Skinfaxi - 01.10.1937, Blaðsíða 41
SKINFAXI
137
er snýst gegn því sjálfu, ef það skortir menntun eða
efnahagslegt sjálfstæði til þess að fara með hann.
Það verður að taka fram og leggja áherzlu á, að
Umf. eiga sér ekkert fastmótað kerfi, er þau geti
vísað til sem slcipulags framtíðarinnar. A félagsskap
okkar hefir aldrei verið neinn klíkuhlær. Innan félag-
anna ræður pólitískur litur ekki vali trúnaðarmanna.
Sá andi hefir rílct meðal ungmennafélaga, að í þeim
hafa menn farið úr hversdagsspjörum hins póli-
tíska rifrildis og unnið þar saman að umbótamálum.
Hafa félögin átt þannig á að skipa góðum drengjum
úr öllum stjórnmálaflokkum.
Hin margvíslega menningarstarfsemi ungmennafé-
laganna miðar að því, að lýðræði okkar megi verða
meira en nafnið tómt. Á hin efnahagslegu skilyrði og
viðhorf ungmennafélaga til þeirra hefir þegar verið
minnzt. Viðleitni félaganna í skólamálum og mennta-
málujn yfirleitt er kunnari en svo, að gera þurfi hér
grein fyrir henni. Fundastörf félaganna og verklegar
framkvæmdir styrkja framtak æskunnar, kenna henni
að vinna saman, temja sér félagsslega hugsun, skipa
sér saman um rétt sinn og skyldur. Félögin hafa alltaf
látið sig likamsmennt miklu skipta. En íþróttir fága
framkomu æskumanna, lcenna þeim að bera höfuðið
hátt og beygja sig ekki fyrir erfiðleikúnum. Bind-
indisstefna Umf. stuðlar og að skapgerðarmótun
manna.
Önnur grein stefnuskrár U. M. F. í. kemur hér eink-
um til athugunar, og verður lesið úr benni, á hvern hátt
félagsskapur okkar vill efla lýðræðið í landinu:
„Að hjálpa félagsmönnum og öðrum æskulýð til
aukins menningarþroska, með fræðslu og líkamsþjálf-
un, og til að rökhugsa þjóðnytjamál og vinna að fram-
gangi þeirra.“
Þannig er menning undirstaða lýðræðisins, en ein
afleiðing þess er, að friður rikir í heiminum. Er vitað,