Morgunblaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 61
„Í SKEMMTILEGRI hraðskák
fer yfirleitt fram meiri hugsun en í
bandarísku ruðningsliði yfir heilt
keppnistímabil,“ sagði bandaríski
stórmeistarinn Walter Browne í
ræðu eftir keppni Norðurlanda og
Bandaríkjanna veturinn 1986. Senni-
lega er hraðskákin eitthvert vanmet-
nasta keppnisform sem skáklistin
býður uppá. Hún er að öllum líkind-
um mun líklegri til að draga að sér
áhorfendur en venjulegar kappskák-
ir. Kannski hefur þetta ástand skap-
ast vegna þess að ýmsum frægum
meisturum fannst alvara skáklistar-
innar á bak og burt þegar menn sett-
ust niður, „til að taka eina brönd-
ótta“. Haft er eftir Kasparov að
Mikhael Botvinnik hafi viljað banna
hraðskákir. „Ég hef aldrei teflt mér
til gamans,“ skrifaði fyrsti sovéski
heimsmeistaranum í ævisögu sína,
Achieving the aim.
Hér á landi hafa farið fram mörg
merk hraðskákmót. Í lok fyrstu
Reykjavíkurmótanna var yfirleitt
blásið til stórra opinna hraðskák-
móta og erlendu keppendurnir flest-
ir með.
Árið 1981 hélt Útvegsbanki Ís-
lands sitt fyrsta jólahraðskákmót og
ýmsir aðrir bankar fylgdu í kjölfarið,
Búnaðarbankamótið 1986 sem Tal
vann var geysilega vel heppnað. Eft-
irminnileg eru nokkur sterk hrað-
skákmót sem haldin voru á Grand
rokk t.d. afmælismót Illuga Jökuls-
sonar árið 2000.
Reykjavík rapid-mótið 2004 inni-
hélt sennilega sterkasta hraðskák-
mót sem haldið hefur verið hér á
landi. Meðal þátttakenda voru Kasp-
arov, Karpov, Aronjan, Magnús
Carlsen, Jan Timman, Alexei Dreev
og Nigel Short svo nokkrir séu
nefndir. Hraðskákmótið var haldið
til að finna rásnúmer fyrir keppend-
ur í aðalmótinu sem var með fyrir-
komulagi at-skáka. Það kom á dag-
inn að gamla Sjálfstæðishúsið við
Austurvöll var troðfullt af áhorfend-
um á meðan þessi liður keppninnar
fór fram.
Fyrsta opinbera heims-
meistaramótið í hraðskák
Sem kemur heim og saman við
reynsluna af mikilli skákhátíð sem
haldin var í Saint John í Kanada
1988. Meðfram áskorendaeinvígjun-
um og ýmsum öðrum keppnum fór
þar fram fyrsta opinbera heims-
meistaramótið í hraðskák. Mættir
voru til leiks meðal annarra Kasp-
arov og Karpov. Eftir undanrásir
tefldu 32 skákmenn útsláttarkeppni.
Kasparov féll úr leik í átta manna úr-
slitum. Hann ætlaði sér stóra hluti í
þessu móti en var nú gjörsamlega
miður sín, kallaði á Yasser Seirawan
sem svipað var ásatt fyrir og skoraði
á hann í hraðskákeinvígi sem fór
fram fyrir luktum dyrum á hótelher-
bergi heimsmeistarans.
Vinsæll sigurvegari varð Mikhail
Tal sem vann Rafael Vaganian í úr-
slitaeinvígi, 3½:½. Tal tefldi leikandi
létt fórnaði mönnum á báðar hendur
ef svo bar undir. Ekki hafði mikið
sést til áhorfenda á meðan á áskor-
endaeinvígjunum stóð en þegar
þessi keppni fór fram var salurinn
gjörsamlega pakkaður.
Ivantsjúk heimsmeistari
í hraðskák
Að loknu minningarmóti um Tal í
Moskvu á dögunum var haldið
heimsmeistaramót í hraðskák. Að
loknum undanrásum tefldu 20 skák-
menn tvöfalda umferð, samtals 38
skákir hver. Keppnin stóð í tvo daga.
Röð efstu manna varð þessi:
1. Ivantsjúk 25½ v. (af 38)
2. Anand 24½ v.
3.-4. Grischuk og Kamsky 23½ v.
5.-7. Kramnik, Rublevsky og Leko 21½ v.
o.s.frv.
Svo hefur tækninni fleygt fram að
flestar skákir úr þessu móti hafa
varðveist. Kennir þar ýmissa grasa
og margar skákir skiptu um eigend-
ur eins og gengur. Það virðist vera
einhver fylgni milli frammistöðu
manna og stöðu þeirra á heimslist-
anum. Tveir efstu menn eru t.a.m. í
dag nr. 1 og 2 á stigalista FIDE. Lít-
um á skemmtilegt handbragð Kram-
niks frá mótinu:
HM í hraðskák 2007:
Sergei Rublevsky –
Vladimir Kramnik
Skoskur leikur
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4.
Rxd4 Bc5 5. Be3 Df6 6. c3 Rge7 7.
g3 h5 8. h3 h4 9. g4 Rg6 10. Dd2 0–0
11. f4 He8 12. Bg2 d5 13. Rxc6 Bxe3
14. Dxe3
14. … Rxf4 15. 0–0 Rxg2 16. Kxg2
Dxc6 17. Rd2 dxe4 18. Rb3 Db6 19.
Df4 Be6 20. Rd4 Bc4 21. Rf5 Bxf1+
22. Hxf1 Df6 23. g5 De5 24. Dxh4 e3
25. Rg3 e2 26. He1 Dd5+ 27. Kf2
Dc5+ 28. Kg2 Had8 29. Df4 Dd5+
30. Kf2 Dd2 31. Df5 Dxe1+
– og hvítur gafst upp. Eftir 32.
Kxe2 kemur 32. … Hd1+ og 33. …
e1(D)+ .
Herceg Novi 1970
En hvernig á svo að flokka hrað-
skákmót sem er löngu orðið sögu-
frægt og var haldið vorið 1970 í bæn-
um Herceg Novi í Svartfjallalandi?
Af mótshöldurunum var það kallað
heimsmeistaramót í hraðskák. Það
dró til sín 12 stórmeistara sem tefldu
tvöfalda umferð. Frægir hraðskák-
kappar eins og Mikhail Tal og Tigr-
an Petrosjan voru meðal keppenda.
Tal getur þess í ævisögu sinni að
hann hafi búist við mestri keppni frá
Petrosjan, Kortsnoj, Bronstein og
Smyslov. En Bobby Fischer sló þeim
öllum við. Hann notaði yfirleitt ekki
meira en þrjár mínútur á hverja
skák og varð langefstur:
1. Fischer 19 v. (af 22)
2. Tal 14½ v.
3. Korchnoi 14 v.
4. Petrosjan 13½ v.
5. Bronstein 13 v.
6. Hort 12 v.
o.s.frv.
Þegar mótinu lauk settist Bobby
karlinn niður og skrifaði upp allar 22
skákir sínar. Tal fer nokkrum orðum
um frammistöðu Fischers á þessu
móti í ævisögu sinni: „Hann teflir
hratt eins og í venjulegri skák, leikur
nánast aldrei af sér; einfaldir, rök-
réttir og tilgerðarlausir leikir.“
Í þætti sínum, Á hvítum reitum og
svörtum, flutti Guðmundur Arn-
laugsson útvarpshlustendum skák
sem Fischer tefldi við Milan Matulo-
vic sem enn í dag er skínandi dæmi
um það hvernig mæta á Janisch-
gambítnum í spænskum leik og er sú
skák sennilegasta sú þekktasta frá
hendi Fischer á mótinu. En í formála
bókar um kóngsindverska vörn, eftir
Raymond Keene og fleiri, er tekin til
meðferðar viðureign frá þessu móti
þar sem Fischer mætir Viktor
Kortsnoj. Miðað við þann stutta tíma
sem var til umráða er þessi skák
ekkert annað en tær snilld. Riddara-
tilfærslan Rg6–h8–f7–g5 er eftir-
minnilegasti hluti skákarinnar:
Herceg Novi 1970
Viktor Kortsnoj – Bobby Fischer
Kóngsindversk vörn
1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 Bg7 4. e4
d6 5. Be2 0–0 6. Rf3 e5 7. 0–0 Rc6 8.
d5 Re7 9. Rd2 c5 10. a3 Re8 11. b4
b6 12. Hb1 f5 13. f3 f4 14. a4 g5 15.
a5 Hf6 16. bxc5 bxc5 17. Rb3 Hg6
18. Bd2 Rf6 19. Kh1 g4 20. hxg4
Rxg4 21. Hf3 Hh6 22. h3 Rg6 23.
Kg1 Rf6 24. Be1 Rh8 25. Hd3 Rf7
26. Bf3 Rg5 27. De2 Hg6 28. Kf1
28. … Rxh3 29. gxh3 Bxh3+ 30.
Kf2 Rg4+ 31. Bxg4 Bxg4
– og Kortsnoj gafst upp því hann á
ekkert svar við hótuninni 32. …
Dh4+.
Hraðskák er vanmetin keppnisgrein
Heimsmeistari í hraðskák Ivantsjúk
vann Anand í úrslitaskák mótsins.
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
SKÁK
Af opinberum og óopinberum
heimsmeisturum í hraðskák
GATA Kamsky vann aðra
einvígisskák sína gegn
Alexei Shirov í lokaeinvígi
Heimsbikarkeppni FIDE í
Khanty–Manyisk í Síb-
eríu. Staðan er því 1½: ½
Kamsky í vil. Þeir eiga að
tefla fjórar skákir og
sigurvegarinn mun mæta
Veselin Topalov á hausti
komanda í einvígi um rétt-
inn til að skora á heims-
meistarann sem verður þá
annaðhvort Anand eða
Kramnik. Kamsky, sem er
alveg sérstaklega harður í
horn að taka í einvígjum,
lagði Magnús Carlsen að
velli í undanúrslitum.
Kamsky yfir
gegn Shirov
Aðalsveitakeppnin hafin hjá
Bridsfélagi Hafnarfjarðar
Annað kvöldið af fimm í aðalsveita-
keppni félagsins fór fram 10. des.
Staða efstu sveita eftir 4 umferðir:
Vinir 75 stig
Guðlaugur Bessason 74 stig
Sigurjón Harðarson 72 stig
Hrund Einarsdóttir 70 stig
Mánudaginn 17. desember verður
jólatvímenningur BH. Allir spilarar
eru velkomnir að mæta hvort sem er í
pörum eða stakir. BH spilar á mánu-
dagskvöldum kl. 19.30 í Flatahrauni
3. Keppnisstjóri er Sveinn Rúnar
Eiríksson.
Jólamót Bridsfélags Hafnarfjarð-
ar verður haldið laugardaginn 29.
desember nk. í Flatahrauni 3, Hafn-
arfirði. Mótið hefst kl. 11 og að venju
eru fínar kaffiveitingar innifaldar í
verði.
Hægt er að skrá sig í mótið hjá
Erlu Sigurjóns, í símum 565-3050 og
659-3013 og Atla í síma 692-5513.
Pétur og Jónas
Akureyrarmeistarar
Akureyrarmótinu í tvímenningi
lauk hjá Bridsfélagi Akureyrar síð-
asta þriðjudag. Á lokasprettinum
höfðu Pétur Guðjónsson og Jónas
Róbertsson betur í baráttunni um tit-
ilinn við þá Gylfa Pálsson og Helga
Steinsson, sem efstir voru þegar
spilamennska hófst. Pétur og Jónas
vörðu þar með titilinn frá 2006. Frí-
mann Stefánsson og Reynir Helga-
son náðu þriðja sætinu af Pétri Gísla-
syni og Guðmundi Halldórssyni.
Bestum árangri á lokakvöldinu (+31)
náðu Hermann Huijbens og Stefán
Vilhjálmsson en það dugði þeim ekki
nema rétt í meðalskor.
Árangur efstu para varð þessi:
Pétur og Jónas 118
Gylfi og Helgi 99
Frímann, Reynir og Þórólfur Jónass. 69
Pétur og Guðmundur 62
Björn Þorl., Jón Bj. og Sveinn P. 31
Haukur Harð., Grétar Örl. og Ævar Árm. 20
Hinn vinsæli KEA-hangikjötství-
menningur B.A. verður spilaður
þriðjudagskvöldið 18. desember í
Lionssalnum Ánni, Skipagötu 14, 4.
hæð. Allt bridsfólk velkomið. Skrán-
ing á staðnum og því best að mæta
tímanlega en spilamennska hefst kl.
19:30.
Bridsfélag Kópavogs
Það var alveg þokkaleg mæting á
næstsíðasta spilakvöld ársins hjá BK
og spilaður tvímenningur.
Hæstu skor:
Bernódus Kristinss. - Birgir Steingrss. 143
Erla Sigurjónsd. - Sigfús Þórðarson 128
Jörundur Þórðars. - Þórður Jörundss. 121
Gísli Tryggvason - Leifur Kristjánss. 118
Næsta fimmtudag verður svo
Jólatvímenningurinn með laufléttu
ívafi.
BRIDS
Umsjón Arnór G.
Ragnarsson| norir@mbl.is
Kær vinur minn
Gústaf Agnarsson er
látinn langt um aldur
fram. Við kynntumst
vel í tengslum við íþrótt hans, ólymp-
ískar lyftingar, einnig í líkamsrækt-
arstöðinni í Kjörgarði sem Gústaf átti
og rak um árabil. Áhugamál Gústa
voru mörg og áhugaverð. Hann var
einn fremsti íþróttamaður sem við
höfum átt, vann til fjölda verðlauna
og var á tímabili Norðurlandameist-
ari í lyftingum. Gústi tók öðrum fram
í mörgum íþróttum. Hann á m.a. enn
Íslandsmet í langstökki án atrennu
sem hann vann til fyrir áratugum.
Margir leituðu til Gústa um andleg
Gústaf Agnarsson
✝ Gústaf Agnars-son fæddist í
Reykjavík 21. maí
1952. Hann varð
bráðkvaddur á
heimili sínu í
Reykjavík 21. nóv-
ember síðastliðinn
og var útför hans
gerð frá Fossvogs-
kirkju 7. desember.
málefni og kenndi
hann fólki hugrænar
aðferðir til að kyrra
hugann og öðlast
sjálfstraust. Við áttum
iðulega löng samtöl um
tilgang lífsins og leiðir
til að nýta líf okkar og
ná þroska. Gústi var
æðrulaus og sagðist
taka dauða sínum opn-
um örmum þegar þar
að kæmi. Ráð Gústa
gáfu mér orku og þor
til að takast á við nám
og lífið sjálft.
Gústi veiktist af alvarlegum sjúk-
dómi fyrir nær áratug. Hann varð
ófær um að vinna hefðbundin störf,
dvaldi mest heima og vann að and-
legu málunum. Hann bjó í nábýli við
yndislega foreldra sína, Agnar og
Ingu Dóru, en þau eru nánustu vinir
mínir. Þar naut Gústi umhyggju og
alúðar foreldra sinna. Aðdáunarvert
var hvernig Inga annaðist veikan son
sinn og gerði honum kleift að dvelja
heima á Eiríksgötunni.
Gústi hafði gott geð. Ég sá hann
aldrei bregða skapi, hann gerði miklu
heldur gott úr öllum erfiðleikum og
breytti vandamálum í verkefni.
Það var mikil blessun að fá að vera
með Gústa þessi ár. Við dóttir mín
Magnea Þóra eigum þaðan góðar
minningar.
Ég kveð Gústa með þeim orðum
sem hann jafnan kvaddi mig með:
„Vertu alltaf eins góður öðrum eins
og þú getur.“
Jón Gunnar.
Fallinn er í valinn Gústaf Agnars-
son, einn mesti íþróttamaður Íslands-
sögunnar. Fáir vita af afrekum hans.
Á þessari upplýsingaöld er nánast
ekkert að finna á veraldarvefnum um
manninn sem sló heimsmet í lyfting-
um – íþróttagrein sem sjálf Sovétrík-
in upphófu umfram aðrar. Manninn
sem sló fjölmörg Norðurlandamet og
var einn örfárra Íslendinga sem voru
meðal þeirra fremstu í sinni íþrótt í
heiminum meðan þeir stunduðu
keppni. Gústaf var besti
lyftingamaður sem þjóðin hefur átt
– og mun hugsanlega nokkurn tíma
eignast.
19 ára gamall var hann kominn í
fremstu röð lyftingamanna heims.
Yfirburðamenn vekja jafnan
blendnar tilfinningar. Á keppnisferl-
inum brynjaði hann sig því æðru-
leysinu, æðsta stigi hetjuskapar og
hugprýði. Við sem kynntumst honum
vissum hins vegar að hann var feim-
inn og viðkvæmur, djúpt hugsandi
vitringur um hinstu rök tilverunnar.
Gústaf fór ekki troðnar slóðir. Í þeim
er grasið hætt að gróa, þar er ekkert
nýtt að finna.
Okkar fyrstu kynni verða mér
ógleymanleg. Ég var háseti á fiski-
skipi sem tók höfn í Reykjavík á
haustdögum árið 1977. Danni langi
leiddi okkur saman og þegar ég gekk
í stofu sagði hann: „Gústaf, má ég
kynna þig fyrir Arthuri Bogasyni,
manninum sem á kraftmesta bíl á Ís-
landi.“ Gústaf leit á mig með sínu
kankvíslega brosi, rétti mér höndina
með kæruleysi þess sem ekkert ótt-
ast og sagði: „Blessaður, ég er Gústaf
Agnarsson, maðurinn sem á kraft-
mesta líkama á Íslandi.“ Við urðum
vinir um lífstíð í handtakinu. Ekki
grunaði mig að hann myndi hafa jafn
djúpstæð áhrif á líf mitt og raun varð.
Fram í nóttina þráttuðum við um afl
manna; ég taldi lyftingamenn beita
tækni og afl þeirra síst meira en ann-
arra. Hann reyndi árangurslaust að
leiðrétta þessa vitleysu. Orðaskakið
endaði á því að ég hét því að koma á
æfingu næsta morgun. Það gekk eft-
ir. Báðir komust að nokkrum sann-
indum; þyngdirnar sem hann var að
höndla voru langt umfram það sem
ég átti von á en Gústaf komst að því
að óþjálfaðir menn gátu verið nokkuð
sterkir. Frómt frá sagt var þó bilið
skuggalega breitt.
Eftir þetta varð ekki aftur snúið.
Fölskvalaus hvatningarorð Gústafs
lifa enn með mér þótt löngu sé ég
hættur kraftlyftingunum. Hann var
fullkomlega laus við afbrýði, öfund
eða minnimáttarkennd og hvatti mig
sleitulaust til dáða.
Frá barnsaldri hafði ég áhuga á
andlegum málefnum, en meðfætt
uppreisnareðli gerði að verkum að ég
leitaði eigin leiða. Gústaf kynnti mér
nýjar víddir á hinu andlega sviði. Með
hógværð, auðmýkt, látleysi og sinni
botnlausu sannfæringu um guðlegt
eðli tilverunnar endurlífgaði hann
áhuga minn á þessu sviði. Að því mun
ég ætíð búa.
Ég kveð kæran vin, með trega og
þakklæti. Hugur Gústafs stefndi fyr-
ir löngu til æðri tilveru. Hugprúð
hetjan kvaddi í svefni, hljóðlega og
fyrir engum. Ég sendi fjölskyldu og
aðstandendum mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Arthur Bogason.