Skinfaxi - 01.10.1937, Blaðsíða 22
118
SKlNl'AXl
rita Shakespears i þýzkum þýð. en á móðurmáli sínu,
og eru þau þó ekki eldri en frá 16. öld.
Enn eigum vér Islendingar i sjálfstæðisbaráttu. Er
oss skyll að notfæra þau vopnin, er bezt bafa reynzt
í þeim hluta viðureignarinnar, sem af er. En til þess
að svo megi verða, hljótum vér að leggja aukna á-
herzlu á íslenzkunám i barnaskólum og unglingaskól-
um. En einnig er hér mikið ldutverk fyrir æskulýðsfé-
lög á landi hér, og þá fyrst og fremsl ungmennafé-
lögin. Hafa þau verndun móðurmálsins ofarlega á
stefnuskrá sinni.
I þessu sambandi verður að leggja áherzlu á, að
lærdómsmenn vorir verða að hefja nýja sókn i rann-
sókn bókmennta vorra og tungu. Þeir verða að taka
upp merki Jóns Sigurðssonar og Sveinbjarnar Egils-
sonar, og annarra þeirra íslendinga, er getið hafa sér
frægð á liðnum öldum fyrir rannsóknir islenzkra
fræða.
Af ýmsum ástæðum höfum vér alll til þessa orðið
að þola það, að erlendir vísindamenn hefðu forgöngu
í því, að athuga eðli lands vors og náttúrufar. Slciljan-
lega liefir oss sviðið þetta. En nú virðist vera tekið að
rofa til í þessum efnum, þannig að nú fer íslenzkum
náttúrufræðingum fjölgandi, svo að Islendingar taka
nú þátt í náttúrufræðirannsóknum hér heima, enda
þótt vér höfum ekki fjármagn til þess að kosta stóra
leiðangra um landið, enn sem komið er.
Áhugi almennings hér á landi fer og vaxandi á nátt-
úrufræðum. Er það ágætt. En hafa verðum vér í huga,
að að því væri oss mestur vansi, ef útlendingar yrðu
lærifeður vorir i þeirri tungu, er vér tölum. Á dögum
Rasks gátum vér lcennl erlendri áþján um framtaks-
leysi vort. Nú er geta vor meiri, og verðum vér að
liafa það Inigfast, að vafurlogar þeir, er leika yfir verð-
mætum tungu vorrar, hafa engu síður vakið athygli