Morgunblaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 31
|laugardagur|15. 12. 2007| mbl.is
daglegtlíf
Franska héraðið Roussillon hef-
ur sótt í sig veðrið í víngerð á
undanförnum árum þó ekki sé
það stórt yfir að líta. »39
vín
María Theódóra Ólafsdóttir vill
hafa allskonar ólíka hluti í
kringum sig og húsgögn með
sögu. »34
innlit
Honum Jóni Bjarti Heimissyni,
5 ára, finnst jólasveinarnir vera
frábærir, enda gefa þeir líka
gjafir. »36
aðventan
Það er grundvallaratriði að vera
vel til fara á jólunum og ekki er
verra að geta brugðið sér í glæ-
nýjan kjól. »32
tíska
Að mati vísindamanna geta lík-
amseinkenni sagt til um hvort
maður eigi á hættu að fá
ákveðna sjúkdóma. »38
daglegt
Þetta er eiginlega pólitískbarnabók fyrir fullorðnaþar sem segir frá tíu ung-um mönnum sem af ýms-
um ástæðum flæmast úr sveitinni
einn af öðrum,“ segir Guðrún Jón-
ína Magnúsdóttir sem er höfundur
vísna í bókinni Tíu litlir sveitastrák-
ar en þar segir frá ungum sveita-
mönnum sem ekki geta stundað bú-
skap í sveitinni af ýmsum ástæðum.
„Sá síðasti kynnist konu frá
Búlgaríu og flytur með henni þang-
að af því landbúnaður er ekki arð-
bær á Íslandi lengur. Þau eignast
saman marga litla bændur sem búa
í útlandinu. Tíu litlir sveitastrákar
eru leiksoppar stjórnvalda þó svo
að sá þeirra sem dettur í fjóshaug-
inn geti kannski sjálfum sér um
kennt. Prentarinn okkar, hann
Svavar, fór fram á að einn færi þá
leiðina og ég lét það eftir honum,
þó ég hefði hæglega getað fundið
eitthvað beittara, um kvótamálin
eða eitthvað annað. Ég verð að játa
að mér finnst íslenskir ráðamenn
hafa flotið sofandi að feigðarósi í
byggðastefnu landsins og landbún-
aðarmálum.“
Það fer ekki framhjá neinum að
þessi bók er ádeila um þróun mála í
sveitum landsins og hvernig ís-
lenskur landbúnaður á í vök að
verjast.
„Enginn búskapur stendur undir
afborgunum af þeim lánum sem
ungt fólk þarf að taka ef það ætlar
að kaupa sér jörð til að hefja bú-
skap,“ heldur Guðrún áfram. „Jarð-
arverð er orðið svo himinhátt að
enginn hefur efni á þeim nema auð-
menn, sem gera svo eitthvað allt
annað en hefja búskap þegar þeir
kaupa upp hverja jörðina á fætur
annarri á offjár. Við finnum fyrir
þessu hér í Rangárþingi, rétt eins
og annarsstaðar á landinu.“
Skjótandi allt sem fyrir er
Það er ýmislegt annað en auð-
menn sem grandar sveitapiltunum í
þessari bók, þar eru líka skæðar,
sænskar innfluttar kýr og varasam-
ar gæsa- og rjúpnaskyttur.
„Ég hef svolitla persónulega
reynslu af þessum málum því ég
vann eitt sinn hjá veiðistjóra. Þá
var algengt að bændur hringdu til
okkar öskureiðir yfir því að einhver
óð um landið þeirra í leyfisleysi
með langdrægan riffil og skaut allt
sem fyrir varð. Þetta er því
reynsluþrungin bók,“ segir Guðrún
og hlær.
„Það er ekki heldur nein tilviljun
að einn sveitastrákurinn hrapar of-
an í Hálslón, því ég hef tengst
virkjunarmálum á ýmsan hátt. Ég
ólst upp í Andakílsárvirkjun. Þar er
búið að græða upp mela og mikil
skógrækt hefur verið í áraraðir við
lónið. Nú hefur þetta allt verið
eyðilagt því þar er verið að setja
upp nýtt túrbínurör og búið að tæta
allt upp með stórvirkum vinnu-
vélum. Öll þessi áratuga land-
græðsla er því farin fyrir lítið.“
Guðrún hefur fleiri tengingar við
stóriðju því hún er auk þess ættuð
frá Hrauni í Reyðarfirði. „Þar bjó
amma mín og nafna en núna er Al-
coa búið að byggja yfir bæinn
Hraun og þar sést hvorki tangur né
tetur af þessum æskuslóðum. Þarna
eru álversskálar svo langt sem aug-
að eygir, fjaran týnd og allt horfið.
Ég veit vel að virkjanir geta verið
til góðs en mér finnst að ef á annað
borð sé virkjað þá verði að setja
þeim sem sjá um virkjanir og
reyndar stóriðju líka, strangar regl-
ur um umgengni við náttúruna.“
Yrkir líka eftir pöntun
Bókin Tíu litlir sveitastrákar er
augljóslega vísun í Tíu litla negra-
stráka sem hafa verið mikið á milli
tanna fólks undanfarið. Guðrún
segir upphafið að þessu öllu saman
að hún og Katrín Óskarsdóttir
myndlistarmaður gáfu saman út
bók í fyrra sem heitir Sagan af Sæ-
mundi súpermús.
„Við erum langt komnar með
aðra bók sem er um hann Randver
ráðagóða, en það er saga um hænur
og hún kemur vonandi út næsta
haust. Ég leitaði til Katrínar til að
teikna myndir í bókina af því ég
hafði séð myndirnar hennar á
Laugalandi þar sem hún var að
selja þær fyrir jólin. Mér fannst
þær flottar og sá fyrir mér að þær
gætu orðið flottar í barnabók,“ seg-
ir Guðrún og bætir við að útkoma
nýjustu bókarinnar um sveitastrák-
ana sé eiginlega henni Kötu að
kenna.
„Hún hringdi í mig í haust alveg
óð og uppvæg og sagði ekkert ann-
að en: „Tíu litlir sveitastrákar.“ Ég
hváði og spurði hvað væri eiginlega
með þessa stráka. Þá spurði hún
mig hvort ég gæti ekki búið til vís-
ur um þá. Ég hélt það nú og þeir
fæddust eins og skot þessir drengir
og þremur klukkutímum síðar var
handritið komið í póst til Kötu.“
Bækurnar eru gefnar út af Vild-
arkjörum, sem er fyrirtæki þeirra
hjóna, Guðrúnar og Nonna manns-
ins hennar. „Nonni stofnaði þetta
fyrirtæki upphaflega þegar hann
var með áburðarsölu til bænda. Svo
vorum við með hestavörur, máln-
ingu og fleira. Það er því vel við
hæfi að þetta fyrirtæki gefi út bók
um sveitastráka.“
Guðrún er líka með svokölluð
kvæðakaup inni á vefsíðu Vildar-
kjara, þar sem fólk getur pantað
kveðskap af hvaða tilefni sem er.
„Þegar ég þurfti að hætta að vinna
fyrir sjö árum fluttum við til Hellu
og ég var alltaf að yrkja, ýmist fyr-
ir kórana sem ég var að syngja í,
vini eða skyldfólk. Þetta voru af-
mæliskvæði, spávísur, boðskort í
brúðkaup, ræður í bundnu máli eða
eitthvað annað. Svo setti ég vís-
urnar á netið fyrir hvatningu frá
manninum mínum og þetta hefur
undið upp á sig. Núna set ég saman
kvæði í hverri viku eftir pöntun,
eftir því hvað er að gerast í hverri
fjölskyldu.“
Morgunblaðið/Kristinn
Sveitakona Guðrúnu Jónínu eða Ninnu, er umhugað um framtíð íslenskra sveita.
Sænskar kýr Þessar skaðræðisskepnur stanga unga
bændur út af dagskránni.
Gæsaskytta Eins gott að koma sér undan þegar þær
byrja að skjóta allt sem fyrir verður.
Tíu litlir sveitastrákar basla í búskapnum
Henni finnst stjórnvöld
ekki standa sig í land-
búnaðarmálum og
ungu fólki nánast óger-
legt að hefja búskap í
sveit. Kristín Heiða
Kristinsdóttir heyrði í
konu sem skrifaði póli-
tíska bók um tíu litla
sveitastráka.
www.vildarkjor.is
Þeir fæddust eins og
skot þessir drengir og
þremur klukkutímum
síðar var handritið
komið í póst til Kötu.