Morgunblaðið - 15.12.2007, Síða 39

Morgunblaðið - 15.12.2007, Síða 39
vín MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 39 Eftir Árna Matthíasson arnim@mbl.is Franska héraðið Roussillonhefur sótt í sig veðrið í vín-gerð á undanförnum árum þó ekki sé það stórt yfir að líta úr hlíðum Canigou-fjalls rétt norðan við landamæri Frakklands og Spán- ar. Einn þeirra vínbænda sem átt hafa sinn þátt í að auka veg og virð- ingu vína þaðan er Jean Luc Pujol sem heldur því fram að hvergi sé betra að rækta vín. Vín hans bera heiti fjölskyldunnar, Pujol, enda hef- ur vínrækt gengið mann fram af manni allt frá 1785, en í dag ræktar Pujol vín á 65 hekturum. Pujol segir líklegt að sú hefð eigi eftir að lifa lengi enn, í það minnsta hafa börn hans sýnt áhuga á víngerð. „Það skiptir þó öllu að ástríða sé fyrir víngerðinni, að farið sé út í hana af lífi og sál, og ég sé ekki betur en að þau vilji feta í fótspor okkar.“ Gestamóttaka Pujol víngerðar- innar er í gömlu húsi í Fourques. Vínkjallari fyrirtækisins er baka til, en einnig er fyrirtækið með annan vínkjallara inni í þorpinu. Á síðustu árum hefur Pujol unnið að endur- bótum í víngerðinni og meðal annars tekið upp lífræna ræktun eingöngu, sem hann segist gera til að tryggja mestu bragðgæði. Uppskera hvers árs er einstök Eins og getið er í upphafi velur fólk títt sama vínið þegar gera á sér dagamun og vill þá helst að það bragðist alveg eins, sama hvernig ár- ferði var á ræktunarstað. Margir framleiðendur hafa líka gert út á slíkt, tryggja það að hver árgangur bragðist nákvæmlega eins og fyrri árgangar, og náð góðum árangri á markaði fyrir vikið. Pujol gefur ekki mikið fyrir slíka vínrækt og segir að þau vín sem séu þannig unnin séu í raun Coca-Cola vínheimsins. „Vín er lifandi vara og uppskera hvers árs er í raun einstök. Fyrir vikið verða árgangarnir sem bruggaðir eru úr uppskerunni líka einstakir og það er að mínu viti eitt það sem hellar mest við vínfram- leiðslu. Hver víntegund hefur sín sér- kenni sem víngerðarmaðurinn hefur mótað, ýmist með því hvaða þrúgur eru notaðar, hve lengi vínið er látið standa og í hvernig ílátum og svo má lengi telja. Fyrir vikið getur fólk treyst því að viðkomandi vín sé af sömu gæðum ár eftir ár, en það stór- kostlega við þetta allt saman er að það er aldrei nákvæmlega eins, hver árgangur er upplifun útaf fyrir sig.“ Hér á landi fást þrjár rauðvíns- gerðir frá Pujol og tvær hvítvíns- gerðir, allt lífrænt ræktað vín. Einn- ig eru fáanleg styrkt vín frá Pujol, Muscat de Rivesaltes, Rivesaltes Ambre og Rivesaltes Grenat, auk- inheldur sem fáanlegt er sannkallað jólavín, jóla-muscat sem svo er kall- að, en það er styrkt, sætt og gullið desertvín sem kemur á markað rétt fyrir jólin ár hvert. Ástríða í víngerð Ljósmynd/ Björg Sveinsdóttir Ástríða Jean Luc Pujol, vínbóndi í Roussillon. Pujol í Roussillon Vínræktin er fjölskyldufyrirtæki og hefur gengið mann fram af manni allt frá 1785. Stórhöfða 21, við Gullinbrú, s. 545 5500. www.flis.is ● netfang: flis@flis.is lím og fúguefni mbl.is smáauglýsingar Myndaðu eins og fagmaður. Borgaðu eins og leikmaður. Taktu hágæða ljósmyndir heima í stofu, leiktu þér að ljósmyndun. Tilvalið fyrir eigendur SLR véla. www.hanspetersen.is INTERF IT EX15 0 HEIMA STÚDÍÓ 39.990kr Til sölu Golf GTI Árg. 2005, ekinn 36 þús. Sjálfskiptur (DSG), Xenon, lúga, aðgerðarstýri og hiti í sætum. Er á góðum vetrardekkjum. Fallegur og vel með farinn bíll. Upplýsingar í síma 899 2991.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.