Morgunblaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann
Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi,
gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur
Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt
karlmann á fimmtugsaldri í átta mánaða óskil-
orðsbundið fangelsi fyrir að ráðast á þáverandi
sambýliskonu sína á heimili þeirra í janúar sl.
Maðurinn var einnig dæmdur til að greiða kon-
unni hálfa milljón króna í bætur.
Maðurinn var ákærður fyrir að hafa ráðist á
konuna inni á baðherbergi með þeim afleiðingum
að hún hlaut ýmsa áverka. Hann neitaði sök og
sagðist hafa verið að verjast konunni. Þá hefði hún
meiðst við að ganga á dyrastaf, sennilega viljandi
til að verða sér úti um áverka.
Framburður konunnar talinn trúverðugur
Dómurinn taldi hins vegar framburð konunnar
um árásina trúverðugan og vísaði m.a. til þess að
rannsóknargögn málsins og framburðir vitna
bentu eindregið til þess að maðurinn hefði í tví-
gang áður veist þannig að konunni að hún hefði
haft raunhæfa ástæðu til að óttast hann.
Maðurinn var dæmdur á grundvelli 217. greinar
almennra hegningarlaga um líkamsárás en há-
marksrefsing samkvæmt þeirri grein er árs fang-
elsi. Segir dómurinn að árásin hafi verið talsvert
heiftúðleg og hættuleg og það þyki auka á gróf-
leika verknaðarins hve nákominn maðurinn var
konunni en þau höfðu búið saman fyrir þetta og
konan flutti til landsins gagngert til þess að hefja
sambúð með manninum.
Konan farin aftur til Venesúela
Fjallað var um þetta mál í Morgunblaðinu í
ágúst sl. en þar sagði konan að maðurinn, sem er
flugstjóri fraktflugvélar, hefði smyglað sér inn í
landið en konan er frá Venesúela.
Samkvæmt upplýsingum mbl.is er konan farin
aftur til Venesúela en kom til Íslands í nóvember
til að bera vitni fyrir dómi vegna líkamsárásar-
ákærunnar.
Símon Sigvaldason héraðsdómari dæmdi málið.
Dæmdur fyrir hættulega
árás á sambýliskonu sína
Sagðist hafa verið að verjast konunni sem hefði meiðst við að ganga á dyrastaf
KONAN sem varð fyrir árásinni sagði sögu sína í
samtali við Morgunblaðið í ágúst síðastliðnum en
hún var flugfreyja í heimalandi sínu er hún
kynntist manninum sem var flugstjóri hjá ís-
lensku flugfélagi. Hún sakaði hann um að hafa
smyglað sér ólöglega til Íslands á sínum tíma
með fragtflugvél og var málið rannsakað hjá lög-
reglunni á Suðurnesjum en rannsókninni hætt.
Líkamsárásarkæra hennar, sem hún lagði
fram daginn eftir árásina, var síðan annar hluti
málsins sem varðaði sambúð hennar og manns-
ins.
Eftir árásina í janúar var henni komið á spít-
ala þar sem gert var að sárum hennar og í fram-
haldinu fór hún í Kvennaathvarfið þar sem hún
dvaldi næstu þrjá mánuði eða fram í apríl á þessu
ári.
Kærði árásina
LEIKJAVEFURINN Leikjanet-
.is, sem ætlaður er börnum, var
með ögrandi kynferðislegt efni á
forsíðu sinni í gær, þar sem sett
hafði verið inn auglýsing fyrir
heimasíðu sem býður myndir af fá-
klæddum konum í vefmyndavélum.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
Leikjanet.is fær slíkar auglýsingar
inn á síðuna sína og segir Arthur
Ólafsson, stjórnandi Leikjanet.is,
að erfitt sé að ráða við þessa óvel-
komnu auglýsingar og fjarlægir
hann leikina sem þær eru festar
við, strax og hann fær tilkynningar
um slíkt.
Hann segir fyrirkomulagið á
Leikjanet.is vera þannig að vefur-
inn vísar á tiltekinn leik sem annar
aðili hýsir. „Eftir að við byrjum að
vísa á leikinn breytist auglýsinga-
stefna aðilans án þess að við fáum
nokkra tilkynningu um það,“ segir
hann. „Það eina sem við getum
gert er að treysta á að fólk hringi
og láti okkur vita af þessu.“
Arthur segir ekki hægt að hafa
sjálfvirkt innra eftirlit til að
skanna vefinn í leit að óvelkomnum
auglýsingum af þessu tagi.
„Við höfum reynt að gera það
handvirkt. Fyrir þúsund leiki
þyrfti að skoða hvern þeirra nokkr-
um sinnum og við getum það ekki,
því miður. Hins vegar gerist þetta
mjög sjaldan og við bregðumst við
eins fljótt og við getum.“
Í tilviki gærdagsins var kynferð-
islega efnið tengt Tomma og
Jenna-leik.
Kynferð-
islegt efni
á leikjasíðu
MIKIL umframeftirspurn var í
hlutafjárútboði FL Group sem lauk í
gær. Fjárfestar skráðu sig fyrir
hlutafé að andvirði 20,6 milljarðar.
Hlutabréf voru seld fyrir 15 millj-
arða, nýir hlutir fyrir 10 milljarða og
Baugur Group seldi fyrir fimm millj-
arða. Í tilkynningu segir m.a.:
„Í kjölfar útboðsins og þegar
Baugur Group hefur fengið útgefna
hluti samkvæmt samningi við FL
Group, verður eignarhlutur fimm
stærstu hluthafa (miðast við eign
hluthafa að morgni 14. desember
2007, að viðbættum hlut þeirra í út-
boði) félagsins eftirfarandi:
Baugur Group hf. (BG Capital)
36,47%. Gnúpur fjárfestingarfélag
hf. 12,05%. Oddaflug B.B. 10,86%.
Materia Invest ehf. 6,28%. Fons hf.
6,13%.“
Mikill áhugi
á FL Group
ELDUR kviknaði í Fiskiðjunni,
gömlu frystihúsi í Vestmanna-
eyjum, í fyrrinótt og var einn mað-
ur á þrítugsaldri yfirheyrður í
gærkvöld vegna málsins með stöðu
grunaðs manns.
Að sögn lögreglunnar í Vest-
mannaeyjum var tilkynnt um eld-
inn um kl. 3.30. Slökkviliðsmenn
fóru á vettvang skömmu síðar og
slökktu eldinn sem var ekki mikill.
Talsverður reykur myndaðist hins
vegar. Frystihúsið hefur ekki verið
í notkun lengi og hefur það verið
lokað að undanförnu, en nokkrir
hafa haft lyklavöld að því, meðal
annars til hljómsveitaræfinga.
Að sögn lögreglunnar var ekki
mikið um verðmæti í Fiskiðjunni
gömlu. Ekki liggur ljóst fyrir hvort
hljóðfæri tónlistarfólks kunna að
hafa skemmst.
Slökkvistarf tók um klukku-
stund. Eldsupptök eru ókunn og er
málið í rannsókn.
Auk mannsins sem var handtek-
inn í gærkvöld yfirheyrði lög-
reglan hátt í tíu unga menn vegna
málsins og var þeim sleppt að því
loknu. Talið er að kveikt hafi verið
í húsinu en vettvangsrannsókn stóð
enn yfir í gærkvöldi.
Viðurkenndu að hafa
verið á vettvangi
Allir þeir sem lögreglan yf-
irheyrði í gær og var sleppt við-
urkenndu að hafa verið á vettvangi
þá um nóttina en ekki liggur fyrir
hver eða hverjir hafi verið þar síð-
astir á ferli að sögn Karls Gauta
Hjaltasonar, lögreglustjóra í Vest-
mannaeyjum.
Sá sem var handtekinn undir
kvöldið var talinn hafa verið í hús-
inu skömmu áður en eldsins varð
vart.
Lögreglan segir að rannsókn
hafi beinst að því að upplýsa
mannaferðir í húsinu skömmu fyr-
ir brunann og sé ljóst að nokkrir
ungir menn voru í húsinu fyrr um
nóttina.
Ljósmynd/Ómar Garðarsson
Grunur um íkveikju í Fiskiðjunni í Eyjum
♦♦♦
BANDARÍSKA sendiráðið í
Reykjavík hefur verið í sambandi
við bandaríska heimavarnaráðu-
neytið (Home and Security) bæði í
Washington og New York og er
enn að skoða mál Erlu Óskar Arn-
ardóttur Lilliendahl, að sögn tals-
manns sendiráðsins í gær.
Blaðamaður spurði sendiráðið
hvort einstaklingur sem hefði dvalið
lengur í Bandaríkjunum en vega-
bréfsáritun hans heimilaði og sækti
síðan um nýja áritun við endur-
komu til Bandaríkjanna ætti á
hættu að vera tekinn til hliðar líkt
og Erla Ósk fékk að reyna.
Talsmaður sendiráðsins sagði af-
stöðu sendiráðsins vera þá að það
væri til lítils gagns að ræða ímynd-
uð dæmi.
Hvert mál
sem snerti
vegabréfsárit-
anir fólks sé
einstakt.
Sendiráðið
sagði að hefði
einhver spurn-
ingar sem
vörðuðu
vegabréfs-
áritun til
Bandaríkjanna væri best fyrir við-
komandi að hafa samband við ræð-
ismannsskrifstofu sendiráðsins og
ræða mál sitt við hana. Þá væri
hægt að fara yfir öll smáatriði
málsins.
Ræðismaður sker úr um álitamál
Mál Erlu til skoðunar
Erla Ósk Arnardóttir
Lilliendahl
ÍSLANDSDEILD Norðurlandaráðs
lagði til á fundi forsætisnefndar
Norðurlandaráðs í Norræna húsinu í
gær að fjallað yrði um öryggismál á
norðurslóðum innan ráðsins.
Lagt er til að unnið verði að grein-
ingu á stöðu öryggis- og björgunar-
mála á norðurslóðum og staðið fyrir
ráðstefnu og umræðu um það efni.
Tengsl milli loftslagsbreytinga og
öryggismála á svæðinu verði skoðuð
og möguleikar metnir á frekara sam-
starfi landanna um öryggismál. Ís-
landsdeildin lagði jafnframt til að
Norðurlandaráð hvetti Norrænu
ráðherranefndina til að kanna mögu-
leika á frekari uppbyggingu borg-
aralegs öryggisnets á svæðinu.
Árni Páll Árnason, formaður Ís-
landsdeildar Norðurlandaráðs og al-
þingismaður, sagði í framsögu að
ljóst væri að hlýnun andrúmsloftsins
myndi valda aukinni umferð um
norðurhöf og aukinni auðlindanýt-
ingu á svæðinu. Vestnorræna ráðið
hafi í nýlegum ályktunum vakið máls
á þessari hröðu þróun og að skortur
væri á björgunarviðbúnaði til að
bregðast við stórslysum á svæðinu.
Að tillögu Dagfinns Hoybraaten,
forseta Norðurlandaráðs, studdi for-
sætisnefndin tillögur Vestnorræna
ráðsins og Íslandsdeildar Norður-
landaráðs er snúa að borgaralegu
samstarfi um öryggismál. Þá óskar
forsætisnefndin eftir því að á ráð-
stefnu Norrænu ráðherranefndar-
innar um samfélagsöryggi, sem
haldin verður árið 2008, verði einn
liður hennar helgaður umfjöllun um
aukið borgaralegt samstarf um ör-
yggismál.
Borgaralegt samstarf
um öryggismál
Norðurlandaráð fjalli um öryggi á norðurslóðum