Morgunblaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 60
60 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Amma í Ásabyggð, ástríkis berðu dyggð Brettingshrund blíð. Eyjan þér æ svo kær er gyrðir norðursær, og aldni Útibær: Æskunnar tíð. María Hjelm, Þorgerður og Oddur Hrafnkell Hrafnhildar og Daníels- börn. HINSTA KVEÐJA Elsku amma mín. Þú varst svo hlý, hress og góð. Tókst alltaf fagnandi á móti okkur systkinunum þegar við komum í heimsókn til þín og afa í Ásabyggðina og venjulega kleipstu hvert og eitt okkar í kinnarnar. Á jólunum bakaðir þú alltaf, í minningunni finnst mér eins og sort- irnar hafi verið hátt í tuttugu. Á að- fangadag var það venja að allir hitt- ust í Ásabyggðinni og opnuðu pakkana saman og þá fyrst voru jólin komin þegar við vorum komin til ykkar. Það var alltaf notalegt að vera hjá þér og afa. Þegar foreldrar okkar voru erlendis hjóluðum við systkinin alltaf yfir til þín og afa. Okkur leið alltaf eins og heima hjá okkur þegar við vorum hjá ykkur enda hlýja og kærleikur sem tók ætíð á móti manni. Þú varst ótrúlega klár í að sauma Elísabet Guðmundsdóttir ✝ Elísabet Guð-mundsdóttir fæddist í Flatey á Skjálfanda 8. mars 1929. Hún andaðist á Dvalarheimilinu Hlíð á Akureyri að- faranótt 22. nóvem- ber síðastliðins og var útför hennar gerð frá Höfða- kapellu 29. nóvem- ber, í kyrrþey að hennar ósk. og prjóna og þú prjón- aðir ótalmarga ullar- sokka og vettlinga á okkur frændsystkinin. Það var alltaf gaman að fá þessa hluti frá þér. Einn af síðustu mununum sem þú bjóst til handa mér, Sverri og Betu voru útsaumaðar myndir sem þú lést Betu syst- ur síðan ramma inn. Mér þykir ótrúlega vænt um þá gjöf og passa vel upp á hana. Ég skil vel af hverju afi hefur hrif- ist af þér því þú hafðir svo ótrúlega marga mannkosti, meðal annars varstu staðföst, trú sjálfri þér, falleg og klár. Heima á Eyrarlandsveginum er til ljósmynd af þér og afa þar sem þú ert skellihlæjandi og hamingjusöm, þannig man ég eftir þér amma mín. Þitt ömmubarn Hrafnhildur Aðalheiður (Hrabba). Ég kveð elsku Betu mágkonu mína með söknuði og trega. Ég var átta ára telpukrakki þegar Viddi bróðir kom með hana í heim- sókn til okkar að Hálsi í Fnjóskadal. Þetta voru fagrir sumardagar eins og sumardagar geta verið í dölum Norð- urlands, sem liggja hvergi að sjó. Sunnanvindurinn hafði rignt úr sér allri vætunni á leið sinni norður yfir hálendið og var nú heitur, þurr og mjúkur og gældi við vangann. Beta var í léttum, fallegum silkikjól og með næfurþunna, langa silkislæðu sem hún brá um hálsinn. Þau fóru í göngutúr upp í móana fyrir ofan tún. Golan blakti í þunnu silkinu og þau hurfu upp fyrir hálsinn þar sem hann bar við himininn. Hún var falleg stúlka, brosmild og létt á fæti, spjall- aði við stelpuhnokkann og var með dálítið fjarrænan, rómantískan svip. Svo voru þau orðin hjón, búin að eignast sæta og sjarmerandi stelpu og bjuggu í tveggja herbergja íbúð. Ingibjörg Ragnheiður var sú litla lát- in heita og var kölluð Dinda. Henni tókst að komast hátt á þriðja ár áður en yngri systkinin komu í röð. Björn kom vorið 1955. Næsta sumar, sem var fermingarsumarið mitt, var ég pöntuð með fyrstu rútu eftir vorpróf- in til að hjálpa Betu með börnin og svoleiðis, því það var von á þriðja barninu. Bjössi var nýorðinn árs- gamall og Beta sveiflaði sér yfir bleiuþvottinum, léttfætt á hælaháum skóm og bumbuna út í loftið. Svo söng hún við verkin, bjartri og fríðri röddu, falleg lög af klassískara tag- inu. Var lagvís og hafði góðan smekk fyrir tónlist. Hafði reyndar auga og eyra fyrir allri fagurlist. – Hún fór með fjölda ljóða upp á hvern dag. Ég taldi víst hún kynni öll ljóð þjóðskáld- anna frá Jónasi Hallgrímssyni til Davíðs Stefánssonar, að báðum með- töldum. – Og á kvöldin sagði Viddi okkur furðusögur hversdagslífsins sem borið höfðu fyrir augu hans í vinnunni eða á leið að heiman eða heim úr vinnu. Við Beta veltumst um af hlátri. Og í september 1956 fædd- ist svo Guðríður Elísa. Ekki var hún síður fallegt barn en hin tvö sem á undan voru komin. Ég átti eftir að vera liðléttingur hjá Betu lungann úr næstu tveimur sumrum líka, þótt eitt ár dytti úr hvað fjölgun á heimilinu snerti. En í júlílok 1958 var mad- dama Hrafnhildur, fjórða barn for- eldra sinna, komin í heiminn, fríð og fönguleg. Viddi og Beta bjuggu þetta sumar í sumarbústað vestan megin í Vaðlaheiðinni, gegnt Akureyri. Viddi fór um kl. sjö á morgnana með mjólk- urbílnum í vinnuna og kom svo með vistir og annað sem þurfti með mjólkurbílnum milli fjögur og fimm síðdegis. Það var létt yfir mann- skapnum þessa sólríku daga í sum- arbústaðnum við rætur Vaðlaheiðar. Sjö urðu börnin alls sem Elísabet fæddi bónda sínum. Yngstu dæturn- ar þrjár, Arna Emelía, Sigríður Rannveig (Sigríður Sunneva) og María Björg, fæddust allar eftir að fjölskyldan flutt í fallegt einbýlishús í Ásabyggð 10. Þar uxu börnin upp við ást og umhyggju foreldra sinna og virðingu þeirra fyrir því sem göfgar manninn og gerir hann að manni. Síðustu árin hennar Betu mág- konu minnar urðu þung og erfið veik- indaár. Það er huggun í sorginni, að síðustu vikurnar voru henni og ást- vinum hennar góðar. Veri Beta Guði falin. Guð blessi ástvini hennar alla. Sigrún Björnsdóttir. Meira: mbl.is/minningar Háls í Fnjóskadal. Sólarupprás. Beta, kona Vidda frænda, rúmlega tvítug, fögur senjóríta í þröngri dragt. Lítur um öxl, teygir annan fótlegginn aftur og aðgætir hvort saumurinn liggi ekki örugglega þráðbeint. Man ekki eftir mér án hennar. Akureyri. Alltaf sól. Beta, mikil mamma. Á fullt hús af þróttmiklum krökkum með kinnar rjóðar af útiveru. Hefur eina auka – nóg pláss. Auka lærir alvöru harðmæli og orðatiltæki, kinnaklípur, og ýmis ný orð: Bolluskjóður. Beta leggur henni lífsreglur, kankvís á svip, nikkar höfði skáhallt til áhersluauka. Beta fóðrar mannskapinn í hollum, syngur við uppvaskið. Beta, tilfinningavera. Fer með ljóðin, þekkir öll skáldin, gullaldarkveðskapinn – bókaskápinn utan að. Hlær dillandi hlátri. Ásabyggð 10 í fjörutíu ár. Tekur mér fagnandi. Akureyri. Sólarlag. Beta, amma, langamma, niðjafjöld. Heilsan gefur sig. Dvelur á Hlíð. Vill helst hvílast með aftur augun. Södd lífdaga. Við kveðjumst. Alltaf var hún mér góð. Guðríður Adda Ragnarsdóttir. Óskar skólabróðir minn og vinur er látinn langt fyrir aldur fram. Þegar Benni bróðir minn hringdi og sagði mér fréttirnar varð ég sem lömuð. Allt frá því að við vorum í skóla höfum við verið í sam- bandi og fylgst hvort með öðru. Það voru ófáar stundirnar sem við kom- um saman í Skálavík og Óskar að koma með nýuppteknar kartöflur, næpur og rabarbara og í eitt skiptið kom hann með nýveiddan silung og gaf mér í afmælisgjöf. Þegar við vorum á Blómsturvöll- um kom hann á hverju kvöldi í kaffi og alltaf dáðist hann að Skálavíkinni og sólarlaginu. Hann unni henni og leið ekki vel ef hann komst ekki út eftir. Þar undi hann sér best og leið vel í Skálavíkinni sinni fögru. Við fór- um líka oft saman á vélsleða upp í Kroppstaðaskál, upp á Vatnabrekk- ur, upp á Bolafjall og víðar. Það voru yndislegir dagar í dásamlegu veðri og Lappi fékk alltaf að fara með. Þegar við Ármann vorum að fara úr Skálavíkinni á haustin var slegið upp veislu á Blómsturvöllum og þar voru Óskar og Kaja með okkur ásamt fleira fólki. Það var oft glatt á hjalla en nú er þessi kafli búinn og ég ylja mér við minningarnar. Óskar var mjög góður vinur okkar hjóna. Hann kom oftast og kvaddi okkur þegar hann fór inneftir frá Breiðabóli. Áður gátum við hringt á milli bæja, á Breiðabóli voru tvær langar og á Blómsturvöllum tvær stuttar og ein löng, en nú er það ekki hægt lengur. Óskar fór mikið í gönguferðir og vissi um flest kennileiti í Skálavík. Það verður tómlegra að koma á Breiðaból þegar Óskars nýtur ekki við lengur. Hans verður sárt saknað. Elsku Kaja mín, Benni, Haddi, Ingibjörg og Halldóra. Elsku Danni, Peta og aðrir aðstandendur. Innileg- Óskar Hálfdánsson ✝ Óskar Hálfdáns-son fæddist í Bolungarvík 2. febr- úar 1942. Hann varð bráðkvaddur í Bol- ungarvík 24. nóv- ember síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hólskirkju í Bolungarvík 1. desember ar samúðarkveðjur til ykkar allra. Megi góð- ur Guð styrkja ykkur og veita Óskari vini mínum frið. Bára Benediktsdóttir. Síðastliðinn laugar- dagsmorgun ákváðum við Óskar að fara upp á Skálavíkurheiði, til þess að kanna hvort bílfært væri yfir í Skálavík. Fórum sinn á hvorum bílnum og hittumst á heið- arbrún. Við gengum saman út á skaflinn sem teppti leiðina og urðum sammála um að ekki væri vit í því að halda áfram. Óskar ákvað því, að best væri að nýta daginn og fá sér göngutúr í Tungudal, og sagði síðan, Siggi minn, við skulum bara kíkja uppeftir á morgun, þá verður færðin kannski orðin skárri. Síðan kvödd- umst við og héldum niður eftir, ég heim en hann í gönguferðina, sem varð hans síðasta ferð. Ég kynntist Óskari fljótlega eftir að ég flutti til Bolungarvíkur, hann var meðal annars háseti hjá mér part úr sumri á bát sem hét Brimnes. En eftir að við hjónin keyptum sumarbú- stað í Skálavík, hófst hinn eiginlegi vinskapur okkar Óskars. Það var gott að koma á Breiðaból til Óskars og Kæju, spjallað yfir góðum kökum og kaffi og ósjaldan leyst út með kartöflum eða rófum. Óskar var sannur Bolvíkingur af gamla skólanum og vildi hag Bolvík- inga sem mestan, en ævintýralandið hans var Skálavík. Þar hafði hann verið í sveit á sínum uppvaxtarárum, og eftir að hann eignaðist Breiðaból hefur hann verið að lagfæra og betr- umbæta, og ber staðurinn fagurt vitni um þá snyrtimennsku og alúð sem einkenndi Óskar. Hann þekkti öll kennileiti í Skálavík, einnig sögu staðarins, og var óspar á að fræða menn um þessa fallegu vík. Óskar hafði yndi af fjallgöngu og allri úti- vist, var virkur félagi í björgunar- sveitinni í Bolungarvík. Ég vil að lok- um þakka alla þá ánægju og gleði sem Óskar veitti mér með vinskap sínum, hvort sem það voru vélsleða- ferðirnar, kaffispjallið í „ótrúlegu búðinni“, eða silungsveiðin fyrir ströndu þar sem alltaf var lagt eftir miðum, að fyrirsögn Óskars. Minn- ingin lifir um þennan flekklausa og góða dreng. Við hjónin sendum eiginkonu hans og ástvinum innilegar samúðar- kveðjur. Sigurður Bjarni Hjartarson. Í dag kveðjum við kæran fjöl- skylduvin, Óskar Hálfdánsson. Óhætt er að segja að andlát Ósk- ars hafi komið öllum á óvart, svo snögglega bar það að. Fyrir mér var hann alltaf tákn heilbrigðs lífernis og hraustleika en fráfall hans kennir okkur að ekki er allt sjálfsagt í lífinu. Óskar var alla tíð mikill fjölskyldu- maður og lagði ríka áherslu á að hafa börnin sín og síðar barnabörn nálægt sér. Aðdáunarvert var að sjá hve mikinn tíma hann gaf þeim og þol- inmæði hann sýndi, hvort sem um var að ræða leiki á túninu heima eða ferðir í sumarbústað fjölskyldunnar út í Skálavík. Greinilegt var á þess- um samverustundum hve vel Óskar náði til barnanna og hversu gaman þau höfðu af nærveru hans. Óskar var mikil félagsvera og starfaði mikið að félagsstörfum, bæði innan björgunarsveitarinnar Ernis í Bolungarvík og innan skíðadeildar UMFB. Ég man sérstaklega eftir þeim tíma þegar verið var að vinna að uppsetningu skíðalyftunnar í Bol- ungarvík fyrir rúmlega þrjátíu árum. Þar var öll vinna unnin af sjálfboða- liðum og var Óskar yfirleitt mættur fyrstur manna upp í fjall og fór síð- astur heim að vinnu lokinni. Í þeirri vinnu kom yfirvegun hans og ná- kvæmni oft að góðum notum. Óskar var sérlega bóngóður og alltaf var auðvelt að leita til hans ef einhverrar hjálpar þurfti við. Þar sem hann var smiður af guðs náð var yfirleitt mikið að gera hjá honum eft- ir jólin þegar margir krakkar í göt- unni höfðu fengið skíði í jólagjöf. Engum var betur treystandi en Ósk- ari ef setja þurfti bindingar á skíði og mörg voru þau kvöldin sem hann eyddi í bílskúrnum við bindinga- ásetningar. Ekki taldi hann það eftir sér frekar en annað þegar til hans var leitað. Elsku Kæja, börn, tengdabörn og barnabörn. Ykkar missir er mikill en eftir lifir minningin um góðan mann sem alls staðar var fyrirmynd ann- arra, bæði hvað varðar framkomu og umgengni. Megi góður Guð vera með ykkur á þessum erfiðu tímum. Innilegar samúðarkveðjur frá fjöl- skyldunni Holtastíg 18. Benedikt Einarsson. Þó að maður upplifi ýmislegt í líf- inu, bæði súrt og sætt, þá býr mann ekkert undir óvænt dauðsfall. Mér var því vitaskuld brugðið þegar for- eldrar mínir hringdu síðastliðinn laugardaginn og tilkynntu mér að dauðsfall hefði orðið í Víkinni. Sér- staklega sláandi var að heyra að þar væri um Óskar Hálfdánsson að ræða. Fáa þekki ég sem lifa jafn heilsusam- legu lífi og Óskar gerði. Því var sú hugsun svo órafjarri manni að hans lífshlaup gæti senn verði á enda. Óskar starfaði lengst af í fyrirtæki föður míns, Jóns Friðgeirs Einars- sonar, og kynntist ég Óskari vel, þeg- ar sá tími kom, að ég reyndi að gera þar eitthvert gagn. Ekki var erfitt að umgangast Óskar, enda var maður- inn í einstöku jafnvægi. Aldrei bar heldur skugga á samstarf hans og föður míns, sem mat mikils hve áreiðanlegur og samviskusamur Óskar var. Tjáði hann mér að aldrei hefði Óskar mætt of seint til vinnu og varla tekið veikindadag áratugum saman, svo fátt eitt sé nefnt. Mig langar til að varpa örlitlu ljósi á þá hlið á Óskari sem ég kynntist vel en er ekki viss um að aðrir hafi orðið varir við. Þá á ég við knattspyrnu- áhuga hans en hann varð ég sterk- lega var við sumarið 1998, þegar heimsmeistarakeppnin stóð yfir í Frakklandi. Hafði ég þá brugðið á það ráð að fara með litla ferming- arsjónvarpið mitt niður í JFE og stilla því upp í versluninni. Óskar tók þessu uppátæki fagnandi og eyddi kaffitímunum í versluninni, þar sem hann ræddi knattspyrnu við við- skiptavinina og fylgdist með leikjun- um. Eftir þetta ræddi hann ávallt við mig um þá ágætu íþrótt þegar leiðir okkar lágu saman. Spurði hann gjarnan um framgang og möguleika Danna frænda síns á þessu sviði, sér- staklega þegar Danni freistaði ungur gæfunnar á Akranesi. Oft fannst mér Óskar hafa merkilega glögga sýn á leikinn, sérstaklega þegar haft er í huga að hann spilaði aldrei sjálfur og byrjaði seint að fylgjast með gangi mála. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég fjölskyldu Óskars. Kristján Jónsson. Einn minn besti vinur og félagi er fallinn frá aðeins 65 ára að aldri. Ég kynntist Óskari fyrst vorið 1997 en það vor hóf ég sambúð með Ingi- björgu dóttur hans. Mér varð fljótt ljóst að Óskar var vandaður og traustur maður. Hann tók mér strax vel og á heimili hans var hlýja og gestrisni í hávegum höfð. Óskar var mikill útivistar- og nátt- úrumaður og varla leið sá dagur að ekki væri einhvers konar útivist stunduð sem hæfði árstíðinni hverju sinni. Þar lágu einmitt áhugasvið okkar beggja þar sem við störfuðum báðir í björgunarsveitum. Í Skálavík skammt frá Bolungar- vík áttu þau hjónin sumardvalarstað sem nefnist Breiðaból. Þetta er gam- all sveitabær sem Tryggvi fyrrum bóndi þar átti en hjá honum var Ósk- ar mörg sumur sem ungur maður og hefur honum eflaust verið kært að eignast þennan stað. Í mörg hin síðari ár dvöldu þau þarna yfir sumarmánuðina í því fal- lega og hlýja umhverfi sem Skálavík- in er. Þarna leið Óskari best við ýms- ar endurbætur á húsinu og umhverfi þess, við veiðiskap, að fylgjast með lambfénu á vorin, að rækta matjurtir og ekki síst við umhirðu á garðinum í kringum bæinn. Barnabörnin hafa líka orðið þeirr- ar gæfu aðnjótandi að fá að dvelja hjá afa og ömmu í Skálavíkinni og öðlast þannig þroska í því að umgangast náttúruna og virða hana. Í Skálavíkinni fórum við Óskar oft í skemmtilegar gönguferðir um ná- grennið eins og inn að Kroppsstöð- um, upp í Kroppsstaðaskál eða upp að fossinum fyrir ofan Breiðaból. All- ar þessar ferðir lifa sterkt í minning- unni en í þeim fræddi Óskar mig um staðhætti og kennileiti. Hann var manna kunnugastur á þessu svæði og gott að leita til hans ef mann vant- aði upplýsingar um gönguleiðir eða annað þess háttar Að endingu kveð ég Óskar með söknuð í hjarta og bið að minning um góðan mann lifi meðal okkar um ókomin ár. Ég votta Kaju og hennar fjöl- skyldu dýpstu samúð. Guð styrki ykkur í sorginni. Páll V. Magnússon.  Fleiri minningargreinar um Óskar Hálfdánsson bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu á næstu dögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.