Skinfaxi - 01.10.1937, Blaðsíða 76
SKINFAXl
172
Umræðuefni.
í „Norsk ungdom“, tímariti norsku ungmennafélaganna,
ágúst- og septemberhefti 1937, er skró yfir helztu fundamál
félaganna árið 1936, eftir því sem skýrslur þeirra herma. Hér
á eftir eru nefnd nokkur þessara mála, og gæti það ef til
vill verið bending fyrir lesendur Skinfaxa:
Dansskemmtanir. Söngur í félögunum. Gildi ])ess að vera
ungmennafélagi. Menningargildi funda okkar. Skyldur félags-
manna við félagið. Fræðslustarfsemi ungmennafélaganna. Umf.
og stjórnmálin. Jólin heiina. Skapar æskan tíðarandann, eða
tíðarandinn æskuna? Fólkið og sveitin þess. Hugsjónir æsk-
unnar. Bræðralagshugsjónin. Þjóðarskapgerð. Hvers vegna
drekkur Jeppi? Hvenær á að stofna til hjúskapar? Nútíðar-
stúlkan. Að velja sér æfistarf. Hvernig ó að verja tómstund-
um? Gildi kosningaréttarins. Skyldur samfélagsins við æsku-
lýðinn. Framtiðarhorfur sveitaæskunnar. Hver eru áhugaefni
æskuinanna? Er æskulýðurinn betur settur nú en áður? Eiga
menn að berast með straumi timans, eða streitast á móti?
Ilvers krefst núliðin af æskunni? Að velja sér félaga. Fán-
inn, saga hans og þýðing. Æskan og ættjörðin. Æskulýður-
inn og foreldrarnir. Umbætur á talmálinu. Æskan og atvinnu-
leysið. Æskan og stjórnmálin. Samfélagssiðgæði. Sparnaður
og velmegun. Frelsi, jafnrétti, bræðralag. Vélaöldin og krepp-
an. Staða konunnar i þjóðfélaginu. Mann'shkaminn og óvinir
hans. Hvernig á að bæta afkomuna í sveitunum? Stóriðnað-
ur úr sjávarafurðum. Yfirstétt og undirstétt. Stríð þjóðfélags-
ins við afbrotamennina. Samvinnuhreyfingin.
Til viðbótar þessum umræðuefnum norsku Umf., — en þau
eiga einnig við hjá oss, — vill Skinfaxi benda á eftirfarandi
efni, sem æskilegt er að islenzk Umf. ræði: Aukin fjölbreytni
í matjurtarækt. Loðdýrarækt. Fiskirækt í ám og vötnum.
Stofnun heimavistarskóla fyrir sveitabörn. Hafa skemmti-
samkomur Umf. menningargildi? Stíll í lnisagerð og hús-
búnaði sveitanna. Bókakostur alþýðu. Umf., reykvísku íþrótta-
félögin og keppni á leikmótum. Lýðræði eða einræði.
Félagsprentsmiðjan.