Morgunblaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 73

Morgunblaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 73
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 73 Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is Í KVÖLD verða haldnir í Laugar- dalshöll árlegir jólatónleikar sem fengið hafa yfirskriftina Frostrósir. Hugmyndin að slíkri tónleikaröð er ekki gömul, en hefur gengið svo vel að uppúr henni hefur kviknað er- lent stórverkefni sem er með viða- mestu verkefnum sem Íslendingar hafa komið að. Samúel Kristjánsson hefur borið hitann og þungann af Frostrósum allt frá upphafi, enda átti hann upp- haflegu hugmyndina að tónleika- röðinni á sínum tíma. Hann rekur söguna svo að hann hafi lengi geng- ið með þá hugmynd að halda árlega jólatónleika og hafa þá glæsilega. Verkinu hrinti hann af stað með tónleikum fimm íslenskra söng- kvenna í Hallgrímskirkju undir yf- irskriftinni Íslensku dívurnar. Uppselt á mettíma Ekki er hægt að segja annað en að verkefnið hafi farið vel af stað því það seldist upp á tónleikana á hálftíma og það var fyrir daga miðasölu á netinu – það mynduðust langar biðraðir fyrir utan sölustaði. Samúel segir að aðstandendur tón- leikanna hafi ekki verið undir svo mikla eftirspurn búnir og gátu til að mynda ekki bætt við nema einum aukatónleikum, sem seldust líka upp á svipstundu. „Nafnið Frostrósir kom svo ekki fyrr en við vorum að ganga frá fyrsta Frostrósadisknum. Þegar við vorum að vinna umslagið eina nótt- ina fannst okkur vanta sterkt sam- heiti á verkefnið og þá urðu Frost- rósir til, sem hefur svo nýst okkur mjög vel sem vörumerki.“ 2003 og 2004 hélt Samúel Frost- rósatónleika í Grafarvogskirkju og gætti sín á því að vera klár í auka- tónleika bæði árin. Hann segir að þá hafi hann líka verið farinn að hugsa lengra en bara til Íslands, sá fyrir sér að gera mætti Frostrósir að al- þjóðlegri uppákomu. Horft til útlanda „Við fórum svo með tónleikana í Laugardalshöllina 2005 og slógum íslenskt aðsóknarmet,“ segir Sam- úel, en 2006 urðu tónleikarnir al- þjóðlegri, en þá voru það alþjóð- legar stjörnur undir yfirskriftinni Evrópsku dívurnar sem léku aðal- hlutverkið. Þeir tónleikar voru kvikmyndaðir og verður sjónvarpað nú um jólin, sem Samúel segir eina viðamestu sjónvarpsútsendingu sem hér hafi verið unnin, en útsend- ingin mun ná til tugmilljóna áhorf- enda. Upptökur frá tónleikunum koma einnig út á diski hér á landi fyrir jól og verða gefnar út erlendis á næsta ári, bæði á hljóð- og mynd- diski, en það er Warner útgáfuris- inn sem gefur út. Segja má að Frostrósaverkefnið hafi skipst í tvennt, annars vegar eru tónleikar fyrir erlendan mark- að sem hljóðritaðir verða hvert haust, gefnir út um jólin og sjón- varpað um heim allan, og svo hins- vegar árlegir íslenskir jólatónleikar í desember. Í ár fóru söngkonur um landið og heldu tónleika á átta stöð- um sem Samúel segir að hafi heppn- ast afskaplega vel, allstaðar upp- selt, og víst að framhald verður á því. „Eftir áramót hefst svo vinna við að skipuleggja næstu upptöku- tónleika sem við viljum gjarnan halda á Akureyri. Til þess að það gangi eftir þurfa þó margir að koma að verkinu en við höfum fund- ið fyrir góðum vilja.“ Eins og risastórt ættarmót Samúel segir að Frostrósir eigi enn eftir að styrkjast í sessi á næstu árum og hann spáir því að eftir tvö til þrjú ár muni álíka margir horfa á jólaupptöku frá Íslandi og horfa á Evróvisjón ár hvert. „Okkur hefur verið vel tekið allstaðar, allir sem við höfum boðið útsendingu hafa tekið hana,“ segir Samúel og bætir við að það sé mikil vinna framundan til að nýta þau tækifæri sem gefast, bæði víðar í Evrópu og svo í Banda- ríkjunum og Asíu. Frostrósir er fjölskyldufyrirtæki sem Samúel rekur með hálfbróður sínum, en móðir hans er gjaldkeri og dreifir auk þess með þeim í versl- anir. Þegar sjálfir tónleikarnir nálgast ár hvert segir Samúel að nánast öll fjölskyldan komi að verk- inu „svo þetta verður eins og risa- stórt ættarmót“, segir hann og hlær við. Eins og getið er verða Frostrósa- tónleikar í kvöld og síðan tvennir tónleikar á morgun og áhuginn fyr- ir þeim fer síst minnkandi, eins og sést af því að enn var slegið Íslands- met í aðsókn að sögn Samúels – 11.000 áheyrendur fylgjast með Frostrósum 2007, en þess má geta að eitthvað er enn til af miðum á tónleikana á midi.is. Ljósmynd/Gunnar Svanberg Skúlason Jólalegt Söngvararnir sem syngja á jólatónleikum Frostrósa þessi jólin. Frostrósir um jólin PARAMOUNT Pictures og MTV New Media, framleiðendur kvik- myndarinnar Jackass 2.5, ætla að frumsýna hana á netinu. Hægt verð- ur að ná í myndina á vef Blockbuster- vídeóleigunnar þann 19. desember nk. og það ókeypis. Frá og með 26. desember verður hins vegar aðeins hægt að kaupa hana á DVD-diski. As- nakjálkar hljóta að fagna því. Jackass 2.5 beint á netið Reuters Asnakjálkar Steve-O, Johnny Knoxville og Ehren McGhehey. ■ Í dag kl. 14 og 17 uppselt á báða tónleikana Jólatónleikar. Hnotubrjóturinn eftir Tsjajkovskíj. Nemendur úr Listdansskóla Íslands dansa og trúðurinn Barbara segir söguna. Stúlkur úr Skólakór Kársness syngja jólalög í anddyrinu á undan tónleikunum og Barbara verður á sveimi. Opnað hálftíma fyrir tón- leikana. Hljómsveitarstjóri: Gary Berkson ■ Vínartónleikar Hinn árlegi og ómissandi gleðigjafi Sinfóníuhljómsveitarinnar í ársbyrjun. Fim. 3. janúar kl. 19.30 nokkur sæti laus, fös. 4. janúar kl. 19.30 nokkur sæti laus og lau. 5. janúar kl. 17 örfá sæti laus og kl. 21, laus sæti. ■ Fim. 10. janúar kl. 20.30 Ungir einleikarar Sigurvegarar í einleikarakeppni Listaháskóla Íslands og Sinfóníu- hljómsveitarinnar þreyta frumraun sína með hljómsveitinni. Miðasala S. 545 2500 www.sinfonia.is          !                     !       !                !  ! " #  $   %&&&  '%()& # "  *   !  ! +,!-  +./012+3/11 4" &5'' & 67 8 "99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.