Morgunblaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 70
Því má enn heimsækja Austur-Þýskaland í Karíbahafinu … 77 » reykjavíkreykjavík Fara karlmenn í verkfall á morgun?  Gera má ráð fyrir því að óvenju fáir karlmenn verði á ferli eftir há- degi á morgun, sunnudag. Ástæðan er sú að svo skemmtilega vill til að tveir af stærstu leikjum ársins í ensku knattspyrnunni fara báðir fram á morgun. Um er að ræða leik Liverpool og Manchester United á Anfield Road í Liverpool annars vegar, og leik Arsenal og Chelsea á Emirates Stadium í Lundúnum hins vegar. Leikirnir eru sýndir hvor á eftir öðrum, og stendur dagskráin því yfir frá því um klukkan 13 til að verða kl. 18. Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is NYLON-STÚLKURNAR eru búnar vasast í poppfræðunum í um fjögur ár núna og reynslu- sarpurinn því orðinn ansi bústinn. Þær eru nú farnar að stýra ferli sínum sjálfar í ríkari mæli, þó að vökul augu Einars Bárðarsonar, umboðs- manns Íslands, séu enn yfir. „Já, það er nú bara þannig að Einar er afar upptekinn maður og svo er allt brjálað að gera á Concert skrifstofunni,“ útskýrir Steinunn. „Þannig að maður er farinn að taka ýmis mál að sér. Ég rak nú Loftkastalann í tvö ár þannig að maður er svosem ekki ókunnugur þessum mál- um. Svo er ég að fíla þetta mjög vel líka!“ Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Nylon var fyrst kynnt til sögunnar og Steinunn segir að það sé engin tilviljun að þær séu enn að. „Þetta hefði auðvitað getað farið á ýmsa lund fyrst þegar við hittumst, enda þekktumst við ekkert. Við ákváðum hins vegar strax að taka þetta bara sem vinnu; það yrði svo bara bónus ef það myndaðist einhver vinátta. Ég held að þetta kæruleysislega viðhorf hafi orðið til þess að við slöppuðum betur af. Svo urðum við vinkonur og höfum líkast til aldrei verið nánari, enda búnar að ganga í gegnum ýmislegt undanfarin ár. Okk- ur finnst þetta gaman, og það heldur þessu gangandi.“ Þreifingar Orðið á götunni er að Nylon sé annaðhvort við það að hætta eða sé a.m.k. komin á ís um ófyr- irséðan tíma. Nýútkomin safnplata, Best af Ny- lon, hefur ekki dregið úr þeim vangaveltum, en slíkir gripir eru iðulega taldir tákna endalok. „Já, þessu er nú auðsvarað,“ segir Steinunn keik. „Þetta eru endalok. Á ákveðnu tímabili. Við vorum fjórar en nú erum við þrjár. Og við erum langt í frá hættar, enda ansi margt í spil- unum.“ Steinunn nefnir að nú standi yfir þreifingar bæði í Þýskalandi og Japan. „Hann er Þjóðverji, maðurinn sem semur „Superstar“ sem er annað tveggja nýrra laga á safnplötunni. Hann hefur tengsl inn á Þýskalandsmarkað sem er mjög spennandi markaður; poppvænn og stór. Ekki spillir að Þjóðverjarnir elska allt sem íslenskt er. Japanir hafa líka sýnt sterk viðbrögð. Það er ekkert fast í hendi þó, en þessar þreifingar ganga mjög vel, og þess vegna leyfi ég mér að tala um það. Svo förum við til Bretlands á næsta ári. Maður er kominn með hálfgerða heimþrá, enda dvaldi maður þarna langdvölum á sínum tíma.“ Lopapeysur Stúlkurnar ráku á dögunum umboðsmann sinn í Bretlandi, Martin O’Shea, en Einar Bárð- arson er enn sem fyrr umboðsmaður hljómsveit- arinnar. „Einar hefur alla tíð passað vel upp á okkur og hann heldur því ótrauður áfram. Hann hefur verið að sækja ráðstefnur hér og hvar og reynir þá að koma bandinu áfram. Okkur hefur þótt mjög spennandi að vinna í þessu og sjá hvað er hægt að gera í þessum poppbransa. Það er lítið við að vera hérna heima við, a.m.k. ef maður hef- ur metnað fyrir því að ná lengra. Þetta er hálf- gerð neðanjarðartónlist hér á landi og þykir ekki par fín. Maður er ekki svalur – eða vinsæll – á Íslandi nema maður klæðist lopapeysu og spili á sílafón.“ Þess má geta að lokum að allur ágóði af safn- plötunni nýju rennur óskiptur til samtakanna Blátt áfram, sem eru samtök gegn kynferðisof- beldi. Sjá nánar á blattafram.is. Sótt í austur og vestur Nylon potar í Japans- og Þýskalandsmarkað. Fullt af hlutum framundan að sögn Steinunnar Camillu sem blæs á allt tuldur um sveitin sé að leggja upp laupana  Hin góðkunna hljómsveit South River Band ætlar að halda tvenna tónleika í dag. Fyrri tónleikarnir fara fram í Kolaportinu kl. 14 og þeir síðari á Grand Rokki kl. 22. Í fréttatilkynningu frá sveitinni segir að helsta ástæða þessara tónleika sé sú hversu góða dóma plata hennar, Allar stúlkurnar, hefur fengið, en hún fékk meðal annars fjórar stjörn- ur hér í Morgunblaðinu. Auk þess að spila á tónleikunum munu hljóm- sveitarmeðlimir árita diska í dag. Suðurfljótið með tvenna tónleika  Bókin Konur eru aldrei ham- ingjusamar af því þær eru með svo litlan heila – og karlar rosa pirr- andi er komin ofar en bókin Hvern- ig gerirðu konuna þína hamingju- sama? eftir Þorgrím Þráinsson á metsölulista Eymundssonar. Af því tilefni bjóða höfundar fyrrnefndu bókarinnar til útgáfuhófs í verslun Máls og menningar, Laugavegi 18, frá kl. 18 til 20 í kvöld. Höfund- arnir, þeir Helgi Jean Claessen og Hjálmar Jóhannesson, segja að þetta hafi verið eitt helsta mark- miðið með útgáfu bókarinnar, og því ærið tilefni til að fagna. Komnir yfir Þorgrím
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.