Skinfaxi - 01.10.1937, Blaðsíða 12
108
SKINFAXl
og var þeim síðan smyglað inn. En bannið hafði sín
áhrif og um 1880 voru margir hinir bezlu menn í
Lilhauen teknir að örvænta um afdrif tungunnar.
Vegna þess, hve lítið kom út á prenti sundraðist málið
frelcar en ella í margskonar mállýzkur og varð rithátt-
ur og orðaforði mjög iá reiki, l. d. var ekki samræmi í
mánaðarnöfnunum og voru þrjú lieiti yfir þá suma.
En er neyðin var stærst, reyndist hjálpin næst. Rússar
höfðu þælt niður uppreisn í Lithauen með ákaflega
mikilli grimmd. Kom þá í Ijós við rannsókn, að í presta-
skólanum í Iíaunas fór fram kennsla í ræðugerð á
pólsku. Pólska var ákaflegur þyrnir í augum Rússanna
og máttu þeir í prestaskólanum velja á milli lithau-
isku og rússnesku, aðeins að þeir héldi ekki áfram
með pólskuna. Kennararnir völdu auðvitað móðurmái
sitl og gengu miklu lengra en til var ætlazt, svo að
nemendur lærðu að tala og skrifa litháisku. Var nú
sigur málsins ti-yggður, þótt opinberlega yrði það fyrst
viðurkennt er Lithauen varð sjálfstæð. En geysimilda
fyrirhöfn kostaði það, að skapa samfellt ritmál úr mál-
lýzlcum þeim, er orðið liöfðu til á niðurlægingartimum
tungunnar. Er vér berum þessa reynslu saman við vora
sögu, sjáum vér, að ekki liefir viðreisn tungu vorrar
verið eins mikið átak og barátta litháiskra málvina á
19. öld og næstu árin eftir aldamótin síðuslu. En slík-
ur samanburður er að vísu alltaf mjög hæpinn. Eitt
er vist: Dæmi Litháa er oss sem öðrum máttug hvöt
í varðveizlu sjálfstæðrar menningar og þjóðernis.
Nú á þessu sumri hafa farið fram kosningar til írska
þingsins. Lauk kosningum þessum með sigri írskra
þjóðernissinna, þeirra er De Valera er fyrir. Eitt stefnu-
mála þeirra er endurreisn írskrar tungu. En hennar
var tekið að gæta mjög lítið vegna yfirráða Englend-
inga á eyjunni. 1911 voru ibúar alls írlands 4% milljón.
Þar af töluðu aðeins 20 þús. einungis írsku, 560 þús.
írsku og ensku og 3,6 millj. einungis ensku. Foi'vígis-