Skinfaxi - 01.10.1937, Blaðsíða 47
SKINFAXI
143
Fallegur var hann vegi á,
vitur mar og heppinn.
Fallega bar hann fótinn þá,
fimur, snar og keppinn.
Reising há og höfuð lypt,
heið var bráin grana.
Makka frá féll mönin skipt
man ég og dái hana.
Af hann bar þá andvarinn
yppti skarar hrönnum.
Glæstur farar foringinn
fannst — og var þá mönnum.
Fölskvaði aldrei fjörið hans,
sem fagur galdur myndi,
lék á valdi léttfetans
Iist og sjaldgæft yndi.
Viðkvæm, ör og lífsglöð lund
leitar að samfélaga.
Ó, hve marga yndisstund
áttum við fyrr um daga.
Mjúklega slær sú minning á
mína hjartans strengi.
Alfær list er auður sá,
sem aldrei fellur í gengi.
Fjörið, listin, fegurðin,
funi í auga og svipi
á yndisþyrstan anda minn
orkaðí næmu gripi.
Áhyggjunnar álaganam,
oft sem hug minn þyngdi,
vinurinn bezti burtu nam,
blessaði mig og yngdi.
Sitja vil eg þar sólin skín,
sjá yfir lífsins prýði.