Morgunblaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 57
ardal og rölti niður Brekkuhvamm- inn með tösku í eftirdragi þar sem þú tókst á móti mér með faðminn útbreiddan. Þau voru allmörg sumrin sem ég dvaldist hjá þér í góðu yfirlæti, þar sem litla borg- arbarnið fékk að kynnast sveitalíf- inu af eigin raun. Alltaf hugsaðir þú vel um mig, passaðir upp á það að ég yrði aldrei svangur og kenndir mér að maður á alltaf að leggja sig eftir hádegismatinn. Ég fylgdi þér í flestöll þau störf sem þú tókst að þér, hvort sem það var að hjálpa til við að koma Hrappsstaðafénu á fjall eða að laga girðingarnar heima við. Ef þurfti að sækja hestana upp á tún var ég sendur af stað með orð- unum: „Þú ert svo léttur á þér, sæktu nú klárana fyrir mig.“ Ég bjó þó ekki yfir sama hæfileika og þú, að geta kallað á Gosa þinn: „Gosi minn, komdu,“ og þá kom hann hlaupandi með allan hópinn með sér. Þessar minningar hverfa mér aldrei úr minni, æskuminning- ar um lífið með afa í Búðardal. Hestamennskuna fékk ég að upp- lifa með þér og allt það sem henni fylgdi. Langir og stuttir útreiðar- túrar, um fjörurnar, upp á háls, í leitirnar eða á Nesoddann. Þar naut ég mín með þér og í hópi vina þinna. Þú passaðir alltaf upp á mig, passaðir að ég færi ekki of geyst þótt mér þætti það gaman. Vænt- umþykja þín í minn garð var auðsjáanleg, ég sé það núna, þó svo að ég hafi ekki verið sáttur með það þá, að þurfa að hægja á mér. Þegar ég fór með þér á hestamannamótin, kominn á unglingsárin, heilsuðu all- ir upp á hann Nonna, þar var afi minn maður með mönnum. Þú pass- aðir líka upp á mig þar. Ég fékk að fylgja með þegar ballið byrjaði en svo passaðir þú upp á að koma mér snemma í bólið og laumaðist svo aftur út, þegar þú hélst að ég væri sofnaður, til þess að skemmta þér áfram. Það var þinn stíll, að skemmta þér í góðra vina hópi. Þó svo að alltaf sé erfitt að kveðja þá er þakklæti mér efst í huga. Þakklæti fyrir það að hafa fengið að eiga jafngóðan afa og þig, þakklæti fyrir tímann sem við átt- um saman, þakklæti fyrir það að geta minnst þín sem hróks alls fagnaðar, þakklæti fyrir minning- arnar sem ég á, þakklæti fyrir það að hafa fengið að fylgja þér síðustu sporin. Þú munt alltaf eiga pláss í mínu hjarta. Helgi Rafn. MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 57 Elsku langamma okkar. Við munum alltaf eftir því þegar við vorum litlar og þú leyfðir okkur að gista niðri hjá þér og söngst okkur í svefn með gömlum vísum. Svo þegar við vöknuðum þá var það fyrsta sem við áttum að fá ein skeið af lýsi og Sanasól blandað sam- an. Svo spiluðum við oftast ólsen ól- sen eða veiðimann. Við vorum alltaf að gera eitthvað saman, t.d. þegar við fórum í fötin sem voru inni í litla herbergi og gerð- um leikrit handa þér. Svo allar sög- urnar frá því að þú varst lítil, það var svo gaman að hlusta á þær. Svo vorum við alltaf að leika okkur inni í þvottahúsi og þú hjálpaðir okk- ur að búa til tjald úr teppi. Svo alltaf þegar það hafði verið kjöt í kvöldmat- inn þá fórstu út á tún morguninn eftir og gafst krummunum fituafgangana og lokkaðir þá til þín með því að krunka. Þú leyfðir okkur líka oft að fara í hárgreiðsluleik og þá varst þú módelið og við puntuðum þig og plokkuðum líka. Svo getum við ekki gleymt öllum listaverkunum sem við gerðum með þér sem skreyta vegg- ina úti um allt hús. Við eigum eftir að sakna þín endalaust mikið. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir okkur elsku langa. Þínar bestu langömmustelpur, Nataly og Viktoría. Þá er önnur elskuleg móðursystir mín farin á þessu ári. Í þetta skiptið hún Ragnheiður Ingibjörg, eða Ragga eins og hún var alltaf kölluð. Ragga var mér sérstaklega kær og sótti ég ýmislegt til hennar. Hún var ákaflega skemmtileg kona, mjög vel Ragnheiður Ingibjörg Ásmundsdóttir ✝ RagnheiðurIngibjörg Ás- mundsdóttir fædd- ist á Hvítárvöllum í Borgarfjarðarsýslu 23. ágúst 1920. Hún lést á Landspítala í Fossvogi 21. nóv- ember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Borgarnes- kirkju 1. desember. lesin og sagði skemmtilega frá. Það var virkilega mann- bætandi að eiga sam- skipti við hana. Mér leið alltaf vel eftir að við höfðum hist, eða átt samtöl í síma, en þau voru ófá símtölin okk- ar. Stundum hringdum við í hvor aðra á kvöld- in og oft var talað ansi lengi, það gat jafnvel farið í 2 klukkustundir, þá var stundum sagt „almáttugur, er ég bú- in að tala svona mikið“ en það var aldrei of mikið, því alltaf bar eitthvað skemmtilegt og fræðandi á góma. Þegar mann vantaði að vita um frændsemina, þá var talað við Röggu, en ættfræðin var henni sérstaklega hugleikin og aldrei kom maður að tómum kofunum þar. Eða vísurnar og sönglögin, ekkert vantaði þar. En í uppvexti sínum í Dal, naut Ragga þess að mikið var lesið, sungið og dansað. Öll höfðu og hafa systkinin í Dal undurfagrar söngraddir og var lagið oft tekið við öll hugsanleg til- efni, stundum þurfti engin tilefni. En nú hafa þær systur, Ragga, Dísa og Gugga sameinast ásamt bræðrum sínum Eyvindi og Jóni Ben. í engla- kórnum og veit ég að vel tekur undir í himnaríki. Ragga hafði yndi af að ferðast. Á meðan maðurinn hennar hann Jó- hann (Jói) lifði og hafði heilsu og getu, ferðuðust þau mjög mikið, sér- staklega innanlands, þótt líka væri farið erlendis, en það var í minna mæli. Jói tók mikið af myndum, sem Ragga spann svo sögur í kringum, en alltaf gerðist eitthvað skemmtilegt í ferðum þeirra, sem varð svo að góðu mynda- og söguefni. Einu sinni sem oftar fór Ragga með mér og Simba norður í land. Í bílnum voru einnig móðir mín og Gugga systir þeirra. Alla leiðina voru þær að skemmta sér við að rifja upp æskuár sín. Þær léku leikritin, sem þær bjuggu til á sínum tíma og rifjuðu upp alla leikina í Dal, en það var æskuheimili þeirra. Mikið var hlegið og gleðitárin runnu óspart, enda var maður með harðsperrur í maganum eftir allan hláturinn. Önn- ur ferð sem er sérstaklega minnis- stæð, en þá fór hún með okkur til Reykjavíkur. Auðvitað mikið talað og hlegið á leiðinni, því þegar við erum í Hvalfjarðargöngum, sjáum við blossa frá myndavél, svo ég sagði við bílstjórann: Var verið að mynda bíl- inn okkar? Hann vildi ekki meina það, en frænku þótti ekki verra ef mennirnir fengju loksins almenni- lega mynd í myndasafnið. En trúlega hefur þessi mynd ekki komist í safnið hjá yfirvöldum. Nú er stundaglasið hennar Röggu minnar runnið. Ég vil þakka henni fyrir alla okkar samveru, bæði í gleði og sorg, en hún var minn klettur, þegar ég missti móður mína, en hún var henni einnig harmdauði. Fjöl- skylda mín sendir sonum hennar og fjölskyldum samúðarkveðjur, en þau eiga öll góðar minningar um hana, sem haldið verður á lofti. Far vel, mín elskulega frænka. Guð blessi þig og varðveiti. – Ljós minninganna lifir. Þín Guðrún María (Gunna Mæja). Hún Ragga er dáin, fregnin kom óvænt þótt árin hennar væru orðin nokkuð mörg. Hún var yndisleg manneskja, sem alltaf gladdi með nærveru sinni. Eins og hún átti kyn til var hún mikil söngmanneskja, söng í kirkjukór Borgarness í ára- tugi, þar áttum við samleið um margra ára skeið. En nú á seinni ár- um og fyrir frumkvæði Öbbu, Odd- nýjar Þorkelsdóttur fórum við nokkrar konur að hittast heima hjá Öbbu, og syngja með henni. Þetta voru yndislegar stundir, sem við ekki gleymum og munum alltaf þakka. Við viljum því senda afkomendum Röggu hugheilar kveðjur okkar með inni- legri samúð. Góðar minningar gleðja og gleymast ei. Guð blessi okkur minningarnar um Röggu. Öbburnar (Oddný, Anna, Kristín og Ólína.) Elsku amma mín, Mikið á ég eftir að sakna þín. Sakna þess að koma og heimsækja þig á Bröttugötu, fá kaffi og með því, tala um daginn og veginn, og þá sér- staklega að hlusta á þig tala um gömlu, góðu dagana. Það var alltaf svo gaman þegar ég var lítil að koma. Alltaf nóg að gera, lita, leira og mála eins og sést á veggjunum. Það hefur ekkert breyst með árunum, fjöldinn allur af lista- verkum eftir okkur öll prýðir veggina hjá þér og ég held að fáir leiki eftir að gera föt á barbídúkkurnar. Ég veit að þú ert í góðum höndum afa núna, loksins saman á ný í hraust- um líkömum, ástfanginn og glöð. Við elskum þig og erum þakklát og stolt af að hafa átt þig sem ömmu og langömmu. Dagmar, Geir, Daníel Hagalín og Tómas Darri. Elsku amma, nú er víst þinn dagur að kveldi kominn og þú búin að kveðja þennan heim. Eftir sitjum við, með sorg í hjarta og söknuð. Það er skrítið að sitja hér og hugsa um að þú sért farin frá okkur, minningarnar flæða fram en samt er erfitt að setja þær niður á blað, þær eru svo margar og svo stórbrotnar að ég á erfitt um vik. En okkar síðasta samtal er mér efst í huga, þar sem ég hringdi til þín á afmælisdegi afa og við spjölluðum hátt í 2 klukkustundir, um allt og við vorum einmitt að rifja upp mína fyrstu daga sem ég var hjá ykkur afa, og svo allar mínar stundir sem ég átti hjá ykkur eftir það. Ég verð að segja að betri ömmu getur enginn átt. Þú varst alltaf tilbúin að tala og leið- beina, ef til þín var leitað án þess að beðið væri um það. Amma þú varst stoð mín og stytta og fyrirmynd, þú varst alltaf til stað- ar og alltaf var gott að koma til þín, nú verður skrítið að keyra í gegnum Borgarnes og vita að þú ert ekki þar, en alltaf varð ég að stoppa og faðma þig, spjalla og fá kaffisopa áður en lengra var haldið. Þú varst stórbrotin og glæsileg kona, þú hafðir skoðanir á öllu og það var eins og þú vissir allt, alveg sama hvar að var komið. Ætt- fræði var þér hugleikin og þér fannst gaman að rekja þig aftur í ættfræð- ina. Ég sagði eitt sinn að þú værir góð í öllu, en svarið sem ég fékk var, nei Lauga mín, það er ég ekki. Stærðfræðin var ekki þitt besta fag, þú ákvaðst að eiga 2 börn en þau urðu 7 að lokum, að þessu gátum við hlegið út í eitt. Elsku amma, nú er kominn tími til að kveðja, ég veit að heil hersing hef- ur tekið á móti þér. Megir þú hvíla í friði, amma mín. Láttu nú ljósið þitt. Loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesús mæti. Þín sonardóttir Sigurlaug Björk Elsku Dóra, þú varst einstök kona, yndislega falleg að innan sem utan. Þú varst mágkona mömmu og var mikill samgangur ykkar á milli á árum áður og bundumst við eldri börnin sterkum vinarböndum á þeim tíma. Ávallt var heimili ykkar Bjarna opið okkur systrum. Ég var svo heppin að fá stundum að gista ef mamma þurfti að fara til Reykja- víkur. Þá var oft glatt á hjalla. Eitt sinn veiktist ég í pössuninni og var þá Sighvatur látinn víkja úr rúmi fyrir mér, svo ég, prinsessan, fékk sérherbergi og mér var fært maltöl í rúmið og þú umvafðir mig hlýju með orðum og faðmlagi, svo mér leið vel. Þegar barnatennurnar fóru að losna þá hljóp ég yfir til ykkar og Bjarni sá um það óskemmtilega verk að kippa þeim úr. Þá blæddi auðvitað aðeins og ég vældi, en þá komst þú Dóra mín með hlýja faðmlagið þitt og huggaðir mig og Dóra Guðlaugsdóttir ✝ Dóra Guðlaugs-dóttir fæddist í Vestmannaeyjum 29. desember 1934. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Vest- mannaeyja 26. nóv- ember síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Landa- kirkju í Vestmanna- eyjum 8. desember. gafst mér sneið af uppáhaldskökunni minni, þú manst þessari þriggja laga, sem þú áttir yfirleitt í þá daga, og þá gleymdist sársauk- inn. Já, Dóra mín, seinna meir, í hnall- þóruveizlunum hjá Guðmundu dóttur þinni, gantaðist þú oft yfir því hvað ég gat borðað tertur af mikilli innlifun og við hlógum saman. Þegar sjónvarpið hóf útsendingu og þið fenguð ykkur sjónvarpstæki komum við Guðmunda systir alltaf að horfa á Bonanza með ykkur fjölskyldunni, okkur fannst það svo gaman, stofan ykkar var eins og lítill bíósalur. Já, þetta voru skemmtilegir tímar. Dóra mín, þú varst einstök kona, því mörgum árum seinna, þegar ég sjálf var komin með fjölskyldu og ófrísk að öðru barni mínu, var fyr- irséð að ég þyrfti að dveljast í Reykjavík síðustu vikur meðgöng- unnar og fæða barnið þar. Þá kom- uð þið hjónin til okkar og vilduð endilega lána okkur íbúð ykkar á Grettisgötunni og þar dvöldum við í rúmlega fjórar vikur. Það var yndislegt að geta verið út af fyrir okkur. Já svona varst þú Dóra mín, alltaf með opið hjarta, maður fann alltaf skjól hjá þér. Þá varstu góð- ur hlustandi og ráðagóð. Elsku Dóra mín, mig langar að þakka þér allan þann tíma og þá hlýju, sem þú veittir mér alla tíð. Megi góður Guð styrkja Bjarna frænda og fjölskylduna alla á þess- um erfiða tíma. Hvíl í friði Dóra mín. Jóhanna „frænka“. Í dag er Dóra Guðlaugsdóttir jarðsungin frá Landakirkju. Með nokkrum orðum langar mig til að minnast og þakka Dóru fyrir þá hlýju og vináttu sem ég naut frá henni og fjölskyldu hennar um árabil. Ég skynjaði fljótt eftir að ég og Guðmunda dóttir hennar, þá 12 ára gamlar, urðum bestu vinkonur að Guðmunda átti öðruvísi mömmu en flestir sem ég þekkti. Dóra var langskólagengin kona og hafði innsýn í námsefni sem okkur var ætlað að tileinka okkur á þessum árum. Mér fannst hún alltaf svo vel inni í öllu sem Guð- munda átti að læra og hafði mik- inn metnað gagnvart menntun barnanna sinna. Hún rak stórt heimili og sá jafnframt um bók- hald þeirra fyrirtækja sem hún og Bjarni ráku. Mér þótti hún glæsi- leg mamma. Fyrir sumarið 1974 er ég sér- staklega þakklát. Þá hafði gripið mig óstjórnleg löngun til að vinna um sumarið í Eyjum. Þangað hafði ég varla komið frá því ég kom í síðasta jólafríið mitt fyrir Vest- manneyjagosið. Ég var búin að út- vega mér vinnu, en átti ekki leng- ur ættingja búsetta í Eyjum sem ég gat leitað til með gistingu. Ef- laust hef ég borið mig illa upp við Guðmundu því hún bauð mér að vera hjá þeim. Ég held að ég hafi ekkert hugsað út í að kannski væri einhverjum vandkvæðum bundið að bæta við einum unglingi inn á stórt heimili. Þegar ég kom til þeirra á Heið- arveginn gerði ég mér grein fyrir að Dóra hafði í ýmis horn að líta. Fyrir utan að hlúa að sinni stóru fjölskyldu rak hún með miklum myndarbrag bókabúð á neðri hæð- inni. Vel var tekið á móti mér og aldrei fann ég annað en að það væri alveg sjálfsagt að taka inn á heimilið aukaungling því þetta sumar vorum við tveir ungling- arnir að sunnan. Það var erilsamt á Heiðarveg- inum. Alltaf var samt tími til að setjast aðeins niður eftir matinn, fá sér kaffi í mjólkurglasið, mola og ræða málin aðeins. Dóra kom alltaf beint að efninu og það var gott að ræða við hana. Hún átti svo auðvelt með að sjá spaugilegu hliðar málanna. Þegar unglingnum fannst að allar byrðar heimsins væru á herðum hans gat hún fengið mann til að líta aðeins upp og sjá að lífið var alls ekki svona erfitt. Það var mér mikill og góður skóli að fá að dvelja hjá þeim Bjarna þetta sumar. Þarna kynntist ég heimili sem var vel stjórnað án þess að það væri ein- hver að skipa fyrir en allir höfðu sitt hlutverk á heimilinu og sinntu því. Minningin um skemmtilega og góða konu lifir og ég bið góðan Guð að styrkja ástvini hennar um alla framtíð. Ásdís Lilja Emilsdóttir. var þá og gert er enn, nema þetta var einhvern veginn með öðrum hætti í þá daga, það var gengið upp stigann í Gránu upp trétröppur sem marraði eilítið í, þarna tók Guttormur á móti manni og lét í hendur miða til að fylla út, hann þurfti að sjálfsögðu að vita hverra manna piltur var, og síðan fékk maður peninga. Ég man það að þetta var gert með mikilli alúð og ná- kvæmni, ekki grunaði mig þá að ég ætti eftir að kynnast þessum manni svo mikið sem raunin varð. Guttormur hafði verið formaður Framsóknarfélags Sauðárkróks og var mikilvirkur í félagsmálum í Skagafirði. Þegar ég fluttist til Sauðárkróks eftir nám og fór að starfa fyrir Fram- sóknarfélagið mætti Guttormur æv- inlega og skaut að okkur hollum og góðum ráðum. Hann var ekki með neina háreysti eða læti en hlífði sér ekki við að vinna fyrir okkur, þetta unga fólk sem var að byrja í pólitík- inni. Það var virkilega gaman að fylgjast með honum þegar nálgaðist kosningar, hversu mikið hann færðist í aukana þegar á leið og hvatti okkur til dáða. Við áttum að fylgja málum fast eftir og hvergi slá af. Ég er ríkari fyrir að hafa fengið að kynnast Guttormi Óskarssyni, hann var einn af þeim mönnum sem settu svip á mannlífið svo eftir var tekið. Ég vil þakka Guttormi og Ingu fyr- ir þeirra störf fyrir framsóknarfélagið í gegnum tíðina, það er ómetanlegt starf sem þau hafa unnið bæði tvö. Ég votta Ingu og fjölskyldu mína dýpstu samúð, megi minningin um góðan dreng lifa sem allra lengst. Viggó Jónsson, formaður Framsóknarfélags Skagafjarðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.