Skinfaxi - 01.10.1937, Blaðsíða 63
SKINFAXI
159
nýtasti verzlunarmaður, sem með umhyggjusemi og lipurð
í framgöngu, reglusemi og grandvarleik í viðskiptum vann
sér óskipt traust og virðingu allra þeirra, sem við hann skiptu.
En það, sem ennþá fremur er að minnast Aðalsteins fyrir,
eru hinar fráhæru félagsdyggðir hans, og þá einkum sem
ungmennafélaga. Hann var einn af stofnfélögum Ungmenna-
fél. Árvakurs (árið 1917) og í fyrstu stjórn þess. Eftir að
hann kom heim aftur, var hann og lengst af í stjórn félags-
ins og formaður þess árin 1930, ’31 og ’32. Oftlega hafði hann
og ýms önnur ungmennafélagsstörf með höndum, bæði i nefnd-
um og þess utan, þar á meðal fyrir héraðssamband Umf. Vest-
fjarða. Var og 3 ár vararitari U.M.F.Í., og átti góðan þátt í
að stuðla að ýmsum starfsmálum sambandsstjórnar.
Hann var jafnan reiðubiiinn og fremstur. i flokki að gang-
ast fyrir, styðja og fylgja áleiðis þeim verkefnum, sem ung-
mennafélagar, hvort heldur i Árvakri eða öðrum ungmenna-
félögum, höfðu fyrir stafni. Allra mesta áhugamál hans var
þó efling og útbreiðsla skiðaíþróttarinnar, og honum er al-
mest að þakka þær miklu framfarir, sem orðið hafa i þeirri
íþrótt hér vestanlands á síðari timum. Gerði hann sér mikið
far um útvegun og útbreiðslu beztu skiða og alls skiðaútbún-
aðar; var og sjálfur skiðamaður mjög góður. Hann var einnig
fremsti hvatamaður að því, að útvega hingað erlendan skíða-
kennara. Og til leiðbeiningar og fyrirgreiðslu allskonar við
skiðafar lagði hann fram ótalið bæði fé og fyrirhöfn.
Það var harmsefni mikið, að missa Aðalstein á svo ungum
aldri. En liinsvegar er minningin, sem geymist um hans góðu
mannkosti, raunabót, — og þakkarefni við þann, sem bæði
gefur og tekur.
Betri félaga, traustari fylgismann góðra málefna og trygg-
ari vin getur vart en hann var. Og um flest var hann fyrir-
mynd ungra manna og góðra íslendinga.
Héðan og handan.
Haukadalsskólinn 10 ára.
Haustið 1927 stofnaði Signrður Greipsson iþróttaskóla á
ættaróðali sinu, Haukadal í Biskupstungum, hinu forna höf-
uðbóli og menntasetri. Reisti hann skólahús á hverasvæð-
inu við Geysi, gerði bráðabirgðasundlaug, og fékk þegar svo
marga nemendur, sem húsrúm leyfði.
Sigurður Greipsson var þjóðkunnur maður fyrir félagsstarf-