Morgunblaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 36
vín 36 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Steingrím Sigurgeirsson sts@mbl.is Nú á aðventunni vandamargir valið á vínum ennbetur en áður enda erþetta sá tími ársins sem við gerum hvað best við okkur í mat og drykk. Það er úr nógu að velja og hér eru nokkrir áhugaverðir kostir í jafnt hvítu sem rauðu, sem henta t.d. vel með villibráðinni. Collepiano 2004 er rauðvín frá Úmbría úr heimaþrúgunni Sagrant- ino di Montefalco frá besta framleið- anda héraðsins, Arnaldo-Caprai. Þurrt birki, vanillusykur og áfeng- islegin svört kirsuber. Langur, þurr og tannískur endir. Opnar sig með mat en mun batna næstu fimm árin hið minnsta. Mjög athyglisverður Ítali. 4.300 krónur. 91/100 Annar Ítali, þessi frá Toskana, er Marchese Antinori Chianti Classico 2003. Þetta vín tekur við af hinum stórkostlega árgangi 2001 í búðunum af sama víni en það er vandratað í þess spor. Það kom hins vegar ánægjulega á óvart hversu vel 2003- árgangurinn nær að halda í við 2001 þótt ólíkur sé. Enn fremur lokað í nefi með þurru kryddi og svörtum ávexti en opnar sig með myndarbrag í munni, þétt kryddað með svörtum kirsuberjum og súkkulaði og reyk. 2.090 krónur. 89/100 Stundum lenda í glasinu hjá manni rauðvín sem fá mann til að dæsa og hugsa eitthvað á þá leið: Ég vildi að öll rauðvín sem ég smakka væru í þessum dúr. Pesquera Crianza 2004 frá Ribera del Duero á Spáni er eitt þeirra. Hnökralaust í alla staði. Ungt og öflugt en samt með nægilegan þroska til að vera neysluvænt, djúpt og tannískt, en engu að síður af- skaplega aðgengilegt og á flottu – nei, fyrirgefið frábæru – verði. 2.520 krónur. 92/100 Chateau La Fleur Maillet 2001 er vandað og flott rauðvín frá Pomerol. Eik og reykur í bland við þroskaðan svartan berjaávöxt. Kryddað, þykkt og þétt í sér með góðri lengd. Allt að því tilbúið en má vel geyma. 2.890 krónur. 89/100 Mentor 2002 er ástralskt rauðvín frá framleiðandanum Peter Leh- mann úr þrúgunum Cabernet Sau- vignon, Merlot, Shiraz og Malbec. Að venju er Mentor þungur og mik- ill, í nefi dökkt súkkulaði, mynta, svartar þroskaðar plómur, kókos og vindlakassi. Þykkur en með ferskri sýru og léttari í spori en oft áður sem væntanlega má rekja til þess að 2002 var fremur „svalt“ ár í Suður- Ástralíu, að minnsta kosti á ástralsk- an mælikvarða. Ræður betur en Frakkar og Ítalir við sæta, íslenska meðlætið. 3.290 krónur. 90/100 Frá Búrgund kemur Domaine Pierre Guillemot Savigny-Les- Beaune Les Grands Picotons. Þægi- legur og vel gerður rauður Búrgund- ari með rauðum og svörtum skóg- arberjum, kryddjurtum og rósum, nokkuð eikað. Sýrumikið með ágæt- um þéttleika og lengd. 2.190 krónur. 89/100 Rauðu vínin frá Rón í Frakklandi eru pottþétt villibráðarvín. Það á ekki síst við um Chateauneuf-du- Pape vínin sem eru greinilega að komast allrækilega í tísku á ný, sem m.a. mátti sjá á nýsta lista Wine Spectator yfir 100 bestu vín ársins. Ein allra bestu kaupin eru í Cha- teauneuf-du-Pape 2003 frá E. Gui- gal. Svört og rauð skógarber, krydd- jurtir og fjós. Nokkuð tannískt. Mikið vín og gott að umhella fyrir neyslu. 3.790 krónur. 90/100 Annar Chateauneuf-du-Pape og ekki síðri kaup er 2004-vínið frá Lo- uis Bernard. Dökkur, ungur og enn svolítið tannín-stífur en mýkist fljót við umhellingu. Svartur berja- ávöxtur, reykur og krydd í nefi. 2.480 krónur. 89/100 Og þá að hvítvínunum. Domaine Christian Moreau Cha- blis 1er Cru Vaillon 2006 er klass- ískur og fágaður Chablis. Þurr og sýrumikill, steinefni og hnetur í nefi, þykkur sítrus í munni með löngum endi. Vín fyrir t.d. humarsúpuna. 2.890 krónur 90/100 Cloudy Bay 2007 svíkur ekki frek- ar en fyrri árgangar af þessu ynd- islega víni. Klassískur nýsjálenskur Sauvignon Blanc í nefi, suðræn ávaxtabomba með gulum melónum, passíuávexti, ferskjum og ananas. Langt og ferskt með grænum og grösugum tónum inn á milli þótt sætt ávaxtasalatið sé ríkjandi. 2.390 krónur. 90/100 Og svo auðvitað eitt frá Austurríki í lokin. Brundlmayer Gruner Veltl- iner Kamptaler Terrassen 2006 hef- ur aðlaðandi, skarpan og sætan ávöxt í nefi með grænum berjum, ferskjum, melónu og sætum greip- ávexti. Langt og ferskt í munni. Mjög góð kaup. 1.590 krónur. 89/100 Vín fyrir villibráðina Morgunblaðið/Golli Hátíðarvín Rauðvínið setur punktinn yfir i-ið með jólamatnum. Jón Bjartur Heimisson, 5 ára heldur að jólin komibráðum og er farinn að hlakka til þeirra. – Hvers vegna hlakkar þú til jólanna? „Veit það ekki.“ – Hlakkarðu til jólanna af því að þá færðu jólatré? „Nei“ – Hlakkarðu til jólanna af því að þá seturðu upp jóla- seríuna í gluggann hjá þér? „Nei“ – Hvers vegna skyldirðu þá hlakka til jólanna? „Af því að þá fæ ég gjafirnar,“ segir hann og brosir. – Færðu mikið af gjöfum? „Já“ – Og áttu þér einhverjar óskagjafir? „Já, mig langar í bíl sem getur breytt sér í vélmenni. Hann fæst í Toys R Us.“ – Ef þú færð svona mikið af dóti í einu og átt svo kannski mikið af dóti fyrir, hvað ætlarðu að gera við allt nýja dótið? „Ég á bara svo stórt herbergi.“ Jón Bjartur ætlar að sjálfsögðu að vera í spariföt- unum á jólunum en honum finnst allt í lagi að vera í sparifötum öðru hvoru, en ekki lengi í einu. – En hvernig líst þér á jólasveinana? „Þeir eru frábærir. Þeir gefa líka gjafir.“ – Ertu alltaf góður svo þú fáir í skóinn? „Já.“ – Hefurðu einhvern tímann fengið kartöflu? „Aldr- ei,“ segir hann og hristir höfuðið til frekar áherslu. Hefur nóg pláss fyrir nýja dótið Morgunblaðið/Brynjar Gauti smáauglýsingar mbl.is                           !    " "  #$%&''( ) *    +, "" "  -! * .$' , "" /0 ! .111   "" 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.