Skinfaxi - 01.10.1937, Blaðsíða 29
SKINFAXl
125
aukins metnaðar hverjum Islendingi, sem ekki er bú-
inn að afneita sjálfum sér gersamlega. Hinsvegar vil
ég draga athygli ykkar stundarkorn að nokkrum mönn-
um í þeim glæsilega hópft íslenzkra forvígísmanha,
sem réttilega liafa nefndir verið „Vormenn íslands“.
Eg á þar við „Fjölnismenn“. En því hefi eg valið mér
að umtalsefni þessa „vormenn“, að nú eru rétt hundr-
að ár liðin síðan þeir hófu blessunar- og örlagaríka
starfsemi sína með útgáfu ársritsins Fjölnis, sem
markaði hin merkilegustu tímamót i nútíðarsögu Is-
lands.
Útgefendur Fjölnis, eða „Fjölnismenn“, eins og þeir
eru venjulega nefndir, voru fjórir ungir Islendingar i
Kaupmannahöfn: Konráð Gíslason, Brynjólfur Péturs-
son, Tórnas Sæmundsson og Jónas Iiallgrímsson; allt
merkismenn og miklum hæfileikum gæddir, þó ólíkir
væru að ýmsu leyti. Þjóðnýtir ávextir starfsemi þeirra
urðu einnig í hlutfalli við getu þeirra og framsóknar-
hug, þó þeir tveir i hópnum, sem ákveðnasi mörkuðu
stefnu ritsins og starf þeirra félaga, féllu i valinn
snemma ævidags.
Sögufróðum mönnum 1 >er saman um, að Tómas Sæ-
undsson hafi verið „lífið og sálin“ í þessu fyrirtæki
þeirra félaga, enda var hann eldur áhuga og framsækni
persónugerður. En liinir studdu hann einnig drengi-
lega að þörfu starfi, sérstaklega Jónas Hallgrímsson, er
með listrænum, ódauðlegum.ljóðum sínum söng hinar
nýju framfarahugsjónir inn i hug og hjarta þjóðar
sinnar, og Konráð Gíslason með ómetanlegri mál-
hreinsun sinni.
Annars lýsir Jón Jónsson (Aðils) sagnfræðingur á-
gætlega árangrinum af starfsemi „Fjölnismanna" í
þessum orðum: „Fjölnir markar að ýinsu leyti djúpt
spor í lífi og þroska íslenzku þjóðarinnar, þótt honum
væri misjafnlega tekið fyrst í stað. Hann hneykslar
eldri kvnslóðina með ákafa sínum og dirfsku, en um