Morgunblaðið - 15.12.2007, Side 56

Morgunblaðið - 15.12.2007, Side 56
56 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Nú er fallinn frá í hárri elli stórvinur minn og félagi til margra ára, Jón E. Hallsson og langar mig að minnast hans með nokkrum orðum en það var um 1982 sem ég kynntist Jóni fyrst fyr- ir alvöru. Voru það hestarnir sem leiddu til þess. Segja má að upphaf þess félagsskapar er síðar var kall- að Vitlausa ferðafélagið, og við báð- ir vorum félagar í, hafi verið ferð er farin var á Landsmót LH á Hellu 1986. Þarna voru riðnar langar dag- leiðir, sofið í tjöldum og gleðin við völd svo sem ævinlega var í þessum ferðum. Þótt Jón væri þá orðinn rúmlega sjötugur gaf hann hinum yngri ekkert eftir og gekk gjarnan síðastur til hvílu. Áttum við eftir að fara saman margar slíkar ferðir og dáðist ég alltaf að þreki hans og þoli sem oft á tíðum var ótrúlegt. En svona var Jón, naut þess að vera með fólki, spjalla um hesta og njóta samvistanna. Nógur tími til að hvíla sig er heim væri komið. Næstu árin áttum við eftir, ásamt mörgum góðum ferðafélögum að fara víða á hestum margar ógleym- anlegar ferðir. Má þar nefna ferð á Heiðarbæjarmela á Ströndum 1987, ferð að Söndum í Dýrafirði 1989, ferð á LM á Vindheimamelum 1990, margar ferðir á Kaldármela og í Borgarfjörð, fyrir Strandir og síðan ótölulegan fjölda dagsferða sem farnar voru út frá Búðardal, sér- staklega að vetri til og þegar vora tók í Dölum. Í svona ferðum kynn- ist maður samferðafélögum og er það eitt víst að betri ferðafélaga en Jón var er vart hægt að hugsa sér. Síðustu þrjú árin sem ég bjó í Döl- um var ég með hestana mína hjá Jóni og verður honum seint þökkuð margháttuð aðstoðin með þá. Gaf morgungjöfina og alltaf boðinn og Jón E. Hallsson ✝ Jón EggertHallsson fæddist í Hvarfsdal á Skarðsströnd 25. apríl 1913. Hann lést á dvalarheim- ilinu Silfurtúni í Búðardal 30. nóv- ember síðastliðinn og var jarðsunginn frá Hjarðarholts- kirkju 8. desember. búinn til að gefa kvöldgjöfina ef ég komst ekki sem gerð- ist stundum. Margan kaffibollann drakk ég hjá honum og var oft mikið spjallað um ým- islegt, oftar en ekki um hesta og málefni hestamanna en hon- um voru þau afar hugleikin og vildi veg hestamannafélagsins Glaðs sem mestan enda var hann fyrr- verandi formaður þess félags og heiðursfélagi. Jón hafði mikið gaman af hestakaupum og var oft gaman að hlusta á hann lýsa kostum sinna hesta, hann hafði alltaf lag á því að finna það besta í hverjum grip og hallmælti helst aldrei hesti, kunni þó betur við að þeir kæmust vel áfram. Hann hall- mælti heldur ekki nokkrum manni og var það kostur í fari hans sem fleiri mættu tileinka sér. Ég ætla hér ekki að fara að telja upp alla þá hesta sem Jón átti en þó er ekki hægt annað en nefna síðasta gæð- ing hans, hann Gosa, sem í mörg ár var hans helsti reiðhestur og marga skeiðsprettina áttu þeir saman, bæði í frjálsri reið sem og á kapp- reiðavellinum en ekki eru mjög mörg ár síðan þeir kepptu síðast. Naut Jón þess að taka þátt í mótum og etja kappi við félagana. „Maður verður að vera með“ sagði hann oft en ekki var verra ef meðkeppendur horfðu í bakið á honum. Að leið- arlokum þakka ég Jóni fyrir allar góðar stundir sem við höfum átt saman í gegn um tíðina og trúi að nú sé hann farinn að huga að gæð- ingum sínum á öðru tilverustigi. Fjölskyldu hans votta ég samúð. Minningin um Jón Eggert Halls- son lifir um ókomin ár. Kristján Þormar Gíslason. Nonni, minn gamli góði vinur, er nú farinn frá okkur, eftir erfið veik- indi síðustu ára. Ég er búin að þekkja Nonna síðan hann flutti í mína heimasveit ásamt Sigríði konu sinni og syni þeirra Halli. Heim- ilisvinur hefur hann verið síðan 1960, hjálpaði okkur þá á Hrapps- stöðum við sauðburð og heyskap og öðru hvoru allar götur síðan. Alltaf góður við krakkana, ég man aldrei eftir að hann skipti skapi. Hesta- maður var hann mikill og átti góða hesta. Jón lét sig ekki vanta í góðra vina hóp. Ef hestamennska var annars vegar, enda gleðimaður, allra hugljúfi, jákvæður með góða skapið. Árshátíðir hestamanna- félagsins Glaðs voru honum hug- ljúfar, hann mætti þar snemma og fór með þeim síðustu heim. Í seinni tíð, ef hann var spurður hvort hann væri ekki orðinn þreyttur, svaraði hann snöggt. „Nei, ég hef nógan tíma til að hvíla mig og sofa á morgun“. Heimili hans hefur verið á Dvalarheimilinu Sóltúni, Búðardal síðustu ár. Þar var vel um hann hugsað, þar leið honum eins vel og hægt var miðað við hans heilsu. Hann dreymdi oft fagra drauma, um góðvini og gæðinga, sem var alltaf hans hugðarefni. Stundum fannst manni renna saman draumar og veruleiki. Það var ekki annað hægt en að vera ánægður að hlusta, er hann rifjaði upp liðnar stundir og bros sem engan sveik færast yfir andlitið. Við Elís þökkum Nonna fyrir allt og allt. Öllum sem þótti vænt um Nonna sendum við samúðarkveðjur. Emilía Lilja Aðalsteinsdóttir. Mér finnst ég alltaf hafa þekkt hann Nonna, enda hófust kynni okkar skömmu eftir fæðingu mína. Nonni og Sigga voru vinir foreldra minna og samgangur heimilanna nokkur. Síðar þegar við Svavar hóf- um búskap á Hrappsstöðum þótti Nonna ástæða til að líta til með þessu unga pari, sem var svo djarft að hefja búskap í sveit. Ekki spillti fyrir að áhugamál Nonna og Svav- ars fóru saman, þ.e. ræktun ís- lenska hestsins og íslensku sauð- kindarinnar. Nonni ræktaði hross til hinstu stundar. Síðastliðið vor sagði hann mér að hann ætti von á folaldi og ætlaðist hann til að fá gráan hest. Sú ósk hans rættist. Þegar Nonni lét af störfum fjölgaði ferðum hans til okkar. Ef hann vissi að eitthvað stóð til, svo sem sauð- burður, girðingaviðgerð, heyskap- ur, járningar eða smölun, var hann mættur án nokkurra orða þar um. Hann naut þess að stússa í sveitinni og við nutum aðstoðar hans og fé- lagsskapar. Hann Nonni var já- kvæður og gamansamur og hafði góða nærveru. Þess nutu börnin okkar líka. Nonni hafði gaman af tækninýjungum og hvers konar framförum. Á áttræðisaldri keypti hann sér sjálfvirka þvottavél og vafðist ekki fyrir honum að læra á hana, einnig örbylgjuofn, kaffivél, gsm-síma, vídeó og segulbandstæki, sem hann skipti reyndar fljótlega fyrir geislaspilara. Hann hafði sér- stakan áhuga á boltaíþróttum og fékk sér Sýn til þess að geta fylgst með erlendum kappleikjum. Hann Nonni var mikill snyrti- pinni og var alltaf hreint og fínt hjá honum. Þvottinn sinn straujaði hann (rúmfötin líka) og raðaði snyrtilega inn í skáp. Hann eldaði sér mat og steikti pönnukökur ef von var á gestum. Einhverju sinni orðaði Nonni að hann hefði kunnað að prjóna þegar hann var strákur og gaman væri að rifja það upp. Á þessum tíma leigði hjá honum ung stúlka. Hún útvegaði ullargarn og prjóna og innan tíðar hafði Nonni prjónað sér ullarsokka. Nonni var nægjusamur eins og hans kynslóð. Hann var útsjónarsamur ef eitthvað bilaði og reddaði sér gjarnan á skemmtilegan hátt. Kubbar, spott- ar, gúmmí, naglar, skrúfur, bagga- bönd og plast fengu þá oft ótrúleg og spaugileg hlutverk. Nonni átti barnaláni að fagna. Hallur hefur ávallt hugsað vel um pabba sinn og séð til þess að hann vanhagaði ekki um neitt. Þá hefur hans góða kona Kristín staðið þeim feðgum þétt við hlið síðustu ár. Einnig átti hann fjögur barnabörn sem hann var stoltur af. Hann fylgdist með þeim vaxa úr grasi, feta menntaveginn, stofna heimili og fjölskyldur. Þeirra minntist hann ætíð með bros á vör og blik í auga. Elsku Nonni, þú varst þreyttur og tilbúinn þegar kallið kom. Sofðu vært kæri vinur. Kæru Hallur og Kristín, við Svavar sendum ykkur og öllum ástvinum Nonna innilegar samúðarkveðjur. Alvilda Þóra Elísdóttir. Ég á margar góðar minningar um Nonna, hann var tíður gestur heima á Hrappsstöðum þegar ég var að alast upp. Það var mikill samgangur og þeir pabbi miklir fé- lagar þó að aldursmunurinn væri 40 ár. Hann Nonni var alla tíð glettinn og ungur í anda, stundum kallaður strákurinn af gárungunum í Döl- unum. Það lýsir honum vel að eitt sinn þegar hann fór í Hveragerði sér til heilsubótar kom hann til baka og fór að segja mér frá því, nokkuð sposkur, að þar blómstraði ástarlífið og nokkur pör hefðu náð saman á þeim tíma sem hann dvaldi þar. Ég spurði hann hvort hann hefði ekki fundið neina dömu fyrir sig. Nei, þá breyttist hljóðið í hon- um, hann hafði ekkert að gera við svoleiðis lagað, því þar væru eintóm gamalmenni og sjúklingar en hann var sjálfur að nálgast nírætt og svarið sagði mér einfaldlega að hann tilheyrði hvorugum hópnum. Nonni var einstakur á marga vegu og gaman að vera nálægt hon- um. Hann fylgdist vel með nýjung- um og nýtti sér tæknina betur en margir sem eru yngri að árum. Hann var fljótur að læra á gsm- síma. Þegar hann fékk örbylgjuofn mallaði hann í ofninum sem hann kallaði ráðskonuna sína og bar því við ef hann vildi ekki þiggja mat- arboð að hann vildi ekki styggja ráðskonuna. Oftast var stutt í húmorinn og Nonni gat listilega tvinnað saman húmor og hreinskilni. Eitt sinn er við hjónin fórum í heimsókn til hans barst talið að hestum sem voru hans líf og yndi. Við vorum að segja honum frá klár sem ég á og meðal annars hvað hann væri stór. Ég hafði það á orði að ég væri nú ekki viss um að ég kæmist á bak á þeim stóra. Nonni var ekki lengi að grípa orðið og sagði, þú verður bara að létta á þér rassinn til að komast á bak. Hann var líka mikill höfðingi og þegar ég kom til baka, eftir ársdvöl sem skiptinemi í Bólivíu, mætti Nonni með blómvönd og konfekt til að bjóða mig velkomna heim. Nánustu fjölskyldu og vinum Nonna sendi ég samúðarkveðjur. Fjóla Borg Svavarsdóttir. Elsku afi minn. Nú þegar þú hef- ur kvatt okkur og haldið á vit nýrra ævintýra er söknuður okkar sem eftir sitjum mikill. Nú ert þú örugg- lega búinn að leggja á Gosa þinn og taka nokkra skeiðspretti eins og þér einum er lagið. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að dvelja með þér í Búðardal sem barn og unglingur, tíma sem ég minnist með bros á vör. Ég kom til þín sem smápjakkur, fékk far með mjólkurbílnum vestur í Búð- Guttormur Óskars- son hefur nú haldið á vit feðra sinna að loknum farsælum vinnudegi. Hann var án efa einn þeirra sem settu hvað mestan svip á samtíð sína hér í Skagafirði um og upp úr miðri síðustu öld. Eftir nám í Samvinnuskólanum gamla í Reykja- vík starfaði hann um skeið hjá Sam- bandi íslenskra samvinnufélaga, en hóf svo störf hjá Kaupfélagi Skagfirð- inga 5. nóvember 1946 og starfaði þar síðan alla tíð uns starfsdegi hans þar lauk á tíunda áratug aldarinnar, þá kominn á áttræðisaldur. Í Skagafirði tók hann virkan þátt í alls kyns sam- félagsmálum, enda félagsmálamaður að upplagi og hafði brennandi áhuga á mannlegum samskiptum af öllu tagi. Hann gegndi lengst af ábyrgðarstöðu hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, sá þar um peningamál og samskipti við bændur. Þekkti hann því vel til í sveit- um Skagafjarðar og hafði persónuleg kynni af nær öllum bændum héraðs- ins og í flestum tilvikum af fjölskyld- um þeirra samhliða. Á vinnustað var Guttormur Óskarsson ✝ Guttormur Ósk-arsson fæddist í Hamarsgerði í Lýt- ingsstaðahreppi í Skagafirði 29. des- ember 1916. Hann lést á Dvalarheimili aldraðra á Sauðár- króki 13. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Sauðárkrókskirkju 24. nóvember. Guttormur jafnlyndur og góðgjarn. Lagði hann jafnan gott til mála og vildi fremur vinna að sáttum milli fólks en ala á ágrein- ingi. Þeir, sem með honum störfuðu, minn- ast hans nú með virð- ingu og þökk, um leið og eftirlifandi eigin- konu og öðrum ástvin- um er vottuð hluttekn- ing og samúð. Guðbr. Þorkell Guðbrandsson. „Þakka þér fyrir stundina góði.“ Þannig var jafnan hin hlýlega kveðja Guttorms Óskarssonar þegar hann kvaddi mig eftir heimsóknir til okkar á skrifstofu Framsóknarflokksins. Hann leit alltaf inn til okkar þegar hann var á ferð í Reykjavík og leitaði frétta úr pólitíkinni. Hann var með prúðustu og kurteisustu mönnum sem ég hef fyrir hitt, en gamansamur í bland. Honum þótti gaman að ræða þjóðmálin í þaula og var vel heima og fengur að spjalli við hann. Hann gegndi mörgum trúnaðarstörfum fyr- ir flokkinn og m.a. sá hann um hér- aðsmót framsóknarmanna í Skaga- firði í fjölda ára og voru þær sam- komur víðfrægar og jafnan húsfyllir. Hann gætti þess jafnan að há- menningarleg atriði fengju veglegan sess í dagskránni, og var oft landsins besta söngfólk ráðið til að troða upp. Dansinn var svo stiginn á eftir undir skagfirskri sveiflu Geirmundar og ekki var meira stuð annars staðar í landinu. Guttormur var einlægur samvinnu- maður og gegndi trúnaðarstörfum í Framsóknarflokknum í áratugi. Leið- ir okkar lágu oft saman og hafði ég miklar mætur á honum eins og raun- ar allir á skrifstofunni. Einu sinni hringdi hann í mig til að segja mér að hann væri á leið til Reykjavíkur til að sitja þing Alþýðu- sambandsins og hefði verið kvöldið áður kosinn af sínu félagi til þess. Þar sem nokkur spenna var fyrir þetta þing og pólitískir flokkadrættir spurði ég hvort hann hefði fengið þokkalega kosningu. „Það var nokkuð afdráttarlaust, ég fékk öll atkvæðin,“ svaraði hann og hló lágt. Ég vil að lokum þakka fyrir ein- staklega góða samferð með þessum heiðursmanni, nærvera hans gerði allar samkomur betri og fundarmenn stilltari. Með hógværð og góðvild hjálpaði hann til við að leysa stundum erfið mál, ráð hans voru alltaf holl og hon- um gátu allir treyst. Fjölskyldu hans bið ég Guðs bless- unar og huggunar. Þakka þér fyrir stundina, góði. Atli Ásmundsson. Í dag verður til moldar borinn, virt- ur öldungur, Guttormur Óskarsson. Með honum er genginn einn ágætasti félagsmálamaður sem Skagfirðingar áttu á öldinni sem leið. Guttormur ólst upp í stórum systk- inahópi, og lærði því ungur með leið- sögn góðra foreldra að taka tillit til annarra og láta sig kjör þeirra varða. Á hans uppvaxtarárum voru hugsjón- ir ungmennafélaganna aflgjafi í fram- farasókn þjóðarinnar. Samvinnu- félögin voru þá sem óðast að marka sín spor í uppbyggingu og fram- kvæmdum víða um landið. Guttormur fann fljótt að hann átti heima í hópi samvinnumanna og þar vildi hann ótrauður taka til hendi. Eftir braut- skráningu úr Samvinnuskólanum kom hann brátt aftur heim og gerðist gjaldkeri KS. Á árum áður meðan enginn banki starfaði í héraðinu mátti segja að lunginn af peningaveltu á fé- lagssvæðinu færi um hendur Gutt- orms. Vinnulaun starfsmanna og and- virði afurða bænda og sjómanna fóru um kassa gjaldkerans. Kaupfélags- stjórar veittu honum einnig heimild til þess að leysa mál manna og veita fyrirgreiðslu ef hann teldi ástæðu til og ljóst væri að ráða mætti án tafa. Börn og unglingar sem komu til gjaldkerans týndu gjarnan feimni sinni, þegar við þau var rætt sem jafningja og glaðlegt og hlýtt viðmót Guttorms gaf þeim aukið sjálftraust. Ómeðvitað var þar sáð fræjum sem síðar báru ávöxt í samvinnustarfi í héraðinu. Guttormur var ágætur hestamað- ur, sem frændur hans margir. Hann naut þess að sjá og finna fangreistan gæðing fara á kostum og veita og gefa knapa sínum ómældar gjafir af fúsum vilja. Hvarvetna í félagsstarfi var hugs- un hans hin sama. Hvað hann gæti gert fyrir félagið sitt. Það átti við jafnt um ungmennafélagið, kirkjuna, hestamannafélagið, kaupfélagið og ekki síst Framsóknarflokkinn. Ef ég þurfti að sinna félagsstörfum, sem stundum kom fyrir, var enginn betri að sækja að ráðum en Guttormur Óskarsson. Í einkalífi var Guttormur hamingju maður, kona hans Ingveldur Rögn- valdsdóttir studdi hann í öllu hans starfi og annaðist heimili þeirra, dæt- ur og fósturdóttur svo sem best verð- ur á kosið. Gestagangur var jafnan mikill á heimili þeirra. Gilti einu hvort þar komu frændur eða kunningjar úr héraði eða aðkomumenn, listamenn eða ráðherrar, öllum var veitt af sömu rausn og hlýhug sem rótgróið var heimilinu. Guttormur var bókamaður og átti fallegt safn góðra bóka. Ljóð þjóð- skáldanna voru honum töm lestrar og mjög kær. Sagnaskáld samtíðar las hann jafnan og verkum þeirra raðað í safn hans. Allnokkur síðustu árin var Gutt- ormur mjög þrotinn að líkamsburð- um og dvaldi á ellideild Heilbrigðis- stofnunarinnar á Sauðárkróki. Með Guttormi Óskarssyni er genginn heil- steyptur mannkostamaður. Ég var sá lánsmaður að eignast vináttu hans, sem ég þakka við leiðaskil, hrærðum huga. Guttormur var einlægur trú- maður. Hann vissi ,,að látinn lifir“ og vinir bíða í varpa þá von er á gesti. Blessuð sé minning Guttorms Ósk- arssonar. Ingu, dætrum þeirra og ástvinum sendum við samúðarkveðju. Gunnar Oddsson og Helga Árnadóttir. Kveðja frá Framsóknarfélagi Skagafjarðar Ég hitti Guttorm Óskarsson fyrst þegar ég var strákpjakkur er ég fór á skrifstofu Kaupfélags Skagfirðinga til að taka út aura fyrir innleggið eftir lambið mitt, sem lagt hafði verið inn á reikning í Kaupfélaginu eins og gert

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.