Skinfaxi - 01.10.1937, Blaðsíða 2
98
SKINFAXI
Hér er ég laus við hlekki langra daga
og loksins birtist hamingjan til fulls:
Eg krýp á kné og virði Drottins vilja,
— slíkt veitir mér að fullu sálarfrið. —
Eg hlusta ekki á slíka fávitringa,
en sýni miskunn þjáðum, þreyttum mönnum.
En sorta slær á sálu mína enn,
og helköld hugsun ýfir opin sár.
I gliti skrýddum skógi,. hjá bjartri blómabreiðu,
Mannsins vinur sér og veit má sanna:
að vankunnáttan ræður ríkjum enn.
Harðsnúnir herrar, langt út yfir lög,
leyfa sér að lítilsvirða
tár og tilfinningar.
Þeir iðka rán á búum bænda h é r.
Og skoðun þeirra er á þessa leið:
minn þegn er bóndinn og í umsjá allri,
allt hans líf og limir, eða sérhvert starf.
Sveltir þrælar erja hina svörtu mold,
þeir svigna undir allra þyngstu byrðum.
Þetta er ok, sem enginn af má kasta,
á allri leið frá vöggunni til grafar.
Hér þekkist enginn vilji eða von
til virðulegra lífs. Slíkt felst í bláum fjarska.
Og feðra stoð á efra aldri:
hinir ungu synir, sem áttu verk að vinna,
þeir hrökklast burtu langt frá bernskustöðvum
og gerast málaþrælar þorparanna.
Ó! Gæti rödd míns hjarta hergný vakið!
Hví brennur í brjósti mínu ofsaeldur?
Hví vantar mig hin spöku spámannsráð?
Vinir mínir! Mun eg eitt sinn sjá
fólkið frjálst og fallnir allir hlekkir?
Mun eg eitt sinn augum líta
mitt föðurland í eldi frelsissólar?
Geir Jónasson þýddi.