Morgunblaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 59 búin að stofna félag Grunnvíkinga. Þegar ég horfi á stjörnurnar líður mér vel því ég veit að Gógó heldur áfram að fylgjast með mér, vernda mig og gæta. Það er góð tilfinning. Elsku Ingi afi, Jói, Elvar, Brynjar og fjölskyldur þeirra, innilega sam- úðarkveðjur. Eydís Eva Einarsdóttir. Gógó frænka okkar og vinkona er látin eftir skyndilega og snarpa sjúk- dómslegu. Þar er gengin síðasta og yngsta dóttir Elísu Einarsdóttur og Guðmundar Pálssonar á Oddsflöt í Grunnavík en eftir lifa bræðurnir Haukur og Páll og uppeldissonur þeirra, Baldur Matthíasson. Náinn samgangur var með fjöl- skyldu hennar í Túngötunni á Ísafirði og fjölskyldu systur hennar, Stein- unnar Maríu sem áður bjó á Engja- vegi 17 og lést 26. nóvember s.l., enda þær systur mjög samrýmdar og synir beggja heimagangar á báðum heim- ilum. Elsta systirin, Aðalheiður, lést langt um aldur fram árið 1977. Gógó var hnyttin og skemmtileg kona. Hún unni fjölskyldu og vinum og til hennar sótti ungviðið, enda heimili hennar og Inga ætíð opið ætt- mennum og vinum. Gott hefur verið að njóta sérstakrar gestrisni og hjálpsemi þeirra hjóna á ferðum okk- ar vestur eftir að flutt var af Engja- veginum. Þá eru minnisstæðar heim- sóknir í sumarbústaðinn í Skóginum þar sem þau nutu sín sérstaklega vel með börnum og barnabörnum og oft var glatt á hjalla. Nú er höggvið stórt skarð í þessa samheldnu fjölskyldu. Er við minnumst Gógóar frænku við leiðarlok er ofarlega í huga ein- stök umhyggja þeirra hjóna fyrir El- ísu ömmu sem bjó alllengi við hlið þeirra og naut aðstoðar við að halda eigið heimili svo lengi sem heilsa leyfði. Þá viljum við þakka mikla ræktarsemi sem þau hafa ávallt sýnt okkur og börnunum, og umhyggju og athvarf sem Steinar Örn átti hjá þeim. Elsku Ingi, Jói, Elvar, Brynjar og fjölskyldur, okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning Gógóar. Guð styrki ykkur. Friðþór, Hrefna, Steinar Örn, Helena Rós og Tinna Björg. Systraminning Það er erfitt að standa í þeim spor- um að sjá á eftir tveimur systrum í sömu vikunni fyrir ættingja og vini. Því gat engan órað fyrir. Grunnavík var og er brunnur kær- leikans þar sem fólk hefur staðið við hlið hvers annars bæði í blíðu og stríðu. Foreldrar þeirra eignuðust alls fimm börn, fyrstu fjögur börnin öll með árs millibili. Þá var það hlut- verk konunnar að eignast sem flest börn. En Elísa móðir þeirra var kona á undan sinni samtíð og sagði við sjálfa sig að nú skyldi hún hugsa sitt ráð. Eiginmaðurinn reri til fiskjar þegar gæftir gáfust og hún var ein við að gæta bús og barna með eitt barn í fanginu, eitt leiddi hún, eitt hékk í pilsfaldi hennar og eitt bar hún undir belti. Elísa stóð við þessa fyrirætlan sína því það liðu fimm ár þar til hún eignaðist Gunni sem alltaf var kölluð Gógó. Steinunn var fædd 1924 og Gunnur 1934 en þrátt fyrir aldurs- muninn voru þær alla tíð mjög sam- rýndar, enda aldar upp við fegurð fjalla og mikinn mannkærleika og auð dyggða og dugnaðar. Finnst mér ljóðið Morgunsöngur litlu systranna við brunninn eftir Davíð Stefánsson frá Fagraskógi eiga hér vel við: Vaki, vaki vindar, vaki fjallatindar, vaki dísir dala, dvergar hamrasala. Læðist móða morgunblá um moldina svala. Vakni allt, sem vekja má veröldina af dvala. Vakni grænar greinar, gras og mold og steinar, systur og sveinar. Rís úr djúpi, dagur, dýr og morgunfagur kysstu meyjarmunninn, moldina og runninn. Blóm og fuglar bíða þín, brátt er þrautin unnin Gef þú okkur sólarsýn, systrunum við brunninn. Bindum blóm í festi, brynnum þyrstum hesti og gangandi gesti. Kom þú, fuglinn fleygi, fagna nýjum degi. Ljóma sef og sandar, silungsár og grandar. Yfir höf er leiðin löng, langt til blárrar strandar. Fljúgið hátt og hefjið söng, himinbornu andar. Upp er röðull runninn, rósin kysst á munninn við barmafullan brunninn. Mig langar að koma hér fram þakklæti til fararstjóra Heimsferða á Gran Canarias í þessari örlagaríku ferð og sérstökum þökkum til séra Jónu Lísu Þorsteinsdóttur, sem er þar þjónandi prestur um þessar mundir. Það var mikill styrkur og guðsgjöf í hennar bænum fyrir okkur aðstandendum. Vertu ekki grátinn við gröfina mína góði, ég sef ekki þar. Ég er í leikandi ljúfum vindum, ég leiftra sem snjórinn á tindum. Ég er haustsins regn sem fellur á fold og fræið í hlýrri mold. Í morgunsins kyrrð er vakna þú vilt, ég er vængjatak fuglanna hljótt og stillt. Ég er árblik dags um óttubil og alstirndur himinn að nóttu til. Gráttu ekki við gröfina hér – gáðu – ég dó ei – ég lifi í þér. (Þýð. Ásgerður Ingimarsdóttir.) Ég bið góðan Guð að gefa eigin- mönnum, börnum og barnabörnum þeirra systra styrk og blessun. Gróa mágkona. Góð kona er gengin. Gógó, móð- ursystir mín, lést af völdum krabba- meins laugardaginn 8. desember eftir stutta en harða baráttu. Ég minnist hennar sem frænkunnar sem ávallt var til staðar ef einhverju þurfti að bjarga innan fjölskyldunnar. Við systrasynirnir, sem ólumst upp á Ísa- firði nutum þeirra forréttinda að eiga athvarf á þremur heimilum, hjá ömmu, mömmu og Gógó. Þær systur Steinunn móðir mín og Gógó voru samrýndar og góðar vinkonur þrátt fyrir 10 ára aldursmun og ef til vill er það táknrænt að þær skuli vera jarð- aðar í sömu vikunni. Gógó hafði lag á að leiðbeina okkur án þess að byrsta sig og hafði góða kímnigáfu. Ég minnist með ánægju tímans sem fjöl- skyldurnar eyddu saman sumar eftir sumar norður í Fjörðum, hvort sem var inn við Dynjandisá, í Flæðareyri, á Höfða eða í Grunnavík. Þar nutum við strákarnir frelsis í leikjum okkar og Gógó var hrókur alls fagnaðar og sá um að allir fengju nóg að borða. Síðar sá maður ömmubörnin hennar njóta lífsins með ömmu og afa í Skóg- inum. Þau hjón Gógó og Ingi voru eins konar staðarhaldarar á Flæð- areyrarhátíðum, sem haldnar hafa verið fjórða hvert ár, og nutu Grunn- víkingar fórnfýsi þeirra og hjálpsemi í hvívetna. Gógó sinnti foreldrum sínum af al- úð í veikindum þeirra og veitti ömmu mikinn styrk þegar þær bjuggu á sömu hæð á Túngötunni. Gógó minntist þess oft þegar Kristbjörn, sonur minn, var hjá henni í pössun í nokkra daga meðan systir hans fæddist, og notaði tímann til að læra að ganga með því að leiða sleifarskaft í stað vísifingurs. Sýnir þetta glöggt útsjónarsemi hennar og Inga, og hversu vænt þeim þótti um börnin í kringum sig. Veikindin bar brátt að. Í ágúst síð- astliðnum nutum við fjölskyldan gestrisni þeirra hjóna og bar þá ekki á neinu. Einungis tveimur vikum síð- ar var hún lögð fárveik á sjúkrahús og átti ekki afturkvæmt. Um leið og ég þakka frænku minni samfylgdina bið ég henni Guðs bless- unar. Ég og fjölskylda mín vottum Inga, Jóa, Elvari og Brynjari ásamt fjölskyldum þeirra okkar dýpstu samúð. Guðmundur Kr. Eydal. Systurnar Steina og Gógó áttu samleið allt sitt líf og kveðja þessa til- veru með nokkurra daga millibili. Þetta hefur verið erfiður tími fyrir fjölskyldurnar sem alla tíð hafa verið tengdar órjúfanlegum böndum. Heimili Gógóar og Inga var gott heim að sækja, hjónin með eindæmum barngóð og skemmtileg. Á Ísafjarð- arárum okkar fjölskyldunnar nutum við þess að heimsækja þau í tíma og ótíma enda stutt að fara. Synir mínir frekar fjörugir og ekki kannski mörg heimilin sem maður sóttist eftir að heimsækja, en hjá þeim Inga og Gógó var alltaf gaman að vera og aldrei amast við börnum. Þau kölluðu þá „skarfana“ sína. Það er dýrmæt minning sem ég og yngri sonur minn Sigþór og hans fjöl- skylda eigum frá heimsókn okkar í sumarbústaðinn inni í skógi í ágúst sl. Sólin skein, friður og ró yfir öllu og börnin 4 léku við hvurn sinn fingur. Þau fóru að vaða í ánni og tíndu að- albláber og sá minnsti striplaðist í kringum Inga og Gógó eins og hann hefði þekkt þau lengi. Þegar við loks- ins fengum börnin til að kveðja var sagt: „Amma, hérna er æðislegt, ekki láta líða langan tíma þangað við kom- um hingað næst.“ Þetta var dæmi- gert fyrir samskipti hjónanna við börn, öll hændust að þeim. Gógó var hlý og skemmtileg frænka. Það sýndi sig þegar farið var á Flæðareyrarhátíð, að tjald hjónanna var alltaf fjörugasta tjaldið, óhætt að segja að „Þar hafi verið sungið, hlegið og kysst.“ Fjölskyldan var henni allt og þau hjónin eitt. Hjartans þakkir frá mér og mínum fyrir allar góðar stundir. Megi algóð- ur guð styrkja ykkur við fráfall Gógó- ar, elsku Ingi, Jóhannes, Elvar, Brynjar og fjölskyldur. María Maríusdóttir. Tvö börn hlaupa á milli húsa norð- ur í Grunnavík. Þau eru greinilega miklir vinir, nánast á sama aldri, eru frændsystkin en gætu alveg eins ver- ið systkin. Allt er gert saman. Þau hafa það hlutverk að sópa fjárhúsin á báðum bæjunum. Fyrst er byrjað í fjárhús- unum á Sútarabúðum og vandað vel til verka. Eftir slík vinnubrögð þarf að hvíla sig. Skotist er heim, mjólk sett í glas, nokkrar smákökur gripn- ar úr búrinu og spiluð langavitleysa. Síðan haldið út aftur og fjárhúsin á Oddsflöt tekin á sama hátt. Svo var auðvitað farið heim á ný og haldið áfram með lönguvitleysuna, en hún gat alveg enst í heila viku. Þetta er góð minning og verður mér oft hugs- að til þessara ára, nú þegar Gógó hef- ur yfirgefið okkar jarðneska líf. Mæður okkar áttu saman prjóna- vél sem var flutt á milli heimilanna eftir þörfum. Þá var mikið að gera hjá okkur æskuvinkonu minni við að bera alla hnyklana og annað dót sem fylgdi. Síðan sátum við einhverstaðar og spiluðum okkar lönguvitleysu meðan þær prjónuðu. Það var nefni- lega talsverður munaður fólginn í því að fá að spila við stelpu, því við bræð- urnir á Sútarabúðum vorum tíu tals- ins. Árin liðu og ætíð var mikil vinátta á milli heimilanna tveggja í Grunnavík og þegar fjölskyldan á Oddsflöt flutti til Ísafjarðar voru felld mörg tár í Grunnavík. Það var erfitt að horfa á eftir þeim sem fluttu burt frá þessum harðbýla stað. Þegar við svo fórum í kaupstað, var gist hjá þeim í Mána- götunni og þar var tekið á móti okkur með opnum örmum. Seinna giftist Gógó stóru ástinni sinni, frænda okk- ar honum Inga Jó og alltaf var jafn gott að hitta þau og vera með þeim í leik og starfi. Ekki síst í Harmón- ikkufélaginu og ferðum því tengdum. Síðastliðið haust var farið til Tálknafjarðar í ógleymanlega helg- arferð með svokölluðu „Grafarageng- inu hans Inga“ og öllum hinum. Ekki grunaði okkur þá að þetta væri síð- asta ferð Gógóar. En nú er Gógó okkar farin, ein- ungis nokkrum dögum á eftir Steinu, eldri systur sinni. Þakklæti okkar er mikið fyrir þau góðu kynni við báðar þessar sómakonur og munu þær eiga sérstakan stað í hjarta okkar um ókomna tíð. Við biðjum góðan Guð að taka vel á móti þeim, og sendum öll- um ástvinum þeirra innilegar samúð- arkveðjur. Halldór Friðbjarnar og fjölskylda, Hnífsdal. ✝ SteingerðurTheodórsdóttir fæddist í Holti í Hrafnagilshreppi 1. febrúar 1922. Hún lést á dvalarheim- ilinu Hvammi á Húsavík 7. desem- ber síðastliðinn. Steingerður gift- ist 7. júní 1952 Valtý Hólmgeirs- syni, stöðvarstjóra Pósts og síma á Raufarhöfn, f. 31. júlí 1921, d. 25. október 1996. Þau eignuðust fjögur börn, þau eru: 1) Sólveig, f. 6. júní 1954, gift Herði Rúnari Einarssyni, þau eiga tvær dætur, Hrönn og Helgu. 2) Bragi Davíð, f. 11. júlí 1956. 3) Ragnheiður, f. 11. desember 1959, gift Sæmundi Einars- syni, þau eiga tvær dætur, Valgerði og Ólöfu. 4) Rósa, f. 16. janúar 1961, d. 6. nóvember 2003. Steingerður og Valtýr bjuggu allan sinn búskap á Rauf- arhöfn. Steingerður dvaldi á dvalar- heimilinu Hvammi á Húsavík frá árinu 2001 og þar til hún lést. Útför Steingerðar fer fram frá Raufarhafnarkirkju 15. desem- ber og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku amma, nú er komið að kveðjustund. Við áttum ekki von á því að þú færir strax frá okkur því þú hafðir verið nokkuð hress undanfar- ið. Það eru margar góðar stundir sem koma upp í huga okkar þegar við hugsum til baka. Margar þeirra tengjast Raufarhöfn þar sem þið afi bjugguð. Það var orðið vani hjá okk- ur fjölskyldunni á Þórshöfn að fara í sunnudagsbíltúr til ykkar og alltaf fannst okkur jafn gaman að koma. Alltaf lumaðir þú á gotteríi (eins og þú kallaðir það) handa okkur og endalaust nenntir þú að spila við okkur. Það var líka alveg sama hvað við tókum okkur fyrir hendur, þú hafðir alltaf áhuga á því og spurðir út í það þegar við komum í heimsókn til þín. Alltaf stóðstu þig eins og hetja í öllum áföllunum sem dundu yfir á síðustu árum. Elsku amma, nú loksins ertu kom- in til afa og Rósu frænku þar sem við vitum að þau taka vel á móti þér og við vitum það að þér líður mjög vel núna. Elsku amma, við eigum eftir að sakna því mjög mikið en við geymum góðu og skemmtilegu minningarnar í hjarta okkar og hlýjum okkur við þær. Þínar ömmustelpur, Valgerður og Ólöf. Steingerður Theodórsdóttir Elsku langamma. Takk fyrir stundirnar sem við náðum að eiga saman. Ég sendi þér fingurkoss. Þinn, Kristófer Ari. HINSTA KVEÐJA Elsku afi. Mig lang- ar að þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem ég og svo síðar fjölskylda mín höfum átt með þér. Það eru margar minningarnar sem hafa reikað um huga minn síðustu daga. Ég á marg- ar góðar minningar úr Lækjargöt- unni. Ein af mínum fyrstu minning- um er hvað mér fannst tröppurnar margar og stórar fyrir mínar litlu fætur upp í íbúðina til ykkar ömmu en það var svo sannarlega erfiðisins virði að klöngrast þær því að það var svo gott að koma til ykkar. Og svo er það stóri mjólkurkassinn í ís- skápnum sem manni fannst að aldr- ei kláraðist úr, öll gamlárskvöldin, stundirnar í stofunni við spila- og taflmennsku, enski boltinn, bú- og heyskapurinn, o.s.frv. Oft var beðið í glugganum í stofunni eftir því að þú kæmir heim á mjólkurbílnum og þá var kapphlaup niður á plan til þín. Mér fannst það mjög gleðilegt þegar þú eignaðist vinkonu sem þú svo fluttir til í Lindarsíðuna. Þú ljómaðir allur, þið voruð eins og ást- fangnir unglingar. Þessi góða kona hét Guðný Skjóldal og áttuð þið mörg yndisleg ár þar sem þið nutuð samvista hvort við annað. Þegar Guðný lést þá misstir þú mikið en þú hélst áfram ótrauður alveg eins og þú gerðir þegar þú misstir ömmu. Þær eru ófáar gleðistundirnar sem við höfum átt í Hvammi þá var nú mikið spilað, aðallega kani. Fyrir réttu ári þá veiktist þú hastarlega og í kjölfarið þurftir þú að nota kvið- skilunarvél. Þá hélstu að þú myndir Ari Steinberg Árnason ✝ Ari SteinbergÁrnason bif- reiðastjóri fæddist á Akureyri 29. mars 1922. Hann lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akureyri 5. desember síðast- liðinn og var jarð- sunginn frá Akur- eyrarkirkju 14. desember. aldrei fara aftur í bú- staðinn, það væri of mikið fyrirtæki og ekki hægt. En þegar við létum á það reyna í sumar gekk það svona vel og þú varðst svo glaður. Nú væri alveg hægt að halda árlegt ættarmót okkar í bú- staðnum eins og við höfðum gert til fjölda ára. Það gerðum við og mikið skemmtir þú þér vel þrátt fyrir slappleika þinn. Við höfum líka haldið jólaboð til margra ára það fannst þér mikilvægt. Þann- ig sást þú okkur þroskast og dafna, líka þau sem búa fyrir sunnan. Þú fylgdist alltaf svo vel með okkur barna- og barnabarnabörnunum og varst stoltur af okkur. Elsku afi. Þú varst ótrúlegur karl, svo æðrulaus, duglegur og vildir allt fyrir alla gera. Ég vona að ég fái að eldast eins og þú og verði jafn sjálf- stæð og þú varst þrátt fyrir heilsu- leysi og tæki og tól sem þú þurftir að nota. Þú varst alltaf svo reffileg- ur og fínn til fara. Mjög umhugað að vera snyrtilegur og hafa fínt í kring um þig. Stelpurnar eru sorgmæddar þessa dagana og eru hljóðar þegar talið berst að þér. Svo fara minning- arnar að streyma frá þeim. Þeim finnst það skrítið að nú þurfi ég ekki að fara út í Lindarsíðu til afa, þær séu ekki að fara með mér til þín og horfa á Leiðarljós með þér á meðan ég tek til lyfin eða að spila við þig á meðan. Spila ekki meira við þig í bú- staðnum eða í innbænum og að þú komir ekki meira í graut á laugar- dögum eða í kaffi inn í Brynju. Það sem huggar þær er að nú líður þér vel og ert hjá öllum sem þér þykir vænt um sem eru líka dánir. Elsku afi, ég gæti haldið lengi svona áfram en minningarnar lifa í hugum okkar og hjarta um ókomna tíð. Ingibjörg, Jóhann, Júlíana Mist og Sara Mjöll.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.