Skinfaxi - 01.10.1937, Blaðsíða 10
SKINFAXI
106
þess að rekja hana hér. Norðmenn guldu þess mjög
á ánauðaröldum sínum, að þeir eru nágrannar Dana.
Urðu dönsk áhrif víðtækari og dýpri þar í landi en( þau
urðu nokkru sinni hér. Varð Norðmönnum að þvi mest
mein, að embættismenn þeirra gengu á undan í af-
myndun móðurmálsins. Um þá mátti svipað segja og
skáldið Kingo sagði um embættismenn sinnar þjóðar:
„Þótt þeir hafi lifað á ríkisins koslnað áratugum sam-
an hafa þer ekki viljað hafa fyrir því að læra neitt í
móðurmáli sínu, vegna þess, að þeir hafa ekki viljað
taka slikt vaðmálsmál á silkitungur sínar“.
Auðvitað hafa hér ekki allir átt óskilið mál. Norski
presturinn, sem gaf söfnuði sínum i skyn, að réttast
væri að hiðja guð á þeirri tungu, er mönnum væri töm-
ust, hefir sjálfsagt átt sína lika.
En samhengið í tungu vorri og menningu varð Norð-
mönnum hvatning og orð Konungsskuggsjár liljómuðu
gegnum aldimar: „Týn ekki tungu þinni“. Með 19.
öldinni varð þjóðernisleg vakning í Noregi. Skáld svo
sem Wergeland tóku að sletta norsku, feðratungu
sinni, í ritum sínum. Sagnfræðingurinn frægi P. A.
Munch taldi að vísu litið unnið með sliku. 111 danska
væri engin lausn. Ef menn vildu einhverja breytingu
á ritmálinu, yrði að taka eitthvert byggðamálanna til
hliðsjónar. En Munch var íhaldssamur í þessu máli og
taldi enga þörf á umbótum. En bent hafði hann á leið-
ina, þá leið, er faðir nýnorskunnar, Ivar Aasen (1813
—’96) fór. En hér, sem í öðru, á ekki við að þylja nöfn
Sköpun hins nýnorska rilmáls var stórfellt menning-
arátak þróttmesta liluta norsku þjóðarinnar, og meg-
um vér í senn harma og fagna, að hér á íslandi voru
ekki þær aðstæður, að hér yrði liliðstæða hinnar norsku
málbaráttu. Er vaxandi gengi nýnorskunnar oss fagn-
aðarefni og til hvatningar i þjóðernisbaráttu vorri og
viðleitni til verndunar móðurmálinu. Eftrtektarvert er,
live lilutur norskra ungmennafélaga og lýðskóla er