Morgunblaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SUBARU-bifreið Friðjóns Fannars Hermannssonar var stolið í gær- morgun í ofsaveðrinu í Reykjavík, svo hann stóð eftir á götunni í rok- inu bíllaus og lyklalaus. Hann fann bílinn síðdegis í gær fyrir tilviljun. Friðjón var að bera Morg- unblaðið út við neðanverðan Laugaveg og skildi bílinn eftir í gangi á meðan hann stökk inn í hús til þess að skila af sér blaði. „Ég var eiginlega búinn og færði bílinn neðst á Laugaveginn til að bera út í síðustu húsin. Ég vék frá bílnum í svona þrjátíu sekúndur og þá heyrði ég að bílhurð var skellt. Ég leit við, því það var enginn á ferli, og sá bara í rassinn á bílnum þegar hann brunaði í burtu,“ sagði Frið- jón. Friðjón var með síma á sér og hringdi strax í Neyðarlínuna. „Þeir kölluðu þetta út strax en sögðu mér að ég þyrfti að fara upp á Hverf- isgötu og tilkynna þetta. Það að labba þarna upp á lögreglustöð eins og veðrið var, var ekki það skemmtilegasta sem ég hef lent í.“ Það fyrsta sem Friðjóni datt í hug var að einhver félagi hans væri að gera at í honum en hann áttaði sig fljótt á því að svo var ekki. „Þetta er eiginlega of súrt til að vera grín. Ég held svona í alvörunni að það hafi einhver ógæfumaður rambað á bílinn í vonda veðrinu og ákveðið að grípa hann.“ Á sömu lyklakippu og bíllykl- arnir voru húslyklar. Friðjón hafði áhyggjur af því og skipti í gær um hurðaskrárnar til öryggis og gerði sér síðan ferð niður í Brynju til að láta smíða fleiri lykla að nýju skránum. Fannst fyrir tilviljun Hann lagði leið sína um Njáls- götu og sá sér til undrunar hvar bíllinn hans stóð. Þegar Friðjón kom að bílnum tók hann í hurð- arhúninn farþegamegin og fann að bíllinn var kirfilega læstur. Hann hringdi strax í lögregluna og lét vita að bíllinn væri fundinn. Tveir lögreglumenn komu á staðinn. „Þeir sögðu að fyrst ég væri með aukalykil skyldi ég bara keyra í burtu,“ sagði Friðjón. Búið var að gramsa í öllu lauslegu, en sá sem fékk bílinn „lánaðan“ hafði samt haft fyrir því að læsa honum kirfi- lega svo enginn gæti stolið honum! Friðjón kvaðst hafa lært af þessu: „Það er að skilja ekki bílinn eftir í gangi. Eins að læsa bílnum. Það er eitthvað sem ég hef hlegið að í mörg ár – en nú held ég að ég hlæi ekki lengur að því,“ sagði Friðjón. Bílnum var stolið á þrjátíu sekúndum Blaðberi horfði á eftir bílnum sínum niður Laugaveg VIÐSKIPTARÁÐHERRA hefur lagt fram stjórnarfrumvarp til inn- heimtulaga á Alþingi. Þar eru skil- greind ýmis skilyrði fyrir rekstri innheimtustarfsemi. Einnig verður eftirlitsskylda Fjármálaeftirlitsins með slíkri starfsemi fest í lög. Markmiðið er aðallega að setja meginreglur um innheimtustarf- semi til hagsbóta fyrir neytendur. Þar er kveðið á um góða inn- heimtuhætti, „án þess að beita óhæfilegum þrýstingi, tjóni eða óþægindum“. Einnig að skuldara verði send skrifleg viðvörun um að vænta megi frekari innheimtuað- gerða. Þannig má draga úr óeðli- legum kostnaði skuldara vegna innheimtuaðgerða á frumstigi. Fólk geti greitt skuldir með lágmarkskostnaði Gengið er út frá því að skuld- arar eigi almennt kost á að greiða skuldir innan stutts frests með lágmarkskostnaði, áður en gripið er til frekari innheimtuaðgerða á grundvelli réttarfarslaga. Jón Þór Sturluson, aðstoðar- maður Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra, sagði að með innheimtulögum væri verið að setja lagaramma um innheimtu- starfsemi eins og til er um aðra fjármálastarfsemi. Áður hafa ekki verið sett sérstök lög um inn- heimtustarfsemi hér á landi. Jón Þór sagði að ætlunin með laga- setningunni væri meðal annars að sporna við „ótilhlýðilegum rukk- unum“ en ekki að hefta eðlilega starfsemi innheimtufyrirtækja. Einnig verður innheimtustarfsemi gerð eftirlitsskyld. „Það er heimild til reglugerð- arsetningar af hálfu ráðherrans til að setja þak á ýmsar tegundir inn- heimtukostnaðar, að fenginni um- sögn og áliti hagsmunaaðila,“ sagði Jón Þór. Hann sagði að drög að reglugerðinni yrðu kynnt við nánari vinnslu málsins í þinginu. Þar sé á þessu stigi einungis horft til kostnaðar við fyrstu innheimtu almennra skulda. Þessu megi ekki rugla saman við réttarfarslegar innheimtuaðgerðir, stefnur og slíkt. Frumvarp um inn- heimtu lagt fram Þak á ýmsar gerðir innheimtukostnaðar HALLGRÍMUR Snorrason hag- stofustjóri hefur ákveðið að láta af störfum um áramótin. Hinn 1. janúar 2008 verður Hagstofa Íslands lögð niður sem ráðuneyti. Magnús S. Magnússon, núverandi staðgengill hagstofustjóra, verður settur til að gegna starfinu þar til nýr hagstofu- stjóri hefur verið skipaður. Samkvæmt lögum, sem Alþingi samþykkti 10. desember sl., verður Hagstofan sjálfstæð stofnun sem heyrir undir forsætisráðherra. Í 1. gr. laganna segir að Hagstofan sé miðstöð opinberrar hagskýrslugerð- ar í landinu og hafi forystu um til- högun, samræmingu og framkvæmd hennar svo og um samskipti við al- þjóðastofnanir á þessu sviði. Hallgrímur tók við starfi hag- stofustjóra í ársbyrjun 1985 og hefur því gegnt starfinu í 23 ár, lengst allra núverandi hagstofustjóra í heimin- um. Starfið verður auglýst á sunnu- daginn kemur og er umsóknarfrest- ur til 10. janúar 2008. Breytingar hjá Hag- stofunni „ÞAÐ VAR auð- vitað mjög ein- kennilegt að á sama tíma og gripið var til mót- vægisaðgerða vegna niður- skurðar í þorsk- kvóta hækkaði skattlagning á út- gerðir, einmitt á sama ári og áfall- ið kemur,“ segir Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefnd- ar Alþingis, um þá ákvörðun nefnd- arinnar að lækka tímabundið veiði- gjald sem útgerðir greiða. Lög um það voru samþykkt á Alþingi í gær en jafnframt er veiðigjald á þorsk og rækju fellt niður til tveggja ára. Arnbjörg segir að fyrirliggjandi útreikningar fyrir þetta fiskveiðiár hafi sýnt að útgerðirnar myndu sam- tals greiða milljarð í ríkissjóð en á síðasta ári hafi fjárhæðin verið 440 milljónir. „Þegar við sáum að þrátt fyrir að við felldum niður veiðigjald á þorski yrði veiðigjaldið engu að síður í heild 728 milljónir ákváðum við að lækka álagningarprósentuna,“ segir Arnbjörg en álagningin miðar alltaf við afkomu árið áður. Álagningarpró- sentan verður því 4,8% fyrir þetta og næsta fiskveiðiár en hefði að óbreyttu verið 8% í ár og 9,5% á næsta ári. „Heildargreiðslurnar verða þær sömu og á síðasta fiskveiðiári,“ segir Arnbjörg og svarar því aðspurð að þegar mótvægisaðgerðir vegna nið- urskurðar í þorskkvóta hafi verið ákveðnar hafi menn ekki gert sér grein fyrir að veiðigjaldið væri í raun að hækka. En telur hún koma til greina að fella veiðigjaldið niður? „Frá mínum bæjardyrum séð er þetta óréttlát skattlagning,“ segir Arnbjörg og bætir við að þarna þurfi ein atvinnugrein umfram aðrar að greiða skatt. Ef um auðlindaskatt væri að ræða ætti hann að ganga yfir alla, t.d. þá sem nýta orkuauðlindirn- ar. „En þetta var niðurstaða af ákveðinni vinnu og gert til að ná sátt- um um fiskveiðistjórnunarkerfið,“ segir Arnbjörg og áréttar að almennt séð sé hún mótfallin skattlagningu. Veiðigjaldið sé það sama og á síðasta ári Útgerðir beri ekki þyngri bagga þegar afkoman er verri Arnbjörg Sveinsdóttir Í HNOTSKURN » Veiðigjald var tekið upp árið2002. » Það er lagt á veiðiheimildirsem útgerðir fá og er grund- vallað á aflaverðmæti. ÍSLANDSPÓSTUR efndi í gær til útgáfuhófs vegna útkomu nýrra frí- merkja sem gefin hafa verið út í haust. Nýlega kom út frímerki til að minnast 100 ára afmælis Klepps- spítala. Af því tilefni afhenti Ingi- mundur Sigurpálsson, forstjóri Ís- landspósts, styrk að upphæð ein milljón króna til Barna- og ung- lingageðdeildar Landspítalans (BUGL). Guðrún Bryndís Guð- mundsdóttir, yfirlæknir á BUGL, veitti styrknum viðtöku. Pening- arnir munu renna í sjóð sem varið verður til að kaupa húsnæði fyrir foreldra veikra barna utan af landi sem koma í meðferð til Reykjavík- ur. Einnig var fagnað útgáfu tveggja annarra frímerkja sem komu út í haust. Annars vegar er frímerki sem gefið var út í tilefni af 200 ára fæðingarafmæli Jónasar Hall- grímssonar. Hitt frímerkið kom út í tilefni nýrrar þýðingar Biblíunnar á íslensku. Pósturinn styrkir BUGL Morgunblaðið/Kristinn Húsnæðiskaup Guðrún Bryndís Guðmundsdóttir, yfirlæknir á BUGL, tók við styrk frá Íslandspósti. Íslandspóstur fagnaði útkomu nýrra frímerkja og gaf milljón króna styrk Þú getur valið úr fjölbreyttu úrvali ferða hjá þremur ferðaskrifstofum. Allt í einu gjafabréfi. Úrval-Útsýn: 585 4000 Sumarferðir: 514 1400 Plúsferðir: 535 2100
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.