Morgunblaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 63
FRÉTTIR
,,Jólaljós“, styrktartónleikar
Lágafellssóknar undir stjórn Jón-
asar Þóris, eru kl. 20. Tónleikarnir
eru til styrktar Fjölskylduhjálp Ís-
lands. Landsþekktir tónlistarmenn
og -konur koma fram. Aðgangs-
eyrir er 2.500 kr. Selt er við inn-
ganginn.
Aðventuvaka Öllu, Ásu og Önnu
Siggu verður í kirkjunni 21. desem-
ber kl 21. Þetta er stund tónlistar,
íhugunar, söngs og fárra orða, á
lengstu nótt ársins.
Gospelkór Árbæj-
arkirkju syngur
Helgistund verður í Árbæjarkirkju
kl. 11. Gospelkór Árbæjarkirkju
syngur syrpu af jólasöngvum. Mar-
grét Ólöf Magnúsdóttir djákni leið-
ir stundina, les jólasögu og flytur
hugleiðingu. Stjórnandi gospel-
kórsins er Þóra Gísladóttir. Barna-
horn verður starfrækt á meðan á
athöfn stendur, þannig að ungir
sem aldnir geta komið og notið
stundarinnar. Kirkjukaffi og með-
læti á eftir.
Skólamessa í
Vídalínskirkju
Hefð er fyrir því að eldri Grunn-
skólar Garðabæjar, Flataskóli og
Hofsstaðaskóli, heimsækja Vídal-
ínskirkju á hverri aðventu og halda
uppi helgihaldi í fjölskylduguðs-
þjónustum. Flataskóli kemur í
heimsókn í messu kl. 11 en kenn-
arar og nemendur skólans hafa
undirbúið efni til flutnings í guðs-
þjónustunni. Þar verður jóla-
guðspjallið sett upp sem helgileikur
með tónum og tali og nemendur
annast upplestur efnis sem þau
hafa valið í samráði við kennara
sína. Einnig hefur tónlistin verið
undirbúin og skipar sess í öllu
helgihaldi. Þá munu nemendur
Tónlistarskóla Garðabæjar, þeir
Gunnar Sigurðsson og Matthías
Másson, leika á hljóðfæri á meðan
safnast er til kirkjunnar undir
stjórn kennara síns. Soffía Sóley
Helgadóttir leikur forspil á korn-
ett. Sr. Friðrik J. Hjartar annast
altarisþjónustuna. Sunnudagaskóli
verður í kirkjunni á sama tíma og
fara börnin beint í hliðarsali með
leiðtogum sínum. Foreldrar og fjöl-
skyldur nemenda í Flataskóla eru
hvött til að mæta.
Gospeltónleikar í
Fjölbrautaskóla
Garðabæjar
Jólatónleikarnir verða í Fjölbrauta-
skóla Garðabæjar 20. desember kl.
20. Gospelkórinn flytur í bland jóla-
lög og gospeltónlist undir stjórn
Þóru Gísladóttur. Forsala að-
göngumiða verður í Vídalínskirkju
18. desember kl. 17-19 og í FG fyrir
tónleika. Aðgangseyrir er 1.000 kr.
Borgardætur munu taka lagið með
gospelkórnum. Allur ágóði af tón-
leikunum rennur til fræðslustarfs
Freyju Haraldsdóttur. Nánari uppl.
á gardasokn.is
Jólagleðin í
Laugarneskirkju
Sumargleðin, þeir Ómar Ragn-
arsson, Raggi Bjarna og Þorgeir
Ástvaldsson, koma árvisst í Laug-
arneskirkju og taka að sér guðs-
þjónustu. Messa verður kl. 11 og
mun Ómar flytja ræðu dagsins en
Raggi Bjarna syngur ýmis aðventu-
og jólalög við undirleik Þorgeirs
Ástvaldssonar. Einnig mun söng-
konan Laufey Geirlaugsdóttir flytja
jólasálm með Þorgeiri en eigin-
maður hennar, Sigurbjörn Þorkels-
son, annast meðhjálparahlutverkið.
Sunnudagaskólinn verður á sínum
stað og munu þeir félagar taka lag-
ið fyrir börnin áður en þau ganga
yfir í safnaðarheimilið undir hand-
leiðslu sr. Hildar Eirar og hennar
samstarfsfólks. Nánari uppl. á laug-
arneskirkja.is
Fjölskylduguðsþjón-
usta og jólatónleikar í
Hallgrímskirkju
Fjölskylduguðsþjónusta verður í
Hallgrímskirkju kl. 11. Á þriðja tug
ungra stúlkna koma þar fram og
flytja helgileik í söng og bundnu
máli. Stjórnandi hópsins er Friðrik
S. Kristinsson. Magnea Sverris-
dóttir djákni þjónar við athöfnina
ásamt sr. Birgi Ásgeirssyni, sem
flytur hugleiðingu. Björn Steinar
Sólbergsson verður við orgelið.
Messuþjónar aðstoða.
Christmas service will be held in
English on Sunday the 16th of Dec-
ember at 14pm, at Hallgrímskirkja.
Sr. Bjarni Þór Bjarnason, the Motet
Choir will sing. Hallgrímskirkja
Motet Choir, Organist and Conduc-
tor: Hörður Áskelsson.
Á laugardag og sunnudag eru
jólatónleikar Karlakórs Reykjavík-
ur í Hallgrímskirkju, tvennir hvorn
dag, laugardag kl. 17 og kl. 21,
sunnudag kl. 17 og kl. 20. Stjórn-
andi kórsins er Friðrik S. Krist-
insson.
Fjölskylduguðsþjón-
usta og aðventugleði í
Lindasókn
Fjölskylduguðsþjónusta verður í
Salaskóla kl. 11. Sýnt verður brúðu-
leikritið Pönnukakan hennar Grýlu
í flutningi Bernd Ogrodnik. Keith
Reed organisti leikur undir safn-
aðarsöng. Prestur Guðmundur
Karl Brynjarsson.
Aðventugleði Lindasóknar verð-
ur haldin í Salaskóla kl. 17. Kór
Lindakirkju syngur, auk þess
syngja stúlkur úr Kórskóla Linda-
kirkju undir stjórn Keiths Reed.
Einsöng syngja Kristín Sigurðar-
dóttir og Áslaug Helga Hálfdán-
ardóttir. Matthías Baldursson leik-
ur á saxafón, lesin jólasaga og flutt
verður örleikritið Hátíðaröskun
Rúdolfs.
Aðventuhátíð fjölskyld-
unnar í Þjórsárveri
Aðventuhátíð fyrir íbúa Hraun-
gerðis-, Laugardæla-, Gaulverja-
bæjar- og Villingaholtssókna verð-
ur í Þjórsárveri í dag, laugardag kl.
16. Söngkór Hraungerðispresta-
kalls syngur jólalög, stjórnandi er
Ingimar Pálsson, hljóðfæraleikari
Laufey Einarsdóttir og undirleik-
arar eru Ingi Heiðmar Jónsson og
Ingimar Pálsson. Kór leikskólans
Krakkaborgar syngur undir stjórn
Þórdísar Bjarnadóttur söng- og
tónmenntakennara, tónlistarnemar
frá Tónlistarskóla Árnessýslu
ásamt tónlistarkennurunum Ian
Wilkinson og Maríu Weiss verða
með tónlistarflutning, nemendur
Flóaskóla verða með fjöldasöng
undir stjórn Ingibjargar Birgis-
dóttur. Einnig verður fjöldasöngur
hátíðargesta. Aðventuljósin verða
tendruð. Umsjón með dagskrá og
dagskrárgerð hefur Ingimar Páls-
son.
Jólalög verða sungin á Sjúkra-
húsi Suðurlands sama dag kl. 13.30
og á Ljósheimum kl. 14.15.
Morgunblaðið/Ómar
VATNAMÆLINGAR Orkustofn-
unar bjóða þann 19. desember nk.
til tvískiptrar afmælisdagskrár, fyr-
ir hádegi verður málstofa um nið-
urstöður loftslagsverkefnisins Veð-
ur og orka, og eftir hádegi verður
60 ára starfsafmæli Vatnamælinga
fagnað, með úrvali fyrirlestra um
vatnsauðlindir jarðar, þróun-
araðstoð og vatnafarsrannsóknir í
víðu samhengi.
Að dagskránni koma allmargir
íslenskir og erlendir sérfræðingar á
sviðum loftslags- og orkumála,
vatnafræði og þróunarmála.
Fyrir hádegi verður haldin mál-
stofa í Orkugarði við Grensásveg
kl. 9–12 um loftslags- og jökla-
breytingar á 21. öld og áhrif þeirra
á nýtingu vatnsorku.
Eftir hádegi verður sérstök af-
mælisdagskrá á Hótel Loftleiðum
kl. 13.15–18. Þar verður fjallað um
málefni tengd vatni í víðara sam-
hengi. Meðal annars mun prófessor
Charles Vörösmarty við Háskólann
í New Hampshire flytja erindi um
ástand og horfur vatnsauðlinda
jarðar og kynnt verður starfsemi
vatna- og veðurfræðistofnana á
Norðurlöndum, segir í frétta-
tilkynningu.
Fundirnir eru öllum opnir, þátt-
takendur eru beðnir að skrá sig
fyrirfram hjá Evu Kaaber, Orku-
stofnun eva@os.is.
Vatnamælingar 60 ára
JÓLAHLAÐBORÐ var í boði í Múlalundi í gær, föstudag. Mjög fjölmennt
var og komu gestir víða að.
Allir tóku vel til matar og voru ánægðir eftir matinn. Það var ekki laust
við að það kæmu fram þreytumerki eftir svona góðan mat. Ánægja allra er
vel þess virði fyrir jólahátíðina. En þetta er framkvæmanlegt með stuðn-
ingi góðra aðila sem sjá sér fært að styðja við bakið á þeim sem eiga ekki
greiðfært í jólahlaðborð víðar um bæinn, að sögn Helga Kristófersonar,
framkvæmdastjóra Múlalundar.
„Við viljum þakka öllum sem komu til aðstoðar til að þetta væri fram-
kvæmanlegt,“ segir Helgi.
Fagnaður Óskar Árni Mar, Pétur Bjarnason, Berglind Helgadóttir, Helgi
Hróðmarsson og Sigurður Johnnie voru meðal fjölmargra gesta.
Vel mætt í jólamatinn
í Múlalundi
Innréttingar úr
Lyfjabúðinni Iðunni
Ranglega var farið með í frétt á bls.
8 í Morgunblaðinu 12. desember sl.
hvar innréttingum úr Lyfjabúðinni
Iðunni var komið fyrir, en rétt er að
þeim var komið fyrir í Lyfja-
fræðisafninu á Seltjarnarnesi.
Lyfjafræðisafnið er sjálfseign-
arstofnun í eigu lyfjafræðinga. Beð-
ist er velvirðingar á mistökunum.
Guðbjörg
Sigurðardóttir
Niðurlag minningargreinar um Guð-
björgu misritaðist í Morgunblaðinu
föstudaginn 14. desember. Rétt er
niðurlagið þannig:
Nú hefur lífsklukka Guðbjargar
stanzað. Hún skilur eftir sig góðar
minningar hjá mörgum.
Ættingjum hennar bið ég allrar
blessunar.
María Björnsdóttir.
LEIÐRÉTT
ÍSLENSKIR friðarsinnar standa
að blysför niður Laugaveginn á
Þorláksmessu. Safnast verður
saman á Hlemmi kl. 17.45 og
leggur gangan af stað stundvís-
lega kl. 18. Friðargangan á Þor-
láksmessu er nú orðinn fastur
liður í jólaundirbúningi margra.
Gangan í ár er sú tuttugasta og
áttunda í röðinni. Að venju
munu friðarhreyfingarnar selja
kyndla á Hlemmi í upphafi göng-
unnar.
Í lok göngu verður efnt til
fundar á Ingólfstorgi þar sem
Halla Gunnarsdóttir blaðamaður
flytur ávarp en fundarstjóri er
Þorvaldur Þorvaldsson trésmið-
ur. Söngfólk úr Hamrahlíð-
arkórnum og Kór Mennta-
skólans við Hamrahlíð syngur í
göngunni og við lok fundar.
Ráðlegt er fyrir göngufólk að
mæta tímanlega því gangan
leggur af stað stundvíslega.
Friðargöngur verða einnig
haldnar á Akureyri og á Ísafirði.
Þorláks-
messu-
ganga
FJÓRÐA mæðrahúsið sem byggt
er fyrir íslenskt fjármagn í Ník-
aragva á þessu ári var formlega
tekið í notkun á dögunum. Mæðra-
húsið er í borginni Juigalpa í mið-
hluta Níkaragva. Kvennasamtök í
borginni hafa tekið að sér rekstur
hússins í sjálfboðavinnu.
Mæðrahúsið í Juigalpa mun
þjóna mjög stóru svæði þar sem í
borginni er starfandi sjúkrahús.
Þetta hús, eins og hin, er heimili
þar sem konur úr strjálbýlinu geta
búið á síðustu vikum meðgöng-
unnar og fengið læknisþjónustu
sem annars stæði þeim ekki til
boða.
Hátt í sextíu mæðrahús eru nú
rekin í Níkaragva en þangað eru
sendar þær konur sem eru í
áhættumeðgöngu og hafa ekki
öruggt aðgengi að læknisþjónustu
í nágrenni við heimili sitt. Í
mæðrahúsunum fá konurnar
læknisheimsókn tvisvar á dag og
þær geta síðan fætt undir eftirliti
fagfólks. Í mæðrahúsinu geta þær
verið meðan þær safna kröftum til
að snúa heim aftur. Tilgangurinn
með mæðrahúsunum er að draga
úr mæðra- og ungbarnadauða,
sem er mjög algengur í Ník-
aragva.
Fjórða
mæðrahús-
ið tekið í
notkun
Handunnar gjafavörur
í miklu úrvali
www.jonogoskar.is Laugavegur / Smáralind / Kringlan
P
IP
A
R
S
ÍA
7
2
5
0
9
Ný sending komin