Skinfaxi - 01.10.1937, Blaðsíða 58
154
SKINFAXI
lítið of mikið að sér við liverja æfingu. Þessi litla um-
fram áreynsla safnast svo saman, og verður að alvar-
legri ofreynslu. Þetta er það, sem nefnt er ofþjálfun.
Fyrstu einkenni ofþjálfunar eru þau, að maður er
ekki eins upplagður og á fyrverandi æfingum og nær
lakari árangri. Sá, sem hefir þekldngu og reynslu, veit,
að þá á hann að hvíla sig nokkra daga, og hyrja svo
aftur með léttri þjálfun. Þetta er mjög áriðandi, því
að ef haldið er áfram að æfa, eftir að einkenni ofþjálf-
unar fara að gera vart við sig, getur það haft mjög
alvarlegar afleiðingar; maður verður m. a. slappur og
viðkvæmur, missir matarlyst og sefur illa.
Hversu mikið maður þolir að leggja að sér við þjálf-
un, án þess að ofþjálfun komi í ljós, er ekki eingöngu
komið undir líkamsbyggingu, heldur ennig, og kann-
ske miklu fremur, undir ýmsum ytri skilyrðum. Eftir
því, sem liið daglega starf krefst meiri líkamlegrar á-
revnslu, eftir því er liættara við ofreynslu við æfingar.
Á þessu má sjá, að það er tiltölulega skammt milli
hinna gagnlegu og skaðlegu áhrifa íþróttanna. Skilyrð-
in fyrir þvi, að íþróttirnar komi hinu líkamlega upp-
eldi að fullu gagni, eru þau, að þjálfunin sé fram-
kvæmd með skynsamlegri gætni.
Nægilegur svefn (minnst 8 klst. á sólarhring) og
hvild eru alveg nauðsynleg, til þess að þjálfunin hafi
tilætluð áhrif. Sé æft af kappi, á alltaf að hvila sig
öðru hvoru, lielzt tvo daga í viku. Og eins og áður hefir
verið vikið að, ætti að fara gætilega í að þjálfa sérstak-
lega eina íþrótt. Takmark íþróttanna er alhliða hæfni.
Þá verður likaminn bezt fær um að mæta hinum mis-
jöfnu kröfum daglegra starfa.
Stjörnuiþróttin fjandskapast við alhliða íþrótt, vegna
þess, að hún hindrar óeðlilegan þroska einstakra eig-
inleik, en þeir eru skilyrðin fyrir frábærum afrekum.
Samkvæmt skilningi stjörnuíþróttarinnar „eyðilegði“
kastari sig, ef liann tæki þátt í þolhlaupi, m. a. vegna