Skinfaxi - 01.10.1937, Blaðsíða 14
110
SKINFAX;
hezt þjóðarsál þeirra. írar eru sundurlyndir að eðlis-
fari og er frelsi þeirra því hætta búin, ef fleiri en ein
tunga er töluð í landinu.
Fyrir oss fslendinga, sem erum að noklcru afkom-
endur hinna fornu íra, er þjóðfrelsisbarátta írlendinga
og viðleitni þeirra til að reisa við veg móðurmálsins,
verð allrar athygli og virðingar.
I Sviss eru töluð, svo sem kunnugt er, fjögur tuugu-
mál. Auk þess eru þar mjög margar mállýzkur. Eink-
um gætir þessa í þeim hluta landsins, sem þýzka er
ritmál í. Hefir þar að heita má hver horg sina mállýzku.
í Sviss er menning á háu stigi og hafa bókmenntir
verið þar löngum með miklum blóma. En sá er gall-
inn á, að Svisslendingar eiga erfitt með að balda utan
að bókmenntamönnum sínum. Þeir af þeim, er rit-
uð liafa á frönsku, svo sem Rousseau og Mme. de Stael,
eru taldir til franskra bókmennta. Þeir, sem ritað liafa
á þýzku, svo sem Jeremias Gotthelf, Gottfried Keller
og Conrad F. Meyer, eru taldir til þýzkra bókmennta.
Þjóðverjar ganga svo langt, að þeir kalla háskólana í
Basel, Bern og Ziirich þýzka, vegna þess, að þýzka er
töluð í þeim. Vér skiljum þessar aðstæður, ef vér hugs-
um oss, að íslenzkir rithöfundar sitji allir á bekk með
Gunnari Gunnarssyni.
Að sjálfsögðu sámar Svisslendingum þetta, og telja
þeir, að úr þessu verði naumast bætt með öðru móti
en því, að þeir eignist sérstakt mál. Svisslendingar
hrósa sér mjög af þjóðskipulagi sínu og þjóðrækni, að
það að margvísleg mál eru töluð í landinu, skuli ekki
valda sundrung og ósamlyndi. En nú á sjðustu árum
eru þeir orðnir þeirrar skoðunar, að málaglundroðinn
veiki þjóðernislega aðstöðu þeirra, og eru þeir ekki
jafn sammála og áður um ágæti þess, að tala og rita
sömu mál og nágrannamir. Einkum hefir þessa gætt
eftir 1933, er Hitler tók við völdum í Þýzkalandi, og