Morgunblaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 58
58 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Gunnur Guð-mundsdóttir (Gógó) fæddist í Hnífsdal 15. mars 1934. Hún lést á Fjórðungssjúkra- húsinu á Ísafirði laugardaginn 8. desember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru hjónin á Oddsflöt í Grunna- vík í Grunnavíkur- hreppi, Elísa Guð- rún Einarsdóttir, f. 1. júlí 1900, d. 6. mars 1985 og Guðmundur Árnason Pálsson, f. 8. október 1895, d. 2. júní 1967. Systkini Gógóar eru: 1) Aðalheiður, f. 6. janúar 1923, d. 29. ágúst 1977, maki Hafsteinn Axels- son, f. 5. júní 1922, d. 24. desember 1982. 2) Steinunn, f. 11. maí 1924, d. 26. nóvember 2007, maki Krist- björn H. Eydal, f. 4. ágúst 1929. 3) Páll, f. 22. júlí 1925, maki Gróa Guðnadóttir, f. 24. nóvember 1930. 6) Haukur, f. 25. júní 1928, maki Anna Jónsdóttir, f. 18. nóvember 1929. Auk þeirra ólu þau Elísa og Guðmundur upp dótturson sinn, son Aðalheiðar, Baldur Matthías- son, f. 13. október 1941, maki Mar- grét Bergsdóttir, f. 18. júní 1942, d. 22. júlí 1994. Gógó giftist 31. maí 1958 Inga Einari Jóhannessyni frá Dynjanda, f. 19. janúar 1932. Foreldrar hans Grunnavíkurhreppi, til ársins 1942 er fjölskyldan flutti til Ísa- fjarðar. Á Ísafirði bjó fjölskyldan fyrst í húsinu Bjarnaborg og síðar að Mánagötu 3. Gógó stundaði nám við barnaskólann og gagn- fræðaskólann á Ísafirði. Sem ung stúlka fór hún á síldarvertíðir með móður sinni til Siglufjarðar og var í vist og á vertíðum víða um land á yngri árum. Hún var heimavinn- andi húsmóðir eftir að synir henn- ar fæddust en árið 1975 hóf hún störf á Skattstofu Vestfjarða og starfaði þar í tæpan aldarfjórð- ung. Á Ísafirði bjuggu Gógó og Ingi fyrst í Túngötu 12 en frá árinu 1969 hafa þau átt heimili í Tún- götu 18. Árið 1993 keyptu þau sér sumarbústað í Tunguskógi sem eyðilagðist í snjóflóðinu árið eftir en þau byggðu sér nýjan bústað á sama stað sem var og er sælureit- ur fjölskyldunnar þar sem þau hafa dvalist heilu sumrin. Gógó var einn af stofnendum Grunnvík- ingafélagsins á Ísafirði árið 1955 og tók mikinn þátt í starfsemi fé- lagsins alla tíð. Þá hafði hún mikla ánægju af ferðalögum og ferðaðist víða, innanlands sem utan. Hún hafði yndi af tónlist og tók t.d. virkan þátt í starfi Harmoniku- félags Vestfjarða. Gógó verður jarðsungin frá Ísa- fjarðarkirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. voru hjónin Rebekka Pálsdóttir, f. 22. nóv- ember 1901, d. 28. nóvember 1984 og Jóhannes Einarsson, f. 14. maí 1899, d. 6. júní 1981, ábúendur á Dynjanda í Grunna- víkurhreppi og síðar að Bæjum á Snæ- fjallaströnd. Synir Gógóar og Inga eru: 1) Jóhannes Bekk, f. 9. desember 1955, maki Alda Svanhild- ur Gísladóttir, f. 17. febrúar 1953, sonur þeirra er Ingi Einar, f. 10. maí 1983. Sonur Öldu af fyrra hjónabandi með Þorleifi Jónssyni, f. 14. janúar 1950, d. 17. febrúar 1980, er Jón Þór f. 7. sept- ember 1974, sambýlismaður Guð- mundur Birgir Halldórsson, f. 14. ágúst 1975. 2) Elvar Guðmundur, f. 23. janúar 1959, maki Dagný Selma Geirsdóttir, f. 26. maí 1959, börn þeirra eru Gunnar Ingi, f. 14. janúar 1986 og Dagbjört Sunna, f. 13. maí 1995. 3) Brynjar, f. 27. maí 1966, maki Guðbjörg Ragnheiður Jónsdóttir, f. 5. ágúst 1969. Börn Guðbjargar úr fyrri sambúð eru Sævar Þór, f. 4. ágúst 1992, Víðir Kári, f. 3. apríl 1995 og Laufey Lóa, f. 2. júní 1997, Vignisbörn. Gógó ólst upp hjá foreldrum sín- um og systkinum á Oddsflöt, sem þá var síðasti torfbærinn í Þegar vetrarsólin skín á fannhvíta Snæfjallaströndina og Bjarnanúpur- inn stendur á haus í sléttu Djúpinu er eins og tíminn standi í stað. Geislarnir ná aðeins að sleikja efstu brúnir Gleiðarhjallans, snjór er yfir öllu og Pollurinn lagður þunnum lagnaðarís. Andartakið er eins og ljósmynd, römmuð inn í glugga á húsi við Mána- götuna og lítill snáði virðir hana agn- dofa fyrir sér. Kallað er á hann úr eld- húsinu að gjöra svo vel, afmælissúkkulaðið og bakkelsið sé á borðum. Ég hleyp spenntur fram og þar stendur mamma brosandi með hvíta svuntu á bláum inniskóm. Dag- urinn er fullkominn, ljósri lagköku með sultu á milli er rennt niður með súkkulaðinu og ömmuís á eftir. Svo er rokið út og leikið sér í snjónum fram í myrkur. Tæpum 50 árum síðar birtist þessi mynd aftur, ég er staddur á sömu slóðum á sama tíma og á einu and- artaki gleypir kolsvart vetrarmyrkrið myndina. Ég horfi á stjörnubjartan himininn, þögnin er yfirþyrmandi, en innst inni er ég þakklátur almættinu fyrir að snöggu og erfiðu stríði mömmu er lokið. Þetta var stutt stríð, tæpir þrír mánuðir, sem hún var eng- an veginn tilbúin að heyja. Hvern dag tók hún fyrir í einu og þráði það heit- ast að fá meiri tíma til að vera með fólkinu sínu. Það gekk ekki eftir og við sjáum á eftir henni, spyrjum spurninga en svörin eru fá. Mamma var heilsuhraust og kenndi sér einsk- is meins, helst þó að hún væri farin að reskjast eins og hún sagði. Ekki var að sjá að neitt hrjáði hana í sumar þar sem hún gekk um æskustöðvarnar í Grunnavík eða þegar verið var að smíða í Tunguskógi. Ekkert vílaði hún fyrir sér að gera, gekk beint til verks. Mamma var heimavinnandi en þegar hún var rúmlega fertug fór hún að vinna utan heimilis. Við starfslok sneri hún sér að öllu því sem hún átti eftir að gera en hafði ekki haft tíma til. Sumrunum var eytt í Tunguskógi, lagst var í ferðalög, farið í Djúpið á haustin í smalamennsku þótt engar væru kindurnar og ótal berjaferðir. Einnig voru harmonikkuunnendur eltir víða um land þar sem þeirra var von. Jökulfirðir voru sér á parti, oft var farið þangað, æskustöðvanna í Grunnavík vitjað og farið inn á sveit, bæði að Höfða og Dynjanda. Í síðustu ferð hennar norður sl. sumar tók hún með sér fagran altarisdúk sem hún bjó til og gaf Grunnavíkurkirkju. Síð- ustu ljósmyndirnar af mömmu eru úr kirkjunni þar sem hún kemur dúkn- um fyrir á altarinu. Þar má sjá að hún er afar stolt af handbragðinu. Við bræðurnir áttum góða mömmu, kannski betri en aðrir að okkar mati, því hún sagði sjaldan nei við okkur. Við vorum lagnir að dekstra hana til og höfðum oftast okkar fram. Eins náðu barnabörnin til hennar, aldrei var komið að tómum kofunum hjá ömmu. Alltaf var hún að gleðja þau og koma þeim á óvart. Mamma var heilsteypt kona, lífsglöð og gefandi. Rúmri viku fyrir andlát hennar lést Steinunn systir hennar og syrgði hún hana mjög. Þær systur munu verða samferða áfram eins og þær voru allt sitt líf, svo nánar voru þær. Ég þakka mömmu fyrir allt sem hún gaf af sér, bæði mér og fjölskyldunni. Megi hún hvíla í friði. Jóhannes Bekk Ingason. Elsku mamma og amma. Nú er erfiðri baráttu loksins lokið hjá þér, sem tók ekki nema tæpa þrjá mánuði. Ekki hvarflaði það að okkur að þetta yrði síðasta sumarið með þér, þegar við bræðurnir og tengda- dætur þínar vorum í sumarbústaðn- um inni í Tunguskógi að stækka pall- inn hjá ykkur pabba. Eða þegar við fjölskyldan vorum með þér á æsku- slóðum þínum norður í Grunnavík. Þar spiluðuð þú, Dagbjört og pabbi öll kvöldin á spil. Við munum sérstak- lega eftir því þegar við gengum inn að Staðarkirkju, því þú hafðir saum- að altarisdúk sem þú ætlaðir að gefa kirkjunni. Þú varst svo stolt af því þegar þú varst að máta hann á altarið og máttir líka vera það. Svo var farið í göngutúra um sveitina á daginn þar á meðal á æskuheimili þitt að Oddsflöt. Nú þegar líður að jólum, þá kemur margt upp í hugann sem orðið var að venju, t.d. að nú verða engar lagkök- ur úr Túngötunni sem þú varst alltaf vön að senda okkur bræðrum fyrir hver jól. Dagbjört á eftir að sakna að fá ekki ömmuknús frá þér, því það elskaði hún mest af öllu. Svona gætum við talið endalaust áfram því við höfum svo margt gert saman. Elsku mamma, tengdamamma og amma, þín verður sárt saknað, Hvíl í friði. Við pössum afa fyrir þig. Elvar, Dagný og Dagbjört Sunna. Elsku mamma. Þegar sorgin knúði dyra hjá okkur hér á Engjaveginum fyrir þremur mánuðum þá varstu til staðar fyrir okkur og huggaðir og umvafðir okkur hlýju og kærleika eins og þú gerðir alltaf ef eitthvað bjátaði á hjá ein- hverjum. En ekkert okkar grunaði að á þessum stutta tíma sem liðinn er síðan þá, að Edda dó, að þá yrðir þú farin frá okkur líka og einnig Steina systir þín, frænka og fóstra okkar bræðranna. Það er sérkennileg til- viljun til að hugsa, ef það er þá til- viljun, að þið systurnar skylduð kveðja með svo stuttu millibili, því þið voruð svo nánar og fjölskylduböndin svo mikil og sterk. Frá því að þú veiktist tók við barátta sem við öll vonuðum að myndi gefa okkur meiri tíma með þér en raunin varð á. En stríðið varð stutt og erfitt á köflum og þó sorgin og söknuðurinn sé mikill þá veit ég þó að þér líður betur nú og að þú varst tilbúin. Ég man þig fyrst og fremst sem mömmu sem var alltaf til staðar fyrir okkur bræðurna og sem fylgdist allt- af með því sem við tókum okkur fyrir hendur. Jafnvel á fullorðinsárum. Með tíð og tíma bættust svo öll ömmubörnin í hópinn og þú varst alltaf tilbúin fyrir þau. Ég minnist þess hversu lífsglöð þú varst og ávallt létt í lund og tilbúin í glens og gaman þegar það átti við. Ég minnist allra ferðalaganna með þér og pabba hing- að og þangað um landið, inn í Bæi eða í Grunnavíkina og Leirufjörðinn. Átt- hagarnir voru þér hjartfólgnir og margar ferðirnar voru farnar með þér Fjörðurnar þar sem þú virkilega naust þín. Þú lést þig heldur aldrei vanta á Flæðareyrarhátíðir og lagðir alltaf áherslu á að við, þitt fólk, mætti líka ef það mögulega gæti. Það átti líka við um allar skemmtanir, mót og mannfagnaði sem tengdust okkur fjölskyldunni á einhvern hátt. Þú varst þar nánast undantekningar- laust líka. Aðalsælan þín var þó innan bæjarmarkanna, í Tunguskóginum, þar sem hægt var að ganga að þér og pabba vísum yfir sumarið, nema ef vera skyldi að þið hefðuð skroppið í ferðalag, sem þið voruð oft dugleg að gera. Á hverju sumri síðan þið eign- uðust sumarbústaðinn þar fluttuð þið ykkar hafurtask þangað og skruppuð bara í heimsóknir í Túngötuna. Það verður skrítið næsta sumar í skóginum þegar þig vantar. Ennþá erfiðara verður þó að sætta sig við að þú verðir ekki með okkur þessi jól sem eru framundan. Það er sárt og erfitt að hugsa sér að þig og Eddu muni vanta á aðfangadagskvöld. Elsku mamma. Mig langar að þakka þér fyrir að hafa verið til stað- ar fyrir mig alla tíð. Til þín gat ég allt- af leitað hvort heldur í gleði eða sorg, barn sem fullorðinn og alltaf gátum við rætt málin. Þú skildir alltaf allt. Mig langar að kveðja þig með sálminum sem þú og Steina hélduð svo mikið uppá og sem amma kenndi ykkur sem hún hafði lært af móður sinni Jesús mér ljúfur lýsi, leið þú mig Jesú kær. Jesú mér veginn vísi, vertu mér Jesú nær. Hafðu mig Jesú hýri, handanna á milli þín. Jesú mér stjórni og stýri, stoð Jesú vertu mín. Hvíl í friði elsku mamma mín. Þinn sonur, Brynjar. Elskuleg tengdamóðir og amma, Gunnur Guðmundsdóttir lést aðfara- nótt laugardagsins 8. desember eftir stutt en erfið veikindi. Gógó eins og hún var ætíð kölluð var sterk og traust kona. Þegar við mæðginin komum inn í fjölskylduna var okkur einstaklega vel tekið. Eins og Jón Þór sagði sjálf- ur var hann fyrsti í „dekri“ lengi framan af þar til fleiri barnabörn bættust við. Þá dreifðist elska hennar á fleiri og var nóg til. Aldrei bar skugga á samskipti okkar þennan rúma aldarfjórðung sem við vorum samtíða. Gógó hafði gaman af því að ferðast. Ég fagna því núna að við fjölskyldan áttum því láni að fagna að fara saman í nokkrar ferðir bæði innanlands og utan. Sérstaklega minnist ég ferðar okkar til Kanarí í desember fyrir nokkrum árum. Gaman var að sjá hvað þau nutu þess að vera í sólinni milli þess sem tengdapabbi brá sér inn til að horfa á skíðagöngu í sjón- varpinu. Samtíða okkur í þessari ferð voru einnig Kristbjörn og Steinunn systir hennar, sem við kvöddum sl. þriðju- dag í Garðakirkju. Steinunn var einn- ig mjög náin okkur hjónum og drengjunum. Söknuðurinn er því mikill þessa dagana. Huggun er í því fólgin að þær fylgjast nú að í sitt síð- asta ferðalag. Margra skemmtilegra stunda er að minnast bæði hér á Lambastaða- brautinni og í Borgarfirðinum. Að ógleymdum móttökunum í heimsókn- um okkar á Ísafjörð. Munum við geyma allar þessar góðu stundir í hjarta okkar. Margs er að minnast, Margt er hér að þakka. Guð sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, Margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, Friður Guðs þig blessi, Hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, Hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (Valdimar Briem.) Við viljum með þessum fátæklegu orðum þakka fyrir yndisleg ár. Elsku Ingi, Guð styrki þig í þessari miklu sorg. Alda, Ingi Einar, Jón Þór og Guðmundur Birgir. Elsku amma mín. Það er erfitt að trúa því að þú sért búin að kveðja þennan heim. Aldrei trúði ég því þegar ég heimsótti þig og afa á sjúkrahúsið í Reykjavík að ekki myndi líða langur tími þar til að þú myndir kveðja mig fyrir fullt og allt. Alltaf hélt ég í vonina að þú myndir ná þér og stíga með mér dans á nýja pallinum í sumarbústaðnum sem við fjölskyldan byggðum saman í sumar. En nú, eftir erfiða og stranga bar- áttu, er þessu lokið, og á ég nú marg- ar góðar minningar sem við áttum saman. Það voru ófáir dagarnir sem ég kom í dekur í Túngötuna og fékk að gista hjá afa og ömmu. Ég gisti oft á dýnu í herberginu ykkar en var oftar en ekki skriðinn uppí á besta staðinn, í milluna til ykkar þar sem að þú last fyrir mig og afa bókina um hann Palla sem var einn í heiminum. Þegar árin liðu og ég fór að verða stærri var farið að verða dálítið þröngt fyrir okkur þrjú í rúminu. Þá gisti ég bara á dýnunni en oft á tíðum var afi kom- inn þangað og ég fékk að kúra hjá þér. Þegar ég fór að eldast fækkaði gistingunum, en ég kom þó reglulega í heimsókn til ykkar og alltaf tókstu á móti mér með þínu hlýja brosi, und- ursamlega faðmlagi og mjúku koss- um. Einnig eru mér minnisstæðar allar góðu stundirnar sem við áttum sam- an í sumarbústaðnum. Ég minnist þess eina páskana þegar ég var mikið uppi á skíðasvæði á snjóbretti og var búinn að vera þar allan daginn og að krókna úr kulda. Ég ákvað þá að renna mér niður í sumarbústað til þín og afa. Þegar ég kom tókstu á móti mér með þitt vinsæla heita súkkulaði sem allir í fjölskyldunni elskuðu og enginn getur gert eins vel og þú. Að sjálfsögðu hitnaði mér og yfir kakó- inu tókum við nokkur spil. Það eru margar yndislegar minn- ingar sem koma upp þegar ég hugsa um þig, þú varst ekki aðeins amma mín, þú varst líka einn besti vinur minn. Ég gat alltaf leitað til þín þegar eitthvað var að, þegar ég þurfti ein- hverjar ráðleggingar eða þegar mig vantaði einfaldlega bara hlýju og um- hyggju. Elsku amma, þín verður sárt sakn- að og það verður mjög skrítið að heyra ekki í þér vera að bardúsa í eld- húsinu fyrir jólin, það verður líka skrítið að fara ekki með þér í jóla- messuna á aðfangadagskvöld eins og við gerðum saman undanfarin jól. En eins og þú sagðir við mig þegar við sátum saman á sjúkrahúsinu eitt kvöldið; Guð geymi þig, elskan mín, við sjáumst aftur. Þinn ömmustrákur, Gunnar Ingi. Elsku tengdamamma. Fyrir sjö árum síðan keyrði ég vestur með Brynjari þínum í þeim til- gangi að hitta ykkur Inga, tilvonandi tengdaforeldra mína. Ég var örlítið kvíðin. En sá kvíði reyndist ástæðu- laus. Þú og Ingi buðuð mig velkomna í fjölskylduna og tókuð mér og börn- unum mínum með opnum örmum. Hjartahlýja ykkar og yndislegheit umvöfðu okkur frá þeirri stundu. Sú staðreynd að þú sért horfin á braut er sár og erfið. Mig grunaði ekki í haust að þú ættir svo stuttan tíma eftir hjá okkur, að jólin yrðu haldin án þín. Ég er ósegjanlega döpur en á sama tíma svo þakklát fyrir að hafa fengið að eiga samleið með þér síðustu árin. Minningarnar eru ótalmargar og ljúfar. Samtöl okkar undir það síð- asta varðveiti ég í huga mér og hjarta. Elsku Gógó mín. Komið er að kveðjustund. Þú varst yndisleg tengdamamma og betri ömmu er ekki hægt að hugsa sér. Hafðu þökk fyrir allt það sem þú hefur gefið mér og börnunum mínum. Þín verður sárt saknað. Þín, Guðbjörg. Ó, þá náð að eiga Jesú einkavin í hverri þraut. Ó, þá heill að halla mega höfði sínu’ í Drottins skaut. Ó, það slys því hnossi’ að hafna, hvílíkt fár á þinni braut, ef þú blindur vilt ei varpa von og sorg í Drottins skaut. Eigir þú við böl að búa, bíðir freistni, sorg og þraut, óttast ekki, bænin ber oss beina leið í Drottins skaut. Hver á betri hjálp í nauðum? Hver á slíkan vin á braut, hjartans vin, sem hjartað þekkir? Höllum oss í Drottins skaut. Ef vér berum harm í hjarta, hryggilega dauðans þraut, þá hvað helzt er Herrann Jesús hjartans fró og líknar skaut. Vilji bregðast vinir þínir, verðirðu’ einn á kaldri braut, flýt þér þá að halla’ og hneigja höfuð þreytt í Drottins skaut. (Matthías Jochumsson) Með þessari kveðju vil ég þakka Gógó frænku eða Gógó ömmu eins og ég kallaði hana þegar ég var yngri fyrir það hversu góð hún var mér allt- af og fylgdist vel með mér. Nú er hún dáin en mér finnst eins og Gógó komi bráðum í heimsókn eða ég hitti hana á Ísafirði. Svo átta ég mig á því að hún er farin til himna. Steina frænka og Óskar afi hafa örugglega tekið vel á móti henni. Trúlega eru þau núna Gunnur Guðmundsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.