Morgunblaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 25 Í EFTIRMÁLA frá 1985 sem Kun- dera skrifaði við fyrstu skáldsögu sína, Brandarann, og birtist sem „At- hugasemd höfundar“ í nýútkominni þýðingu Friðriks Rafnssonar, fjallar hann um merkilega vegferð bókarinnar en hún var bönnuð í heimalandinu, þáver- andi Tékkóslóvakíu, skömmu eftir útgáfu 1967 en öðlaðist nokkru síðar nýtt líf í franskri þýðingu. Í ljós kom reyndar að þýðing sú var meingölluð og rúm- um áratug eftir útgáfu hennar hafði höfundur yfirumsjón með nýrri þýðingu. Fimm árum síðar stóð hann síðan að annarri, enn betrumbættri. Þessi vinna sem höfundur lagði í frönsku útgáfuna skýrir athugasemd Friðriks í upphafi, en hann þýðir úr frönsku, um það að tékknesku og frönsku text- arnir gegni nú báðir hlutverki frum- texta, en hér má reyndar spyrja hvort virkilega sé hægt að leggja textana að jöfnu enda þótt höfundur hafi haft mikil afskipti af þýðingunni. Þess má geta að þýðing Brandarans á ensku var viðlíka flókið ferli þar sem hver þýðandinn á fætur öðrum reyndi sig við bókina. Ég á nú ekki von á að vandræðagangur sem þessi eigi eftir að fylgja íslensku útgáfunni en hún er hins vegar að sínu leyti söguleg. Hér hefur Friðrik Rafnsson skilað (a.m.k. í bili) öllu höfundarverki Kundera á skáldsagnasviðinu á íslensku. Ein bók höfundar, Óljós mörk, var meira að segja frumútgefin á íslensku, sem sýnir enn hversu líflega tilvist bækur Kundera eiga á þýðingasviðinu. En þetta er vitanlega afrek hjá Friðriki sem ber að fagna. Þá mætti líka benda á að hin mörgu „gervi“ Brandarans í langri þýð- ingarsögu kallast á skemmtilegan hátt á við efnivið hennar sem snýst að mörgu leyti um þær „grímur“ sem fólk notar sem dulargervi, ekki bara til að hylja sinn innri mann (sem er kannski bara önnur gríma), heldur til að skapa sér ímynd, tilgang og persónuleika í sam- ræmi við ytri aðstæður. Hér segir frá Lúðvík, ungum háskólanema og fé- laga í kommúnistaflokknum sem mis- stígur sig á hinni sósíalísku braut þeg- ar hann sendir kærustu sinni brandara. Póstkortið lendir í höndum flokksins og framtíð Lúðvíks hrynur fyrir vikið. Bókin fjallar um aðdrag- anda og eftirköst þessa örlagaríka at- viks og þá áætlun sem Lúðvík kokkar upp löngu seinna til að hefna sín á manninum sem var í forsvari fyrir þá sem drógu hann til ábyrgðar fyrir „ábyrgðarleysið“. Skáldsagan er byggð upp sem samansafn af fyrstu persónu frásögnum, Lúðvík stendur þar í miðlægu hlutverki en aðrar raddir sem dýpka og víkka sögusviðið hljóma, og þannig verður formgerðin athyglisvert dæmi um það vald sem Kundera hafði strax í upphafi á hinni margradda skáldsögu. Rík tilfinning er sköpuð fyrir stað og stund, eitt mikilvægasta stef bókarinnar eru hugleiðingar um einstaklinga í hrammi „mannkynssögunnar“, þess ægilega fyrirbrigðis sem kommúnist- arnir töldu sig hafa beislað (á einum stað er minnst á „leynisamning við framtíðina“, sem er frábær mynd af hugsunargangi timabilsins), en ávallt eru það réttarhöldin frá því á háskóla- árunum sem enduróma á einn eða annan hátt í gegnum frásögnina. Undir lokin hefur rofað heilmikið til í samfélagslegu umhverfi verksins, vonir sjöunda áratugarins um aukið frjálslyndi og skoðanafrelsi eru ofnar inn í seinni hluta bókarinnar og það er því að mörgu leyti harmræn tilhugsun að aðeins ári eftir útkomu hennar voru allar þessar þreifingar barðar niður með innrás Sovétmanna. Þann- ig verða pólitískar hliðar bókarinnar áleitnar, hún er t.d. meistaraleg lýs- ing á því hvernig hið pólitíska nemur land í vitund einstaklingsins, en styrkur hennar felst ekki síst í spurn- ingunum sem varpað er fram um hvernig fólk skapar sér margflókið tilverurými í jafnvel aðþrengdustu kringumstæðum. Maður margra andlita BÆKUR Þýdd skáldsaga Eftir Milan Kundera, Friðrik Rafnsson þýddi. JPV útgáfa. 2007. 352 bls. Brandarinn Björn Þór Vilhjálmsson Milan Kundera KVEÐSKAPUR Jónasar Hall- grímssonar bergmálar enn í þeim salarkynnum bókmenntanna þar sem ljóð eru ort. Átta skáldkonur sendu frá sér fyrir skömmu afurðir vetrarlangra vangaveltna um skáld- ið ástsæla sem þær nefna Í sum- ardal. Kvæðin eru eins konar til- brigði við stef úr ljóðum og ævi Jónasar. Hér kennir ýmissa grasa og skáldskapurinn er mis- jafn. Ort er undir sonn- ettuháttum, fornyrð- islagi og fleiri háttum sem Jónas notaði og svo eru fríljóð inn á milli. Innan um er að finna skemmtileg sjónarhorn eða útfærslur skondinna hugmynda. Heiður Gestsdóttir yrkir t. a. m. ljóð þar sem ljóðmæl- anda eru greiddir lokkar við Galtará: „Þegar fingur þínir fóru / gegnum úfið hár mitt / fann ég hitastraum / hríslast um hverja taug / ó Jónas Jónas.“ Við sjáum líka helgimyndina um Jónas í sumum kvæðum en í öðrum hamast höf- undar við að mölbrjóta þessa bless- uðu mynd. Sigurlaug Guðmunds- dóttir yrkir þannig hátíðlega um Fjölnismenn: „Birtist í Fjölni / bar- áttuhugur. / Burtu með doða / breytum þjóðháttum.“ En Bergþóra Jónsdóttir leikur sér með Buxur, vesti, brók og skó og fer í fatapóker við skáldið. Hún yrkir líka um yf- irvofandi dauða þess í kvæði sem hún nefnir „Partíið búið“. Eftir partíið er allt sóðalegt: og hausverkur! hátimbraður sækir mig sjúkleg þreyta æi, elskan farð́út með ruslið en gættu þín gæskur á ælunni í stiganum Í sumardal er lítil ljóðabók. Þar sjást stöku gullmolar en bókin er í raun eins konar fingraæfingar nokkurra skálda og áhugakvenna um ljóðlist. Partíið búið BÆKUR Ljóð Eftir Aðalbjörgu Jóns- dóttur, Bergþóru Jóns- dóttur, Heiði Gests- dóttur, Ingu Guðmundsdóttur, Ólöfu Stefaníu Eyjólfsdóttur, Rögnu Guðvarðardóttur, Sigurbjörgu Björgvins- dóttur og Sigurlaugu Guðmundsdóttur. Rit- stjóri: Þórður Helgason. Höfundar gáfu út. 2007. 32 bls. Í sumardal Skafti Þ. Halldórsson Jónas Hallgrímsson SÉRA Björn Helgi Jónsson hefur víða komið við um dagana og sitthvað reynt. Hann ólst upp í Viðvíkursveit í Skagafirði, hélt ungur til náms í Menntaskólanum á Akureyri og síð- an Háskóla Íslands og starfaði, auk ýmissa almennra starfa, við kennslu, í lögreglunni í Reykjavík og síðan sem prestur, lengst á Húsavík þar sem hann þjónaði í liðlega tvo ára- tugi. Þar veit ég að hann naut vin- sælda meðal sóknarbarna en meðal þjóðarinnar mun hann þó að lík- indum þekktastur fyrir ástríðufulla bókasöfnun sína. Af henni gengu ýmsar sögur, flestar skemmtilegar, og eitt sinn var sagt, að þeir sem kæmu í heimsókn í prestsbústaðinn á Húsavík yrðu að smeygja sér fram hjá bóka- og tímaritastöflum og að fólk sæti þar og svæfi á bókum. Þetta eru nú sjálfsagt ýkjur en víst er að séra Björn átti gríðarmikið bókasafn sem hann var lengi að selja úr, og vart var til sú bók, blað eða tíma- rit að hann gæti ekki útvegað það. Eru slíkir menn nú orðnir harla fágætir með þjóð sem helst vill lesa allt af tölvuskjá. Í þessari bók rekur séra Björn ævihlaup sitt frá bernskuárum í Skagafirði og fram á þennan dag, en bókin mun vera gefin út í tilefni 85 ára afmælis höfundar. Hann segir frá uppvaxtarárum sínum í Skagafirði, lýsir heimasveit sinni og búskap- arháttum á bernsku- og æskuár- unum glöggt og greinir síðan frá náms- og starfsárum. Þar eru margir nefndir til sögu, ættingjar, skóla- félagar, starfsbræður, sóknarbörn og fólk sem höfundur hefur einfaldlega kynnst á langri vegferð. Frásögn séra Björns er öll lipur og læsileg, á köflum full af græsku- lausri kímni og hann dregur víða upp skemmtilegar myndir af samferðamönnum og ýmsu því sem fyrir hann bar, ekki síst í prest- starfinu. Þar tekst hon- um oft að segja svo frá atburðum, sem vafa- laust hafa verið honum og öðrum þungbærir á sínum tíma, að þeir standa lesandanum ljós- lifandi fyrir hugskotssjónum. Þetta er sjálfsævisaga í gömlum stíl, ef svo má að orði kveða. Höfund- urinn er nærfærinn í frásögn sinni og hallar ekki orði á nokkurn mann. All- ur frágangur bókarinnar er góður, en myndir hafa þó prentast misvel og góður fengur hefði verið að manna- nafnaskrá þar sem svo margir eru nefndir til sögu. Bókaprestur segir frá BÆKUR Sjálfsævisaga Eftir séra Björn Helga Jónsson. Útgefandi: Birnungar, Reykjavík 2007. 495 bls., myndefni, heillaóskaskrá. Undir verndarvæng Jón Þ. Þór Björn H. Jónsson WWW.EBK.DK Danskir gæðasumarbústaðir (heilsársbústaðir) Hafðu samband við okkur fyrir frekari upplýsingar: Trine Lundgaard Olsen farsími nr. +45 61 62 05 25 netfang: tlo@ebk.dk Ert þú í byggingarhugleiðingum? -hágæðaheimilistæki Magimix kaffivél nú með flóunarkönnu Verð kr.: 32.900 Njótið þess að fá rjúkandi kaffi, cappuccino eða caffe latte á innan við mínútu heima í eldhúsi. Magimix kaffivélarnar nota einungis Nespressó kaffi af bestu gerð. Verið velkomin í verslanir Eirvíkur á Akureyri og í Reykjavík og kynnið ykkur Magimix kaffivélarnar. vi lb or ga @ ce nt ru m .is Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Baldursnes 6, Akureyri | Sími 588 0200 Kaffihúsið heim í eldhús www.eirvik.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.