Skinfaxi - 01.10.1937, Blaðsíða 3
SKINFAXI
99
Eiríkur J. Eiríksson:
Móðurmálið.
Oft kalla andstæöurn-
ar hver á aðra. Mætti
finna þess inörg dænii
úr sögu síðustu ára. T.
d. hefir alþjóðastefna
sú, er boðuð var næstu
árin eftir stríðið, orðið
til þess, að engu at-
kvæðaniinni þjóðernis-
stefna hefir risið upp
víða um heim.
Hinnar nýju þjóð-
ernisstefnu liefir gætt
á flestum sviðum og
ekki sízt livað snert-
ir tungumál þjóðanna.
Er hér um merki-
legt viðfangsefni að ræða fyrir oss íslendinga og
engu síður vegna þess, að aðstæður vorar eru sér-
slæðar á marga lund i þessum efnum. Má t. d. henda
á, að upp úr lieimsstyrjöldinni, er ísland varð frjálst og
fullvalda i'íki, var fyrst og fremst um stjórnarfarslegan
sigur að ræða fyrir oss. Viðreisn málsins hafði farið
fram á 19. öldinni. Þessum svörum var ekki að gegna
um flest önnur smáríki álfunnar, er losnuðu 1918
undan erlendum yfirráðum. Þau yfirráð höfðu fyrst
og fremst verið fólgin í því, að halda niðri viðleitni
fólksins til þess að leggja rækt við móðurmál sitt, tala
það og rita. Við stóðum á svo gömlum og kjarnmikl-
um merg menningarlega, að Danir ýmist reyndu ekki
til eða varð lítið ágengt í að útrýma feðratungu vorri.
7*