Morgunblaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
✝ GunnlaugurMagnússon
fæddist í Ólafsfirði
4. október 1925.
Hann lést á Fjórð-
ungssjúkrahúsinu
á Akureyri 2. des-
ember síðastliðinn.
Foreldrar hans
voru hjónin Magn-
ús Halldór Ingi-
mundarson, f. 22.
september 1901, d.
14. janúar 1985 og
Guðlaug Svan-
fríður Gunnlaugs-
dóttir, f. 1. september 1902, d.
19. janúar 1996. Systkini Gunn-
laugs voru Ingimundur, f. 17.
júní 1923, d. 27. nóvember 1924
og Hólmfríður, f. 18. desember
1926, d. 19. nóvember 2002.
Fóstursystir Gunnlaugs er Anna
Freyja Eðvarðsdóttir, f. 16. maí
1944.
Gunnlaugur bjó öll sín æviár í
Ólafsfirði. Hann var húsasmíða-
meistari að mennt og stundaði
nám við Reykholtsskóla, Iðn-
skólann á Akureyri og Iðnskól-
ann í Ólafsfirði.
Gunnlaugur kvæntist 5. ágúst
1950 Guðlaugu
Rósu Gunnlaugs-
dóttur, f. 9. mars
1929. Börn þeirra
eru: 1) Ingi Vignir,
f. 29. mars 1950,
maki Ása Jóhanna
Ragnarsdóttir, f.
17. ágúst 1948.
Synir þeirra eru
Ragnar Kristófer,
f. 19. maí 1979 og
Guðlaugur Magn-
ús, f. 10. maí 1983.
2) Róslaug, f. 2.
júlí 1952, maki
Helgi Sigurður Þórðarson, f. 25.
september 1946, börn þeirra
eru: a) Helga, f. 13. maí 1972,
maki Sölvi Lárusson, f. 15.
ágúst 1970, börn þeirra eru
þrjú, b) Gunnlaugur, f. 17. júlí
1973, maki Ragna Kolbrún
Ragnarsdóttir, f. 19. júlí 1971,
börn þeirra eru fimm, og c)
Hrönn, f. 4. september 1979,
maki Jón Gylfi Kristinsson, f.
22. febrúar 1983, börn þeirra
eru tvö.
Útför Gunnlaugs fer fram frá
Ólafsfjarðarkirkju í dag og
hefst athöfnin klukkan 11.
Það voru alltaf góðar móttökur
sem maður fékk á Hornbrekkuveg-
inum hjá Gulla og Gullu. Þegar
amma Gulla var búin að kyssa
mann í forstofunni heyrði maður í
klossanum hjá afa Gulla þegar
hann kom gangandi úr stofunni.
Handtakið var traust og viðmótið
hlýlegt. Og þannig var afi Gulli.
Í nokkur misseri var Gulli búinn
að glíma aðeins við Elli kellingu og
stundum sótti hún að honum nokk-
uð hart. En alltaf stóð Gulli upp
aftur. Dugnaðurinn, seiglan og
viljinn var alltaf til staðar. Og
hverri glímu og hverri byltu tók
hann með jafnaðargeði og æðru-
leysi. Á yngri árum stundaði Gulli
íþróttir, bæði skíði, sund og fim-
leika og gekk á fjöll. Hann var í
hópi Ólafsfirðinga sem æfðu skíða-
stökk. Þá var hann mikill áhuga-
maður um stangaveiði. Ljóst var
að Gulli bjó að íþróttaiðkun sinni
frá yngri árum. Og íþróttaáhuginn
var alltaf til staðar þó að á seinni
árum þyrfti Gulli að láta sér nægja
að horfa á og saman sátu þau hjón-
in á Hornbrekkuveginum og
horfðu á HM í fótbolta, Ólympíu-
leikana eða annað íþróttaefni í
sjónvarpinu og svo var hægt að
rökræða um úrslitin, dómarana
eða annað eins og gengur.
Það var alltaf mjög gaman að
koma í heimsókn með Björgvin.
Gulli var barnakall og sýndi barna-
börnum sínum mikinn áhuga.
Stundum brá hann sér í hin ýmsu
líki og gaf frá sér hin ólíklegustu
hljóð og hafði jafngaman af og
barnabörnin. Þannig man ég eftir
afa Gulla og þakka honum fyrir
traust og góð kynni.
Ömmu Gullu og fjölskyldu sendi
ég innilegar samúðarkveðjur.
Páll Guðmundsson.
Öðlingurinn hann afi er dáinn.
Himinninn var of sjaldan heiður í
lífi hans vegna alvarlegra veikinda
frá 38 ára aldri. Dauðinn var oft á
næsta leiti, en afi var seigur og
komst á kreik aftur og aftur. Hann
heyrðist aldrei kvarta um heilsu-
brest sinn sem svo oft var honum
fjötur um fót. Auk starfs síns, en
afi var húsasmiður, átti afi mörg
áhugamál en allt þetta ýttist óhjá-
kvæmilega til hliðar vegna veikind-
anna. Hann hafði yndi af söng og
íþróttum, svo sem sundi, skíða-
greinum og golfi, svo eitthvað sé
nefnt. Þegar ský dró frá sólu í lífi
afa notaði hann sólskinsdagana vel.
Hann var slyngur stangveiðimaður
og fékk okkur afastrákunum veiði-
stengur í hendur og kenndi okkur
að beita og kasta og mikið kunni
hann af allskonar hnútum viðkom-
andi veiðinni.
Hann átti ótal tól og tæki í bíl-
skúrnum sínum og dundaði sér þar
við smíðar o.fl. þegar hann gat.
Hann var hagur í höndum og við
dáðumst að mununum sem hann
framleiddi. Íþróttaunnandinn hann
afi varð að láta sér nægja stólinn
sinn og sjónvarpið til þess að fylgj-
ast með. Fótboltaleiki í sjónvarp-
inu lét hann ekki oft fram hjá sér
fara og það var alltaf svo gaman að
sitja hjá honum og fylgjast með.
Ekki voru eftirlætis liðin okkar öll
þau sömu. Þar vorum við á önd-
verðum meiði, en amma og Guð-
laugur voru bandamenn hans.
Nú er stóllinn hans afa auður og
treginn fyllir hjörtu okkar allra í
fjölskyldunni sem unni honum svo
mjög. Elsku besti afi okkar, nú
ertu laus úr viðjum veikindanna.
Guð þerrar tárin og læknar sárin.
En minning þín björt og hlý mun
lifa og ylja okkur, elsku afi.
Þínir sonarsynir
Ragnar og Guðlaugur.
Elsku afi.
Nú þegar þú ert horfinn frá okk-
ur er okkur efst í huga hversu
þakklát við erum fyrir þau ár sem
við áttum með þér. Þú kenndir
okkur svo margt um lífið þó ekki
væru orðin mörg og sýndir okkur
hvernig hægt er að taka því sem að
höndum ber með hugarró og æðru-
leysi.
Við vitum ekki hversu lengi
yngstu börnin okkar muna afa
Gulla en þeim þykir innilega vænt
um þig og við reynum að miðla til
þeirra því sem við lærðum af þér.
Óteljandi bjartar minningar eru
til þess að ylja okkur. Minningar
sem aldrei gleymast. Þær eru ljós
sem lifir um ókomin ár.
Friður Guðs þig blessi, elsku afi.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Helga, Gunnlaugur og Hrönn.
Mig langar til að kveðja hann
Bróa með örfáum orðum því engar
langlokur hæfa þeim hógværa
manni sem hann var. Veikindum
sínum tók hann alla tíð með slíku
æðruleysi að eftir var tekið af þeim
sem hann þekktu. Þótt Brói hafi
átt við langvarandi veikindi að
stríða þá tókst honum að lifa lífinu
og miðla til annarra ást og um-
hyggju.
Ég vil þakka honum elsku Bróa
fyrir hvað hann umbar mig alla tíð
sem krakka og ungling í sambýlinu
því trúlega var ég sjaldnast á lágu
nótunum. Einnig vil ég þakka hon-
um fyrir hvað hann var yndislegur
frændi barnanna minna og náinn
vinur Kalla. Það verður skrítið að í
framtíðinni verður það Gulla en
ekki Gulla og Brói því vaninn var
að nefna þau alltaf sem í einu orði
væru.
Ég vil að lokum votta Gullu,
Inga, Róslaugu, Ásu, Helga, börn-
um og barnabörnum mína dýpstu
samúð.
Anna Freyja.
Gunnlaugur
Magnússon
Hér sitjum við með
tárin í augunum og
hugsum um hvar eig-
um við að byrja.
Magga, eins og þú varst kölluð, það
er svo skrítið að vita til þess að þú
sért farin frá okkur. Það voru ekki
allir eins heppnir og við að fá að vera
með þér í sumar, það var svo ynd-
islegt að koma til ykkar með hjólhýs-
ið í eftirdragi og þú úti í glugga ásamt
Kristjáni þínum og þinni yndislegu
systur Böggu. Þú varst auðvitað með
myndavélina á lofti að smella af þeg-
ar við vorum að koma okkur fyrir úti
á túni, og þegar inn var komið þá var
alltaf klárt kaffi og meðlæti. Talandi
um mat, þá varstu alltaf að spá í mat
fyrir okkur, að við fengjum nú að
borða líka. Ég hafði nú slatta gott af
því að vera hjá ykkur í sumar, og sjá
ykkur systur, því ég er svo dugleg við
það að henda afgöngum. Víð lágum
úti á túni í sólbaði og skelltum okkur
á rúntinn, þú sýndir mér hvar hver
bjó í sveitinni þinni, við sátum líka
inni að prjóna, ekki veit ég hvað
margar lykkjur voru prjónaðar en
þær voru sko margar. Talandi um
föndur, þá eru sko mörg vettlinga- og
sokkapör hér á bæ sem verða varð-
veitt vel.
Þegar við Viðar vorum að klára
sumarfríið okkar þá var ákveðið að
skreppa í smá bíltúr og lagt var í
hann í rigningu en veðrið það varð nú
ágætt – eða þannig, þegar við fórum
inn í Vík í Mýrdal, skoðuðum fullt á
leiðinni, týndum t.d. hrafntinnu að
við héldum, en svo var víst ekki þegar
Margrét
Ámundadóttir
✝ MargrétÁmundadóttir
fæddist í Háholti í
Gnúpverjahreppi
15. mars 1925. Hún
lést á Landspítal-
anum við Hring-
braut 22. nóvember
síðastliðinn og var
útför hennar gerð
frá Stóra-Núps-
kirkju 8. desember.
heim var komið, þá
sýndi Kristján okkur
alvöru hrafntinnu en
steinarnir voru settir
út á stétt og verða þar.
Viðar vildi endilega
fara lengri rúnt, sem
við gerðum, og oft var
sagt í leiðinni að ekki
færum við nú með hjól-
hýsið þessa leið, en
þegar við vorum komin
á leiðarenda þá vorum
við nú kominn inn í
Þakgil.
Það er hægt að
segja það að þú varst
alltaf svo flott og fín, með varalit og
hálsmen, í stíl við dressið sem þú
varst í þann daginn. Það er svo skrít-
ið að vita til þess að þú eigir ekki eftir
að vera með okkur lengur. En svona
er nú víst gangur lífsins.
Elsku Kristján Ámundi og Bagga,
missir ykkar er mikill og biðjum við
góðan guð að vera með ykkur og öðr-
um aðstandendum á erfiðum tíma.
Undir háu hamra belti
höfði drúpir lítil rós.
Þráir lífsins vængja víddir
vorsins yl og sólarljós.
Ég held ég skynji hug þinn allan
hjartasláttinn rósin mín.
Er kristallstærir daggardropar
drúpa milt á blöðin þín.
Æsku minnar leiðir lágu
lengi vel um þennan stað,
krjúpa niður kyssa blómið
hversu dýrðlegt fannst mér það.
Finna hjá þér ást og unað
yndislega rósin mín.
Eitt er það sem aldrei gleymist,
aldrei, það er minning þín.
(Guðmundur G. Halldórsson.)
Elsku Magga, við kveðjum þig nú
með þökk fyrir allt sem þú hefur gef-
ið okkur. Við metum það mikils. Þín
verður sárt saknað.
Nína og Viðar.
Vertu yfir og allt um kring
með eilífri blessun þinni,
sitji Guðs englar saman í hring
sænginni yfir minni.
(Sig. Jónsson frá Presthólum)
Elsku Magga, það var svo gaman
að vera hjá þér í sumar, þú varst svo
góð við mig, bjóst til svo góða kakó-
súpu handa mér og hafragraut.Ég er
búin að hugsa svo mikið um þegar ég
var í sveitinni að dansa fyrir ykkur
öll, þú brostir alltaf svo fallega til
mín. Það var svo gott að knúsa þig, þú
varst alltaf tilbúin að gera allt fyrir
mig, elsku Magga, ég sakna þín svo
mikið. Ég skal passa Kristján,
Ámunda og langömmu Böggu vel
fyrir þig. Ég hugsa til þín og veit að
núna ertu orðin fallegasta stjarnan á
himninum, þín
Karen Thelma.
Elsku Magga. Það er svo sárt að
þú sért farin, en við vitum samt alltaf
að þú ert alltaf hjá okkur hvar sem
við erum. Það var alltaf svo gaman að
vera hjá þér uppi í sveit, þú varst allaf
svo hress. Þegar við komum þá var
alltaf byrjað á því að finna til mat og
eitthvað gott. Það var svo gaman að
fá þig í heimsókn til okkar í Grashag-
ann en að ferðast var þitt uppáhald.
Elsku Magga, takk fyrir allt sem þú
hefur gefið okkur. Minningin um þig
verður geymd í hjörtum okkar.
Elsku Kristján, Ámundi og
langamma Bagga, missir ykkar er
mikill, megi Guð vera með ykkur.
Takk fyrir öll knúsin sem þú hefur
gefið okkur.
Við elskum þig og söknum þín
mjög mikið, Magga.
Í bljúgri bæn og þökk til þín,
sem þekkir mig og verkin mín.
Ég leita þín, Guð, leiddu mig,
og lýstu mér um ævistig.
Ég reika oft á rangri leið,
sú rétta virðist aldrei greið.
Ég geri margt sem miður fer,
og man svo sjaldan eftir þér.
Sú ein er bæn í brjósti mér,
ég betur kunni þjóna þér.
Því veit mér feta veginn þinn
og verðir þú æ Drottinn minn.
(Pétur Þórarinsson.)
Axel Ingi og Andrea Rún.
Ég vil í örfáum orð-
um minnast hennar
Ásdísar frá Svalvogum í Dýrafirði.
Hún var föðursystir stjúpföður míns.
10 ára var ég fyrst send í sveit til
þeirra sæmdarhjóna, Ásdísar og Þor-
láks. Þau voru vitaverðir og bændur í
Svalvogum sem var eitt af afskekkt-
ustu býlum á Íslandi.
Þetta var ekki nein venjuleg sveita-
ferð. Í fyrsta lagi var erfitt að komast
þangað, það tók heilan dag að keyra
frá Reykjavík til Þingeyrar og svo
þaðan út fjörðinn eins langt og veg-
urinn náði.
Síðan tók við hátt í tveggja tíma
ganga að Svalvogum.
Hefði ég vitað hversu langt og
strangt þetta ferðalag í sveitina var
hefði ég neitað að fara.
Næstu sumur á eftir beið ég með
óþreyju eftir að prófum lyki svo ég
gæti drifið mig aftur í sveitina þrátt
fyrir bíl- og flugveiki alla leiðina.
Það held ég að lýsi best ánægju
minni með sumardvölina hjá Dísu og
Dolla.
Á sumrin tóku þau í fóstur 5-7 börn
en áttu sjálf fjögur.
Ég var svo heppin að vera eitt af
sumarbörnunum þeirra.
Þau höfðu sterk uppeldisáhrif á
mig og kenndu mér ótal margt.
Ég kynntist aldagömlum hefð-
bundnum sveitaverkum, lærði að
vinna og skila mínu verki samvisku-
samlega.
Á kvöldin að afloknum vinnudegi
sátum við krakkarnir með þeim eins
Ásdís Emilía
Þorvaldsdóttir
✝ Ásdís EmilíaÞorvaldsdóttir
fæddist í Svalvogum
við Dýrafjörð 19.
febrúar 1918. Hún
lést á Landakots-
spítala 24. nóvem-
ber síðastliðinn.
Útför Ásdísar var
gerð frá Fríkirkj-
unni í Reykjavík
þriðjudaginn 4. des.
sl.
og við værum fullorðið
fólk, sötruðum kaffi
eða spenvolga mjólk og
borðuðum kex, rædd-
um lífsins gagn og
nauðsynjar, hvað hefði
betur mátt fara þann
daginn, spáðum í veðr-
ið næsta dag, hvar átti
þá að slá og hvar yrði
heyjað.
Í Svalvogum var allt-
af til nóg að lesa og
stundum á laugardags-
kvöldum var öllu ýtt til
hliðar í eldhúsinu og
dansað eftir danslögunum í útvarp-
inu. Þá var gaman að sjá Dísu og
Dolla í ljúfum takti. Samband þeirra
var einstakt.
Dísa var alveg einstakur mann-
þekkjari, mikill húmoristi og hlátur-
mild. En það var ekki hægt að komast
upp með neitt múður hjá henni. Hún
var tryggur vinur.
Fegurð fjallanna við Svalvoga er
mikilfengleg. Þar eiga steinarnir sér
nafn og sögu.
Fyrir utan dýrðina sem við sáum
hvern dag með berum augum áttum
við samt að virða þá veröld sem við
ekki sáum eins og til dæmis að passa
okkur með boltann nálægt Dísusteini.
Ekkert var henni mikilvægara en
virðing og lotning gagnvart umhverf-
inu og náttúrunni.
Ég bið Guð að blessa Dísu og minn-
ingu hennar.
Ásgerður Þórisdóttir.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Myndir | Ef mynd hefur birst í til-
kynningu er hún sjálfkrafa notuð
með minningargrein nema beðið sé
um annað. Ef nota á nýja mynd er
ráðlegt að senda hana á mynda-
móttöku: pix@mbl.is og láta um-
sjónarmenn minningargreina vita.
Minningargreinar