Morgunblaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. LINKIND Það er athyglisvert að sjá hvaðAlþingi Íslendinga með ríkis-stjórn og stjórnarflokka í far- arbroddi sýnir útgerðarmönnum á Íslandi mikla linkind og hvað þingið sýnir mikinn vesaldóm í varðstöðu um hagsmuni almennings. Eftir harða pólitíska baráttu, sem stóð á annan áratug samþykkti Al- þingi lög um auðlindagjald. Hins veg- ar var farið mjög varlega að útgerð- armönnum, þegar kom að því að ákvarða gjaldið og hið upphaflega gjald ákveðið langt fyrir neðan það lægsta gjald, sem til umræðu hafði verið. En síðan átti það að hækka. Þegar ákvörðun var tekin sl. sumar um að skera þorskkvótann niður í samræmi við tillögur Hafrannsókn- arstofnunar var ákveðið að fella veiðigjald vegna þorskveiða niður í tvö fiskveiðiár en halda því óbreyttu á öðrum tegundum enda var ekki um sambærilegan niðurskurð að ræða á þeim. Nú er Alþingi að taka ákvörðun um að lækka veiðigjald á öðrum fiskteg- undum um helming og gaf Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, þá skýringu í Morgunblaðinu í gær, að þetta væri lagt til vegna hins mikla niðurskurðar á þorskveiðum. Hvað hefur breytzt frá því hin fyrri ákvörð- un var tekin í sumar? Ekkert. Þorsk- kvótinn hefur ekki verið skorinn meira niður. Útgerðin hefur ekki orð- ið fyrir meiri búsifjum vegna geng- ishækkunar en gengið hækkar og lækkar eftir aðstæðum. Það sem hef- ur breytzt er það að útgerðarmenn hafa legið í þingmönnum og forystu- mönnum stjórnarflokkanna, sem hafa gefizt upp fyrir þessum þrýst- ingi. Hver voru rök útgerðarmanna fyr- ir því, að þeir einir ættu að fá úthlut- aðan fiskveiðikvóta en ekki t.d. sjó- menn? Rökin, sem útgerðarmenn færðu fram á sínum tíma voru þau, að þeir tækju svo mikla áhættu. Hvers konar áhættu? Fjárhagslega áhættu. Ekkert var hlustað á þá ábendingu Morgunblaðsins á þeim tíma, að sjó- menn tækju annars konar áhættu. Þeir legðu líf sitt í hættu. Þegar almenningi blöskraði fyrir hvers konar upphæðir útgerðarmenn seldu kvótann sín í milli, réttinn til þess að veiða úr auðlind, sem er sam- eign íslenzku þjóðarinnar, var svar útgerðarmanna og talsmanna þeirra sú, að þeir yrðu að fá að græða á kvótakaupunum, af því að þeir tækju svo mikla áhættu og gætu tapað svo miklu. Nú er komið að því að þeir tapi en græði ekki og þá kemur í ljós, að þrátt fyrir fyrri röksemdir mann- anna, sem töldu sig taka svo mikla áhættu telja ríkisstjórn, stjórnar- flokkar og Alþingi nauðsynlegt að hlaupa undir bagga með þeim. Aumingjaskapur ríkisstjórnar, stjórnarflokka og Alþingis í þessu máli er svo mikill að þessir aðilar eru greinilega ófærir um að gæta al- mannahagsmuna. STJÓRNARSAMSTARFIÐ Samstarf stjórnarflokkannatveggja, Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar, hefur nú staðið í hálft ár og þess vegna nokkur reynsla að byrja að fást af því. Á þessu hálfa ári hefur fátt gerzt og svo sem ekki við öðru að búast. Núverandi ríkisstjórn hefur að mestu fylgt stefnu fyrri stjórnar. Það hefur ekki verið fitjað upp á neinu nýju á vettvangi ríkis- stjórnarinnar. Kannski var ekki við því að búast af hálfu Sjálfstæðis- flokksins sem hefur setið í ríkisstjórn samfellt frá árinu 1991 en hins vegar hefði mátt búast við einhverju nýju frumkvæði frá ráðherrum Samfylk- ingar. Það hefur ekki gerzt nema helzt frá Jóhönnu Sigurðardóttur, sem hefur unnið ötullega í sínum málaflokki. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir utanríkisráðherra hefur ekki markað nein ný spor í utanríkismál- um þjóðarinnar og þaðan af síður aðr- ir ráðherrar Samfylkingar. Innan Sjálfstæðisflokksins gætir vaxandi þreytu gagnvart samstarfs- flokknum, ekki sízt vegna margvís- legra yfirlýsinga ráðherra og þing- manna Samfylkingar, sem þingmönnum Sjálfstæðisflokksins þykir ekki í samræmi við stjórnar- sáttmálann. Formaður Samfylking- arinnar gætir þess hins vegar vand- lega að halda sig innan marka stjórnarsáttmálans þótt finna megi dæmi um annað og virðist líta svo á, að ef ekki sé hægt að gagnrýna hana fyrir eitt eða annað þurfi þingmenn Sjálfstæðisflokks ekki að kvarta. Innan Samfylkingar má finna vax- andi hroka gagnvart Sjálfstæðis- flokknum eins og við mátti búast og væntanlega líta Samfylkingarmenn svo á, að þeir eigi annarra kosta völ en Sjálfstæðisflokkurinn ekki. Hvort það mat Samfylkingar er rétt eða ekki byggist á því, sem gerist í borgarstjórn Reykjavíkur. Þar er að finna lykilinn að framtíðarþróun stjórnmálanna í landinu. Hinn nýi meirihluti í borgarstjórn Reykjavík- ur hefur ekki fest sig í sessi. Hann á mikið undir Ólafi F. Magnússyni, for- seta borgarstjórnar. En það er líka spurning um afstöðu Vinstri grænna. Ef fulltrúar þeirra í borgarstjórn kæmust að þeirri nið- urstöðu, að þeir ættu meiri málefna- lega samleið með Sjálfstæðisflokkn- um þrátt fyrir allt, sem ekki er hægt að útiloka, gæti það verið vísbending um nýja þróun á landsvísu. Innan bæði Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna er að finna áhrifa- mikla stjórnmálamenn, sem telja að mikilvægt tækifæri hafi glatazt við síðustu stjórnarmyndun en því megi snúa til betri vegar með því að stíga nýtt skref á vettvangi borgarstjórnar Reykjavíkur. Það mætti búast við meiri krafti í slíku samstarfi en með samvinnu stóru flokkanna. Hún ber hvorki með sér kraft né nýjar hugmyndir. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ ÓVEÐRIÐ í gær setti menn í töluvert mikla viðbragðsstöðu í Grinda- víkurhöfn þar sem á milli 30 og 40 skip og bátar þurftu athugunar við vegna sjógangs sem vænta mátti að yrði gífurlegur á flóði í gærkvöld. Mál þróuðust hinsvegar mjög vel því undir kvöldið fór brimið að minnka auk þess sem vindá hafnarstjóra gekk enginn s við fimm metra flóðhæð en metri. „Og það sleppur alv Viðbragðsstaða vegna óveðursbr Eftir Sunnu Ósk Logadóttur og Silju Björk Huldudóttur SKILABOÐ til foreldra um að halda börnum heima vegna veður- ofsans á höfuðborgarsvæðinu í gærmorgun náði ekki til fjöl- margra nýbúa, enda tilkynningin eingöngu send út á íslensku í gegn- um miðla sem gera má ráð fyrir að fáir þeirra noti. Nær allir nýbúar sem stunda nám í Austurbæjar- skóla mættu t.d. í skólann í gær eins og ekkert hefði í skorist. Al- þjóðahús hringdi t.d. í gærmorgun í hóp flóttamanna, þrjátíu kvenna og barna, sem hingað kom til lands nýverið til að vara við veðrinu. „Þetta var þörf áminning sem við fengum,“ segir Einar Skúla- son, forstöðumaður Alþjóðahúss um þennan vanda sem varð ljós í gær. „Þarna þurfa foreldrafélögin að koma sterkt inn,“ segir hann. „Það getur ekki eingöngu verið á ábyrgð skólanna að miðla upplýs- ingum sem þessum.“ Einar telur bestu leiðina til að koma tilkynningum áleiðis vera í gegnum farsíma með textaskila- boðum. Hann segir Alþjóðahús tilbúið að koma að því að þýða slík skilaboð á erlend tungumál. „Það er alveg hægt að leysa þetta ef vilj- inn er fyrir hendi. Það er alveg klárt að við þurfum að taka á þessu.“ „Við erum alltaf að skoða hvern- ig við getum náð betur til þessa hóps, þ.e. útlendinga og nýbúa, þegar á þarf að halda,“ segir Stef- Skilaboð um að s félli niður náðu e Morgunblaðið/ Innipúkar Um helmingur nemenda Austurbæjarskóla mætti í skó gærmorgun. Skólastarfið var því með óhefðbundnu sniði. Tæknilega mögu- legt að senda til- kynningar í gegn- um farsíma „VIÐ erum með mjög hátt hlutfall nýbúa í skólanum og þeir mæt skólann, í sumum bekkjum voru þeir reyndar einu nemendurnir mættu,“ segir Guðmundur Sighvatsson, skólastjóri Austurbæjars „Endanleg ákvörðun um hvort börnin fara í skólann eða ekki, er um foreldra. Íslenskir foreldrar eru meðvitaðir en svo virðist sem arnir séu það síður.“ Guðmundur segir skýringuna felast í því að margir nýbúanna eins búið hér í skamman tíma og hafi ekki áttað sig á að þessar að stæður geti skapast vegna veðurs. Guðmundur segir að ef aðstæður þær sem sköpuðust í gær kæm aftur myndi hann líklega vara alla foreldra við með tölvupósti da áður og biðja þá að fylgjast vel með veðurfregnum og tilkynning Allir nýbúarnir mættu í skólann þrátt fyrir veðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.