Morgunblaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 53
Það verður fátt um
orð að mæla eftir
Birgi Guðlaugsson.
Okkur verður orða
vant og við sem
tengdumst honum hörmum fráfall
hans, svo ótímabært.
Þá er erfitt að finna orð við hæfi
þótt mörg lofsyrði tungunnar gætu
átt við hann. Hann var heilbrigður,
hraustur fyrirmyndarmaður svo að
eftir því var tekið. Traustur fjöl-
skyldufaðir, áreiðanlegur, sam-
viskusamur, félagslyndur reglu-
maður í hvívetna. Okkur fannst
hann alltaf ímynd hreysti og heil-
brigðs lífernis. Því var það óvænt
þegar óvæginn sjúkdómur greip
hann á góðum aldri. Birgir var af-
reksmaður í íþróttum á yngri árum
og hélt leikni og þreki við fram á
síðustu ár, fór sextugur í Vasa-
skíðagönguna. Hann sinnti fé-
lagsstarfi í íþróttafélögum Siglu-
fjarðar og hvatti þar hina yngri.
Auk skíðanna iðkaði hann skák og
fjallgöngur, blak og knattspyrnu.
Birgir lærði til smíða og var mikill
hagleiksmaður og drjúgur verk-
maður og mörg eru mannvirki á
Siglufirði til vitnis um verklagni
hans og kunnáttu. Margir lærðu
iðn sína hjá Birgi og nutu hand-
leiðslu hans, því hann var uppal-
andi bæði í vinnu og á heimili.
Siglfirðingur var hann að ætt og
þar ól hann aldur sinn og í því sam-
félagi reyndist hann nýtur þegn,
lagði mörgu máli lið og í samfélags-
málum hafði hann ákveðnar skoð-
anir, studdi Alþýðuflokkinn og sat í
bæjarstjórn fyrir hann. Atvinna og
velferð á Siglufirði var honum hug-
leikin.
Þeir hljóta að vera margir sem
sakna hans úr Siglufjarðarbæ.
Hann var einn af styrkum stoðum
þess félags og svo var hann afar
greiðvikinn og hjálpsamur. Hann
var líka einstaklega vel lyndur, gat
komið skapi við alla og eignaðist
vini hvar sem hann fór.
Glaðlyndur var hann og bjart-
sýnn, taldi fátt ómögulegt, aðeins
misjafnlega tímafrekt og leysti
þannig margt vandamálið. Birgir
eignaðist góða konu og þrjú efn-
isbörn sem gengu menntaveg. Þau
hafa nú öll misst mikið og eftir
stendur opið, ófyllt skarð. Við Ásta
vottum Erlu systur minni og börn-
um hennar innilegustu samúðar-
kveðjur og minnist ég þess hvernig
Birgir reyndist foreldrum okkar
sem einlægur og tryggur sonur.
Við munum ávallt geyma minn-
inguna um mætan dreng, það verð-
ur ávallt bjart um minningu hans.
Ásgeir Svanbergsson.
Það var um áttaleytið 26. nóv.
Sonur minn hringdi í mig og sagði
mér frá andláti Birgis Guðlaugs-
sonar. Þetta kom svo snöggt og
hafði mikil áhrif á mig þó að ég
vissi um þau erfiðu veikindi sem
hann var búin að vera að glíma við í
tvö ár. Fyrsta hugsunin var, er
þetta ekki ósanngjarnt, Biggi þessi
góði íþróttamaður sem hélt sér allt-
af í mjög góðu formi þó að hann
hætti keppni bæði á skíðum og fót-
bolta og hafði alltaf verið reglu-
samur á vín, tóbak og lífið almennt.
Við Birgir kynnumst fyrst í
skíðaíþróttinni, hann var fimm ár-
um eldri en ég og var einn af þess-
um góðu fyrirmyndum sem við
höfðum á Siglufirði. Leiðir okkar
hafa legið saman á mörgum sviðum
síðan. Á okkar uppvaxtarárum á
Siglufirði var sterkur, skemmtileg-
ur og sigursæll hópur skíðamanna
sem hélt nafni Siglufjarðar hátt á
lofti og þar varst þú einn af hetj-
unum. Í Björgunarsveitinni vorum
Birgir Guðlaugsson
✝ Birgir Guð-laugsson bygg-
ingameistari fædd-
ist á Siglufirði 28.
apríl 1941. Hann
lést þar 26. nóvem-
ber síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Siglufjarðar-
kirkju 8. desember.
við saman í skíða-
sveit. Í Blakklúbbn-
um erum við búnir að
spila, keppa og
skemmta okkur sam-
an lengi. Á fimmtu-
dögum hittumst við
oft í gufubaðinu þar
sem var svo þægilegt
að slappa af og ræða
málin í ró og næði.
En það var sama hvar
maður var með Birgi,
hann var þessi þægi-
legi, sterki og virki
félagi sem skilur svo
stórt skarð eftir sig hjá fjölskyldu,
vinum og samfélaginu öllu. Skarð
sem ég held að verði erfitt að fylla
þó að sagt sé að alltaf komi maður í
mans stað. Ég vil þakka fyrir þær
stundir sem ég hef verið svo hepp-
inn að vera með þér, vinur, og
kannski hittumst við seinna og tök-
um leik. En nú er sorgin víða en
mest hjá fjölskyldunni og bið ég
þann sem öllu ræður að gefa Erlu
og börnunum styrk og hugrekki á
þessum erfiðu tímum.
Skarphéðinn Guðmundsson.
Mér brá þegar Jón Sæmundur
hringdi á mánudagskvöldið 26. 11.
sl. og tilkynnti mér lát vinar okkar
og jafnaldra, Birgis Guðlaugssonar
á Siglufirði (Bigga Lauja). Ég hafði
vonað að hann myndi ná sér af
veikindum þeim sem hann hafði
glímt við í nokkur ár, og að ég ætti
eftir að hitta hann hressan og kát-
an á sumri komanda. Þegar mér
barst þessi harmafregn, sóttu að
mér minningarnar, gamlar og nýj-
ar. Við áttum báðir heima uppi á
„Brekku“ þegar við vorum smá-
guttar og vorum þá saman öllum
stundum. Ein af fyrstu minning-
unum er þegar við vorum í heim-
sókn í Malla-brakkanum hjá Gyðu
og Ingibjörgu og þær stóðu okkur
að því að vera að gæða okkur á
fiskiflugum í glugganum, þetta
uppátæki okkar þótti gömlu kon-
unum ekki par fínt.
Oft fengum við að heyra sögur af
uppátækjum okkar þegar við vor-
um á „barnagarðinum“ Leikskál-
um, t.d. notuðum við hvert tæki-
færi til að strjúka. Þá var gripið til
þess ráðs að skilja okkur að.
Ég minnist þess þegar við fórum
saman að reka eða sækja kýrnar
fyrir Óla Gosa, Þá nýbúnir að sjá
kúrekamynd með Roy Rogers í að-
alhlutverki, ég sé þig fyrir mér,
sitjandi á steini fyrir neðan
Gimbrakletta syngjandi og jóðlandi
eins og Roy Rogers.
Svo var það ferðin okkar í Héð-
insfjörð á trillu föður míns, þar sem
við ætluðum að veiða silung. Sú
ferð fór nú svo að lítið var veitt, en
við fylltum trilluna af rekavið (eldi-
við) og komum til Siglufjarðar með
stór tré í eftirdragi. Já, það var
margt tekið sér fyrir hendur á
þessum árum, kraftaæfingar með
járnum undan síldarvögnum, rauð-
magaveiðar, áflog og margt annað.
Eitt sinn höfðum við ákveðið ferð
saman út í „Bakka“, og ég kom
heim til þín á Hvanneyrarbrautina.
Þú varst ekki alveg tilbúin og
leiddir mig inn í herbergi og baðst
mig að bíða þar, skyndilega fylltist
húsið af prúðbúnu fólki. Þú sagðir
mér að Þórður og Sonja systir þín
hefðu verið að gifta sig. Mér brá
við því ég var ekki beint í sam-
kvæmisklæðnaði og var því þraut-
aráð mitt að reyna að komast út um
gluggann á herberginu. En þá var
gripið í mig, það var Sonja, sem
setti mig niður á stól og „trakter-
aði“ mig á kökum og góðgæti.
Í mörg ár var vík milli vina, við
tók alvara lífsins, samverustund-
irnar voru fáar, við tók vinna og
barnauppeldi, þú bjóst alla tíð á
Siglufirði, en ég í Vestmannaeyj-
um.
Það var svo í ágúst árið 1991,
sem við árgangurinn 1941 frá
Siglufirði hittumst á Siglufirði, síð-
an höfum við verið af og til að koma
saman, okkur til ánægju og gleði,
síðast á Siglufirði í maí árið 2006,
þar sem þið úr hópnum sem búsett
eruð á Siglufirði, höfðuð veg og
vanda af öllum undirbúningi. Þú
áttir stóran þátt í því að gera þær
góðu samverustundir eftirminni-
legar.
Stórt skarð er komið í hópinn, en
eftir stendur minningin um góðan
vin og heiðarlegan dreng, sem ég
alla tíð virti.
Erla mín, börn og barnabörn, ég
votta ykkur mína dýpstu samúð.
Blessuð sé minningin um Birgi
Guðlaugsson.
Kjartan Björn Guðmundsson..
Birgir Guðlaugsson skíðastökkv-
ari og byggingameistari er allur.
Upp í hugann kemur gömul
minning: Ungir drengir að leika
sér á eldhúsgólfi í litlu húsi, rétt við
kirkjugarðinn gamla á Siglufirði.
Þarna bjuggu þau lengi, Guðlaugur
Gottskálksson og Þóra Ólsen.
Yngsti drengurinn á gólfinu var
Birgir. Þarna voru líka Guðmundur
Steinsson, Ágúst Björnsson, Ragn-
ar Páll og Matthías Gestsson, sem
þetta ritar. Bjuggum allir í ná-
grenni við kirkjuna er þetta var.
Andrúmsloftið á þessu litla heim-
ili var alveg sérstakt. Betra upp-
eldisheimili var ekki hægt að hugsa
sér. Þangað var gott að koma, hlý-
leiki og gleði. Svo sjálfsagt að fylgj-
ast með öllu. Þóra var mikil hús-
móðir og alltaf að vinna eitthvað
fyrir heimilið, svo var Laugi (Guð-
laugur) með smáverkstæði í kjall-
aranum. Spennandi fyrir unga
drengi, menntandi staður og margt
að sjá og skoða. Ég hef grun um að
á tímabili hafi meirihluti bindinga á
skíði sem komu í Siglufjörð verið
settur á í þessum kjallara.
Nærvera hjónanna hafði sérstök
áhrif á okkur strákana. Virðingin
fyrir þessu fólki varð til af sjálfu
sér.
Ég var heilsuveill á þessum ár-
um, berklasjúklingur, og margt
fólk þorði því ekki að hafa mig í
sínum húsum. Þóra var annarrar
skoðunar og mun hafa styrkt móð-
ur mína mjög með ómetanlegum fé-
lagsskap og tekið mig inn á heim-
ilið meira en mörgum þótti eðlilegt.
Handlagni fékk Birgir úr báðum
ættum sem voru annálaðar fyrir
falleg vinnubrögð og snjallar hug-
myndir. Birgir varð því vandvirkur
smiður og munu verk hans verða
sýnileg á Siglufirði um langa fram-
tíð.
Gosaættin var á tímabili í skíða-
sögu Íslendinga ein mesta skíðaætt
í landinu. Birgir Guðlaugsson var
óskabarn ættarinnar á þessu sviði
og stökk fyrst opinberlega á skíð-
um fjögurra ára gamall, á skíða-
móti í Hvanneyrarskál.
Fólk fluttist til í bænum, ég
syðst á Laugaveginn og Birgir ut-
arlega á Hvanneyrarbraut. En þótt
fjarlægðir væru nokkrar milli fé-
laga í firðinum kom það ekki í veg
fyrir að við drengirnir hittumst,
ynnum að gerð stökkbrauta og
æfðum okkur saman.
Birgir varð snemma sigursæll
skíðamaður og voru aðalgreinar
hans ganga og stökk. Hann vann
fjölmarga titla í skíðagöngu og
skíðastökki, sem hér verður ekki
reynt að telja upp. Hann var léttur
og síbrosandi og þannig munum við
hann öll. Við mættumst ekki í
keppni, sökum aldursmunar, en
samskipti okkar voru ætíð góð þótt
ég færi að keppa fyrir Akureyri.
Því miður hefur SKÍ lagt skíða-
stökkið til hliðar og því er minnst á
það lítillega hér. Nú er verið að
stökkva á plasti og grasstökkbraut-
um víða um heim. Birgir og við
fleiri af gamla stökkvaraskólanum
á Siglufirði erum nú smám saman
að týna tölunni, en þennan draum
áttum við margir sameiginlegan.
Ég þakka áralanga vináttu, og
einnig hlýhug fjölskyldunnar til
móður minnar sem jarðsett var á
Siglufirði nýlega.
Aðstandendum Birgis Guðlaugs-
sonar sendi ég mínar innilegustu
samúðarkveðjur. Hafðu þökk fyrir
allt, kæri vinur, og ég veit að ein-
hvern tíma seinna hittumst við og
stökkvum þá rúmlega 100 metrana,
svo sá draumur rætist loksins.
Matthías Gestsson.
✝
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
JÓNS ÓSKARSSONAR,
Hornafirði.
Freyr Jónsson Onryd,
Ingibjörg Sigjónsdóttir,
systkyni,
aðrir aðstandendur.
✝
Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, amma og
langamma,
MARGRÉT GARÐARSDÓTTIR
Ægisíðu 88,
Reykjavík,
verður jarðsungin í Dómkirkjunni föstudaginn 21.
desember kl. 15:00.
Garðar Halldórsson, Birna Geirsdóttir,
Jón Halldórsson, Ingigerður Jónsdóttir,
Halldór Þór Halldórsson, Margrét Pálsdóttir,
Margrét Birna, Helga María, Margrét,
Áslaug Þóra, Halldór Haukur, Jón Gunnar
og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinsemd
vegna andláts og útfarar okkar elskulegu
eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
ÖNNU Þ. BENEDIKTSDÓTTUR.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Heilbrigðisstofnunar
Suðausturlands.
Guð blessi ykkur öll.
Ingimar Bjarnason,
Ingunn Ólafsdóttir,
Þóra G. Ingimarsdóttir, Bjarni M. Jónsson,
Gunnhildur Ingimarsdóttir, Jón M. Einarsson,
börn og barnabörn.
✝
Systir okkar og frænka,
ELSA INGVARSDÓTTIR,
Balaskarði,
lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blöndósi þriðjudaginn 11. desember.
Jarðarförin fer fram frá Höskuldsstaðakirkju mánudaginn 17. desember
kl. 14.00.
Fyrir hönd systkinabarna og annarra aðstandenda,
Björg Ingvarsdóttir,
Geirlaug Ingvarsdóttir,
Signý Gunnlaugsdóttir.
✝
Hjartans þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og
hlýju við andlát og útför elskulegs eiginmanns
míns,
MAGNÚSAR H. STEPHENSEN.
Fyrir hönd aðstandenda,
Vilborg G. Stephensen.
✝
Hjartans þakkir til allra fyrir auðsýnda samúð og
hlýju við veikindi, andlát og útför elsku sonar,
bróður og barnabarns,
JÓHANNS VALDIMARS KJARTANSSONAR,
Grundargötu 64,
Grundarfirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Blóðlækninga-
deildar 11G Landspítalans við Hringbraut.
Guð blessi ykkur öll.
Kjartan Jakob Valdimarsson, Auður Anna Gunnlaugsdóttir,
Valgeir Hólm Kjartansson,
Anna Júnía Kjartansdóttir,
Ágústa Bjarney Kjartansdóttir,
Valdimar Kjartansson, Kristín Jakobsdóttir,
Gunnlaugur Konráðsson, Valborg María Stefánsdóttir.