Skinfaxi - 01.10.1937, Blaðsíða 15
SKINFAXl
111
þaðan er því ekki von bóka nema í anda stjórnarstefnu
þess lands.
En erfiðleikarnir á því, að koma upp svissnesku rit-
máli, eru ákaflega miklir. Að visu eru sumar hinna
svissnesku mállýzka gamlar og tiltölulega formfastar,
en vandinn er, hverja þeirra skuli velja til bókmáls.
Þrátt fyrir það hefir verið hrundið af stað félagsskap,
er liefir nýtt svissneskt ritmál að takmarki, og er þeg-
ar hafin þýðing biblíunnar á liina nýju tungu. Að sjálf ■
sögðu á hreyfing þessi ekki óskertu fylgi að fagna. En
flestir viðurkenna, að ástandið sé mjög slæmt, eins
og það er.
Algengt er t. d. að liitta svissneska bændur, sem illa
skilja þýzku, enda þótt þeir séu fró hinum svonefnda
þýzka liluta landsins. Má geta því nærri, hver tök þeir
muni liafa á að rita málið, og eru þó allar bökmennt-
ir, dagblöð og þvl. ritaðar á þýzku þar um slóðir. Börn-
in læra að vísu bókmálið í skólunum, en það verður
aldrei annað en spariföt, þau skrifa stílana sína á
þýzku, en tala saman í frimínútunum á mállýzku sinni.
Tökin á liinu „opinbera“ máli eru svo lítil, að jafn-
yel framburðinum er mjög ábótavant. Jafnvel stúdent-
arnir við liáskólana í hinum þýzka hluta Svissi tala
saman á mállýzkum sínum. Þýzka er aðeins notuð í
kennslustundum. Prestarnir tala ýmist á þýzku eða
einliverri mállýzku. Aðalleikbúsið í hverjum bæ sýnir
að jafnaði leikrit á þýzku, en víðast keppa við þau
leikhús, sem sýna leikrit, þar sem mállýzkur eru tal-
aðar. Margt mætti tína til fleira, og liggur i augum
uppi, hvert menningarlegt los leiðir af þessu, og mynd-
um vér Islendingar hafa átt færri skáld og ritsnillinga
í alþýðustétt, ef ástatt hefði verið lijá oss eins og Sviss-
lendingum. Er og sennilégt, að íslenzk tunga ætti við
aum kjör að búa, ef hún hefði ekki geymzt með al-
þýðunni um aldir,
Síðastliðinn vetur var eg 1. desember gestur á heim-