Morgunblaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 29 SUÐURNES Eftir Svanhildi Eiríksdóttur Reykjanesbær | „Þetta er fyrsta samstarfsverkefni okkar mæðgna á þessu sviði. Samstarfið gekk upp og ofan í fyrstu vegna dómhörku minn- ar í hennar garð en það lagaðist þeg- ar leið á æfingatímann,“ sagði Frey- dís Kneif Kolbeinsdóttir í samtali við Morgunblaðið en hún og 15 dótt- ir hennar, Þórdís Birna Borg- arsdóttir, hafa á undanförnum vik- um unnið saman í jólasöngleiknum „Hvað er í pakkanum?“ sem vakti mikla lukku. Síðastliðið haust fengu vinkon- urnar Freydís Kneif Kolbeinsdóttir, Íris Dröfn Halldórsdóttir og Gunn- heiður Kjartansdóttir þá hugmynd að halda jólatónleika í Myllubakka- skóla, þar sem þær voru allar starf- andi. Þær höfðu áður unnið saman að ýmsum verkefnum innan og utan skólans, sett upp söngleiki, leikrit og haldið tónleika með nemendum skól- ans. Jólatónleikarnir tóku hins veg- ar nýja stefnu og kringum lögin 13 sem átti að flytja kom smátt og smátt texti. Í framhaldi ákváðu þær að bjóða nemendum úr öllum grunn- skólunum á Suðurnesjum og Fjöl- brautaskóla Suðurnesja að taka þátt í verkefninu og héldu áheyrnarpróf. 30 nemendur komust áfram. Skrifað fyrir hvern og einn „Söngleikurinn er í raun skrifaður í kringum hvert barn sem tekur þátt í sýningunni. Þegar við fórum að vinna með börnunum og kynnast þeim urðu flestar persónurnar til. Gunnheiður kom með þá hugmynd að um leið og barn kæmi inn á sviðið færi það ekki út aftur. Tveir leikarar byrja á sviðinu og í lokin eru þeir 30,“ sagði Freydís. Þær kröfur voru gerðar til þátttakendanna að þeir gætu leikið, sungið og dansað. Sá þátttakandi sem mest mæðir á í söngleiknum er dóttir Freydísar, Þórdís Birna Borgarsdóttir. Þó þetta sé fyrsta verkefnið þeirra saman er Þórdís Birna langt því frá að stíga sín fyrstu skref á sviðinu. „Ég lék aðalhlutverkið í Grease í Holtaskóla fyrir tveimur árum og söng í Öskubusku fyrir ári,“ sagði Þórdís Birna. Að sögn Freydísar hefur Þórdís Birna sungið frá því að hún var ómálga barn. Hún byrjaði að syngja löngu áður en hún varð talandi og söng hástöfum þótt eng- inn skildi textann. Laglínan heyrðist hins vegar vel. Þórdís Birna keppti nýverið í undankeppni söngva- keppni Samfés, en aðalkeppnin verður haldin í mars á næsta ári. Hún var einnig fulltrúi félagsmið- stöðvarinnar Fjörheima í Reykja- nesbæ fyrir tveimur árum. „Ég söng lagið „Forever Young“ og spilaði sjálf undir á píanó. Ég er hins vegar ekki búin að ákveða hvað ég ætla að syngja í aðalkeppninni.“ Þórdís Birna hefur undanfarið eitt og hálft ár verið í söng- og pí- anónámi í Tónlistarskóla Reykja- nesbæjar og Freydís segir hana hafa náð mikilli leikni á stuttum tíma. „Það kom okkur foreldrunum ekkert á óvart að hún skyldi feta þessa braut. Hún hefur alla tíð verið mikill söngfugl og tónviss. Hún var farin að syngja rétt rúmlega eins árs og hélt lagi. Við gátum alltaf merkt það á söngnum í hvernig skapi hún var.“ Þórdís Birna sagðist þó ekki vera búin að gera það upp við sig hvort hún ætlaði að leggja tónlistina og leiklistina fyrir sig. „Alveg eins,“ varð henni að orði. Þórdís Birna hef- ur fengið góðar viðtökur fyrir frammistöðu sína í „Hvað er í pakk- anum?“ Þar túlkar hún elsta barn einstæðrar fjögurra barna móður sem kemur heim á Þorláksmessu- kvöld um það leyti sem íbúð hennar er að fyllast af fólki og margt sem á eftir að gera fyrir jól. Leikhæfileikana hefur Þórdís ekki langt að sækja. Freydís Kneif hefur alla tíð haft mikinn áhuga á leiklist og reyndar tónlist líka. Hún lék mikið í skóla og var í leiklist- arklúbbi og leiklistarvali og þegar hún sá auglýst eftir leikurunum hjá Leikfélagi Keflavíkur í samlestur á leikritinu „Syndaselurinn Snorri“ árið 1996 ákvað hún að skella sér. Árin hjá LK urðu mörg og þó vett- vangur hennar hafi breyst úr því að vera sjálf á sviði í að koma öðrum á svið, segist Freydís ekki endilega vera hætt hjá félaginu. „Mér finnst ofsalega gaman að vinna með krökk- um á þann hátt sem ég er að gera núna, enda er ég kennari. Margir eru nemendur mínir og við kynn- umst á nýjan hátt. Þarna er maður í leik með þeim.“ Stökk á svið Vegna reynslu Freydísar á svið- inu urðu forföll í söngleiknum til þess að hún varð að stökkva á svið með 10 mínútna fyrirvara og túlka persónu sem nokkuð mikið mæddi á. Tilkynnt var í upphafi að áhorfendur skyldu ekki láta sér bregða þótt hálffertug kona væri á sviðinu sem venjulega væri fullt af börnum. „Það kom aldrei annað til greina en ég myndi gera þetta ef til þess kæmi. Ég er sú sem hef sviðsreynsluna og í raun hefur frá upphafi verið mjög skýr verkaskipting hjá okkur. Íris sér um dansinn enda vön úr fimleik- unum og Gunnheiður er sú sem nær best til barnanna, þjappar þeim saman. Leikhlutinn og tæknimálin hafa verið á minni könnu,“ sagði Freydís en þær Íris hafa einnig séð um textagerð í þremur jólalaganna. Vinkonurnar eru komnar í lang- þráð jólafrí enda hefur vinna við söngleikinn staðið frá því í ágúst og vinnustundirnar verið margar. Fríið verður þó ekki langt því búið er að óska eftir kröftum þeirra við gerð söngleiks í Fjölbrautaskóla Suður- nesja á vormánuðum. „Við erum all- ar ofvirkar,“ sagði Freydís. „Þetta verður frumsaminn söngleikur með ákveðnu tónlistarþema, en ég get ekki uppljóstrað um tónlistina.“ Sungið frá því hún var ómálga barn Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Leika saman Mæðgurnar Þórdís Birna Borgarsdóttir og Freydís Kneif Kolbeinsdóttir vinna saman í söngleiknum „Hvað er í pakkanum?“ Í HNOTSKURN »Samstarf Freydísar, Írisar ogGunnheiðar hefur leitt til þess að mörg skemmtileg verk hafa verið sett á svið og þær hafa gefið mörgum börnum tækifæri til að spreyta sig á sviði. »Að sögn Freydísar eru þærstöllur ákaflega ánægðar með frammistöðu barnanna og ekki síður viðtökurnar sem verk- ið hefur fengið. Klapparstíg 44 • Sími 562 3614 19 87 - 2007 M b l 9 48 46 4 Pipar og salt 20 ára Enskur jólabúðingur frá kr. 450 Mincemeat tarts frá kr. 495 Skoskt smjörkex í gjafakassa kr. 1.600 Ensk jólakaka kr. 1.300 WALKERS Jólavara Victor Castware Elsenham Ómissandi með jólamatnum Cranberry sósa Góð með villibráð og kalkún Myntuhlaup Gott með lambakjöti Cumberland sósa Góð með paté og kæfu Piparrótarsósa Góð með roast beef og reyktum laxi Mauviel koparpottar síðan 1830 Sænskir aðventukransar Verð kr. 5.995.- Hver viðskiptavinur fær litla sultukrukku í kaupbæti í dag Í tilefni 20 ára afmælis bjóðum við viðskiptavinum að smakka á enskri jólaköku í dag, laugardaginn 15. desember Kokkabókastativ kr. 3.995 Eldhúsrúllustativ kr. 2.900 Piparkvarnir frá kr. 2.500 Margir litir 1987 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.