Skinfaxi - 01.10.1937, Blaðsíða 11
SIÍINFAXI
107
stór í viðreisn þjóðlegrar norskrar tungu. Hefir reynsl-
an orðið söm hér heima um ungmennafélögin, en allt
er í meiri óvissu um stefnu og afköst héraðsskólanna
í þessum efnum.
f fyrra sumar átti eg tal við Svia einn. Eg sýndi hon-
um íslenzka bók, las fyrir hann úr henni og benti hon-
um á einstök orð, sem ættu sína líka í sænsku að út-
liti og merkingu. „Nú, svo að íslenzkan er liálfgild-
ings sænska“, sagði Svíinn. Kallaði liann öll þau orð,
er eg benti honum á, sænsk. „Nei, þau eru islenzk“,
sagði eg og sat við þann skoðanamun, enda munu háð-
ir hafa liaft nokkuð til síns máls.
Svipað og Svianum fer oss fslendingum, er vér gef-
um máli Færeyinga gaum, sem ekki her oft við. Allt,
sem oss finnst vert viðlits i máli þeirra, er íslenzkt, allt
hitt eru afbakanir vors hjartkæra móðurmáls. Þetta
er auðvitað fráleitt sjónarmið. Færeyskan er að flestu
hliðstæða islenzkunnar, grein á sama stofni. Málsaga
Færeyinga er annars mjög merkileg og er þar ærnar
hvatningar að finna oss íslendingum. En þótt Færey-
ingar standi oss næst allra þjóða, að uppruna, máli,
menningu og lífskjörum, verður eklci fjölyrt um þá
hér. Verður látið við það sitja, að vísa til ritg. sam-
bandsstjóra Aðalsteins Sigmundssonar i Skinfaxa 1933
4.—6. h.: „Tunga og bókmenntir Færeyinga“.
Síðastliðinn vetur var eg staddur í samsæti, er stúd-
entar frá Lithauen héldu í tilefni af fullveldisdegi sín-
um, suður í Basel í Sviss. Öðlaðist Lithauen fullveldi
1923. Hafði saga þeirra þá, um aldir, verið samfelldur
ferill yfirgangs af hálfu Prússa, Pólverja og Rússa.
Einkum höfðu Litliauenbúar lotið Rússum. Þeir áttu
forna tungu og merkilega. Bókmenntirnar voru að vísu
ekki miklar að vöxtum, en tungan lifði á vörum þjóð-
arinar. 1864 bönnuðu Rússar Lithauenbúum að prenta
rit með latnesku letri. En þar eð þeir fyrirlitu rúss-
neskt letur fengu þeir hækur prentaðar í Prússlandi