Morgunblaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 62
62 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MESSUR Á MORGUN/KIRKJUSTARF AKRANESKIRKJA | Æðruleysismessa kl. 20. Sr. Karl Matthíasson prédikar, sr. Hjálmar Jónsson, sr. Anna Sigríður Páls- dóttir og sr. Þorvaldur Víðisson þjóna einn- ig. Bræðrabandið sér um tónlistina en einnig koma fram Ragnar Bjarnason og Gunnar Þórðarson. ÁRBÆJARKIRKJA | Gospelkór Árbæj- arkirkju syngur jólasöngva kl. 11, Margrét Ólöf djákni les jólasögu og flytur hugleið- ingu. Stjórnandi gospelskórsin er Þóra Gísladóttir. Kirkjukaffi og meðlæti á eftir. ÁSKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11 í umsjá Elíasar og Hildar Bjargar. Aðven- tuhátíð kl. 20. Fermingarbörn flytja helgi- leik og tónlist, Kór Áskirkju syngur að- ventusöngva undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar organista. Ræðumaður Þráinn Bertelsson rithöfundur. Súkkulaði og piparkökur í boði safnaðarfélagsins. BESSASTAÐASÓKN | Jólastund í sunnu- dagaskólanum kl. 11, í hátíðarsal Álfta- nesskóla. Jólaguðspjallið flutt og jóla- sálmar sungnir. Brúður koma í heimsókn. Matta, Bolli Már og Sunna Dóra leiða stundina. BORGARNESKIRKJA | Barnaguðsþjón- usta kl. 11.30. Messa kl. 14. Sóknarprestur. BREIÐHOLTSKIRKJA | Jólasöngvar fjöl- skyldunnar kl. 11. Prestur sr. Bryndís Malla Elídóttir. Kirkjuprakkararnir syngja. Tekið við söfnunarbaukum Hjálparstarfs kirkjunnar. Kaffisopi í safnaðarsal eftir stundina. BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa kl. 11 með fjölbreyttri tónlist og fræðslu. Jóla- söngvar fjölskyldunnar kl. 14. Börn úr Fossvogskóla flytja jólaguðspjallið í helgi- leik. Prestur Pálmi Matthíasson. BÆGISÁRKIRKJA | Aðventukvöld kl. 20.30. Hátíðaræðu flytur Guðrún M. Krist- insdóttir. Fermingarbörn flytja helgileik, nemendur úr Tónlistarskóla Eyjafjarðar leika á hljóðfæri og Kirkjukór Möðruvalla- klaustursprestakalls syngur. Erlingur Ara- son syngur einsöng. DIGRANESKIRKJA | Messa kl. 11. Prestur sr. Yrsa Þórðardóttir, organisti Kjartan Sig- urjónsson, kór Digraneskirkju, B-hópur. Sunnudagaskóli í kapellu á sama tíma. Jólastund fjölskyldunnar kl. 16. Söngvinir, kór aldraðra í Kópavogi og Skólakór Kárs- ness flytja jólalög. Veitingar í safnaðarsal á eftir. DÓMKIRKJAN | Messa kl. 11. Sr. Einar Sigurbjörnsson prédikar, Dómkórinn syng- ur, organisti er Marteinn Friðriksson. EYRARBAKKAKIRKJA | Jólaskemmtun kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Hjörtur Pálsson skáld og guðfræðingur prédikar, sr. Guð- mundur K. Ágústsson, sr. Svavar Stef- ánsson og Ragnhildur Ásgeirsdóttir djákni þjóna. Organisti er Guðný Einarsdóttir, kór Gerðubergs syngur undir stjórn Kára Frið- rikssonar. FÍLADELFÍA | Jólatrésskemmtun kl. 14- 16. Brauðsbrotning kl. 11. Bible studies at 12.30. Jólin sungin inn kl. 16.30, hugleiðing Hafliði Kristinsson, Gospelkórinn flytur jólalög. Á eftir verður jólastemning í kaffisalnum, boðið uppá kakó og meðlæti. Barnakirkja, börn 1-13 ára velkomin. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði | Jólasöngvar fjölskyldunnar kl. 11. Aðventustund fyrir alla fjölskylduna. Jólatónleikar kirkjukórs- ins kl. 17. Stjórnandi Örn Arnarson. FRÍKIRKJAN Kefas | Jólaskemmtun sunnudagaskólans kl. 11. Sungið, dans- að kringum jólatré og skemmtun. Vitn- isburðarsamkoma kl. 14. Lofgjörð og barnastarf og að samkomu lokinni er kaffi og samfélag. FRÍKIRKJAN í Reykjavík | Jólatrés- skemmtun kl. 14. Byrjað á stund í kirkj- unni með Ásu Björk, síðan í safn- aðarheimilið að dansa og hitta jólasveininn. Heilunarguðsþjónusta með Sálarrannsóknarfélagi Íslands í umsjá Hjartar Magna er kl. 17. Anna Sigga og Carl Möller leiða alla tónlist dagsins. Styrktartónleikar kl. 20. FÆREYSKA sjómannaheimilið | Síðasta samkoma fyrir áramót er kl. 17. Jólin sungin inn. Matur og skemmtun. GLERÁRKIRKJA | Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Sr. Gunnlaugur Garðarsson þjónar. Barnakór Glerárkirkju syngur, ljósaathöfn Lúsíu, stjórnandi Ásta Magnúsdóttir, org- anisti Valmar Väljaots. GRAFARHOLTSSÓKN | Jólaball sunnu- dagaskólans kl. 11 í Ingunnarskóla. Séra Sigríður, Sigurbjörg og Anna Elísa. Messa með léttri tónlist kl. 17 í Þórðarsveigi 3 (ath. breyttan messutíma). Prestur séra Sigríður, Þorvaldur Halldórsson sér um tónlistarflutning og forsöng, kirkjukaffi í umsjá foreldra fermingarbarna. GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Séra Lena Rós Matthíasdóttir prédik- ar og þjónar fyrir altari. Unglingakór kirkj- unnar syngur, stjórnandi Svava Kristín Ing- ólfsdóttir, organisti Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Sunnudagaskóli kl. 11. Séra Bjarni Þór Bjarnason. Umsjón hefur Hjörtur og Rúna. Krakkakór Grafarvogs- kirkju syngur, stjórnandi Gróa Hreins- dóttir. Jólasveinar koma í heimsókn. Sunnudagaskóli kl. 11 í Borgarholtsskóla. Séra Vigfús Þór Árnason. Umsjón Gunnar og Dagný. Jólasveinar koma í heimsókn. GRENSÁSKIRKJA | Jólahátíð fjölskyld- unnar kl. 11. Börn af leikskólanum Aust- urborg flytja helgileik um jólaguðspjallið. Gengið kringum jólatré o.fl. GRUND, dvalar- og hjúkrunarheimili | Djáknaguðsþjónusta kl. 14. Svala Sigríður Thomsen djákni. Organisti Kjartan Ólafs- son. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Jólavaka við kertaljós í Hásölum kl. 20. Ræðumaður Lúðvík Geirsson bæjarstjóri í Hafnarfirði. Þá koma fram Barna- og unglingakórar kirkjunnar undir stjórn Helgu Loftsdóttur og kammerkórinn A Cappella undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar, Anna Magn- úsdóttir leikur á píanó. Einsöngvarar Örvar Már Kristinsson, Þóra Björnsdóttir og Jó- hanna Ósk Valsdóttir. Hjörleifur Valsson leikur á Stradivarius-fiðlu. Heitt súkkulaði og smákökur eftir vökuna. HALLGRÍMSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11 í umsjá sr. Birgis Ásgeirssonar og Magneu Sverrisdóttur djákna. Barna- og unglingakór Hallgrímskirkju og Austur- bæjarskóla flytur helgileik undir stjórn Friðriks S. Kristinssonar. A Christmas service will be held in English on Sunday the 16th of December at 14, at Hallgrímskirkja in Reykjavík. The Motet Choir will sing. HAUKADALSKIRKJA | Aðventukvöld kl. 20.30. Ræðumaður dr. Kristinn Ólason rektor. Félagar úr Skálholtskórnum leiða sönginn, ljóðalestur, hljóðæraleikur, barnastund o.fl. Fermingarbörn aðstoða við helgihaldið. HÁTEIGSKIRKJA | Barnaguðsþjónusta og messa kl. 11. Umsjón með barnaguðs- þjónustu hafa Erla Guðrún og Páll Ágúst. Organisti Douglas A. Brotchie, prestur Tómas Sveinsson. Léttar veitingar eftir messu. Aðventusöngvar við kertaljós kl. 20. Ein- söngur Signý Sæmundsdóttir. Almennur söngur og kór, veitingar. HJALLAKIRKJA | Lofgjörðarguðsþjónusta kl. 11. Sr. Íris Kristjánsdóttir þjónar, Þor- valdur Halldórsson tónlistarmaður, leikur og syngur létt jólalög með viðstöddum. Jólaball sunnudagaskólans kl. 13. Jóla- sveinn kemur í heimsókn og gleður börn- in. Nánar á www.hjallakirkja.is. HJÁLPRÆÐISHERINN Akureyri | Jólin sungin inn kl. 17. Gospelkór Akureyrar syngur. HJÁLPRÆÐISHERINN Reykjavík | Tónlist- arsamkoma „Við syngjum jólin inn“, kl. 20. Umsjón hefur Miriam Óskarsdóttir og Óskar Jakobsson. Boðið upp á piparkökur og jólaglögg. ÍSLENSKA KRISTSKIRKJAN | Barnastarf kl. 11. Fræðsla fyrir fullorðna á sama tíma. Ragnar Schram kennir. Samkoma kl. 20 með lofgjörð og fyrirbænum. Edda M. Swan predikar. Síðasta samkoma fyrir jól. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Péturskirkja, Akureyri | Messa kl. 11 og laugardag kl. 18. Kapúsínaklaustrið á Kollaleiru Reyðarf. | Messa kl. 11. Jósefskirkja, Hafnarfirði | Messa kl. 10.30, virka daga kl. 18.30. Karmelklaustur, Hafnarfirði | Messa kl. 8.30, virka daga kl. 8. Barbörukapella, Keflavík | Messa kl. 14. Kristskirkja, Landakoti | Messa kl. 10.30, messa á ensku virka daga kl. 18. Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga er messa á latínu kl. 8.10. Laugardaga kl. 10.30 er hátíðleg messa í tilefni af inn- setningu Péturs Bürcher í embætti Reykja- víkurbiskups. Stykkishólmur | Messa kl. 10 og virka daga kl. 18.30. Ísafjörður | Messa kl. 11. Flateyri | Messa 2. og 3. sunnudag í mán- uði kl. 16. Suðureyri | Messa 1. og 4. sunnudag í mánuði kl. 16. Maríukirkja við Raufarsel, Rvk. | Messa kl. 11, laugardaga er messa á ensku kl. 18.30, virka daga kl. 18.30. Riftún í Ölfusi | Messa kl. 16, miðviku- daga kl. 20. KIRKJUVOGSKIRKJA Höfnum | Sunnu- dagskóli kl. 11. Jólaball í Ytri-Njarðvík- urkirkju þar sem dansað verður í kringum jólatré og sveinki mætir. KOLAPORTIÐ | Kolaportsmessa í Kaffi Porti kl. 14. Frá kl. 13.30 hljóma jólalög og sálmar á meðan fyrirbænum er safnað. Prestar, djáknar og sjálfboðaliðar leiða stundina. Miðborgarstarfið. KÓPAVOGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson. Kór Kópavogskirkju syngur og leiðir safn- aðarsöng. Organisti og kórstjóri Lenka Mátéová. Guðsþjónustunni verður útvarp- að. Barnastarf kl. 12.30. Umsjón Sigríður, Þorkell Helgi og Örn Ýmir. Kyrrðar- og bænastund þriðjudag kl. 12.10. LANDSPÍTALI | Guðsþjónusta kl. 14 á Landakoti, 2. hæð. Séra Bragi Skúlason þjónar, organisti er Ingunn Hildur Hauks- dóttir. LANGHOLTSKIRKJA | Jólasöngvar fjöl- skyldunnar við kertaljós kl. 11. Börn sem fullorðnir fá kerti og ljósið verður borið á milli manna. Jólasálmar og -söngvar. Eftir stundina verður gengið í kringum jólatréð í safnaðarheimilinu. Kakó og piparkökur. Jólatónleikar Rásar 1 og Graduale Nobili kl. 20. Ókeypis. LAUGARNESKIRKJA | Árviss guðsþjón- usta og sunnudagaskóli í umsjá Sum- argleðinnar er kl. 11. Ómar Ragnarsson heldur hugvekju, Raggi Bjarna og Þorgeir Ástvaldsson flytja tónlist og leiða sálma- sönginn ásamt Laufeyju Geirlaugsdóttur. Sunnudagaskólabörnin fá líka að hlýða á söng og spjall þeirra félaga í upphafi. LÁGAFELLSKIRKJA | Jólastund barna- starfsins kl. 11. Söngur, sögur og bæn. Jólasveinar mæta á kirkjuhlaðinu. Styrkt- artónleikar kórs Lágafellskirkju í Fríkirkj- unni í Rvk. kl. 20. Fjöldi þekktra söngvara og tónlistarmanna kemur fram. Miðaverð er 2.500 kr. Frítt fyrir börn. LINDASÓKN í Kópavogi | Fjölskylduguðs- þjónusta í Salaskóla kl. 11. Sýnt verður brúðuleikritið Pönnukakan hennar Grýlu. Keith Reed organisti leikur undir safn- aðarsönginn. Prestur Guðmundur Karl Brynjarsson. Aðventugleði Lindasóknar í Salaskóla kl. 17. Kór Lindakirkju, sam- söngur, jólaleikrit og fleira. NESKIRKJA | Ljósamessa og barnastarf kl. 11. Fermingarbörn aðstoða, kór Nes- kirkju syngur, organisti Steingrímur Þór- hallsson, sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Börnin byrja í mess- unni en fara síðan í safnaðarheimilið. Seld verða kerti fyrir HK eftir messu. Kaffi, súpa og brauð á Torginu. NJARÐVÍKURKIRKJA, Innri-Njarðvík | Sunnudagskóli kl. 11. Jólaball í Ytri- Njarðvíkurkirkju þar sem dansað verður í kringum jólatré og sveinki mætir. SALT, kristið samfélag | Samkoma kl. 17. ,,Koma jólin alltaf?“ Ræðumaður er Sig- urður Bjarni Gíslason. Skúli Svavarsson kynnir verkefnið „Af götu í skóla“. Lofgjörð og fyrirbæn. Barnastarf. SELFOSSKIRKJA | Barna- og fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. SELJAKIRKJA | Barnaguðsþjónusta kl. 11. Tendrað ljós á Hirðakertinu. Hátíðar- guðsþjónusta kl. 14. Sr. Sigurður Sigurð- arson vígslubiskup prédikar. Kirkjukórinn og söngkvartettinn Kolka flytja tónlist. Kvöldsamkoma kl. 20. Hátíðardagsskrá í tilefni af 20 ára vígsluafmæli kirkjunnar. SELTJARNARNESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Kammerkór kirkjunnar leiðir tónlist- arflutning undir stjórn Friðriks Vignis Stef- ánssonar organista. Sunnudagaskólinn á sama tíma. Prestur er Sigurður Grétar Helgason. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa kl. 11. VEGURINN, kirkja fyrir þig | Samkoma í Veginum á Smiðjuvegi 5 kl. 19. Högni Valsson prédikar. Lofgjörð og fyrirbænir. VÍDALÍNSKIRKJA | Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Nemendur og kennarar Flata- skóla koma í árlega aðventuheimsókn, flytja helgileik, tónlistaratriði og upplestur. Sr Friðrik Hjartar þjónar, nemendur Tónlist- arskóla Gb leika meðan safnast er til kirkj- unnar. Sunnudagaskóli á sama tíma – börnin fara beint inn. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Fjöl- skylduhátíð kl. 11. Helgileikur í flutningi stúlknakórs Víðistaðakirkju, einsöngvara og hljóðfæraleikara, fermingarbarna og starfsfólks kirkjunnar. Veitingar í safn- aðarheimilinu á eftir í boði Systrafélags Víðistaðakirkju. YTRI-Njarðvíkurkirkja | Aðventusamkoma kl. 17. Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir guð- fræðingur flytur hugleiðingu. Börn frá leik- skólanum Gimli sýna helgileik. Hlín Pét- ursdóttir sópran syngur einsöng, Eldeyjarkórinn syngur undir stjórn Alöndru Pitak og kór kirkjunnar syngur undir stjórn Gunnhildar H. Baldursdóttur. Sunnudaga- skóli kl. 11. Jólaball. Jólaskemmtunin er sameiginleg með sunnudagaskólunum í Njarðvíkur- og Kirkjuvogskirkju. ÞORLÁKSKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11. Baldur, Sirrí og Hannes. Bænastund kl. 20. Látinna minnst, orgelleikur og hug- leiðing. Orð dagsins: Orðsending Jóhannesar. (Matt. 11) Morgunblaðið/Jim SmartSeljakirkja. Vígsluafmæli og af- hjúpun steindra glugga í Seljakirkju Hátíð verður í Seljakirkju þar sem tuttugu ár eru frá vígslu kirkj- unnar en hún var vígð 3. sunnudag í aðventu árið 1987. Seljakirkja var fyrsta kirkjan sem vígð var í Breið- holtshverfinu. Við guðsþjónustur og athafnir sunnudagsins mun þess minnst með mörgu móti. Barna- guðsþjónusta er kl. 11 og þar mun barnakór kirkjunnar syngja. Hátíð- arguðsþjónusta verður kl. 14. Sr. Sigurður Sigurðarson vígslubiskup prédikar við guðsþjónustuna og prestar safnaðarins þjóna fyrir alt- ari. Fyrir guðsþjónustuna verður afhjúpaður hluti af steindum glugg- um sem prýða munu kirkjusalinn. Þeir hafa verið unnir af Einari Há- konarsyni. Undanfarið hefur farið fram söfnun innan safnaðarins til að kosta það verk. Þeirri söfnun mun haldið áfram uns verkinu verður lokið. Þá verður samkoma kl. 20 þar sem tilefnisins verður minnst á marga vegu. Lofgjörðarguðsþjón- usta í Hjallakirkju Lofgjörðarguðsþjónusta verður í Hjallakirkju kl. 11. Þar mun Þor- valdur Halldórsson leika undir og syngja létta jólasöngva með við- stöddum en síðustu ár hefur hann heimsótt söfnuðinn á þessum tíma. Jólaball sunnudagaskólans verður kl. 13, dansað verður í kringum jólatréð og jólasveinn kemur með glaðning handa börnunum. Jólaskemmtun í Fella- og Hólakirkju Jólaskemmtun sunnudagaskólans verður kl. 11 í Fella- og Hólakirkju. Gengið verður í kringum jólatréð, sungnir jólasöngvar og fjallabúar kom ef til vill í heimsókn. Guðsþjón- usta kl. 14. Hjörtur Pálsson skáld og guðfræðingur prédikar, sr. Guð- mundur K. Ágústsson, sr. Svavar Stefánsson og Ragnhildur Ásgeirs- dóttir djákni þjóna. Eldri borgarar sjá um aðventuhelgileik. Organisti er Guðný Einarsdóttir. Guðrún Jónsdóttir forstöðukona fé- lagstarfsins í Gerðubergi les ritn- ingarlestur, kór Gerðubergs syng- ur og leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Kára Friðrikssonar. Kirkjuverðir Kristín Ingólfsdóttir og Jóhanna F. Björnsdóttir. Jólasöngvar fjölskyld- unnar í Bústaðakirkju Jólasöngvar fjölskyldunnar verða í fjölskyldusamveru í Bústaðakirkju kl. 14. Þetta er samvera fyrir alla fjölskylduna, þar sem jólalögin eru sungin og börnin ásamt foreldrum, öfum og ömmum koma saman til kirkju og eiga helga stund. Börn úr Fossvogskóla flytja jólaguðspjallið í helgileik og hafa kennarar í skól- anum annast undirbúning. Athugið að þennan sunnudag verður einnig barnamessa kl. 11. Jólavaka við kertaljós í Hásölum í Hafnarfjarðarkirkju Jólavaka í Hafnarfjarðarkirkju við kertaljós verður haldin kl. 20 og fer fram í Hásölum Strandbergs. Lúð- vík Geirsson bæjarstjóri verður ræðumaður kvöldsins, en Hafn- arfjörður á 100 ára kaupstað- arafmæli á árinu 2008 og munu kirkjan og bæjarfélagið vera í sam- starfi vegna komandi hátíðarhalda. Hjörleifur Valsson leikur á Stradiv- arius-fiðlu. Einsöng syngja: Jó- hanna Ósk Valsdóttir, Þóra Björns- dóttir og Örvar Már Kristinsson. Kammerkórinn A Cappella flytur aðventu- og jólatónlist. Unglinga- kór Hafnarfjarðarkirkju kemur einnig fram undir stjórn Helgu Loftsdóttur við undirleik Önnu Magnúsdóttur. Guðmundur Sig- urðsson kantor er tónlistarstjóri vökunnar. Við lok hennar verður kveikt af altarisljósum á kertum nokkurra fermingarbarna sem bera logann til viðstaddra sem hafa kerti í höndum. Berst þá loginn frá einum til annars sem vottur þess að trúar- og fagnaðarljós jóla kemur til þeirra. Eftir vökuna er boðið upp á heitt súkkulaði og smákökur í Há- sölum og Ljósbroti Strandbergs. Jólastund fjölskyld- unnar í Digraneskirkju Jólastund fjölskyldunnar í Digra- neskirkju verður kl. 16. Tveir kórar koma fram, Söngvinir, kór aldr- aðra í Kópavogi, og Skólakór Kárs- ness. Séra Yrsa Þórðardóttir les jólasögu. Stjórnandi Söngvina er Kjartan Sigurjónsson og Marteinn H. Friðriksson leikur undir söng Skólakórsins. Að stundinni lokinni verður boðið upp á súkkulaði og piparkökur í safnaðarsal. Barnaguðsþjónusta í Grafarvogskirkju og Borgarholtsskóla Krakkakór Grafarvogskirkju syng- ur í barnaguðsþjónustu kl. 11 í Grafarvogskirkju. Stjórnandi Gróa Hreinsdóttir, prestur sr. Bjarni Þór Bjarnason, umsjón hefur Hjörtur og Rúna. Börn úr Tónskóla Graf- arvogs spila á píanó: Arnar Njáll Hlíðberg, Hjördís Lára Hlíðberg, Helga Kristín Ólafsdóttir, Hildur Þóra Ólafsdóttir og Katrín Unnur Ólafsdóttir. Stúlkur úr Foldaskóla syngja og spila: Hildur Þóra Ólafs- dóttir leikur á klarínett, Jóhanna Sif Finnsdóttir á píanó og Katrín Skúladóttir syngur. Jólasveinar koma í heimsókn. Barnaguðsþjónusta verður kl. 11 í Borgarholtsskóla. Prestur sr. Vig- fús Þór Árnason, umsjón hefur Gunnar og Dagný, jólasveinar koma í heimsókn. Æðruleysisguðsþjón- usta í Dómkirkjunni Æðruleysisguðsþjónusta verður í Dómkirkjunni kl. 20. Bræðraband- ið; Hörður og Birgir Bragasynir og Anna Sigríður Helgadóttir söng- kona sjá um tónlistina. Sérstakir gestir kvöldsins munu syngja inn jólin með okkur en það eru þeir Ragnar Bjarnason og Gunnar Þórð- arson. Prestarnir séra Anna Sigríð- ur Pálsdóttir, séra Hjálmar Jónsson og séra Þorvaldur Víðisson þjóna í guðsþjónustunni. Séra Karl Matt- híasson flytur hugvekju kvöldsins. Aðventuhátíð í Áskirkju Aðventuhátíð verður í Áskirkju kl. 20. Ræðu flytur Þráinn Bertelsson rithöfundur og kór Áskirkju undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar organista flytur Maríumúsík, sem Anders Öhrwall samdi við enskan texta frá 15. öld, sem Þorgils Hlyn- ur Þorbergsson hefur þýtt. Ein- söngvarar eru kórfélagarnir Elma Atladóttir, Ólafur Rúnarsson og Þórunn Elín Pétursdóttir. Ferm- ingarbörn flytja helgileik og tón- listaratriði. Samkomunni lýkur með ritningarlestri djákna, ávarpi sóknarprests, bæn og almennum söng. Íbúum dvalarheimila og ann- arra stærstu bygginga í sókninni stendur til boða akstur með kirkju- bílnum til og frá kirkjunni. Jólatrésskemmtun og heilunarmessa í Frí- kirkjunni í Reykjavík Jólatrésskemmtun verður í Frí- kirkjunni í Reykjavík kl. 14. Eftir helga stund sem Ása Björk leiðir í kirkjunni er haldið í safnaðarheim- ilið þar sem Lovísa tekur á móti okkur. Dansað verður í kringum jólatréð, smákökur borðaðar og jólasveinninn kemur í heimsókn með pokann sinn. Carl Möller leik- ur á píanóið og Anna Sigga leiðir sönginn. Heilunarguðsþjónusta verður kl. 17, í samstarfi við Sálarrannsókn- arfélag Íslands og Kærleikssetrið. Hjörtur Magni Jóhannsson leiðir stundina en Friðbjörg Óskarsdóttir leiðir heilun með hópi síns fólks. Anna Sigríður Helgadóttir og Carl Möller sjá um tónlistina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.