Morgunblaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 23
Fréttir í tölvupósti MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 23 ÉG hef nú í haust lesið þrjár bækur sem fjalla um grimmdina sem hremmir börn ef fullorðnir sofa á verðinum. Ég las um herdrenginn Ishmael Beah í Síerra Leóne, um Breiðavíkurdrenginn Pál Rúnar og nú um barnið Aron Pálma í fangelsi í Texas. Bækurnar varpa ljósi á skuggahliðar mannlegrar tilveru en þær eru allar skrifaðar af brennandi þrá um betri heim. Aron Pálmi Ágústsson var dæmd- ur til tíu ára vistar í barna- og ung- lingafangelsum í Texas í Bandaríkj- unum. Enginn má sjá mig gráta er frásögn af fangelsisvist færð í letur af honum og Jóni Trausta Reyn- issyni. Frásögnin er hröð og bein- skeytt og er hún rakin frá dómi til frelsunar og spannar líf í klefa, ein- angrun, ríkisheimili og stofufang- elsi. Þungamiðjan er vist Arons á Giddings sem er fangelsi og skóli. Barn í fangelsi þarf að glíma við óhagstæðar aðstæður og vera á varðbergi hvern einasta dag og næstum hverja nótt. Ógn stafar bæði af meðföngum og starfs- mönnum í fangelsinu. Vandasamt er þó að setja sig í spor Arons Pálma því hann er tekinn 14 ára í tíu ár frá elskandi fjölskyldu fyrir afbrot sem hægt hefði verið að bæta fyrir með stuttri meðferð í heimahúsi. Bókin Enginn má sjá mig gráta opnar augu lesenda um hversu brýnt er að gæta hagsmuna barna um allan heim. Lífsbarátta Arons í fangelsinu vekur undrun lesanda og aðdáun á þrautseigju hans. Hann nýtur engrar miskunnar og kaldrifj- aðar tilraunir eru gerðar til að flytja hann í fullorðinsfangelsi þar sem líf hans yrði óbærilegt. Börn eru hagsmunahópur sem stendur víða um lönd höllum fæti og almennum borgurum ber skylda til að kynna sér aðstæður þeirra og leggja sitt af mörkum til að koma þeim til bjargar. Í bókinni er sagt frá tilraunum nokkurra Íslendinga og íslenskra yfirvalda til að hjálpa honum en þau mættu iðulega and- stöðu ríkisvaldsins í Texas. Aron Pálmi lýsir reiði sinni í bókinni en segir: „Ég læt þessar tilfinningar frekar knýja mig áfram til að berj- ast gegn því að aðrir þurfi að ganga í gegnum það sama og ég.“ (221) Bókin er skrifuð gegn grimmd- inni og heimskunni. Hún er lóð á vogarskál réttlætis börnum til handa. Lóð á vog réttlætis Gunnar Hersveinn BÆKUR Endurminningar Eftir Jón Trausta Reynisson og Aron Pálma Ágústsson. Mál og menning 2007. 230 bls. Enginn má sjá mig gráta Aron Pálmi Ágústsson Jón Trausti Reynisson JÓLATÓNLISTARHÁTÍÐ Hall- grímskirkju efndi til fimmtu og síð- ustu tónleika sinna þetta ár (teljist þeir sjöttu á gamlársdag ekki með) á sunnudag við fjölmenni undir yf- irskriftinni Bach og jólin. Schola cantorum, líklega bezti blandaði kammerkór landsins, var í forgrunni á altarispalli, en að þessu sinni innan við hálfskipaður eða 9 manns (3–2– 2–2). Voru það á sinn hátt vonbrigði, því að í umræddum kóralútsetningum sálmalaga tengdra jólunum, flestum eftir J.S. Bach úr kantötum hans, á maður frekar að venjast fullum kór- hljóm sem lokapunkti á þessum makalausu meistaraverkum, er snill- ingur snillinganna framleiddi flest á færibandi fyrstu fimm starfsárin í Tómasarkantorsembætti sínu 1723– 28. Þ.e.a.s. að seinni tíma venju, því sjálfur átti Sebastian að vísu sjaldan völ á öllu stærri kór – þótt hamraði stöðugt á nauðsyn þess við hið „hátt- virta og djúpvitra“ borgarráð Leip- zigs. Í bætiflákann bar ennfremur dómsdagsheyrð Hallgrímskirkju, sem ljáði fámenninu ótrúlega mikla hljómfyllingu. Reyndar er með ólík- indum hvað þessar fjórradda sálma- lagsperlur njóta sín vel bara í söng- kvartett, enda hef ég reynt það sjálfur í góðum hópi. Það er hins vegar meira smekksatriði hvort sér- styrkja þurfi sópraninn eins og gert var (3 á móti 2 í hverri hinna radd- anna), því laglínan hefði hvort eð var skorið sig ljómandi úr í jafnri radd- skiptingu. En með slíku einvalaliði í sópran (tvær dömur gengu hér aftur úr tónleikum Graduale nobile kvöld- ið áður í Langholtskirkju) gat það sjálfsagt verið freistandi. Annars er ekki fleira í mó að malda, nema ef vera skyldi að frum- tónskálda sálmalaga var að litlu get- ið í tónleikaskrá, í viðbúnu samræmi við ofurgildi bókmennta á þessu landi. Mestu skipti að Schola cantor- um, þó í vasaútgáfu væri, skilaði sönggullunum af heiðtærri snilld. Á undan hverju kom orgelforleikur sama lags úr öruggum höndum Björns Steinars Sólbergssonar; bráðsnjöll tilhögun sem dýpkaði samhengið. Hann átti í lokin heið- urinn af lipurt leikinni Prelúdíu og fúgu Bachs í G BWV 551, og mátti engu muna að maður stormaði fram í turnenda til að ná öllu því sem hlaut að brenglast á 50 metra leið gegnum gímaldið. Valinmennur vasakór Ríkarður Ö. Pálsson TÓNLIST Hallgrímskirkja Jólatónlist eftir Bach. Björn Steinar Sól- bergsson orgel og Schola cantorum. Stjórnandi: Hörður Áskelsson. Sunnudag- inn 9. desember kl. 17. Jólatónleikar bbbbm KVIKMYNDASAFN Íslands sýnir myndina A King in New York eftir meistara Charlie Chaplin í dag kl. 16 í Bæjarbíói í Hafn- arfirði. Myndin er frá árinu 1957 og er síðasta eigin- lega Chaplin- myndin þar sem hann bæði leik- stýrir og fer með aðalhlutverk – tíu árum síðar kom hans síðasta bíó- mynd sem leik- stjóra en í henni lék hann aðeins smá- hlutverk sjálfur. Myndin fjallar um Shahdov kon- ung sem kemur sem allslaus maður til New York, eftir að uppreisn brýst út í ríki hans. Í New York dregst hann svo inn í kommúnistaveiðar McCarthy-áranna. Miðaverð er 500 krónur og er þetta síðasta sýning safnsins fyrir áramót. Chaplin í bíó Charlie Chaplin Waring blandarinn er hin upprunalega mulningsvél frá Ameríku. Tveggja hraða mótorinn er kannski öflugri en eldhúsið þarf, en hann fer líka létt með erfiðustu verk. Bara massíft stál og gler! Auðveldur í þrifum, bara að setja könnuna í uppþvottavélina. Verð frá kr. 19.900,- Skólavörðustíg 10       ...flott sólgleraugu. Gjöf sem gleður! 2008 collection Líttu við á jólasýningu á vinnustofu Péturs Gauts í dag milli kl. 16 og 19. Ný málverk á veggjum og að venju mun jazzdívan Kristjana Stefánsdóttir, ásamt Agnari Má Magnússyni og Gunnari Hrafnssyni, koma okkur í jólaswingið. Sýningin er opin milli kl. 16 og 18 fram að jólum eða ef óskað er eftir í síma 551 2380. Jólakveðja Pétur Gautur á horni Njálsgötu og Snorrabrautar. Jólaboð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.