Morgunblaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 48
48 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
KÆRU alþingismenn.
Við undirritaðar köllum eftir
ábyrgð ykkar þegar þið takið
ákvörðun um breytingu á lögum
sem leiðir til þess að áfengi verði
selt í matvöruverslunum.Við biðjum
ykkur að nýta þær upplýsingar sem
fyrir liggja um áhrif þess að auka
aðgengi þjóðar að áfengi. Skoðið
fræðilegar úttektir á því hverjar af-
leiðingarnar verða. Lítið á faglegar
ráðleggingar sem liggja fyrir, ís-
lenskar sem erlendar. Hér er ekki
pláss fyrir persónulegar vangavelt-
ur, það er allt of mikið í húfi.
Það er óumdeilt, samkvæmt sér-
fræðiálitum, að aukið aðgengi að
áfengi þýðir aukna neyslu áfengis.
Það er líka óumdeilt meðal sérfræð-
inga að langbesta og áhrifaríkasta
aðferð fyrsta stigs forvarna felst í
aðgengisstýringu. Aðgengi er t.d.
fjöldi útsölustaða, verð, áfeng-
iskaupaaldur, fjöldi tegunda af
áfengum drykkjum og afgreiðslu-
tími áfengis. Hvers vegna þá að
styðja frumvarp sem dregur úr for-
vörnum gegn áfengisneyslu?
Við höfum dæmi um frábært
framtak hjá Alþingi að takmarka
aðgengi að tóbaki með þeim afleið-
ingum að reykingar á Íslandi eru
nú með því minnsta í vestrænum
heimi. Sömuleiðis tókst Íslend-
ingum með opinberri aðgengisstýr-
ingu að minnka verulega sölu á kó-
deinlyfjum og draga úr fjölda nýrra
ópíóíð-fíkla. Haldgóð dæmi um frá-
bæran árangur fyrsta stigs for-
varna gegn ofneyslu og misnotkun
löglegra fíkniefna.
Við höfum þannig sannreynt á Ís-
landi að opinberar aðgerðir til að-
halds virka gegn löglegum fíkniefn-
um. Hvers vegna þá að minnka
forvarnaraðgerðir með nýju áfeng-
isfrumvarpi? Hvers vegna og fyrir
hverja yrði það gert?
Aðgengisstýring áfengis eins og
hún er í dag er ekki heftandi fyrir
hinn almenna Íslending sem vill
kaupa áfengi. Þvert á móti er að-
gengi að öllum tegundum áfengis
afskaplega gott víðast hvar á land-
inu. Þarf hinn almenni neytandi
áfengis betra aðgengi? Við hljótum
að spyrja á ný, hverra hagsmuna er
verið að gæta með því að leggja til
sölu áfengis í matvöruverslunum –
kannski kaupmanna?
Aðhaldsstefna Íslendinga hefur
hingað til haldið áfengisneyslu okk-
ar sem þjóðar lægri en hjá flestum
Evrópuþjóðum, og það er vel. Regl-
urnar hafa verið rýmkaðar síðustu
ár og aðgengið að mörgu leyti auk-
ist, það ásamt almennri efnahags-
uppsveiflu hefur aukið áfeng-
isneyslu undanfarin ár og svo að
Íslendingar eru nú komnir nálægt
hófsemdarmörkum með neyslu 7
lítra af hreinum vínanda á fullorð-
inn mann á ári. Frekari viðbót við
heildarneyslu þjóðar veit ekki á
gott.
Áfengi er löglegt ávanabindandi
fíkniefni og vímuefni. Þótt frum-
varpið tali um sölu á áfengi sem er
innan 22%, þá er áfengi áfengi.
Neyslu þess fylgir áhætta. Áhrif á
heila eru slævandi og valda mjög
fljótt dómgreindarleysi. Vel þekkt
eru alvarleg áhrif á öll líffærakerfi,
andlega heilsu og félagslega getu.
Alvarleg fósturskaðandi áhrif
áfengis eru áhyggjuefni. Ekkert
magn áfengis er óhætt að drekka
án hættu á skaðlegum áhrifum á
fóstur.
Aukið aðgengi hefur mismikil
áhrif. Þeir sem eru í mestri hættu
eru unga fólkið (áfengi er stærsta
beina og óbeina orsök dauða meðal
ungs fólks), ófædd börn þungaðra
kvenna og eldra fólkið. Þeir sem
eru nú þegar vínhneigðir eða áfeng-
isfíknir munu ekki heldur fara var-
hluta af þessum breytingum, en
áhrifin eru langt frá því að vera
bundin við þá, eins og sumir vilja
vera láta. Þau verða miklu meiri en
svo.
Ef þið, ágætu þingmenn, styðjið
þetta frumvarp, gerið þá a.m.k. út-
tekt á því hvað það kostar þjóðina,
notið upplýsingar sem liggja fyrir
um áhrif sambærilegra aðgerða frá
öðrum þjóðum, t.d. Svíum og Finn-
um. Þá sjáið þið að þessi aðgerð
mun kosta þjóðarbúið
fjölgun veikindadaga,
fjölgun slysa, aukn-
ingu ofbeldis og þó
nokkur mannslíf til
viðbótar. Þá og að-
eins þá getur hver
fylgjandi þingmaður
sagt á ábyrgan hátt:
„Já, þetta er fórn-
arkostnaðurinn, ég
geri mér grein fyrir
því, og ég hef valið að
kjósa með þessu
frumvarpi.“ Allt ann-
að er ábyrgðarleysi.
Það er heldur ekki
nóg að vísa til
ábyrgðar ein-
staklingsins í þessu
samhengi. Ófætt
barn getur ekki varið
sig gegn drykkju
móður. Sá sem slas-
ast af völdum öku-
manns undir áhrifum
getur ekki tekið
ábyrgð á því. Við vit-
um einnig að hvert ár
sem unglingarnir
okkar bíða með að prófa áfengi get-
ur skipt sköpum um framtíð-
arheilsu þeirra, og þar munar ald-
eilis um aukið aðgengi. Hversu
miklu viljum við fórna? Ef við vilj-
um fórna þessu, þá er heiðarlegast
að gangast við því.
Ef nýtt frumvarp snýst hins veg-
ar ekki um að auka áfengisneyslu
þjóðar, fjölga vinnuslysum og veik-
indadögum, fjölga bílslysum og
sjúkrahúsinnlögnum vegna ofbeldis
og ofneyslu, heldur um einkavæð-
ingu, þá hlýtur að vera til önnur
leið en sú sem nú er til umræðu. Er
ekki rétt að afgreiða þetta frum-
varp út af þinginu nú og hugsa mál-
ið upp á nýtt svo að sem minnstur
skaði hljótist af fyrir Íslendinga,
unga sem aldna?
Með vinsemd og virðingu frá
fjórum vinkonum á besta aldri sem
eru dætur, mæður, tengdamæður,
framtíðarömmur; hjúkrunarfræð-
ingur, læknir, sálfræðingur og
skólastjóri.
Opið bréf til alþingismanna
Ingunn Hansdóttir, Gyða
Björnsdóttir, Valgerður Rún-
arsdóttir og Þórunn Egilsdóttir
skrifa um áfengismál
» Við köllum eftirábyrgð ráðamanna.
Sala áfengis í mat-
vöruverslunum mun
auka neyslu almennt,
eru menn tilbúnir til að
taka afleiðingum þess?
Þórunn Egilsdóttir
Ingunn er sálfræðingur, Gyða hjúkr-
unarfræðingur, Valgerður læknir og
Þórunn skólastjóri.
Valgerður Rúnarsdóttir
Ingunn Hansdóttir Gyða Björnsdóttir
STAKSTEINAR
Morgunblaðsins
fimmtudaginn 13. des-
ember fjalla um um-
mæli forstjóra Lands-
nets í blaðinu daginn
áður, í tilefni af þings-
ályktunartillögu þess
efnis að skipuð verði
nefnd til að móta
stefnu um lagningu
jarðstrengja í stað
loftlína á næstu árum
og áratugum. Rakið
er hvernig forstjórinn
segir það ekki í verka-
hring Landsnets að
standa gegn því að all-
ar línur verði lagðar í
jörð, sé samfélagið
reiðubúið að greiða
þann auka kostnað
sem því fylgi. Hins
vegar segir forstjór-
inn aðspurður í sömu
frétt að viðgerðartíma
jarðstrengja megi í
raun mæla í vikum og
að þar sé um að ræða
mun kostnaðarsamari
aðgerð en viðgerð á
loftlínum. Er hann
þar í raun að staðfesta ummæli úr
greinargerð þingsályktun-
artillögunnar og bendir í framhaldi
á að þetta hafi væntanlega í för með
sér að leggja þurfi
fleiri strengi en loftlín-
ur til að halda við sama
öryggi. Þessi ummæli
verða höfundi Stak-
steina tilefni til að
kvarta undan því að
þarna sé forstjórinn
beinlínis að lýsa yfir
andstöðu sinni við þá
umhverfisbót sem í því
væri fólgin að fela allar
raflínur í jörðu, „án
þess að vilja gangast
við andstöðu sinni.“
Er manninum ekki
heimilt að staðfesta að-
spurður það sem segir
í greinargerð þings-
ályktunartillögunnar?
Væri betra að þessar
upplýsingar kæmu ekki
fram? Samorka hefur
ekki fjallað um um-
rædda þingsályktun-
artillögu en ljóst er að
þeirri sýn sem þar er
fram sett er nú þegar
fylgt að verulegu leyti
þar sem aðstæður
leyfa.
Staksteinar skjóta
á sendiboða
Gústaf Adolf Skúlason gerir at-
hugasemd við Staksteina
Gústaf Adolf Skúlason
»Er mann-inum ekki
heimilt að stað-
festa aðspurður
það sem segir í
greinargerð til-
lögunnar? Væri
betra að þessar
upplýsingar
kæmu ekki
fram?
Höfundur er aðstoðarfram-
kvæmdastjóri Samorku, samtaka
orku- og veitufyrirtækja.
Fréttir á SMS
- kemur þér við
Kalli Bjarni dæmdur
í tveggja ára fangelsi
Gott veður og ódýr
bjór á Íslandi
Krummi í Mínus á
þúsund vínylplötur
Hvað er ómissandi
á jólaballinu?
Regína Ósk opnar
myndaalbúmið
Umferðarstofa stoppar
dónaleg bílnúmer
Hvað ætlar þú
að lesa í dag?