hún gerð brottræk úr helgidómi íslenskra mennta- stofnana að undirlagi sjálfs mennta- málaráðherra. Ráðuneyti mennta- mála hefur einnig sent frá sér tilmæli til skólastjórnenda sem kveða á um enn frek- ari úthýsingu kristn- innar úr skólastarfinu. Í tilmælunum segir: „Menntamálaráðu- neyti lítur svo á að fermingarfræðsla eigi að fara fram utan lög- bundins skólatíma nemenda og ekki sé heimilt að veita nem- endum í áttunda bekk leyfi til að fara í eins til tveggja daga ferð á vegum kirkjunnar í tengslum við ferming- arundirbúning. Slíkt samrýmist ekki grunnskólalögum eða aðalnámskrá.“ Það var greinilegt á umræðu í þinginu að ekkert samstarf var haft við kirkjumálaráðherra eða biskupinn yfir Íslandi um þessar áformuðu breytingar. Að hlaupa nú til eftir dómi sem fallið hefur á Norðmenn og á sennilega ekki við um samstarf ríkis og kirkju hér sem var stað- fest í stjórnarskrá 1874 ásamt trú- frelsi. Hvaða duttlungar eru það að reka með tilskipun ferming- arfræðslu út úr grunnskólunum og banna tveggja daga ferðalag til undirbúnings fermingarfræðslu til að fullnægja skírnarsáttmála barnsins? Ég tel að skólinn og samstarfið við foreldra fermingarbarna bíði tjón ef þessi fræðsla skal víkja og um hana skapist viðkvæmar deil- ur. Allir þeir sem aðhyllast trú vita að fræðsla af þessu tagi bygg- ir upp betra fólk. Hvað um litlu jólin? Íslendingum var og er gefin bænin í vöggugjöf, til hennar gríp- um við í gleði og sorg þótt fæst okkar berum hana á torg. Yfir 95% þjóðarinnar eru í þjóðkirkj- unni og eða í kristilegum söfnuði. Einhver lítill hópur hrópar hátt og vill breyta grunngildum okkar jafnvel burt með litlu jólin úr skólastarfi, það á ekki alltaf að hopa fyrir öfgum fárra, af slíku bíður framtíðin tjón. Heimilin og kristilegt siðgæði þarf að efla og styrkja á við- kvæmum tímum, firringar, eitur- lyfja, óreglu og grimmrar mark- aðshyggju. Hin dýpri gildi og sálarfriður verða ekki sótt í formi gulls eða gervivímu. Manninn ber að setja fyrir ofan peningana það er auður sálarinnar sem býr til góða þjóð og þegna. Ég skora á Alþingi að veikja ekki grunngildin í góðri skóla- stefnu og menntamálaráðherra að endurskoða sínar tilskipanir, þær byggjast ekki á haldbærum rökum eins og fram kom í ræðu kirkju- málaráðherra og flestra þeirra sem um þessi alvörumál hafa fjallað á síðustu dögum. Stöndum vörð um kirkju og skólastarf Guðni Ágústsson skrifar um tengsl skóla og kristinfræðslu Guðni Ágústsson »Nú skalkennslu- borðum kristn- innar velt og hún gerð brott- ræk úr helgi- dómi íslenskra menntastofnana að undirlagi sjálfs mennta- málaráðherra. Höfundur er þingmaður og formaður Framsóknarflokksins. Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.