Morgunblaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF Í HNOTSKURN »Jón Karl Ólafsson hefur nk. mánudagstarfað í nákvæmlega 25 ár hjá Ice- landair og áður Flugleiðum. »Björgólfur Jóhannsson hafði starfað hjáSíldarvinnslunni, Samherja og ÚA áður en hann varð forstjóri Icelandic í fyrra. Eftir Björn Jóhann Björnsson og Arnór Gísla Ólafsson TILKYNNT var formlega til kauphallarinnar í gær um forstjóraskipti hjá Icelandair Group. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandic Group, mun taka við forstjórastarfi móðurfélagsins af Jóni Karli Ólafs- syni þann 15. janúar næstkomandi en ekki hefur verið tilkynnt hver mun stýra flugfélaginu Ice- landair. Gunnlaugur M. Sigmundsson, stjórnarfor- maður Icelandair Group, segir að það verði í gert í samráði við Björgólf. Fyrri stjórn Icelandair Group, undir formennsku Finns Ingólfssonar, ákvað fyrr á árinu að gera skipulagsbreytingar á félaginu í þá veru að skipta starfi forstjórans í tvö störf, annars vegar yfir móð- urfélaginu og hins vegar yfir flugfélaginu Icelanda- ir, stærsta dótturfélaginu. Mun Jón Karl ekki hafa viljað eingöngu stýra flugfélaginu og talið erfitt að greina á milli móðurfélagsins og dótturfélagsins. Samstarfsslit sköðuðu Icelandair Gunnlaugur segir í samtali við Morgunblaðið að ákvörðun fyrri stjórnar félagsins standi hvað varð- ar stjórnskipulagið. Spurður um aðrar breytingar segir hann eigendurna binda vonir við að geta stækkað hluthafahópinn. Þeir líti á Icelandair sem langtímafjárfestingu og láti ekki truflast af sveiflum á gengi hlutabréfa og gjaldmiðla. Þá staðfestir Gunnlaugur að félagið eigi í viðræðum við SAS um að endurnýja samstarf þessara félaga hvað varðar bókanir og ýmsan annan rekstur. Nú þjónusti SAS Icelandair á Kastrup-flugvelli en Gunnlaugur segir samstarfsslitin við SAS hafa skaðað Icelandair verulega. Mikill ávinningur hafi verið af samstarf- inu fyrir Icelandair. „Stóra málið hjá okkur á kom- andi ári er að halda áfram þessum viðræðum við SAS,“ segir Gunnlaugur og reiknar með að það verði eitt fyrsta verkefni Björgólfs. Jón Karl var ekki með ráðningarsamning til ákveðins árafjölda heldur fær hann greiddan um- saminn uppsagnarfrest til einhverra mánaða. Jón Karl segist í samtali við Morgunblaðið fara sáttur frá borði þó að menn hafi eitthvað greint á um áherslur í stjórnun félagsins. Erfitt hafi verið að fara að minnka við sig aftur störfin og sömuleiðis telji hann erfitt að greina á milli móðurfélagsins og flugfélagsins Icelandair. Þegar ljóst hafi verið að nýir eigendur vildu gera breytingar hafi verið best að ljúka þeim af sem fyrst. Ríkja þurfi traust á milli manna í þessum stöðum. Ekki fullt traust „Þetta varð sameiginleg niðurstaða okkar. Ég hef starfað lengi hjá fyrirtækinu og þetta hefur ver- ið gefandi og skemmtilegur tími, ég hef komið að ýmsum störfum og verkefnum. Fyrirtækið er í fín- um rekstri og ég er sáttur við hvað það hefur stækkað og dafnað. Fyrst menn finna að ekki ríkir fullt traust á milli finnst mér góður tími núna til að hætta. Ég geng sáttur frá borði og þakklátur fyrir mín tækifæri hjá félaginu og samstarf með frábæru fólki,“ segir Jón Karl. Björgólfur Jóhannsson segist líta á þetta sem mjög spennandi tækifæri en vill að svo stöddu lítið tjá sig um hugsanlegar áherslubreytingar í rekstr- inum. „Þetta er eitt af stóru og merkustu félögum Íslendinga og áhugavert að stýra slíku félagi. Fyrsta verk mitt verður að setjast niður með starfs- fólkinu sem hefur verið hluti af þessari skútu. Það er margt gott fólk þarna með mikla reynslu.“ Björgólfur segist ekki sjá að það fari saman að hann verði áfram formaður LÍU eftir að hann tekur við sem forstjóri Icelandair Group, sem verði vænt- anlega um miðjan janúar; hann verði búinn að ganga frá þeim málum fyrir þann tíma. Ekki hefur verið tilkynnt um eftirmann Björgólfs hjá Icelandic Group. Icelandair í viðræðum við SAS um samstarf í fluginu Forstjóri flugfélagsins Icelandair ráðinn í samráði við Björgólf Jóhannsson Jón Karl Ólafsson Björgólfur Jóhannsson Gunnlaugur M. Sigmundsson ÞETTA HELST ... ● ÚRVALSVÍSITALA OMX á Íslandi lækkaði um 0,9% í gær og stendur nú í 6.466 stigum en um áramótin síðustu stóð hún í 6.338 stigum og nemur hækkun á árinu um 2%. Versl- að var með hlutabréf fyrir um 12,2 milljarða en velta með skuldabréf var um 19,8 milljarðar. Mest hækkun verði á gengi bréfa Alfesca eða um 1,2% en mest lækk- un varð á gengi bréfa FL Group og Icelandair Group eða um 2,3% og 2,2%. Krónan veiktist um 1,6% í gær og kostar evran nú 90,8 krónur, dal- urinn 62,9 og pundið 127,1 krónu. Krónan veikist ● TÍMARITIN Ísa- fold og Nýtt líf verða sameinuð nú um áramótin undir nafni Nýs Lífs. Heiðdís Lilja Magn- úsdóttir lætur af starfi ritstjóra Nýs lífs og við ritstjórn hins sameinaða tíma- rits taka Ásta Andrésdóttir, sem verið hefur aðstoðarritstjóri Nýs lífs, og Ingibjörg Dögg Kjart- ansdóttir, sem hefur verið rit- stjórnarfulltrúi Ísafoldar. Þá hefur Sigurjón Magnús Eg- ilsson verið ráðinn ritstjóri tíma- ritsins Mannlífs frá og með ára- mótum. Hann hefur þegar látið af störfum sem ritstjóri DV. Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Ísafold- ar, lætur af því starfi og hefur ver- ið ráðinn ritstjóri DV við hlið Reyn- is Traustasonar. Ísafold og Nýtt líf verða sameinuð Sigurjón M. Egilsson ● SAMRÆMD vísitala neysluverðs á Íslandi mælist nú 2,8% á árs- grundvelli í nóvembermánuði. Í Veg- vísi Landsbankans kemur fram að hún sé nú hæst hér af Norðurlönd- unum en í síðasta mánuði hafði Sví- þjóð þann vafasama heiður að sitja á toppnum. Samræmd vístala hækkar CITYGROUP tilkynnti í gær um að bankinn sæi sig knúinn til þess að færa sjö sérstaka verðbréfasjóði (e. structured investment funds) að verðmæti 49 milljarðar dala eða lið- lega þrjú þúsund milljarðar ís- lenskra króna inn á efnahagsreikn- ing bankans. Sjóðir af þessu tagi hafa fjárfest mikið í skuldabréfa- vafningum sem tengjast áhættusöm- um húsnæðislánum. Í frétt Financial Times segir að þetta sé afar vandræðalegt fyrir bankann þar sem talsmenn hans hafi fram til þessa sagt að ekki kæmi til greina að færa verðbréfasjóðina inn í efnahagsreikning bankans. Í kjölfar tilkynningar Citigroup lækkaði matsfyrirtækið Moody’s lánshæfismat Citigroup í Aa3 enda væru öll líkindi á því að bankinn þyrfti að afskrifa töluvert af eignum verðbréfasjóða sem tengjast hús- næðislánum. Financial Time segir þessa ákvörðun Citigroup geta haft áhrif á stofnun svokallaðs ofursjóðs, sem Ci- tigroup, Bank of America og JP MorganChase hyggjast stofna með stuðningi bandaríska seðlabankans en sjóðnum er einmitt ætlað að kaupa eignir sérstakra verð- bréfasjóða og tryggja virkan mark- að á skuldabréfavafninga. Citigroup tekur á sig verðbréfasjóði HELSTU hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum féllu í gær og er ástæðan einkum rakin til nýrra verð- bólgutalna sem birtar voru í gær en einnig að hluta til nauðunarákvörð- unar Citigroup um að taka verð- bréfasjóði inn á efnahagsreikning sinn sem aftur getur veikt eiginfjár- stöðu bankans. Þannig lækkaði Dow Jones um 1,3%í gær, Nasdaq um 1,2% og S & P 500 um 1,4%. Bandaríska atvinnumálaráðuneyt- ið greindi frá því gær að vísitala neysluverðs hefði snarhækkað milli október og nóvember eða úr 0,3% í 0,8% enda þetta er mesta hækkun vísitölunnar í einum mánuði frá því í september árið 2005. Hækkunin var umtalsvert yfir spám sérfræðinga á Wall Streetsem reiknað höfðu með 0,6% hækkun að því er segir í frétt á vef The Wall Street Journal. Blaðið segir aukningu verðbólg- unnar ekki auðvelda stöðu banda- ríska seðlabankans sem horfi fram á minnkandi umsvif í hagkerfinu á sama tíma og verðbólga fari vaxandi; þetta þýði væntanlega að bankinn sé síður tilbúinn að beita vaxtalækkun- um til þess að leysa vandann á fjár- málamörkuðum. Vaxandi verðbólga felldi hlutabréfavísitölur vestra Reuters Meiri en vænst var Vaxandi verðbólga í Bandaríkjunum er talinn draga úr líkum á frekari vaxtalækkunum vegna lausafjárkreppunnar. TEKJUAFGANGUR hins opinbera á fyrstu níu mánuðum ársins nam 41,9 milljörðum króna á móti 50,2 milljörðum á sama tímabili í fyrra, að því er fram kemur í fréttum Hagstofu Íslands. Heildartekjur námu 446 milljörðum og jukust um 34 milljarða en útgjöldin jukust meira en tekjurnar, námu 404 millj- örðum króna á fyrstu níu mánuðum ársins og jukust um 42 milljarða. Í Hálffimmfréttum Kaupþings segir að mikil þensla á vinnumark- aði hafi leitt til þess að launakostn- aður hafi hækkað bæði hjá fyr- irtækjum og hinu opinbera. Sérfræðingar Kaupþings gera ráð fyrir versnandi afkomu hins op- inbera á næstu misserum samhliða því sem dragi úr umsvifum í hag- kerfinu. Að sama skapi séu áætl- aðar umtalsverðar framkvæmdir á vegum ríkisins, þar á meðal mót- vægisaðgerðir gegn skerðingu þorskkvóta. Minni afgangur                                                            !""#         !"#$ %& !"#$ '("#$ ) !"#$ *( (+ ("#$ ,#$(-(!#.*/0*  12 * ( !"#$ 3 !4( / "#$ ) + (0* "#$  - 5 67 8$+$"#$ 9-("#$ : "#$       ;<"#$ *# 2"#$ * (2( 9 * (2=  * -=> ( ( */ !"#$ ? 9  12 * (2 !"#$  *"#$ @" 8("#$ =A 9//( /-(6&6( "#$ B( * &6( "#$      ! C  9* -( - , ("#$ ,-!(68 "#$ "  # $ % &                                                                            B(6(!( /(  (*+ 6D*  /E 3 !* F$<$G< H$G;$<F GI$$;H HH$;$G G<$;I$;; F;$ G<$F<I$;; I$H$<IG$F; FF$FF$HGI <$;$; I$;; $G$FH $ F$<G$ <I$GH $GG<$G<F G$<$;I G<$ $HI$ 5 G$<F;$ 5 ;I$GG$;I 5 5 I$G$ F$;F 5 J HJF GGJ; J GGJG ;<J G<J HHJ ;<J< J JIH IHJF JI; <JH G;J F; ;J JII FHJ J;G IHJG G;JG J;< 5 5 ;; 5 5 J< IJG GGJ JG GGJ; ;<J G<J; HH<J ;<JI JG <J; IIJF JI <JH G<J F GJ J H;J J IIJ G;JF J 5 5 ; J 5 8&* ( %(6(! F ; ;G F ;    GF ;  F    ; F G  5 < 5 G 5 5  ; 5 /  ( / %(6$% 6 $G$GF $G$GF $G$GF $G$GF $G$GF $G$GF $G$GF $G$GF $G$GF $G$GF $G$GF $G$GF $G$GF $G$GF $G$GF $G$GF $G$GF $G$GF $G$GF F$G$GF $G$GF I$$GF $G$GF <$G$GF GG$H$GF $G$GF F$G$GF G$$GF ● SAMNINGAR vegna fasteigna- kaupa á höfuðborgarsvæðinu voru 142 í vikunni og hefur ekki verið skrifað undir færri kaupsamninga frá því í lok janúar. Í Vegvísi Landsbank- ans kemur fram að veltan í fast- eignaviðskiptum hafi numið 5,1 millj- arði króna í vikunni og ekki verið minni í tæpa fjóra mánuði. Færri samningar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.