Morgunblaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
ALÞINGI
Eftir Höllu Gunnarsdóttur
halla@mbl.is
VOTTUNARKERFI fyrir fyrirtæki vegna
framkvæmdar jafnréttisáætlana gæti verið
tilbúið í ársbyrjun 2010. Félags- og trygginga-
málanefnd Alþingis skilaði áliti sínu á jafnrétt-
isfrumvarpi félagsmálaráðherra í gær og legg-
ur til að inn í lögin verði sett sérstakt
bráðabirgðaákvæði sem feli félagsmálaráðherra
að hrinda vinnu við slíkt kerfi í framkvæmd.
„Vottun væri staðfesting óháðs aðila á því að
stefna, framkvæmd eða ferli jafnréttismála fyr-
irtækis eða stofnunar væri í samræmi við
ákveðna staðla eða viðmið sem byggjast á lög-
um,“ segir í álitinu þar sem jafnframt kemur
fram að það gæti orðið eftirsóknarvert tak-
mark fyrirtækja og stofnana að fá opinbera
vottun af þessu tagi.
Álit nefndarinnar er einróma en Pétur H.
Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokks, skrifar
þó undir með fyrirvara. Lagt er til að fulltrú-
um í Jafnréttisráði verði fjölgað úr átta í tíu
frá því sem getur um í frumvarpinu. Félag um
foreldrajafnrétti og Samband íslenskra sveitar-
félaga fái sinn fulltrúann hvort og Femínista-
félag Íslands, Kvenfélagasamband Íslands og
Kvenréttindafélag Íslands tilnefni sameiginlega
tvo fulltrúa í stað eins.
Of íþyngjandi kvaðir
Kærunefnd jafnréttismála fær ekki að taka
mál til meðferðar að eigin frumkvæði sam-
kvæmt breytingartillögum nefndarinnar en
Jafnréttisstofa muni þó geta óskað eftir að
kærunefndin taki mál til meðferðar. Þá telur
nefndin ekki rétt að leggja skilyrðislausa
skyldu á atvinnurekendur að rökstyðja allar
ráðningar enda geti það orðið mjög íþyngjandi.
Jafnréttisvottun í gagnið 2010
Félags- og tryggingamálanefnd skilar einróma áliti á jafnréttisfrumvarpinu og
telur m.a. of íþyngjandi að atvinnurekendur verði að rökstyðja ráðningar
EINS og venja er féllust þingmenn í faðma eftir að
þingfundi var frestað í gær og köstuðu jólakveðjum
hver á annan. Ekki varð vart við neina flokkadrætti í
faðmlögum og vonandi fór enginn kossalaus í jólafríið.
Starfsfólk Alþingis gladdist líka enda hefur verið mikið
álag á því undanfarið í öllum lagasetningarlátunum.
Morgublaðið/G. Rúnar
Jólakossar og knús við þingfrestun
Jólafrí
Fundum Alþingis var frestað í gær
og þing kemur saman að nýju 15.
janúar. Jólafrí þingmanna stendur
þó aðeins til 7. janúar en þá hefjast
kjördæmadagar.
Þingmenn voru sumir hverjir þreytu-
legir þegar þeir gengu úr húsi enda
hafa fundir staðið langt fram á nótt.
Sextán ný lög voru samþykkt í gær,
þar á meðal tilfærsla verkefna innan
Stjórnarráðsins, lög um almanna-
tryggingar og lög um fyrningu kröfu-
réttinda.
Síðustu langlokurnar
„Síðastliðna
nótt [fyrrinótt]
upplifðum við
síðustu löngu
ræðurnar á Al-
þingi og ég
gleðst yfir því að
því tímabili skuli
vera lokið,“
sagði Pétur H.
Blöndal, Sjálf-
stæðisflokki, þegar hann greiddi at-
kvæði með því að þingskapa-
frumvarp forseta Alþingis yrði að
lögum en Vinstri græn greiddu at-
kvæði gegn frumvarpinu. „Er það
lýðræðisþreytan sem ræður hér för,
lýðræðisóþægindin? Eru fram-
kvæmdavaldið og stjórnsýslan að
setja okkur reglur?“ spurði Atli
Gíslason, VG, en Siv Friðleifsdóttir,
Framsókn, taldi svo ekki vera: „Það
er engin lýðræðisþreyta hér, það er
málæðisþreyta,“
Þjónustumiðstöð
Þingmenn allra flokka úr Norðaust-
urkjördæmi hafa lagt fram þings-
ályktunartillögu þess efnis að könn-
uð verði þörf á að starfrækja
þjónustumiðstöð sem ætti að ann-
ast þjónustu við skip sem leita að
olíu á Drekasvæði. Í greinargerð
kemur fram að sveitarfélögin Langa-
nesbyggð og Vopnafjarðarhreppur
ætli að stofna fyrirtæki sem kanni
hvort innanverður Bakkaflói henti
fyrir þjónustumiðstöð og að það
gæti orðið mikil lyftistöng fyrir at-
vinnulíf á Norðausturlandi.
Húsnæði ÁTVR
Arnbjörg Sveins-
dóttir, Sjálf-
stæðisflokki,
hefur lagt fram
fyrirspurn til fjár-
málaráðherra
um áætlanir
varðandi innrétt-
ingar sem voru
teknar niður í
verslunarhús-
næði ÁTVR á
Seyðisfirði og vill fá að vita hvort
ÁTVR eða fjármálaráðuneytið ætli að
beita sér fyrir verndun þeirra.
„Hvaða áætlanir eru um upppbygg-
ingu og verndun hússins?“ spyr Arn-
björg jafnframt.
ÞETTA HELST …
Pétur H. Blöndal
Arnbjörg
Sveinsdóttir
VÁTRYGGINGAFÉLÖG munu
þurfa að halda til haga upplýs-
ingum um fjölda fólks sem er synj-
að um persónutryggingu vegna eig-
in heilsufars eða heilsufars foreldra
eða systkina. Lög um vátrygginga-
samninga voru samþykkt á Alþingi
í gær en samkvæmt þeim er trygg-
ingafélögum heimilt að afla upplýs-
inga um heilsufar. Vátrygging-
artaki þarf þó að staðfesta að hann
hafi hlotið samþykki foreldra sinna
eða systkina á því að hann megi
gefa upplýsingarnar um heilsufar
þeirra.
Atli Gíslason, þingmaður VG,
sagðist í umræðum hafa viljað
ganga lengra og að skriflegt sam-
þykki foreldra og systkina þyrfti að
liggja fyrir. „Það er ótækt að hér sé
mælt fyrir frumvarpi sem er mála-
miðlun milli mannréttinda og við-
skiptasjónarmiða,“ sagði Atli.
Katrín Júlíusdóttir, þingmaður
Samfylkingarinnar, tók undir sjón-
armið Atla en taldi þó óvarlegt að
vera með skriflegar upplýsingar
enda hefðu tryggingafélögin þá
persónugreinanleg gögn undir
höndum.
Er móðir þín
með sjúkdóm?
Síðustu dagar fyrir þinghlé eru yfirleittfrekar kaótískir. Koma þarf fjölda mála ígegn, þingfundir standa lengi og dagskráriðlast reglulega. Erfitt er að átta sig á
hversu lengi fundur mun standa þann daginn, sem
hefur ekki einungis áhrif á þingmenn, heldur allt
starfsfólk þingsins sem og okkur blaðamennina.
En það er svo skrítið að það er eins og það lifni
yfir þingmönnum á svona dögum. Þrátt fyrir að
flestir séu sammála um að það sé alveg óhæft að
bjóða fólki upp á þessi vinnuskilyrði skapast
ákveðin stemmning, svona eins og í prófum í skól-
um landsins.
Fjárlög voru afgreidd í vikunni og ég verð að
viðurkenna að mig er eiginlega hálfpartinn farið
að langa í fjárlaganefnd. Ekki er það vegna yf-
irráða yfir peningum skattborgaranna eða af því
að ég haldi að það sé gaman að funda eldsnemma
á morgnana vikum og mánuðum saman. Nei,
ástæðan er einfaldlega sú að meðlimir nefnd-
arinnar hafa svo oft þakkað frábært og skemmti-
legt samstarf undir dyggri stjórn Gunnars Svav-
arssonar. Og mér sem á hlýddi var eiginlega farið
að líða eins og ég væri að missa af góðu partíi!
Trúðu á tvennt í heimi
Ég fjallaði um það í síðasta þingbréfi að þegar
íslenskt mál væri rætt á Alþingi yrði stemningin
alltaf hátíðleg og uppi höfð stór orð um stöðu
tungunnar. Nú hef ég áttað mig á því að það sama
á við þegar kristna trú ber á góma, nema að stóru
orðin eru jafnvel enn stærri. Og þannig var það í
utandagskrárumræðum í vikunni.
Málshefjandinn, Guðni Ágústsson, fór mikinn í
Hitt er svo annað og ég persónulega er hjart-
anlega sammála Guðna um mátt bænarinnar og
sannreyni það á sjálfri mér allt að því daglega. En
það er líka mitt val og engin ástæða til að ætla að
allir fari sömu leið í gegnum lífið.
Óskað eftir stærri stjórnarandstöðu
Undanfarna viku hef ég verið að reyna að plata
þingmenn úr stjórnarmeirihlutanum til að ganga
yfir í stjórnarandstöðuna. Þeir þyrftu ekkert
endilega að skipta um flokk, bara „halda með“
stjórnarandstöðunni til að jafna leikinn.
Þetta var auðvitað meira í gamni en alvöru en
engu að síður er stundum hálfdapurlegt að fylgj-
ast með fámennri og ósamstaða stjórnarandstöðu.
Gott dæmi var umræða um skýrslu Ríkisend-
urskoðunar varðandi samkomulag um vatnsrétt-
indi í neðri hluta Þjórsár. Þarna var á ferðinni al-
veg klassískt mál sem stjórnarandstaðan gæti
notað til að lemja á framkvæmdavaldinu. Fjár-
málaráðherra segir að hann sé sammála nið-
urstöðu Ríkisendurskoðunar, aðeins hafi verið um
óklárað samkomulag að ræða, einhvers konar
viljayfirlýsingu. Klók pólitík hjá fjármálaráðherra
en hvernig spilar stjórnarandstaðan úr skýrslu
Ríkisendurskoðunar um samkomulag sem var
gert korteri fyrir kosningar og virðist hafa verið
um ekki neitt?
Vinstri græn tóku málið upp í þinginu, enda var
skýrslan unnin að þeirra beiðni, og gagnrýndu
gjörninginn harðlega. En Vinstri græn stóðu
næstum því ein. Guðni Ágústsson, formaður
Framsóknar, skrifaði auðvitað undir sam-
komulagið sem ráðherra svo að ekki mátti búast
við stuðningi úr þeirri átt. Samfylkingin hefði
gagnrýnt þetta harðlega í stjórnarandstöðu en sit-
ur nú hinum megin við borðið og þegir. Eini
mögulegi bandamaðurinn var Frjálslyndi flokk-
urinn. Kristinn H. Gunnarsson gagnrýndi sam-
komulagið en Jón Magnússon kallaði lætin í VG
storm í vatnsglasi. Og úr varð að framkvæmda-
valdið slapp heldur billega og svo verður málið
gleymt og grafið.
Kristileg orrusta og lambakjöt
ÞINGBRÉF
Halla Gunnarsdóttir
ræðustóli: Vitnaði í vísu Steingríms Thorsteins-
sonar „Trúðu á tvennt í heimi“, þuldi upp úr þjóð-
söngnum, hafði áhyggjur af því að vegið væri að
sjálfum íslenska fánanum og kallaði eftir „varð-
manninum vaska“, þ.e. dóms- og kirkju-
málaráðherra, og varnarliði kirkju og kristni til
þátttöku í „þessari mikilvægu orrustu“.
„Á guð að fara út úr þjóðsöngnum? Má hinn
helgi kross ekki áfram prýða þjóðfánann? Þessa
óþarfa umræðu ber að kveða niður strax,“ sagði
Guðni og klykkti síðan út í seinni ræðu sinni með
því að segja að heimilin þyrfti að styrkja á tímum
„firringar, eiturlyfja, óreglu og grimmrar mark-
aðshyggju“. Í framhaldinu talaði hann um stór-
fjölskylduna og lambakjöt á sunnudögum með
brúnuðum kartöflum og rabarbarasultu.
Í allri dramatíkinni varð eini presturinn á þingi,
Karl V. Matthíasson, rödd skynseminnar og gerði
athugasemd við orðfæri Guðna. „Það væri ekki
heldur í kristnum anda að fara að kveða niður þá
sem tala gegn þjóðkirkjunni. Við búum í frjálsu
samfélagi og það er sjálfsagt að gagnrýna þjóð-
kirkjuna,“ sagði Karl og áréttaði vitanlega mik-
ilvægi kristilegs kærleika.
Það er varla annað hægt en að taka undir með
Karli enda umburðarlyndið einn af hornsteinum
kristninnar. Mér hefur líka alltaf þótt undarlegt
að nota stríðsmál í trúarlegum tilgangi og menn-
ingarsvartsýniskenningar um að fjölskyldur séu í
upplausn og allt á heljarþröm eru fullhátíðlegar.
Hvað um allt góða starfið sem hefur verið unnið?
Barist hefur verið gegn einelti í grunnskólum,
börn eru hvött til að tjá sig um tilfinningar sínar
og það er ekki lengur alfa og ómega karlmennsk-
unnar að bíta á jaxlinn, halda kjafti og fá síðan út-
rás fyrir reiði sína á nánustu ættingjum. Þolendur
kynferðisofbeldis fara sjaldnar með „leynd-
armálin“ í gröfina og mikið er lagt upp úr því að
fólki líði vel í vinnunni, oft með góðum árangri.
Má ekki ætla að þjóðin gæti bara orðið ham-
ingjusamari með hverjum deginum? Og fer þjóð-
félagið í alvörunni á hvolf þó að skólahald liggi
ekki niðri vegna fermingarfræðsluferða?