Morgunblaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 15.12.2007, Blaðsíða 72
72 LAUGARDAGUR 15. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Gunnar Valgeirsson skrifar frá Los Angeles gval@mbl.is B jörk Guðmundsdóttir hefur verið á tónleikaferðalagi mestallt þetta ár til að kynna nýjustu breiðskífu sína Volta. Björk hóf tónleika- ferðina í Laugardalshöll í apríl og fylgdi henni svo eftir með níu tónleikum hér í Bandaríkjunum. Um mitt sumar hélt hún 16 tónleika víðsvegar um Evrópu og síðan sjö í Kanada og Bandaríkjunum. Síðasti hluti tón- leikaferðarinnar hófst síðan í enda október- mánaðar með níu tónleikum í Suður- og Mið- Ameríku en tónleikaárinu lýkur svo með tvennum tónleikum hér í Los Angeles og Las Vegas í dag. Á nýju ári eru svo enn fleiri tón- leikar í Asíu og Eyjaálfu á dagskrá. Ofanritaður var svo heppinn að fá úrvals- miða á tónleika Bjarkar á miðvikudagskvöldið síðasta í Nokia- tónleikahúsinu, sem nýreist er við hliðina á Staples Center hér í miðbæ Los Angeles. Tónleikahúsið var vígt hinn 18. októ- ber síðastliðinn með sex tónleikum Eagles og Dixie Chicks og síðan hefur hver stórstjarnan á fætur annarri troðið upp í húsinu. Tónleika- salurinn sjálfur tekur 7.100 manns í sæti og skilar hljóði vel til áhorfenda og því var það með töluverðri eftirvæntingu sem ég hélt á tónleika Bjarkar, enda söngkonan þekkt fyrir afar áheyrilega tónlistargjörninga á sviði. Lög með vöðva Augljóst er að Björk er heilluð af hinum rómanska hluta Ameríku. „Við erum öll ást- fangin af álfunni,“ tjáði hún mér að tónleik- unum loknum. „Ég hef spilað þar tvisvar áður, í Brasilíu, Argentínu og Chile en ég var í fyrsta sinn að spila í Perú, Kólumbíu og Mexíkó.“ Að- spurð hver munurinn væri á þessari ferð og Vespertine-ferðinni sem fór að mestu fram í óperuhúsum segir Björk að nú sé miklu meiri orka í gangi. „Sinfóníurimman var árið 2001 og svo fór ég í svona „greatest hits“ tónleikferð tveimur árum síðar en þessi tónleikaferð núna, minnir mig kannski hvað helst á Homogenic- túrinn þar sem orkan var allsráðandi og stemningin var öll svona „macho“. Vespertine túrinn 2001 var hins vegar voða fallegur, kven- legur, fullur af smáatriðum, mikið af óraf- mögnuðum hljóðfærum. Ég var stundum að syngja án hljóðnema og það eina rafræna sem ég notaðist við voru taktar sem við spiluðum úr litlum hátölurum sem voru staðsettir víðs- vegar um óperuhúsið. Þetta er eiginlega alveg öfugt núna þar sem öll lögin hafa vöðva og eru flutt af 10 brassstelpum.“ Hálfgerð æfing Lagalisti Bjarkar breytist frá einu kvöldi til annars, en hún hefur líka langan lagalista að vinna úr. Ég spurði Björk hvernig lögin af Volta hefðu fallið inn í efnisskrána á þessari tónleikaferð. „Efnisskráin byggist eiginlega á Volta-lögunum. Það kom mér samt á óvart hversu háð dúetta-lögin á Voltu eru flytjend- unum. „Dull flame of desire“ virkar eiginlega ekki án Antony, „I see who you are“ er skrýtið án Min Xiao Peng og „Hope“ oggu tómlegt án Toumani Diabate. Þessir flytjendur hafa kom- ið fram á nokkrum af tónleikunum og við þá sungið þessi lög en annars höfum við sleppt þeim. Öll hin lögin fá að fljóta með nema „Pneumonia“, sem mér fannst of erfitt fyrir brassstelpurnar. Ég held samt að þær séu að verða tilbúnar í það núna, svo við ætlum að æfa það í jólafríinu og þá ætti það að vera tilbúið fyrir Ástralíu.“ Undirritaður var svo heppinn að fylgjast með upphafstónleikum Bjarkar hér í Banda- ríkjunum í apríl á Coachella hátíðinni, þar sem hún sló í gegn á aðalsviðinu. Hún var spurð um reynslu sína af hátíðinni sem verður æ vinsælli með hverju árinu sem líður. „Þetta var nú hálf- gerð æfing, satt að segja. Laugardalshöllin kom að vísu á undan, en við erum orðin miklu smurðari núna. Ég spilaði líka á Coachella árið 2002, þá komin fimm mánuði á leið.“ Tilfinningalega tómt Tónleikar Bjarkar á fimmtudag hófust með því að brasssveitin Wonderbrass lék „Brennið þið vitar“. Björk rúllaði síðan í gegnum hvert lagið á fætur öðru og blandaði vel saman nýju lögunum af Volta og lögum af eldri plötum. Áhorfendur, sem fylltu tónleikahúsið, voru í góðu formi og klöppuðu tónlistarfólkinu lof í lófa áður en Björk kom aftur á svið og flutti tvö aukalög í lokin. Björk er frábær listakona og tónlistarfólkið sem hún hefur með sér hefur nú náð góðum tökum á lögunum og er allt „vel smurt“ eins og listakonan segir sjálf. Að venju hefur Björk tekið þátt í stórum tónleikahátíð- um á hljómleikaferðinni á milli þess sem henn- ar eigin tónleikar fara fram. Ég spurði hana hvort það væri einhver munur á þessum tón- leikum: „Stór munur, en ég elska hvort tveggja. Mér finnst hryllilegt að spila í stórum íþróttahöllum og leikvöngum fyrir 20 til 50.000 manns. Þetta eru staðir sem ég á að vera að spila á tölfræðilega séð, en tilfinningalega er það alveg tómt og sorglegt. Þannig að ég hef í gegnum tíðina skipst á tónleikahátíðum og miklu minni tónleikum sem ég skipulegg sjálf.“ Það hlýtur að vera erfitt að vera á svona langri hljómleikaferð og að krefjast mikillar orku að vera leiðsögumaðurinn. Hvað dregur listakonu eins og þig í slíka ferð? „Ástin á tónlist“. Los Angeles 12.12.07, Nokia-tónlist- arhöllin: 1. Intro – Brennið þið vitar 2. Anchor Song 3. Immature 4. Unravel 5. Unison 6. Jóga 7. Hunter 8. The Pleasure Is All Mine 9. Pagan Poetry 10. Who Is It 11. Cocoon 12. Earth Intruders 13. Army Of Me 14. Innocence 15. Cover Me 16. Wanderlust 17. Hyperballad 18. Pluto Aukalag: 19. Declare Independence Lagalisti Bjarkar Reuters Vöðvabúnt Björk á tónleikum í Þjóðminjasafninu í Lima, höfuðborg Perú, þann 13. nóvember síðastliðinn. Ástin á tónlist Björk Guðmundsdóttir sló í gegn á frábærum tónleikum á miðvikudagskvöld í troðfullri Nokia-tónlistarhöllinni í mið- borg Los Angeles GESTIR í spurningaleiknum Orð skulu standa í dag eru Benedikt Erl- ingsson og Ólöf Eldjárn. Á milli þess sem þau velta fyrir sér m.a. „gesta- föður“ og „vænkast hagur strympu“ botna þau þennan fyrripart: Kertasníkir, Giljagaur, Gáttaþefur, Stúfur. Um nýliðna helgi var fyrripart- urinn þessi: Það er dimmt og kalt í desember og drungi yfir bænum. Í þættinum botnaði Úlfar Þor- móðsson: Hverfur yndi alls sem er í einum grænum. Og svo einfaldlega: Það er dimmt og kalt í desember og drungi yfir bænum mínum. Davíð Þór Jónsson reyndi að lífga aðeins upp á stemmninguna: Förum niðrá bryggju ber og buslum þar í sænum. Hildur Lilliendahl dró hins vegar hvergi af sér: Farðu burt og flýttu þér forarpyttur þetta er, harla fátt að hafa hér í helvíti hjá sænum. Og: Já, sökktu þér í séniver, sértu eins og vera ber í sjálfsmorðsþönkum vænum. Af tæknilegum ástæðum er því miður ekki unnt að birta botna hlustenda þessa vikuna en þeim er kærlega þökkuð þátttakan eins og áður. Orð skulu standa „Sökktu þér í séniver“ Hlustendur geta sent sína botna í netfangið ord@ruv.is eða bréfleið- is til Orð skulu standa, Rík- isútvarpinu, Efstaleiti 1, 150 Reykjavík. Morgunblaðið/Frikki Hver er þar? Kertasníkir? Giljagaur? Sankti Kláus kannski? Salurinn LAUGARDAG 12. JANÚAR 2008 KL. 17 TÍBRÁ: NÝÁRSTÓNLEIKAR HULDA BJÖRK OG SALONSVEIT SIGURÐAR INGVA SNORRASONAR. ÖRFÁ SÆTI LAUS Miðaverð 2000/1600 kr. MIÐASALAN ER OPIN VIRKA DAGA FRÁ KL. 10 – 16 FRAM AÐ JÓLUM SMELLTU Á NÝJU HEIMASÍÐUNA WWW.SALURINN.IS OG SKOÐAÐU FALLEGU GJAFAKORTIN FRÁBÆR JÓLAGJÖF! GLEÐILEG JÓL ÞÖKKUM ÁNÆGJULEGAR SAMVERUSTUNDIR Á ÁRINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.