Morgunblaðið - 15.12.2007, Side 32

Morgunblaðið - 15.12.2007, Side 32
Ef þú heyrir, þann 15. desember, einhvern spyrja:„Hvar eru nú allar sleifarnar?“ þá hefur hann Þvörusleikir bróðir minn komið í heimsókn. Hann hefur allt í röð og reglu, strákurinn. Raðar öllum sleifum, ef það er kökudeig eða súkkulaði á þeim. „Namm,“ – hann raðar sérstaklega vel sleifum með súkkulaðideigi. Deiginu raðar hann í sig en sleifarnar lenda á gólfinu. Kertasníkir leysir frá skjóðunni - Anja og Markus Kislich Þvörusleikir – 15. desember tíska 32 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Nú er Gunna á nýju skónum, nú eru að koma jól. Siggi er á síðum buxum, Solla á bláum kjól … Ef þið skylduð ekki hafa tekiðeftir því þá skal hér upplýstað það eru að koma jól! Það erreyndar ekkert tilefni til að setja allt á annan endann hér og nú en það er nauðsynlegt að hafa eitt á hreinu: Það er grundvallaratriði að maður sé vel til fara á jólunum og er eins mikilvægt og góður matur. Ja, maður hefði a.m.k. hald- ið það í ljósi allra sagnanna um jólakött- inn í gegnum tíðina. Þó bar svo við í vik- unni að nokkrir kvenkyns vinnufélagar sátu saman yfir fiskbollum í hádeginu og ræddu þetta fyrirbæri jólaföt. Fljótlega komust konurnar að því að þær höfðu ansi mismunandi viðhorf til þessa „grundvallaratriðis“ í jólahaldinu og nið- urstaðan yfir fiskbollunum varð þessi: Nýtt flokkunarkerfi á konur eftir jólaföt- um í konur A-D [ath. flokkun á körlum eftir þessari aðferð yrði sennilega ein- faldari]. Kona A Finnst langbest að vera í náttföt- unum á jólunum, heima hjá sér a.m.k., eða klæðir sig ekkert sérstaklega upp. Kona B Fer í föt af fínna taginu úr fata- skápnum en ekki þau bestu, það eru eng- ir utanaðkomandi „áhorfendur“ og það þarf ekki að óttast „sósuslys“. Kona C Klæðir sig upp um jólin en vill ekkert vesen, buxur fá grænt ljós og líka pottþétti kjóllinn til margra ára, nýr jóla- kjóll er engin nauðsyn. Kona D Nýr jólakjóll er einmitt málið, helst dragfínn. Afturhvarf og öryggi svarta litsins Þær konur sem finnst það hljóma spennandi að vera eins og æsku- draumurinn Solla á bláum kjól geta glaðst yfir jólakjólum þeim sem urðu á vegi Daglegs lífs og hafa nú ratað hingað á síður blaðsins. Kjólarnir í tískubúðunum eru af- skaplega fjölbreyttir og „skemmtilegir“ en þó má segja að lýsingarorðin klassískt og kvenlegt eigi almennt við tískuna í ár. Afturhvarf til sjötta áratugarins er aug- ljóst og svartir kjólar eiga nú sem aldrei fyrr upp á pallborðið hjá konum. „Glamúr“-kjólar gægjast líka fram í dyragættina en munu að sögn versl- unarmanna vera vinsælli um áramótin – þegar djarfari klæðnaður rímar einhvern veginn betur við flugeldana en við glæ- nýja jólatréð. Silkifín áferð umlykur kjólatískuna fyrir þessi jól og veglegar slaufur eru nokkuð áberandi. Það hlýtur einhvern veginn að hafa verið slaufa á bláa kjóln- um hennar Sollu sem veit – af hátíðleika kjóls og brokkandi kisu – að „ilmurinn úr eldhúsinu // er svo lokkandi“. thuridur@mbl.is Morgunblaðið/Frikki Flottur Svartur og þægilegur kjóll frá Sautján, 7.990 kr. Svartir glitskór frá Vero Moda, 6.990 kr. Rauður og silkifínn Kjóll sem Eva Longoria klæddist á dögunum. Frá Kiss, 7.990 kr. Fjólublár draumur Sparilegur plíseraður kjóll frá Vero Moda, 5.990 kr. Í jólakjól fyrir Sollu Ertu kona A, B, C eða kannski D þegar kemur að jóla- fötum? Blaðamaður í jólakjólaleit flokkast sem B eða C.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.