Morgunblaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
„FYRSTU viðbrögð voru bara að
setja alla starfsmenn á moppur,“ seg-
ir Hjalti Þorsteinsson, versl-
unarstjóri í Ikea, en töluverðar
skemmdir urðu í nýju húsnæði versl-
unarinnar í Garðabæ í gær er vatns-
rör gáfu sig vegna þrýstings. Skýr-
ingin er sú að grunnvatnsstaða á
svæðinu er lág, frárennslisrör fylltust
í veðurofsanum í gærmorgun sem
skapaði þrýsting með þeim afleið-
ingum að rör á annarri hæð hússins
gaf sig á endanum svo úr því flæddi
myndarlegur foss. Húsgögn sem stillt
er upp til sýnis á hæðinni skemmdust
vegna vatnslekans, sem og gólfefni.
Þá urðu nokkrar skemmdir á rafkerfi
hússins, en vatnið flæddi eftir stokk-
um fyrir raflagnir og ljós í loftinu. Þá
komst vatnið fljótlega niður á neðri
hæðina. Ekki var í gær búið að meta
tjónið til fjár.
„Það var gosbrunnur hér úti á
plani hjá okkur,“ segir Þórarinn Æv-
arsson, framkvæmdastjóri Ikea, en
allir brunnar umhverfis verslunina
fylltust þar til vatnið fór að spýtast
upp úr ræsum. Með öðrum orðum:
Frárennsliskerfið hafði einfaldlega
ekki við. Hann telur að tugþúsundir
lítra af vatni hafi flætt um húsið.
Óhappið varð er verslunin var nýopn-
uð í gærmorgun og fljótlega var
ákveðið að loka henni meðan hreins-
un stæði yfir. Dælubílar frá Slökkvi-
liði höfuðborgarsvæðisins voru m.a.
fengnir til að dæla vatni úr húsinu.
Slökkviliðið sinnti í gær fjölda útkalla
vegna vatnsleka bæði hjá fyr-
irtækjum og einstaklingum.
Allir
starfs-
menn á
moppur í
Ikea
MorgunblaðiðRAX
Eftir Silju Björk Huldudóttur
og Örlyg Stein Sigurjónsson
VEÐURHAMURINN hamlaði
samgöngum í gær, hvort heldur var
í lofti, láði eða legi. Öllu innanlands-
flugi var aflýst í gær vegna hvass-
viðrisins og viðvörunar frá Veður-
stofu Íslands um alvarlega ókyrrð í
lofti sem þýddi að flugskilyrðin
þóttu mjög slæm. Þá var áætlunar-
ferðum með rútum frá höfuðborg-
inni og út á landsbyggðina ýmist af-
lýst eða þeim frestað og siglingar
Herjólfs lágu niðri. Vegagerðin
varaði fólk við því að vera á ferli á
þjóðvegum landsins að óþörfu.
Í millilandafluginu var ekkert
flogið í gær fyrr en undir kvöldið og
voru þá fjórar vélar sendar til
áfangastaða sinna í Evrópu. Guðjón
Arngrímsson upplýsingafulltrúi
Icelandair segir að óveðrið og rösk-
unin af þess völdum hafi haft áhrif
á ferðaáætlanir þúsundir farþega.
Segir hann að dálítinn tíma muni
taka að vinda ofan af því ástandi
sem tafir gærdagsins ollu. Hér var
m.a. um að ræða farþega sem voru
að ferðast milli Evrópu og Ameríku
auk þeirra sem voru að fljúga frá
Íslandi til áfangastaða sinna er-
lendis. „Í svona tilvikum reynum
við að færa farþega yfir á önnur
flugfélög og koma þeim áfram með
öðrum hætti en með Icelandair,“
segir Guðjón um millilendingafar-
þegana „Það léttir aðeins á vélun-
um en þetta er allt púsluspil.“
Eins og gefur að skilja þurftu
vélar félagsins á leið í Íslandsflug
að halda kyrru fyrir erlendis og
þannig þurftu vélar í Bandaríkjun-
um að bíða. Segir Guðjón að rask-
anir af þessu tagi setji strik í reikn-
ingin hjá öllum farþegum þótt á
hinn bóginn sé auðskilið að ekki sé
verjandi að fara í flug í fárviðri.
Mismunandi er hvort farþegar geti
farið á hótel í heimahús eða þurfi að
bíða á flugvellinum en ekki er ætl-
ast til að flugfélög bjóði upp á hót-
elgistingu þegar röskun verður
sökum veðurs, enda teljast slík at-
vik til óviðráðanlegra utanaðkom-
andi ástæðna.
„En auðvitað er reynt að aðstoða
eins og hægt er,“ bendir hann á.
Að sögn Ólafar Birnu Ólafsdótt-
ur, vakstjóra hjá Flugfélagi Ís-
lands, áttu alls 647 farþegar bókað
flug í gær. Flestir áttu bókað flug
til Akureyrar eða 223, næstflestir
til Egilsstaða eða 103 og alls 61 far-
þegi til Ísafjarðar. Segir Ólöf vel
hafa gengið að láta farþega vita um
niðurfellingu flugs með textaskila-
boðum og hringingum, auk þess
sem farþegum hafi verið bent á að
fylgjast sjálfir með framvindu mála
á textavarpinu eða Netinu.
Að sögn Ólafar er gert ráð fyrir
eðlilegri áætlun í dag en byrjað
verður að athuga með flug til Ak-
ureyrar kl. 6.45 og til Egilsstaða kl.
7. Aðspurð segir Ólöf ljóst að nokk-
urn tíma muni taka að vinna flug-
tapið í gær upp. Þannig þurfi a.m.k.
fjórar vélar að fara til Akureyrar
og tvær til Egilsstaða til þess að
flytja allt það fólk sem nú bíði eftir
flugi.
Malbik flettist af veginum á
Öxnadalsheiðinni
Hjá Vegagerðinni fengust þær
upplýsingar að færð hefði verið
ágæt á Suður- og Suðvesturlandi
þrátt fyrir stormviðvörun sem gilti
fram undir kvöld í gær. Þannig var
hálkulaust á þjóðveginum frá
Reykjavík til Akureyrar en búast
mátti við því með kvöldinu í gær-
kvöldi að slydda gæti orðið á heið-
um.
Malbik hafði hins vegar flest af í
hviðum á nýja vegarkaflanum á
Öxnadalsheiðinni, frá Kjálkavegi
að Norðurá. Flughált var á Stein-
grímsfjarðarheiði og á Vestfjörðum
í gærdag og fólk beðið að fara var-
lega þar sem veðrið fór versnandi.
Flughált var einnig á Möðrudals-
öræfum, Háreksstaðaleið og al-
mennt á Austurlandi.
Samgöngur allar úr skorðum
Leifsstöð Miklar tafir urðu á millilandaflugi í gær vegna veðurofsans. Ekkert var flogið fyrr en undir kvöldið.
Ljósmynd/Hilmar Bragi Bárðarson
Öllu innanlandsflugi aflýst vegna hvassviðris Óveðrið hafði áhrif á þúsundir
farþega í millilandaflugi Mun taka tíma „að vinda ofan af ástandinu“
UNDANFARNA daga hafa óveður
verið tíð á Íslandi og talsvert tjón
skapast vegna veðurofsans. Hafa
ýmsir velt því fyrir sér hver staða
þeirra er ef eigur þeirra skemmast,
hvort ábyrgðin sé þeirra eða hvort
slíkt fáist bætt hjá tryggingafélög-
um. Að sögn Ólafs Hauks Ólafs-
sonar, hjá tjónadeild Tryggingamið-
stöðvarinnar, fást engar bætur ef
bifreið sem lendir í tjóni, til að
mynda vegna foks, er ekki kaskó-
tryggð.
Ef þakplötur eða fljúgandi hlutir
lenda á bifreið í meira en 30 m/s
vindhraða þá er ábyrgðin ekki eig-
anda hlutarins sem fýkur og
ábyrgðin því á eiganda bifreiðarinn-
ar, að sögn Ólafs Hauks. „Ef bifreið
er án kaskótryggingar er engin
trygging í gildi,“ segir Ólafur.
Varðandi einstaklinga, segir í 19.
grein skaðabótalaga, að fyrst beri
að ganga í sértryggingu viðkom-
andi, áður en gengið er í ábyrgð-
artryggingu gegn þriðja aðila.
„Í svona ofsaveðri er ekki gengið
í ábyrgðartryggingu gegn þriðja að-
ila, þar sem vindurinn er talin orsök
tjónsins. Sé t.d. bifreið með kaskó-
tryggingu, er eigandinn tryggður
gegn því tjóni sem veðrið hefur
valdið,“ segir Ólafur.
Ekki náttúruhamfarir
Varðandi tjón á fasteign þarf
vindhraði að fara yfir 30 metra á
sekúndu, til þess að lög um skaða-
bætur gildi. Í fasteignatryggingu
fylgir glertrygging sem bætir tjón á
gleri, hvort sem rúður brotna vegna
óveðurs eða annarra ástæðna.
Viðlagatrygging tekur á náttúru-
hamförum. Hún bætir tjón á
tryggðum eignum af völdum eld-
gosa, jarðskjálfta og snjóflóða en
óveðrið sem hefur gengið yfir núna
telst ekki til náttúruhamfara, sam-
kvæmt lögum um viðlagatrygging-
ar.
Aðeins bætt
ef bifreiðin
er kaskó-
tryggð
MIKIL vinna fer í að negla fyrir
glugga og hurðir sem fokið hafa
upp í stormi eins og geisað hefur á
síðustu dögum.
Einar Birgir Baldursson, starfs-
maður hjá Gleri og lásum í
Reykjavík, segir að vaktir standi
alla nóttina þegar svona veðurofsi
gangi yfir. Íbúðareigendur hringi
á öllum tímum sólarhrings og svo
byrji búðareigendur að hringja á
morgnana þegar þeir mæti til
vinnu.
„Það verður bara að negla fyrir
og hefjast handa við viðgerðirnar
þegar storminn lægir,“ segir Ein-
ar. Mest sé um að hlutir fjúki í
glugga, hurðir fjúki einnig upp og
ennfremur sé hringt vegna leka.
Fyrirtækið sé þegar byrjað að
panta gler og aukahluti og hafist
verði handa við viðgerðir eftir
helgi.
Álagið segir Einar sérstaklega
mikið þar sem svo stutt sé til jóla.
Fólk sé að fara til útlanda eða
búðareigendur vilji fá gert við
strax til að geta haldið áfram söl-
unni. „Það er mikið stress í kring-
um þetta og eykur enn frekar á
jólastressið, sem er nú ekki á bæt-
andi,“ segir Einar.
Fyrirtæki sem vinna við lokun
og gluggaísetningu segir hann að
séu í samstarfi við lögreglu og
tryggingafélög þegar svona standi
á og starfi eftir ákveðnu vaktapl-
ani lögreglu svo álagið dreifist
jafnt á fyrirtækin. „Það getur orð-
ið þreytandi að vinna í þessu allan
sólarhringinn svo það er nauðsyn-
legt að dreifa álaginu,“ segir Ein-
ar.
Mikil vinna
við gluggana
♦♦♦