Morgunblaðið - 15.12.2007, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 15.12.2007, Qupperneq 39
vín MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 39 Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is Franska héraðið Roussillonhefur sótt í sig veðrið í vín-gerð á undanförnum árum þó ekki sé það stórt yfir að líta úr hlíðum Canigou-fjalls rétt norðan við landamæri Frakklands og Spán- ar. Einn þeirra vínbænda sem átt hafa sinn þátt í að auka veg og virð- ingu vína þaðan er Jean Luc Pujol sem heldur því fram að hvergi sé betra að rækta vín. Vín hans bera heiti fjölskyldunnar, Pujol, enda hef- ur vínrækt gengið mann fram af manni allt frá 1785, en í dag ræktar Pujol vín á 65 hekturum. Pujol segir líklegt að sú hefð eigi eftir að lifa lengi enn, í það minnsta hafa börn hans sýnt áhuga á víngerð. „Það skiptir þó öllu að ástríða sé fyrir víngerðinni, að farið sé út í hana af lífi og sál, og ég sé ekki betur en að þau vilji feta í fótspor okkar.“ Gestamóttaka Pujol víngerðar- innar er í gömlu húsi í Fourques. Vínkjallari fyrirtækisins er baka til, en einnig er fyrirtækið með annan vínkjallara inni í þorpinu. Á síðustu árum hefur Pujol unnið að endur- bótum í víngerðinni og meðal annars tekið upp lífræna ræktun eingöngu, sem hann segist gera til að tryggja mestu bragðgæði. Uppskera hvers árs er einstök Eins og getið er í upphafi velur fólk títt sama vínið þegar gera á sér dagamun og vill þá helst að það bragðist alveg eins, sama hvernig ár- ferði var á ræktunarstað. Margir framleiðendur hafa líka gert út á slíkt, tryggja það að hver árgangur bragðist nákvæmlega eins og fyrri árgangar, og náð góðum árangri á markaði fyrir vikið. Pujol gefur ekki mikið fyrir slíka vínrækt og segir að þau vín sem séu þannig unnin séu í raun Coca-Cola vínheimsins. „Vín er lifandi vara og uppskera hvers árs er í raun einstök. Fyrir vikið verða árgangarnir sem bruggaðir eru úr uppskerunni líka einstakir og það er að mínu viti eitt það sem hellar mest við vínfram- leiðslu. Hver víntegund hefur sín sér- kenni sem víngerðarmaðurinn hefur mótað, ýmist með því hvaða þrúgur eru notaðar, hve lengi vínið er látið standa og í hvernig ílátum og svo má lengi telja. Fyrir vikið getur fólk treyst því að viðkomandi vín sé af sömu gæðum ár eftir ár, en það stór- kostlega við þetta allt saman er að það er aldrei nákvæmlega eins, hver árgangur er upplifun útaf fyrir sig.“ Hér á landi fást þrjár rauðvíns- gerðir frá Pujol og tvær hvítvíns- gerðir, allt lífrænt ræktað vín. Einn- ig eru fáanleg styrkt vín frá Pujol, Muscat de Rivesaltes, Rivesaltes Ambre og Rivesaltes Grenat, auk- inheldur sem fáanlegt er sannkallað jólavín, jóla-muscat sem svo er kall- að, en það er styrkt, sætt og gullið desertvín sem kemur á markað rétt fyrir jólin ár hvert. Ástríða í víngerð Ljósmynd/ Björg Sveinsdóttir Ástríða Jean Luc Pujol, vínbóndi í Roussillon. Pujol í Roussillon Vínræktin er fjölskyldufyrirtæki og hefur gengið mann fram af manni allt frá 1785. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni mbl.is smáauglýsingar Myndaðu eins og fagmaður. Borgaðu eins og leikmaður. Taktu hágæða ljósmyndir heima í stofu, leiktu þér að ljósmyndun. Tilvalið fyrir eigendur SLR véla. www.hanspetersen.is INTERF IT EX15 0 HEIMA STÚDÍÓ 39.990kr Til sölu Golf GTI Árg. 2005, ekinn 36 þús. Sjálfskiptur (DSG), Xenon, lúga, aðgerðarstýri og hiti í sætum. Er á góðum vetrardekkjum. Fallegur og vel með farinn bíll. Upplýsingar í síma 899 2991.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.