Morgunblaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 49 „Siðleysingjar æða um fjöll sem óðir vargar en nú gefur á að líta, engin finnst þar rjúpan hvíta.“ UM síðastliðin mánaðamót átti sér stað áhugaverð umræða hér í Morgunblaðinu vegna leyfisveit- ingar umhverfisráðherra til rjúpna- veiði, einnig vegna framferðis byssu- manna á þeim vettvangi. Halldór Blöndal, fyrrverandi ráðherra, reið þar á vaðið 28. október, taldi rjúpna- veiðar tímaskekkju og nefndi einnig skelfileg dæmi um framferði veiði- manna. Morgunblaðið bætti svo um betur í ritstjórnargrein 29. október sem ber yfirskriftina „siðleysi“. Siðleysi Það er áratugur síðan undirrit- aður gerði sér grein fyrir því hvert stefndi með rjúpuna og hætti því veiðum eins og fjölmargar skyttur af gamla skólanum. Jafnt og þétt seig þó á ógæfuhliðina hjá rjúpunni uns Siv Friðleifsdóttir friðaði hana haustin 2003 og 2004 og var fyrir vikið rægð og nídd af forystu Skot- víss. Meðal annars sagði formað- urinn, Sigmar B. Hauksson, að þessi ákvörðun Sivjar, flokkssystur hans, yrði í framtíðinni ábyggilega metin sem ein mestu pólitísku afglöp ald- arinnar. En gefum nú Halldóri Blön- dal orðið: „Með friðun brá svo við að rjúpnastofninn nær tvöfaldaðist hvort árið um sig. Þetta var ný reynsla og árangurinn skjótur og betri en nokkurn óraði fyrir. Skot- veiðimönnum varð tíðrætt um jóla- steikina og það var látið undan þrýstingi þeirra, því miður. Rjúp- unni fór strax að fækka á nýjan leik, um 30% síðan í fyrra, og búist við að svo haldi fram næstu tvö ár að minnsta kosti.“ Helsti rjúpnafræðingur Nátt- urufræðistofnunar, Ólafur K. Niel- sen, sagði í haust að „rjúpan hafi það frekar skítt“ og alger fylgni væri á milli friðunaráranna, en þá voru af- föll fullorðinna fugla frá hausti til vors um 30% en 70% þegar skotveiði væri heimil. Þessi sami Ólafur sagði raunar fyrir ekki svo mörgum miss- erum að einmitt nú ætti uppsveiflan að vera í hámarki. Umhverf- isráðherra skrifaði með geislandi hamingjubrosi í Fréttablaðinu 2. nóvember „að fækkað hafi í varps- tofni rjúpunnar um 70 þúsund fugla frá því í fyrra“. Sé þetta rétt vantaði 35 þúsund hreiður í varpið í vor og ef átta ung- ar á hreiður að meðaltali komast upp er 280 þúsund ungrjúpum færra í haust en í fyrra en þá sást lítið af rjúpu og veiðin var léleg. Vissulega veit undirritaður að Sigmar frændi er frægur kvennaljómi en að þrír síðustu umhverfisráðherrar hafi fengið svo í hnén þegar hann kom með sína hefðbundnu rullu um að nóg væri af rjúpu og að þær heim- iluðu einhverjum þúsundum sið- lausra byssumanna að andskotans á eftir svo grátt leiknum fuglastofni ár eftir ár er algjörlega ofvaxið mínum skilningi. Ljóst má þó vera að „gæðakonan góða“ hans Jónasar bliknar nú algjörlega og hverfur í skuggann af stallsystrum sínum, þeim Sigríði Önnu, Jónínu Bjart- marz og Þórunni Sveinbjarn- ardóttur. Vegna ofangreindra kring- umstæðna hlýtur undirritaður að taka heilshugar undir með ritstjóra Morgunblaðsins um að rjúpnaveiðar nú séu algert siðleysi. 1000% verðhækkun Það er ekki að ástæðulausu að rúm 70% þjóðarinnr hvorki bera virðingu fyrir alþingi né treysta stjórnmálamönnum. Einn slíkur stjórnmálaskollaleikur sem flestir sjá þó í gegnum er svokallað sölu- bann á rjúpu sem bæði umhverf- isráðherra og Skotvís hafa hælt sem gildum þætti í að draga úr sóknarþunga en hef- ur í raun aðeins áorkað því að ríkissjóður tapar virðisaukanum af þeim rjúpum sem annars færu yfir búðarborðið. Fyrir áratug, er und- irritaður hætti rjúpna- veiðum, var algengt verð um 1000 krónur fyrir rjúpuna og hvergi nærri hægt að anna eft- irspurn. Halldór Blön- dal segir í grein sinni að verðið nú í fyrirsjáanlegum rjúpna- skorti verði varla undir 4000 krónum fyrir þessi jól. En skýst þó skýr séu. Á dögunum hringdi í mig maður mér ókunnur og sagði farir sínar ekki sléttar. Hann hefði ásamt nokkrum félögum leigt einkarétt til rjúpna- veiði á jörð einni en þar sæist nú enginn fugl og skoskar rjúpur væru fyrir neðan sína virðingu. Gæti und- irritaður ekki bjargað honum um tíu, fimmt án fugla? Verð skipti ekki máli. Ég sagðist vera hættur rjúpna- veiði en hugsanlega gæti ég bjargað hon- um gegnum kunn- ingja. Mætti ég nefna við þá fimm stafa krónutölu? Ekkert var því til fyr- irstöðu. Við sauðfjárbændur fengum í slát- urhúsum í haust um tíu þúsund krónur fyrir okkar allra vænstu og best gjörvu dilka og lífgimbrar sem við seldum til fjarlægra héraða, eða samkvæmt framansögðu jafnvirði einnar rjúpu. Segir þetta ekki allt sem segja þarf um ástand rjúpn- astofnsins og veiðina undanfarinn mánuð? Morgunblaðið, rjúpan og Skotvís Indriði Aðalsteinsson skrifar um siðleysi rjúpnaskyttna og 1000% verðbólgu á rjúpu »Ég sagðist verahættur rjúpnaveiði en hugsanlega gæti ég bjargað honum gegnum kunningja. Mætti ég nefna við þá fimm stafa krónutölu? Ekkert var því til fyrirstöðu. Indriði Aðalsteinsson Höfundur er bóndi á Skjaldfönn v/Djúp. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni Opið: mán-fös 10:00-18:00 - lau 10:00-18:00 - sun 13:00-18:00 - Bæjarlind 12 - S: 544 4420 - www.egodekor.is Pink Dream tungusófi Stærð: 360X150XTungubr:152 Fáanlegur í tweed áklæði Hægt að taka áklæði af og hreinsa Verð: 198.000,- Paris leðurstóll Fáanlegur í svörtu, hvítu og brúnu leðri. Verð 17.500,- Zen leðurstóll Verð: 16.500,- Einnig fáanlegur í svörtu og brúnu leðri JÓLATILBOÐ VIP leðurstóll Fáanlegur í svörtu, brúnu og hvítu leðri Verð: 15.800,- Havana leðursófasett Fáanlegt í svörtu og brúnu leðri 3+1+1 Verð áður: 253.000,- -25% Tilboðsverð: 189.750,- 3+2 Verð áður: 238.000,- -25% Tilboðsverð: 178.500,- Palma leðurtungusófi Fáanlegur í svörtu og brúnu leðri Stærð: 250x175 Verð áður: 195.000,- -20% Tilboðsverð: 156.000,- Við óskum landsmönnum öllum gleðilegra jóla og þökkum viðskiptin á liðnu ári
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.